Þjóðviljinn - 13.06.1987, Page 1
Laugardagur 13. júní 1987 125. tölublað 52. árgangur
Natófundurinn
Grænt Ijós á tvö núll
Nató samþykkir afvopnunarskref ífyrsta sinn. Vilja að Sovétmenn eyði
Asíu-flaugunum, vilja haidaþýsk-amerískumfiaugum. Carrington:
Velheppnaður og mikilvœgur fundur. Tass-fréttastofan: Léttvœgniður-
staða, dregur úr samkomulagslíkum
I
lokayfirlýsingu Natófundarins
á Hótel Sögu var Bandaríkja-
stjórn gefið grænt Ijós um að
halda áfram samningum við So-
vétmenn um svokallaða tvöfalda
núll-lausn í Evrópu.
Carrington framkvæmdastjóri
Nató sagði á blaðamannafundi í
gær að fundurinn hefði verið
mjög vel heppnaður og mikilvæg-
ur, en þau skilyrði sem óbeint eru
sett fram í yfirlýsingu fundarins
hafa hinsvegar orðið Tass-
fréttastofunni sovésku tilefni til
að segja afvopnunarskref fundar-
ins léttvægt, og segir fréttaskýr-
andi hennar fullum fetum að af-
staða fundarins dragi úr líkum á
samkomulagi í risaveldaviðræð-
unum í Genf.
Nató-stjórnirnar komust í
Reykjavík að niðurstöðu um
sameiginlegt svar við afvopnun-
artillögum Sovétmanna eftir átta
vikna þóf útaf skammdrægum
flaugum. Ýmsir forystumenn í
Nató, einkum breski utanríkis-
ráðherrann Howe og fram-
kvæmdastjórinn Carrington,
hafa lýst áhyggjum sínum yfir
seinagangi í bandalaginu og
tregðu í ákvarðanatöku, og segja
Sovétmenn hafa haft frumkvæði í
afvopnunarmálum síðustu miss-
eri. Fundarniðurstöðuna nú má
skilja sem tilraun til að ná því
frumkvæði af Sovétmönnum.
Óánægja Tass-fréttastofunnar
stafar væntanlega einukum af
tvennu. Annarsvegar er í yfirlýs-
ingunni þess krafist að Sovét-
menn eyði einnig þeim 100 með-
alflaugum sem setja átti niður í
Asíuhluta landsins, en þeirri
kröfu hefur Gorbatsjof áður
svarað með því að bjóða til sér-
samninga um vopn í Asíu.
Hinsvegar er það skilningur
Nató, án þess það sé skjalfest, að
undanþegnar samningum séu 72
skammdrægar flaugar af gerðinni
Pershing-IA, sem eru í vörslu
vesturþýska hersins. Bandaríkja-
her geymir kjarnaodda í þessi
vopn. Sovétmenn hafa lagst mjög
gegn þessari kröfu sem Bonnar-
stjórn varð sammála um fyrir
skömmu.
í yfirlýsingunni er rætt um
framhaldsskref eftir væntanlegan
samning um meðal- og skamm-
drægar flaugar, um helmings-
fækkun langdrægra flauga risa-
veldanna, einsog leiðtogarnir
gerðu ráð fyrir á Reykjavíkurf-
undinum, um bann við efnavopn-
um, um jöfnun hefðbundins he-
rafla og kjarnorkubúnaðar sem
dregur minna en 500 kílómetra
og stundum eru kölluð vígvallar-
vopn.
Matthías Á. Mathiesen utan-
ríkisráðherra sagði blaða-
mönnum að loknum Natófundin-
um að skipulag allt og aðbúnaður
hefðu verið með besta móti af ís-
lenskri hálfu og kvaðst ánægður
með niðurstöðu fundarins. Hann
sagði að vígbúnaður á Norður-
Atlantshafi hefði ekki verið á
dagskrá fundarins, en hann hefði
gert grein fyrir þeim sjónarmið-
um íslensku stjórnarinnar að af-
vopnun á landi fylgi ekki vígbún-
aðarkapphlaup í lofti eða í hafi.
Sjá síður 3 og 5 ~m
Að loknum Nató-fundi í gær. Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna fylgist með blaðamannafundi Carringtons fram-
kvæmdastjóra Nató í anddyri Háskólabíós nokkrum mínútum áður en hann settist sjálfur fyrir framan fréttamenn. (Mynd:
EÓI) ______________________________________________________________________________
Landhelgisgœslan
Fullar
sættir
við
Breta
Varðskipið Týr í kurt-
eisisheimsókn í Skot-
landi. Fyrsta sinn sem ís-
lenskt varðskip kemur í
heimsókn til Bretlands.
Þorskastríðin gleymd
Þorskastríðin við Breta virðast
gleymd og grafin. Varðskipið Týr
fór frá Leith, höfuðborg Skot-
lands í dag, eftir að hafa legið þar
þrjá daga í höfn í kurteisisskyni.
En þetta er í fyrsta sinn sem, ís-
lenskt varðskip kemur til hafnar í
Bretlandi.
Týr lagði lykkju á leið sína og
gerði stuttan stans í Leith, á leið
heim til íslands frá 400 ára afmæl-
ishátíð dönsku strandgæslunnar.
í för með Tý í þessari ferð var
Gunnar Bergsteinsson, forstjóri
Landhelgisgæslunnar og hélt
hann boð um borð í Tý, þar sem
hann tók á móti fulltrúum
landbúnaðar- og sjávarútvegs-
ráðuneytis Skotlands, skoskra
tollayfirvalda, vitamálastofnun-
unar Bretlands auk fulltrúa frá
skoska og írska sjóhernum.
Skotarnir endurguldu heim-
sóknina með því að bjóða for-
stjóra landhelgisgæslunnar og yf-
irmönnum Týs um borð í skoska
varðskipið Sulisker.
Skoska dagblaðið The
Scotsman, hafði eftir skippherr-
um Týs og Sulisker að þorska-
stríðin væru gleymd og grafin.
- RK
Stjórnarmyndun
Hver dagur Þorsteini dýr
Engirfundir ígœr. Hagfrœðingatríóið reyndi að stilla strengi. Líkurá að það takist að mynda
stjórn íþessari atrennu hafa minnkað. Skýrist um helgina. Andstaðan gegn Þorsteini magnast.
Ihaldsmenn mjög andvígir aukinni skattheimtu. Iðnrekendur áminna Þorstein
H
agfræðingatríó þríhjólsins,
þeir Jón Sigurðsson, Geir Ha-
arde og Bolli Héðisson, sat í allan
gærdag og skoðaði þær tillögur
sem eru uppi á borði í viðræðun-
um. Hinsvegar voru engir form-
legir fundir með formönnum
flokkanna þriggja.
Talið er að tilraun Jóns Bald-
Grindavík
Maðurinn enn ófundinn
Maðurinn sem týndist af bát
sínum frá Grindavík, var enn ó-
fundinn um miðnætti í gær.
Mannlaus báturinn kom í leit-
irnar suður af Krísuvíkurbergi
síðdegis í gær.
vins sé að falla á tíma og álíta
menn að ef eitthvað eigi að koma
út úr viðræðunum verði það að
gerast nú um helgina.
f Sjálfstæðisflokknum magnast
andstaðan gegn Þorsteini. Það er
talið mjög erfitt fyrir Þorstein að
samþykkja enn frekari skattaá-
lögur, þar sem hann komst til
áhrifa í flokknum með baráttu
sinni fyrir skattalækkunum. Verk
hans sem ráðherra hafa hinsvegar
einkennst af stöðugt nýjum
álögum.
Þá er bent á að ef Þorsteinn
færi inn í ríkisstjórn núna upp á
skattheimtu á fyrirtæki og stór-
eignamenn með Borgaraflokkinn
í stjórnarandstöðu, ættu borgar-
arnir auðvelt með að reita fjaðr-
af flokknum. f gær
írnar enn
gerðist það svo að Félag íslenskra
iönrekenda ályktaði gegn hug-
myndum um aukna skattheimtu á
fyrirtæki og skilja menn það ekki
öðru vísi en svo að hér sé um bein
tilmæli til Þorsteins að ræða; enga
stjórn byggða á hugmyndum
krata og framsóknar um aukna
skattheimtu.
„Ég tel fráleitt að hækka skatta
á miðju skattaári," sagði Matthí-
as Bjarnason, ráðherra við Þjóð-
viljann í gær. Þá sagði Matthías
að hann teldi að Þorsteinn hefði
mátt hafa meira samráð við aðra
ráðherra flokksins, þó hann sjálf-
ur hefði ekki áhuga á ráðherra-
stól í næstu ríkisstjórn.
Sverrir Hermannsson hefur
verið mjög gagnrýninn á hvernig
Þorsteinn hefur staðið að viðræð-
unum. „Það ríkir mikil upplausn
og glundroði í flokknum,“ ítrek-
aði hann við Þjóðviljann í gær.Þá
kvartaði hann undan því að ekk-
ert samráð væri haft við sig, auk
þess sem „ég las í Vogum allslags
yfirlýsingar eftir naflaskoðunar-
nefndina." Hvað viðræðurnar
sjálfar varðaði þá sagði Sverrir að
það væri mikið bil á milli flokk-
anna hvað varðaði fyrstu aðgerð-
ir í efnahagsmálum.
Halldór Ásgrímsson tók undir
með Sverri í gær að þetta væri
þungt og frá krötum berast þær
fréttir að mjög hafi dregið úr
áhuga manna að mynda stjórn á
þessum forsendum; að kratar
hafi þurft að fórna allt of miklu af
stefnu sinni.
-Sáf