Þjóðviljinn - 11.06.1987, Page 15
Steðan
í 1. deild i knattspyrnu
Valur..............4 3 1 0 11-2 10
(A.................4 3 0 1 8-6 9
KR.................3 2 1 0 5-1 7
IBK...............4 2 0 2 7-13 6
Fram...............3 1115-5 4
Þór................4 1 0 3 3-6 3
KA.................4 2 0 2 3-3 3
Völsungur..........3 1 0 2 4-6 3
Víðir..............3 0 2 1 1-2 2
FH................4 0 13 1-6 1
Körfubolti
Lakers
sigraði
Lakers er nú komið með yfirburð-
astöðu gegn Boston í úrslitum NBA-
deildarinnar. Lakers sigraði í Boston í
gær,107-106.
Pað var enginn annar en Ervin
Magic Johnson sem tryggði Lakers
sigur með sveifluskoti þegar tvær sek-
úndur voru til leiksloka.
Boston hafði forystuna framan af
og þegar 15 mínútur voru til leiksloka
höfðu þeir forystuna, 79-63. Þá fóru
þeir að missa tökin, en voru þó með 7
stiga forskot þegar þrjár mínútur
voru eftir og leiddu 106-104 þegar að-
eins fjórar sekúndur voru til leiks-
loka. Þá fékk Abdul Jabbar vítaskot.
Hann hitti aðeins úr öðru, en Johnson
náði frákastinu og tryggði Lakers
sigur.
Lakers þarf því aðeins að vinna
einn leik í viðbót, en næsti leikur er í
Los Angeles. Þess má geta að þetta er
aðeins 4. leikurinn sem Boston tapar
á heimavelli í tvö ár, og sá þriðji í
síðustu 86 leikjum í Boston Garden.
-Ibe
Mjólkurbikarinn
2. umferð:
Selfoss-Skallagrímur...........5-0
Leiknir-Afturelding............3-2
(R-Skotfélag Reykjavíkur.......1-0
Grótta-ReynirSandg.............1-2
Augnablik-Stjarnan.............1-2
Leiftur-Magni..................1-0
Höttur-Einherji................Fr.
ÞrótturNesk.-Huginn............fr.
f gær:
KS-UMFSD 7-0
Víklngur-Þróttur 3-1
ÍBV-Fylkir.....................2-1
Ogþette
líka...
Evrópumeistarar
bikarhafa, Ajax frá Hollandi, hafa náð
samkomulagi við Frank Stapelton
sem leikið hefur með Manchester
United. Þá hefur Ajax einnig keypt
Hennie Meyer frá Roda JC og Dan-
ann Jan Sörensen frá Excelsior. Þá
eiga þeir I samningaviðræðum við
Monaco um kaup á Sören Busk,
landa Sörensen. Þessir leikmenn
koma til með að fylla I skarðið sem
Marco Van Basten, sem er á leið til
AC Milan, skilur eftir sig.
Félagi Arnórs
Guðjohnsen hjá Anderlecht, Frankie
Vercauteren, hefur gert samning við
franska liðið Nantes. Samningurinn
er til þriggja ára.
Stórstjarnan
Gary Birtles, sem kostaði á sínum
tíma rúma milljón sterlingspund, hef-
ur nú gert samning við Notts County,
sem leikur í 3. deild. Hann fékk frjálsa
sölu frá Nottingham Forest.
Bjór og pylsur
voru á boðstólunum fyrir áhorfendur í
síðasta leik Hanover I 2. deildinni I
Vestur-Þýskalandi. Hanover vann
sér inn sæti I Bundesligunni næsta
keppnistímabil með sigri í 2. deild og
voru þetta verðlaun til áhangenda fé-
lagsins fyrir dyggan stuðning.
Baldvin Guðmundsson horfir á eftir boltanum yfir línuna. Skot Sigurjóns Kristjánssonar fór I Júlíus Tryggvason og þaðan I netið. Mynd: E.OI.
Reykjavík
Valssigur á Hlíðarenda
Valsmenn sigruðu Þór sanngjarnt í
góðum og skemmtilegum leik, 2-0, á
Hlíðarenda í blíðskapar veðri.
Valsmenn byrjuðu leikinn af mikl-
um krafti og fengu strax á fyrstu mín-
útum góð tækifæri en nýttu þau ekki.
Jón Grétar Jónsson fékk fyrsta
hættulega tækifærið. Hann komst
Tryggvi Gunnarsson, marka-
kóngur tryggði KA sanngjarnan
sigur, gegn FH í gser, 2-1, með
glæsimarki af 25 metra færi.
Það voru reyndar FH-ingar
sem höfðu undirtökin framan af.
Þeir náu forystunnni snemma í
leiknum, en ódýru marki. Ólafur
Kristjánsson fékk boltann eftir
hornspyrnu, skaut í stöng og það-
an í Steingrím Birgisson og inn.
Heimamenn hresstust nokkuð
eftir markið og sóttu heldur
meira. Halldór Halldórsson varði
vel frá Þorvaldi Örlygssyni og
Gauti Laxdal átti gott skot rétt
yfir mark FH. Kristján Hilmars-
son átti svo þrumuskot að marki
KA, en Haukur Bragason varði
vel í hom.
FH-ingar fengu tvö góð færi í
upphafi síðari hálfeiks. Haukur
varði vel frá Magnúsi Pálssyni,
einn framhjá vörn Þórs en missti bolt-
ann of langt frá sér og markmaður
Þórs átti ekki í neinum vandræðum
með að verja.
Á 16. mínútu skoruðu Valsmenn.
Það var Sigurjón Kristjánsson sem
átti gott skot að marki Þórs, boltinn
fór í Júlíus Tryggvason, og Baldvin
sem var í góðu færi og Kristján
átti skot yfír af stuttu færi.
KA jafnaði svo á 55. mínútu.
Steingrímur tók aukaspyrnu á
Þorvald sem skallaði til Gauta.
Hann skoraði af öryggi af stuttu
færi. Skömmu síðari átti Tryggvi
KA-FH 2-1 (0-1) * * *
Akureyrarvöllur 10. júní
Dómari: Þóroddur Hjaltalín *
Áhorfendur 752
0-1 Olafur Kristjánsson (16.min), 1-1
Laxdal (55.mín) 2-1 Tryggvi
Stjörnur KA:
Steingrímur Birgisson * *
Arnar Freyr Jónsson *
Gauti Laxdal »
Þorvaldur örlygsson *
Jón Sveinsson »
Stjörnur FH:
Halldór Halldórsson *
Magnús Pálsson *
Pálmi Jónsson *
Kristján Hilmarsson *
Guðmundsson markmaður Þórs sem
var á leið í hitt hornið átti ekki mögu-
leika á að verja.
Valsmenn héldu áfram að sækja og
á 26. mínútu fékk Ingvar Guðmunds-
son dauðafæri í markteig en skot hans
fór yfir.
Á 36. mínútu var Sigurjón Krist-
gott skot úr þröngu færi og
skömmu síðar átti Steingrímur
skalla í þverslá.
Á 71. mínútu kom sigurmarkið
og var það mjög glæsilegt.
Tryggvi fékk boltann á miðju, lék
á tvo FH-inga og skaut svo föstu
skoti af 25 metra færi. Boltinn fór
yfir Halldór sem stóð á markteig
og strauk slána. Fallegt mark.
FH-ingar reyndu ákaft að jafna
á lokamínútunum, en ekki tókst
það. Guðjón Guðmundsson átti
þó gott skot sem Haukur varði
vel.
Leikurinn var jafn framan af,
en eftir mark FH-inga lifnuðu
heimamenn við. Steigrímur Birg-
isson var yfirburðamaður í vörn
KA og Gauti, Þorvaldur og
Tryggvi áttu góðan leik.
Hjá FH átti Halldór góðan leik
í markinu og Magnús og Kristján
áttu einnig góðan leik.
-HK/Akureyri
jánsson felldur inn í vítateig Þórs en
Baldur Scheving dómari sá ekki ást-
æðu til að dæma neitt.
Þórsarar komu nú meira inn (
leikinn í síðari hálfleik. Það voru samt
Valsmenn sem fengu fyrsta marktæk-
ifærið, en Jón Grétar Jónsson hitti illa
boltann. Skömmu síðar björguðu
Þórsarar á línu eftir góðan skalla frá
Guðna Bergssyni.
Á 65. mínútu átti Einar Arason
þrumuskot að marki Vals en Sævar
Jónsson bjargaði í horn. Stuttu seinna
fékk Nói Björnsson að sjá rauða
spjaldið fyrir óþarfa brot. Harður
dómur þar.
Þórsarar efldust við mótlætið og á
70. mínútu átti Hlynur Birgisson góða
sendingu fyrir markið og þar skullu
þeir saman Halldór Áskelsson og
Guðmundur Hreiðarsson markmað-
ur Vals og boltinn rúllaði í átt að
markinu en Þorgrímur Þráinsson
kom æðandi að og bjargaði í horn.
Það var svo á 86. mínútu að Vals-
menn innsigluðu sigurinn. Það var
Njáll Eiðsson sem það gerði eftir að
Baldvin Guðmundsson hafði varið
hörkuskot frá Sigurjón Kristjánssyni
en hélt ekki boltanum og hann barst
þá út í teig og Njál þrumaði honum
inn- Ó.St.
Valur-Þór 2-0 (1-0)
Hlíðarendavöllur 10. júní
Dómari: Baldur Scheving *
Áhorfendur: 1059.
1-0 Sigurjón Kristjánsson (16.mín), 2-
0 Njáll Eiðsson (86.mín)
Stjörnur Vals:
Sigurjón Kristjánsson *
Jón Grétar Jónsson *
Guðni Bergsson *
Þorgrímur Þráinsson *
Stjörnur Þórs:
Halldór Áskelsson *
Akureyri
GlæsimáriTTiyggva
Tryggði KA sigur gegn FH
Akranes
Markaregn á Skaganum
Fjögurra marka munur í hálfleik
Skagamenn sýndu hvað í þeim býr
er þeir sigruðu IBK á Akranesi í gær.
I hálfleik var staðan 4-0, en
Keflvfkingar náðu að laga hana, en
leiknum lauk með sigri IA 4-2.
Leikurinn var jafn framan af og lið-
in skiptust á að sækja. Óli Þór
Magnússon komst einn í gegn um
vörn Skagamanna, en Birkir Kristins-
son varði vel. Skömmu síðar náðu
heimamenn forystunni. Aðalsteinn
Víglundsson fékk góða sendingu, lék
einn varnarmann og skoraði með
föstu skoti.
Það var svo ekki fyrr en undir lok
fyrri hálfleiks að markaregnið hófst
fyrir alvöru. Aðalsteinn bætti öðru
marki sínu við á 39. mínútu. Hann
náði boltanum eftir varnarmistök og
skoraði af öryggi. Heimir Guð-
mundsson var svo á ferðinni skömmu
síðar með mark frá miðjum vítateig.
Skot hans var laust, en í stöngina og
inn.
Valgeir Barðason átti svo síðasta
orðið í fyrri háfleik. Hann fékk send-
ingu innfyrir vörnina og skoraði með
þrumuskoti.
Það blés því ekki byrlega hjá
Keflvíkingum í hálfleik. Þeir töpuðu
nýlega gegn Valsmönnum 7-1 og þá
var staðan í háfleik aðeins 2-0! En
þeir gáfust ekki upp og léku vel í
síðari hálfleik.
Akurnesingar pressuðu stíft í upp-
hafi síðari háfleiks, en gáfu smátt og
smátt eftir. Þá tóku Keflvíkingar við
sér. Óli Þór Magnússon skoraði úr
vítaspyrnu sem var dæmd á Guðbjörn
Tryggvason og tæpri mfnútu síðar lá
boltinn aftur í neti Akurnesinga. Ing-
var Guðmundsson fékk boltann út í
vítateiginn og skoraði með góðu
skoti.
Eftir þessi tvö mörk Keflvíkinga
var leikurinn nokkuð jafn, en bæði
liðin fengu góð tækifæri til að bæta við
fleiri mörkum.
Skagamenn léku líklega sinn besta
leik til þessa. Guðbjörn og Ólafur
sterkir á miðjunni og Aðalsteinn
sprækur í sókninni. Þá áttu þeir
Sveinbjörn Hákonarson og Haraldur
Ingóifsson góðan leik. Haraldur er
aðeins 17 ára og greinilega mjög efni-
legur.
Keflvíkingar áttu þokkalegan leik,
ef undan er skilinn síðari hluti fyrri
hálfleiks. Gunnar Oddsson átti mjög
góðan leik og Freyr Sverrisson stóð
sig einnig mjög veí. -SH/Akranesi
ÍA-ÍBK 4-2 (4-0) * * * »
Akranesvöllur 10. júní
Dómari: Sveinn Sveinsson * »
Áhorfendur 703
1- 0 Aðalsteinn Víglundsson (21,mín),
2- 0 Aöalsteinn Víglundsson (39.mín),
3- 0 Heimir Guðmundsson (42.mín), 4-
0 Valgeir Barðason (44.mín), 4-1 Óli
Þór Magnússon (68.mín), 4-2 Ingvar
Guömundsson (69.mín)
Stjörnur ÍA:
Aðalsteinn Víglundsson * *
Ólafur Þórðarson * *
Sveinbjörn Hákonarson *
Ólafur Þórðarson *
Stjörnur ÍA:
Gunnar Oddsson * *
Freyr Sverrisson *
Flmmtudagur 11. júni 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 15