Þjóðviljinn - 13.06.1987, Qupperneq 9
MENNING
FLAUTUGRAUTUR
Manuela í Hallgrímskirkju
Margrét Bóasdóttir
BACH:
Tónleikar í dag
Lokatónleikar Kirkjulistahát-
íðar í Hallgrímskirkju verða í dag
kl. 5 e.h. Þar syngur Mótettukór-
inn undir stjórn Harðar Áskels-
sonar tvær Mótettur fyrir tvo
fjögraraddakóra eftir Bach og
eina kantötu fyrir sópran og
hljómsveit, þar sem Margrét Bó-
asdóttir fer með einsöngshlu-
tverk og sinfonían leikur með.
Með söng sínum í dag hefur
Mótettukórinn flutt allar mótett-
ur Bachs utan eina. „Fiirchte dich
nicht, ich bin bei dir“, en þessar
tvær á dagskránni eru „Der Geist
hilft unser Schwachheit auf“ og
„Singet dem Herrn ein neues
Lied.“
Einsöngskantatan „Falsche
Welt, dir trau ich nicht" er ein af
mörgum slíkum sem Back samdi í
Leipzig, en í henni notar hann
fyrsta þáttinn úr fyrsta Branden-
burgarkonsertinum og er þar
leikið á tvö horn, þrjú óbó, fagott
og strengi. Er full ástæða til að
hvetja menn til að sækja þessa
tónleika, því Bachflutningur
kórsins, undir stjórn Harðar, er
með því merkilegasta sem völ er á
hér í seinni tíð. Einnig má bæta
við, að þó hljómburður sé erfiður
í kirkjunni, þá lagast hann mikið
sé fjölmennt fyrir altarinu, það
heyrði maður um daginn þegar
Neadermenn sungu Jesúpassíu.
Og svo kann Hörður Áskelsson,
organisti Hallgrímssóknar öðrum
betur á húsið. LÞ
Kirkjulistahátíðin í Hallgríms-
kirkju heldur áfram af mikilli
rausn. Fyrirutanglæsilega
kvöldtónleika hafa verið styttri
tónleikar í hádeginu, þar sem
komið hafa fram nokkrir bestu
tónlistarmenn landsins og látið
Ijós sitt skína yfir verk meistar-
anna.
í fyrrakvöld var enn einn
heimsviðburðurinn. Þá var kom-
in Manuela okkar Wiesler, með
flautuna sína, í örstutta heim-
sókn. Hún er því miður mest í
útlöndum, í Mið-Evropu og
Skandinavíu, en sem betur fer
hefur hún þó ekki alveg yfirgefið
okkur og ætlar jafnvel að spila í
Skálholti seinna í sumar. En
þarna var hún semsagt á tón-
leikum kirkjulistahátíðarinnar og
flutti verk eftir Telemann, Carl
E. Welin og Marin
verður að segjas't einsog er, að
jafnvel snillingur einsog Manu-
ela, ræður ekki við akkústikkina í
Hallgrímskirkju. Hún er í einu
orði: hræðileg. Fantasíurnar fjór-
ar eftir Telemann, sem eru dá-
samleg músík, sem Manuela
leikur öllum betur, fóru því fyrir
ofan garð og neðan að þessu
sinni. Manuela reyndi að leika
þær eins hægt og skýrt og hugsast
getur án þess að tapa þræðinum,
en allt kom fyrir ekki, það var allt
í einum graut. Innbyggð fjöl-
röddun Telemanns varð að ó-
kræsilegri hljómasúpu, sem olli
streitu og þreytu í sálinni. Eigin-
lega kom „Solo per Flauto" eftir
Welia best út úr þessu, því þar er
rólegt lagferli og ekki mikið um
pólýfóníska hugsun. En verkið er
bara ekki það spennandi að dygði
til að hreyfa við manni að ráði.
Les Folies d’Espagne tilbrigð-
in, eftir franska gömbumeistar-
ann Maria Marais, sem var hirð-
tónskáld hjá sólkóngnum Lúðvík
14da, er verk sem flesta flautu-
leikara dreymir um að ráða við
býst ég við. Manuela er hinsvegar
ein af örfáum sem getur leikið
þessar 40-50 variasjónir þannig
að þær fá dramatískt samhengi og
heillegt form. Auðvitað er magn-
að að heyra hana leika þetta við
hvaða aðstæður sem er, jafnvel í
Hallgrímskirkju. En það breytir
ekki því, að ef halda á tónleikum í
Hallgrímskirkju áfram, einsog
Manuela Wiesler
ekkert hafi í skorist, verður þar
jafnfátt gesta í salnum og í al-
mennum messum. Því ekki að
byggja tónlistarhús innaní
skipinu? Nóg er plássið, og nógir
eru trésmiðirnir. LÞ
VERTU MEÐ í AÐ SKAPA
GLÆSILEGASTA VINNUSTAÐ Á LANDINU
í Hagkaup Kringlunni ætlum við að bæta við 150-200 manns til starfa.
Starf fyrir þig á glæsUegum
vinnustað
í ágúst opnum við nýjar og glæsilegar verslanir í Kringlunni. Við
höfum þörf fyrir konur og karla til starfa - Þú ert áreiðanlega
ein(n) af þeim. - Þig langar eflaust til að vinna á nýtískulegum
spennandi og skemmtilegum stað, með bráðhressu fólki þar sem vinnu-
aðstaðan er góð. Héper tækifærið - gríptu það! Við þörfnumst
þín.
Hálfan eða allan daglnn
Við óskum eftir fólki á aldrinum 18 ára og eldri í hluta og heils-
dagsstörf. Starfsreynsla er æskileg en ekki skilyrði. - Þú sem heima
situr og þið senr þarfnist vinnu eða viljið skipta um starf - hér
kemur tækifærið! Hér koma örfá dæmi um skemmtileg störf:
Afgreiðsla, • upplýsingar, • vinna á kassa, • pantanir í hinum
ýmsu deildum fatnaðar, • skódeild, • búsáhaldadeild, •
bóka- og sportvörudeild. - Við afgreiðslu og vinnslu í sæikeraborði,
kjöt- og fiskborði. Afgreiðsla í skemmtilegri sælgætisbúð, eða afgreiðslu og
uppfyllingu á ávaxtatorginu eða ostaborðinu. Svo er það lagerinn
og margt fleira.
HAGKAUP
í hiingiðu viðskipta og afhafna
Við bjóðum ykkur að starfa á mest spennandi vinnustað á landinu í
dag. í Kringlunni hitta allir alla og þar mun alltaf gerast eitt-
hvað nýtt. Þú munt njóta þín í skemmtilegu umhverfi viðskipta,
þjónustu og athafna.
Þegar tími og tækifæri gefast til, getur þú sinnt
þínum erindum. Skroppið í bankann, farið með
fötin í hreinsun, pantað farseðilinn í sumarfríið og
margt fleira. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af veðri.
Þú finnur ekki notalegri vinnustað.
Ylð hlökkum til að heyra í J>ér
Komdu og spjallaðu við okkur milli kl. 15 og 18 alla virka
daga. Ef sá tími hentar ekki - þá hringdu og við ákveðum
sameiginlega annan tíma. Við erum í síma 68-65-66 í Skeifunni 15.
Kristján Sturluson
starfsmannastjóri
Valdimar Hermannsson
verslunarstjóri
Karl West
verslunarstjóri
Rangt
feðraður
Þau leiðu mistök gerðust í
menningardálki blaðsins s.l. mið-
vikudag í texta við mynd af að-
standendum sýningarinnar Grap-
hica Atlantica að einn þeirra,
Benedikt Kristþórsson var
skráður Kristjánsson. Leiðréttist
þetta hér með.