Þjóðviljinn - 11.06.1987, Page 3

Þjóðviljinn - 11.06.1987, Page 3
Hassolía FRÉTTIR Húsnœðisstofnun Stórsmygl upplýst Skrúlað fyrir lofbrð Mikil óvissa umfjármögnun kerfisins meðan skýr svörfástekki um vaxtastefnu stjórnvalda. Lífeyrissjóðirnirhalda að sérhöndum. Um 2000 umsóknir verið frystar í Húsnæðisstofnun. Fyrsta von um úthlut- un árið 1989 Tveir íslendingar og einn Eng- lendingur hafa verið úrskurðaðir í 30 daga gæsluvarðhald eftir að Fíkniefnalögreglan handtók þá á hóteli í Reykjavik á laugardag. íslendingarnir höfðu í fórum sér 500 gr. af hassolíu og daginn eftir gengu 150 gr. til viðbótar niður af Englendingnum. Hann kom til landsins frá Marokkó í gegnum London og hafði gleypt 60 smokka með hassolíu fyrir ferðalagið. Þetta er stærsta smygl á hassol- íu sem upplýst hefur verið hér- lendis en olían samsvarar um 7.5 kg. af hassi. Fjórði maðurinn sem tengist þessu smyglmáli er bróðir annars íslendingsins. Sá er bú- settur í London og kom á sam- bandi þremenninganna sem handteknir voru á laugardag. Stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins hefur ákveðið að hætta að gefa loforð fyrir lánum til nýbygginga og kaupa á eldra húsnæði um óákveðinn tíma, vegna óvissu um framtíðarfjár- mögnun byggingasjóðs ríkisins og lífeyrissjóðirnir eru ekki tilbúnir að semja um frekari skuldabréf- akaup af Húsnæðisstofnun fyrr en skýrari línur eru komnar hjá stjórnvöldum um vaxtarkjör. Sigurður Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Húsnæðisstofnun- ar segist þeirra skoðunar að hækka þurfi útlánsvextina í góð- æri. Allar umsóknir sem borist hafa Húsnæðisstofnun frá því í byrjun mars sl. um 2000 talsins hafa því verið frystar. - Það er nauðsyn- legt að hætta áframhaldandi út- gáfu lánsloforða þar til vaxtast- efnan liggur ljós fyrir og hægt er að ganga til samninga við Iífeyris- sjóðina, sagði Sigurður Guð- mundsson í gær. Telja má víst að lánsloforð vegna þessara um- sókna og þeirra sem berast stofn- uninni þessa dagana verði ékki afgreidd til útborgunar fyrr en á árinu 1989. Samningar lífeyrissjóðanna við Húsnæðisstofnun gilda út næsta ár og er þegar búið að ráðstafa með lánveitingum stórum hluta af þeirri fjárhæð sem sjóðirnar hafa lofað að fjárfesta fyrir. Alls hefur stofnunin afgreitt tæplega 5200 iánsloforð frá því nýja hús- næðiskerfið tók gildi sl. haust, að fjárhæð 7.3 miljarðar. Um 8500 umsóknir hafa borist fram til maí- loka en stofnunin hefur hafnað 221 umsókn. f könnun sem Félagsvísinda- stofnun Háskólans gerði nýlega fyrir stofnunina kemur m.a. fram að um 80% aðspurða er ánægður og sáttur við þá vinnureglu að fá fyrst bindandi lánsloforð áður en farið er út í fjárfestingar. Pá kem- ur einnig fram að yfir 12% að- spurða, sem svarar til hátt í 20 þúsund landsmanna á aldrinum 18 - 75 ára hyggst sækja um lán hjá Húsnæðismálastofnun á þessu eða næsta ári. -Ig. Alþjóða hvalveiðiráðið Búist við átakafundi Hvalveiðar í vísindaskyni og hvalveiðarfrum- byggja íbrennidepli á ársfundinum í Borne- mouth. Islendingar veiða 40 sandreyðar og 80 langreyðar Búist er yið að vísindahval- veiðar íslendinga og fleiri þjóða verði í brennidepli á árs- fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins sem haldinn verður í Bornemouth á Englandi dagana 22.-26. júní n.k. Auk hvalveiða í vísindaskyni munu umræður um hvalveiðar frumbyggja og heildarendurmat á hvalastofnum heimsins setja svip sinn á fundinn. Reiknað er með að þetta verði fundur mikilla átaka rétt eins og verið hefur fram til þessa. Að sögn Kjartans Júlíussonar, deildarstjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu, standa nú þessa dagana yfir fundir vísindanefndar ráðsins og frá 15. júní til 20. júní munu vinnunefndir koma saman. Visindanefndin fjallar m.a. um bráðabirgðaniðurstöður af rann- sóknum hérlendis og verða þær á þessu ári ræddar frekar á ársfundinum sjálfum. Búist er við að Japanir og Suður-Kóreumenn muni leggja fram áætlanir um hvalveiðar í vís- indaskyni, en ekki er vitað um fyrirætlanir Norðmanna og So- vétmanna. Sovétmenn hafa sem kunnugt er hætt veiðum í ábata- skyni, eins og komist er að orði, en ekki er vitað hvort þeir munu taka upp veiðar á sömu nótum og íslendingar, sem í ár munu veiða 40 sandreyðar og 80 langreyðar í vísindaskyni. í lok þessa mánaðar hefjast umfangsmiklar hvalatalningar í Norður-Atlantshafi og stendur það verkefni yfir í 4-5 vikur. Rannsóknirnar eru undir yfir- stjórn íslenskra vísindamanna, en auk þeirra taka Danir og Norðmenn þátt í þeim. -gg Fi&urféna&urinn er ekki einn um það að þykja gott að njóta sumarþlíðunnar og sólarinnar á tjarnarbökkunum í Reykjavík. Andamömmur, dagmömmur og mæður gættu ungviðisins í góða veðrinu í Hljómskálagarðinum í gær. Þau Hjalti, fjögurra ára, Hafdís Jóna, þriggja ára og Brynhildur Hanna, fimm ára, voru við leik og störf í Hljómskálagarðinum, ásamt fjölda annarra barna frá dagheimilinu Iðuborg í Breiðholti. „Við komum í strætó með fóstrunum. Við vorum voða stillt á leiðinni. Það er voða gaman að fara í ferðir. Skemmtiiegast er þó að tína blórn," sögðu þau Hjalti, Hafdís Jóna og Brynhildur Hanna, um leið og þau skelltu sér í aðra bunu niður rennibrautina. Texti RK Mynd E.ÓI. Stjórnarmyndun Ný ríkisstjóm 17. júní Alvöruviðrœðurnar eru nú aðfara afstað. Ágreiningsmálin erustór- eignaskattur, húsnœðismál og landbúnaðarmál. Stefnt á 17. Fullur skriður er nú að komast á stjórnarmyndunarviðræður Alþýðuflokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Nú liggur yóst fyrir hver helstu ágreiningsmál þessara þriggja flokka eru og á morgun hefjast því hinar eigin- legu samningaviðræður. Er Ijóst að hamagangur verður í öskjunni því eitt af því sem formenn flokk- anna eru sammála um er að nýr forsætisráðherra flytji 17. júní ávarpið í ár. „Það er að komast eggjahljóð í viðræðurnar,“ sagði þingmaður Alþýðuflokksins við Þjóðviljann í gær. Þingflokksfundir voru hjá flokkunum þrem í gærkvöldi. Það hefur sett strik f reikning- inn að spár stjórnarandstöðunnar um verðbólgusprengingu virðast nú vera að rætast. Þá var það staðfest í gær að Húsnæðisstofn- un er hætt að veita lánsloforð þar til samið hefur verið við lífeyris- sjóðina um kaup á skuldabréfum fyrir árið 1989. Húsnæðismálin eru eitt af þeim málum sem hvað mestur ágrein- ingur er um. Alþýðuflokkurinn setti kaupleiguíbúðir á oddinn í kosningunum og gerir það einnig í viðræðunum. Annað ág- reiningsmál eru landbúnaðarm- álin en jafnvel er talið að fram- sókn og kratar geri með sér hross- akaup þannig að framsókn haldi sínu til streitu í landbúnaðarg- eiranum en kratarnir fái að spreyta sig á húsnæðiskerfinu. Stærsta ágreiningsmálið eru hinsvegar fyrstu aðgerðir í efna- hagsmálum. Kratar og framsókn hafa sameinast um það að leggja á stóreignaskatt en íhaldið á mjög erfitt með að kyngja þeim bita. Þá er ennþá óljóst hvernig hallinn á ríkissjóði verður brúaður. Áður hefur verið talað um stóreigna- skattinn og á hann að skaffa um 500 milljónir króna á ári. Þá komu tillögur frá embættis- mönnum um krítarkortaskatt en samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans eru kratar og íhald ekkert ýkja hrifnir af því. Einnig er deilt um einföldun á söluskattskerf- inu, sem myndi afla ríkissjóði mikilla tekna. Kratar virðast ætla að sættast á að falla frá kröfunni um sam- eiginlegan lífeyrissjóð allra landsmanna. Með nýja frum- varpinu er unninn hálfur sigur, sagði einn viðmælenda blaðsins. - Sáf bbhÖRFRÉTTIRks Atvinnuástandið hefur sjaldan verið betra í landinu því í Iok maí voru einung- is 400 manns skráðir atvinnu- lausir í landinu sem svarar til 0.3% mannafla á vinnumarkaði. Þetta er helmingi færri atvinnu- lausir en í maí í fyrra og hafa ekki verið skráðir jafnfáir atvinnu- leysisdagar í maímánuði síðan 1982. Oddskarðsvegur á milli Neskaupsstaðar og Eski- fjarðar hefur verið illfær bílum öðrum en fjallabílum það sem af er sumri. Bæjarstjórn Neskaup- staðar hefur sent frá sér harðorð mótmæli vegna þessa og segir að nú keyri um þverbak þegar ekki einu sinni sé hægt að komast yfir fjallið um hásumar. Krefst bæjar- stjórnin tafarlausrar lagfæringar á veginum öllum. Hvað er tregða: innri eiginleiki eða heimsfræðileg áhrif? er spurt á fundi Eðlifræð- ingafélagsins í kvöld þar sem Þór- ir Sigurðsson mun ræða um kenn- ingar þýska eðlisfærðingsins Ernst Mach. Fyrirlesturin hefst kl. 17.15 í kaffistofu Raunvísind- astofnunar Dunhaga 3. Fimmtudagur 11. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.