Þjóðviljinn - 13.06.1987, Side 8
MENNING
Þorstein frá Hamri
Út er komin ný Ijóðabók eftir
Þorstein frá Hamri og nefnist
'hún Urðargaldur og kemur út
hjá Iðunni. í bókinni eru
fimmtíu Ijóð og skiptist hún í
fjóra kafla: Gestir, Ljóðlíf,
Ræturog Svipdagar.
Urðargaldur er tíunda ljóða-
bók Þorsteins frá Hamri og hér
sem í fyrri Ijóðabókum hans eru
sterk tengsl milli nútíðar og for-
tíðar, íslenskur veruleiki og þjóð-
menning leika stórt hlutverk. í
frétt frá forlaginu segir: „í ljóð-
um Þorsteins felst einatt hæg-
lætislegt en þrautseigjufullt við-
nám gegn glamri og sýndar-
mennsku umhverfisins. Ljóðstíll-
inn er heill og traustur, nútíma-
legur og klassískur í senn, í fullu
samræmi við það viðhorf til sam-
fellu menningarinnar sem í ljóð-
unum birtist."
í þessari nýju ljóðabók bregð-
ur fyrir ýmsum formbrigðum,
bundið form og laust notar
skáldið jöfnum höndum.
Kápu, spjaldapappír, saurblöð
og titilblöð fyrir köflurn bókar-
innar teiknar Guðrún Svava Sva-
varsdóttir. Bókin er 68 bls.,
prentuð í Prenttækni en Arnar-
fell hf. annaðist bókband.
-ing
Þorsteinn frá Hamri og ný Ijóðabók
hans, Urðargaldur.
Ný Ijóðabók
Urðargaldur eftir
Tímarit
Yfirlætislaus en efnismikill
Andvari kominn í 111. sinn
Það hefur ekki vantað grósk-
una í tímaritaútgáfuna hér 9 landi
hins síðari árin. Og álitsfögur eru
þau flest, hin nýrri a.m.k. Ævi-
lengdin hefur á hinn bóginn ekki
alltaf verið í samræmi við íburð-
inn, enda hefur það, eitt sér,
aldrei enst neinum til langlífis, að
hafa klæði góð.
Á bernskuheimili mínu held ég
að keypt hafi verið allflest þau
íslenskt tímarit, sem þá komu út.
Ég man eftir Eimreiðinni, Ið-
unni, Skírni, Andvara, Morgni,
Ganglera og kannski voru þau
fleiri. Iðunn, það ágæta tímarit,
er nú löngu hætt að koma út. Og
Eimreiðin held ég að hafi lent í
tröllahöndum en ekki veit ég með
vissu hvort það hefur orðið henni
að aldurtila. Skírnir og Andvari
koma enn út, allra tímarita elst,
og verða þó engin ellimörk á
þeim séð.
Síðasta hefti Andvara er hið
111. í röðinni. Andvari hefur
aldrei borist á um ytra útlit enda
hefur efni það, sem hann hefur
flutt gegnum árin, jafnan höfðað
til nægilega stórs lesendahóps til
þess, að Titið hefur haldið velli.
Andvari hefur nefnilega aldrei
verið dægurmálarit. Hann hefur
jafnan, og í vaxandi mæli hin
síðari árin, helgað sig þeim mál-
um, sem eru viðvarandi og gildur
þáttur í lífi hverrar þjóðar, sem
vill kenna sig við menningu, -
sögu, bókmenntir og listir. Rit-
gerðir um atvinnumál og skyld
efni, sem fyrrum voru
allfyrirferðarmiklar, hafa þokað
um set, enda hafa umræður um
þau fundið sér farveg á öðrum
vettvangi.
Svo lengi, sem ég man eftir,
hefur Andvari jafnan hafist á
minningargrein um einhvern
látinn merkismann. Að þessu
sinni ritar Gunnar Schram um dr.
Gunnar Thoroddsen. Dr. Gunn-
ar var um mjög margt mikilhæfur
og eftirminnilegur stjórmála-
maður. Og þó var hann vinum
sínum e.t.v. ekki síður minnis-
stæður utan orrustuvallarins.
Grein Gunnars Schram er mjög
skilmerkileg. Hann rekur hin
Burðarásinn í Andvara að þessu sinni
er löng grein um Gunnar Thoroddsen
fyrrv. forsætisráðherra.
margháttuðu þjóðmálaafskipti
nafna síns allt frá upphafi og til
endadægurs. Vissulega við-
eigandi og eðlilegt en á það þykir
mér nokkuð skorta að skyggnst
sé til hinna dýpri raka fyrir af-
stöðu dr. Gunnars til ýmissa mála
og þá einkum þeirra, þar sem
hann reis upp á rönd við pólitíska
samherja sína. Ef til vill er ekki
hægt að ætlast til þess að það
verði gert af stjórnmálamönnum,
svo viðhlítandi væn. Til þess eru
þeir, með ýmsum hætti, of ná-
tengdir þeim atburðum öllum.
Gunnar Thoroddsen vann Sjálf-
stæðisflokknum vel og lengi.
Hann var einn geðfelldasti og
glæsilegasti foringi flokksins. En
hann var enginn harðlínumaður.
Til þess var hann of mannlegur og
víðsýnn. Þegar sannfæring hans
og samviska buðu honum að
ganga á snið við þröngsýna og
einstrengislega flokksforystu þá
gerði hann það, þótt hann legði
pólitískan frama sinn að veði.
Beingaddaðir flokksmenn kunna
ekki að meta slíka stjórnmála-
menn. Þeir meta hina meir, sem
oftast og fastast bíta a skjaldar-
rendur. En hvað um það, grein
Gunnars Schram er góð heimild
um stjórnmálaafskipti nafna hans
Thoroddsens þótt ekki sé djúpt
kafað undir yfirborðið.
Því miður er hér ekki rúm til
þess að fjalla um annað efni And-
vara svo sem vert væri. Allt er
það bókmenntalegs eðlis utan
grein eftir Hannes Jónsson um
„utanríkisstefnu íslands lýðveld-
istímabilið og mótun hennar".
Greinin er að mestu upprifjun á
kunnum staðreyndum en sumar
þær ályktanir, sem höfundur
dregur af þeim, eru á hinn bóginn
umdeilanlegar.
Andrés Björnsson á þarna
„Nokkur orð um skáldskap Jóns
Helgasonar“. Jónas Kristjánsson
ritar um Sigurð Nordal sem
fræðimann og skáld og Hjálmar
Sveinsson um „Viðhorf Sigurðar
Nordals til menningar og sögu“,
ágætar greinar allar, svo sem
höfundanna var von og vísa.
Gunnar Kristjánsson ritar ágæta
grein um „trúarleg minni í ljóð-
um Snorra Hjartarsonar í tilefni
af áttræðisafmæli skáldsins".
Árni Sigurjónsson ritar um
„Bjart og sveitasæluna". Gunnar
Stefánsson fjallar um sögur Ind-
riða G. Þorsteinssonar og Aðalg-
eir Kristjánsson ritar mjög fróð-
lega grein um „Gísla Brynjúlfs-
son og Norðurfara“. Mér er nær
að halda að Gísli sé nú flestum
gleymdur en hann var um margt
merkur maður og sérstæður. Er
grein Aðalgeirs því allra þakka
verð.
Meðal allra eigulegustu bóka,
sem út komu á sl. ári var „Með
hug og orði. Af blöðum Vil-
mundar Jónssonar, landlæknis“.
Gils Guðmundsson ritar um bók-
ina, rifjar upp ýmsar minningar
sínar um höfundinn og birtir
smákafla úr þessu mikla og
fjölskrúðuga ritsafni þessa orð-
slynga gáfumanns.
Loks er svo að nefna ljóð
þeirra Jóns úr Vör, Kristjáns
Karlssonar og Matthíasar Jo-
hannessens.
Hér er fljótt yfir sögu farið en
af þessari stuttaralegu upptaln-
ingu hygg ég þó megi marka að
Gunnar ritstjóri Stefánsson býr
góðu búi þar sem Andvari er.
-mhg
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Tónleikar
Söngför um
Suðurland
Karlakórinn Heimir í Skagafirði syngur
á fimm stöðum
Karlakórinn Heimir í Skagafirði
fer í söngför um Suðurland og til
Hornafjarðar um miðjan júnímán-
uð n.k. Áætlað er að halda fimm
tónleika í ferðinni.
Fyrstu tónleikar kórsins verða í
félagsheimilinu Logalandi í
Borgarfirði mánudaginn 15. júní
kl. 21.00. Þá í Langholtskirkju í
Reykjavík þriðjudaginn 16. júní
kl. 20.30. I Njálsbúð í Vestur-
Landeyjum miðvikudaginn 17.
júní kl. 21.00. í kirkjunni í Höfn í
Hornafirði fimmtudaginn 18.
júní kl. 21.00. Lokatónleikarnir
verða svo í félagsheimilinu á
Flúðum í Árnessýslu föstudaginn
19. júní kl. 21.00.
Stjórnandi kórsins er Stefán R.
Gíslason, undirleikari Katharine
L. Seedell og einsöngvarar Páll
Jóhannesson, óperusöngvari og
Pétur Pétursson og Sigfús Péturs-
son, en þeir erufélagaríkórnum.
í Karlakórnum Heimi eru nú um
40 söngmenn.
Starf kórsins hefur verið mjög
öflugt í vetur, eins og raunar jafn-
Karlakórinn Heimir.
an áður. Hann hefur haldið sjö
tónleika frá áramótum, ýmist
einn sér eða með öðrum kórum,
við mjög góðar undirtektir
áheyrenda.
Karlakórinn Heimir verður 60
ára á næsta ári. Drög að honum
voru lögð á dansleik í Húsey í
Vallhólmi á milli jóla og nýárs
1927 en formlega var hann stofn-
aður um það bil mánuði síðar.
Stofnendurnir voru nokkrir
áhugasamir og söngelskir bændur
úr framhéraði Skagafjarðar.
Hafa bændur alla stund síðan ver-
ið mikill burðarás kórsins þótt
margir aðrir hafi auðvitað lagt
honum lið bæði með beinni þátt-
töku og óbeinni.
- mhg