Þjóðviljinn - 13.06.1987, Side 5

Þjóðviljinn - 13.06.1987, Side 5
Natófundurinn lœtur undan al- menningsþrýstingi °g gefur grœnt Ijós á Genfar- samninga, en setur fram skilyrði sem enn munu tefja gang viðrœðn- anna. Matthías er einsog fyrirrennar- ar hans og hefur alltafsömu skoðun og Bandaríkja- stjórn, en Stein- grímur Hermanns- son kom á óvart Herstöðvaandstæðingar með friðarfána aka framhjá Natófundinum á gömlum og virðulegum Bensa. Niðurstaða Natófundarins sýnir meðal annars að barátta almennings í friðarmálum skilar árangri. (Mynd: Sig.) Örlítið skref í áttina Stór Natófundur í Reykjavík er sérkennileg sálfræðileg reynsla fyrir herstöðvaandstæðing í blaðamannastétt. Annarsvegar vill maður helst sem minnst af þessu liði vita og fær klígju af að horfa uppá landa sína stara stjörf- um tilbeiðsluaugum á helstu yfir- menn morðtóla í okkar hluta ver- aldar. Hinsvegarkviknaráblaða- mannstauginni við allt tilstandið, sextán utanríkisráðherrar í hnapp, hundruð erlendra kollega af heimsfjölmiðlum, tíðindi sem fljúga samstundis hnöttinn um kring. Og allur almenningur virðist einnig eiga erfitt með að gera upp hug sinn til viðburða af því tæi sem við horfðum uppá í vikunni við Hagatorg. Menn hafa skömm á herbrölturunum, en vona þó að þeir hafi vit til að fara ekki með allt til fiandans. Nullin tvö Og hvað kom svo útúr Nató- fundinum? Hann reyndist vera merkari en þessir fundir eru alla- jafna. Natóríkin komu sér loksins saman um einhver svör við nýj- ustu afvopnunartillögum Gor- batsjofs Sovétleiðtoga eftir tveggj a mánaða j apl, j aml og fuð- ur, sem jafnvel helstu Nató- höfðingjar viðurkenna að hafi veikt bandalagið verulega. Niðurstaða fundarins var - eins- og fréttaskýrendur bjuggust við fyrirfram - að samþykkja að Bandaríkjastjórn héldi áfram að semja við Sovétmenn um tvö- falda núll-lausn. Þetta er merkur viðburður, vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem Nató samþykkir raun- hæfar leiðir til afvopnunar. Fyrri samningar sem kenndir hafa ver- ið við afvopnun fjalla allir um ákveðnar takmarkanir við aukinni vígvæðingu, en frá því í Reykjávík í október hafa leið- togar risaveldanna verið að hugsa um að útrýma ákveðnum gerðum kjarnorkuvopna í mikilvægum heimshluta, meginlandi Evrópu. Verði þetta skref stigið gætu afleiðingar þess orðið umtals- verðar. Hinsvegar má ekki gleymast að enn yrðu eftir í Evr- ópu kjarnorkuvopn. í fyrsta lagi allur kjarnorkuherafli Breta og Frakka, sem er undanskilinn í viðræðunum í Genf, í öðru lagi ýmsar gerðir kjarnorkuflauga og skeyta, þau sem draga minni veg- alengd en 500 kflómetra og eru kennd við vígvelli. Nató vill kjarnorkuvopn Natófundurinn í Reykjavík ítr- ekaði reyndar sérstakan stuðning sinn við kjarnorkuvopn í Evrópu þrátt fyrir dræmlegt já við núllun- um. Stefna Nató er enn sem áður að blanda kjarnorkuherafla og hefðbundnum herafla, og er- lendir fréttaskýrendur segja að því aðeins hafi Natóstjórnirnar fallist á samninga um tvöfalt núll að Bandaríkjamenn hafi fullvissað þær um að annar kjarn- orkustyrkur gæti komið í staðinn. Reyndar er ein af ástæðum þess að Washingtonstjórn er nú tiltölulega fús til samninga sú að þar vestra er nú, meðal annars í tengslum við stjörnustríðsáætl- unina, verið að hanna, smíða og reyna nýjar gerðir af kjarnorku- vopnum, sem kenndar eru við þriðju kynslóð vegna nákvæmni og markvísi við manndráp og eyðileggingu. Ráðherrarnir sem hittust á Sögu settu stuðningi sínum við núllin tvö einnig þau skilyrði að Tass-fréttastofan brást við ó- kvæða og taldi niðurstöðu fund- arins mundu spilla fyrir viðræð- unum í Genf heldur en hitt. Annarsvegar var ítrekuð sú stefna frá fundi varnarmálaráð- herra Nató-ríkja í Stafangri fyrir nokkru, að Sovétmenn yrðu að eyða einnig þeim 100 kjarnorku- flaugum sem þeir áttu áður að fá að halda eftir í Asíuhluta lands- ins. Gorbatsjof hefur hafnað þess- ari kröfu sem þætti í viðræðum um Evrópuvopn, en bauð í stað- inn til sérstakra viðræðna uni As- íumál, þarsem þessar flaugar væru svar Kremlverja við flaugum í herstöðvum Banda- ríkjamanna í þeirri álfu. Hinsvegar hafa æðstu menn Nató-ríkja, þar á meðal Reagan Bandaríkjaforseti, lýst stuðningi sínum við þá kröfu stjórnarinnar í Bonn að þýski herinn haldi 72 flaugum af gerðinni Pershing- 1A, sem draga rúma 700 kfló- metra og flokkast undir skamm- drægar. Kjarnaoddarnir í þessar flaugar eru í vörslu Bandaríkja- hers í Þýskalandi, en hugmynd Natómanna er sú að þessi kjarn- orkuvopn verði undanskilin í samningunum sem vopnaforði „þriðja ríkis“, á sama hátt og vopn Breta og Frakka. I attina eða afturábak Það er afskaplega ósennilegt að Sovétmenn fallist á þetta, þótt undanfarið hafi menn verið hissa á sveigjanleika austur þar í af- vopnunarefnum. Að undanskilja þessi vopn jafngildir því frá ákveðnu sjónarhorni að líta á Vestur-Þýskaland sem eitt kjarn- orkuveldanna, og slíkt getur jafnvel ekki Gorbatsjof leyft sér í ljósi sovéskrar nútímasögu. Fyrir utan herfræðilegar og samnings- tæknilegar ástæður. Þegar reynt er að meta pólit- ískan vilja blokkanna tveggja til þessara afvopnunartilrauna má ekki gleyma því um hvað tilboð Gorbatsjofs um skammdrægar flaugar snerist, nefnilega að eyða eingöngu sovéskum flaugum. Bandaríkin eiga engar slíkar flaugar í Evrópu, og tregðan í Nató við að taka tilboðinu átti sér rætur í því að þar vildu menn frekar byggja upp svipað skammdrægt vopnabúr og Sovét- menn. Fjölga slíkum vopnum í stað þess að eyða þeim. Þegar Natóstjórnirnar eru fallnar frá þessum hugmyndum er varatil- lagan að hleypa nýju riki inní kjarnorkuklúbbinn; - þeir hljóta að vera orðnir soldið þreyttir i Moskvu. Hvorttveggja skilyrðið sem frá Natófundinum kemur er nær óaðgengilegt fyrir Sovétmenn, og í því ljósi er ekki erfitt að skilja óþreyjufulla gremju Tass- fréttastofunnar yfir niðurstöðum Nató-fundarins. Og gefur raunar tilefni til að spyrja hvort lokayfir- lýsingin, sem við fyrstu sýn virðist örlítið skref í áttina, sé í raun og veru skref afturábak. Steingrímur senuþjófur Matthías Á. Mathiesen utan- ríkisráðherra virðist ekki hafa verið Natófélögum sínum óþæg- ur ljár í þúfu. Að minnsta kosti er ekki að sjá að hann hafi hreyft þar íslenskum sérmálum. Einsog kunnugt er kom varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna fram með þá hugmynd fyrir nokkrum vik- um í Stavanger að hæglega mætti bæta upp vopnamissinn í Mið- Evrópu með auknum kjarnorku- vígbúnaði á og í Norðurhöfum. Þessu mótmæltu Norðmenn snarlega um leið, og talið var lík- legt að Matthías notaði tækifærið hér til að taka undir við Norð- menn, þarsem enginn íslending- ur var á Stavanger-fundinum. Það virðist Matthías ekki hafa gert. Þegar hann var spurður um þetta á blaðamannafundi í gær fór hann undan í flæmingi, sagði að þetta hefði ekki verið á dag- skrá, og að hann hefði almennt lýst þeirri ósk að vígbúnaður yk- ist ekki. Víst er að Matthías hefur bundið nokkrar vonir við það sviðsljós sem Nató-fundurinn gæfi honum hér heima, ekki síst í ljósi þess að hann ætlar ekki að láta ráðherrastól sinn baráttu- laust, enda gamall þjarkur úr handboltanum. Svofór hinsvegar að Matthías reyndist heldur aumur undir kastljósunum. Enda var stolið frá honum sen- unni. Steingrímur Hermannsson, sem átti náðarsamlegast að fá að leika lítið aukahlutverk við setn- ingarathöfnina, hélt þar ræðu sem vakið hefur mikla athygli hérlendis. Steingrímur rifjaði þar upp það sem herstöðvasinnar hafa lengi viljað gleyma, að fyrir nærfellt 40 árum var því lofað að hér skyldi aldrei vera her á friðar- tímum, og sagði siðan næstum háðslega að svo virtist sem í heiminum hefði ríkt samfelldur ófriður síðan Kóreustyrjöldin hófst. Steingrímur sagði Nató- ráðherrunum að íslendingar vildu engin kjarnorkuvopn á sínu landi, og hann mótmælti nánast beinum orðum tillögum Weinbergers um aukinn kjarn- orkubúnað í hafinu umhverfis ís- land. Nú segir Steingrímur að vísu svo ansi margt, en í þetta skipti var hann með skrifaða ræðu og hefur væntanlega hugsað sig um. Hann hefur í fyrsta lagi ákveðið að halda í þetta skipti fram ís- lenskum málstað, til tilbreytingar á Natófundum. Hann hefur í öðru lagi ákveðið að niðurlægja utanríkisráðherra, meðal annars til að sýna að hann bæri af Matt- híasi sem utanríkisráðherra. Hann hefur í þriðja lagi ákveðið að sýna Alþýðuflokki og Sjálf- stæðisflokki klærnar í utanríkis- málum til að bæta vígstöðuna í st j órnarmyndunarviðræðunum. Og í fjórða lagi er hann að friða herstöðvaandstæðinga innan Framsóknarflokksins, sem eru orðnir langþreyttir á undirgefni rikisstjórnar Steingríms Her- mannssonar gagnvart öllu sem herinn snertir. Ágreiningur í Framsókn? Steingrímur átti þarna nokkuð góðan pólitískan leik, og full ástæða til að klappa fyrir Denna. Hinsvegar heyrðust í setningar- ræðu hans í Háskólabíó nokkrir falskir tónar, og er þá ekki ein- göngu átt við venjubundna mærð um Nató. Hann tók nefnilega undir þá kenningu Sjálfstæðis- manna að í hinni frægu samþykkt alþingis um utanríkismál frá maí 1985 hafi verið kveðið á um að kjarnavopnalaust svæði sem fs- land væri hluti af þyrfti að ná alla leið frá Grænlandi til Úralfjalla. Þetta er skrítið, sérstaklega í ljósi þess að í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra á þingi í vetur stóð talsmaður Framsókn- arflokksins, Páll Pétursson, sér- staklega upp til að mótmæla þess- ari Úraltúlkun, hrakti hana rök- lega og bar höfunda hennav sam- an við hergarpana Napóleon og Hitler, sem varla hefðu konrist til Moskvu meðan íslenskir þing- menn ætluðu sér í fjallgöngu enn austar. Framsóknarflokkurinn verður auðvitað að skýra afstöðu sína í þessu máli fyrir þjóðinni, sem að níu tíundu hlutum styður þátt- töku íslands í kjarnavopnalausu svæði á Norðurlöndum og telur að afvopnun í Úralfjöllum sé nokkrum mílum lengra frammi á vegi. Jola Morgunblaðinu Það verður ekki skilist svo við Natófundinn á Sögu að minnast ekki á garminn hann Ketil. : ss- að Morgunblaðið hefur g í endurnýjun lífdaga við u ráðherranna fimmtán, ( r símastaurar orðnir græn ir kringum Aðalstræti 6; al sa viku hefur Moggi varla sin, ðru en Natóráðherrunum mec iaða- aukum, sérritum og herskara liðs Og það er gott að vita til þess að Moggi hefur eitthvað að skrifa um meðan forystumenn Flokks- ins hnakkrífast í skúmaskotum um kosningaúrslitin og það fjarar undan Mogga-egginu Þorsteini blaðafulltrúa í stjórnarmyndun- arviðræðum og formannsstóli. Mörður Árnason Laugardagur 13. júni 1987 ÞJÓÐVIUINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.