Þjóðviljinn - 13.06.1987, Síða 12

Þjóðviljinn - 13.06.1987, Síða 12
Norðurlandaráð auglýsir eftir ritara f járlaga- og eftirlitsnefndar Forsætisnefnd Norðurlandaráðs auglýsir lausa til umsóknar stöðu ritara fjárlaga- og eftir- litsnefndar Norðurlandaráðs. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóð- þinga og ríkisstjórna á Norðurlöndum. Á vegum Norðurlandaráðs starfa sex fastanefndir, sem í eiga sæti norrænir þingmenn. í fjárlaga- og eftir- litsnefnd fer fram þingleg umfjöllun um fjárlagatil- lögur og fjárlög Norrænu ráðherranefndarinnar og norrænna stofnana. Nefndin hefur og með höndum eftirlit með þeirri starfsemi, sem fer fram á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Umsækjendur skulu hafa hagfræði- eða við- skiptafræðimenntun ellegar aðra samsvarandi menntun. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynsiu af endurskoðunar- og stjórnunarstörfum og norrænu samstarfi. í upphafi ráðningartímans mun annar tveggja aðstoðarframkvæmdastjóra skrifstofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs vera aðalritari nefndarinnar, en hinn nýráðni ritari taka við starfinu að fuliu að nokkrum mánuðum liðn- um. Forsætisnefnd leitast við að fá konur jafnt sem karla til ábyrgðarstarfa á skrifstofur Norðurlanda- ráðs. Ritari nefndarinnar mun starfa á skrifstofu for- sætisnefndar Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Ráðningartíminn er fjögur ár og hefst 1. nóvem- ber 1987. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá störfum vegna starfa hjá Norðurlandaráði. Skrifstofa for- sætisnefndar Norðurlandaráðs hefur stöðu al- þjóðlegrar stofnunar. Eftirtaldir aðilar veita nánari upplýsingar um laun, kjör og annað varðandi starfið: Gerhard af Schultén, framkvæmdastjóri skrif- stofu forsætisnefndar Norðurlandaráðs í síma 9046-8-143420. Kjell Myhre-Jensen, aðstoðarframkvæmdastjóri skrifstofunnar, einnig í síma 9046-8-143420. Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri íslandsdeild- ar Norðurlandaráðs í síma 11560. Umsóknum skal beina til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidium) og skulu þær hafa borist til skrifstofu forsætisnefnd- ar (Nordiska rádets presidiesekretariat, Box 19506, S-10432 Stockholm) eigi síðar en 10. júlí n.k. "" ■ ' ' 1"" A iS&J Kópavogur- íbúðir fyrir aldraða í Vogatungu Samkvæmt samþykkt bygginganefndar íbúða fyrir aldraða í Kópavogi, auglýsast byggingarlóðir við neðri hluta Vogatungu með eftirfarandi bygg- ingarskilmálum. 1. Byggja skal sérhannaðar íbúðir fyrir aldraða samkvæmt skipulagi og teikningum sem fyrir liggja. 2. Við sölu á íbúðum skulu Kópavogsbúar, sem náð hafa 60 ára aldri, hafa forgang. 3. Við eigendaskipti skal Kópavogskaupstaður jafnan eiga forkaupsrétt aö íbúðunum. 4. Gatnagerðargjöld, útlagður kostnaður og önnur gjöld til bæjarsjóðs skulu greidd sam- kvæmt ákvæðum bæjarráðs. Teikningar liggjaframmi átæknideild Kópavogs, Fannborg 2 og eru þar veittar nánari upplýsingar. Þau byggingafyrirtæki sem áhuga hafa á þessu verkefni, leggi inn um sóknir í síðasta lagi 22. júní n.k. Bæjarverkfræðingur. íf ? LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Starfsfólk óskast í heimilishjálp. Heildags- eða hlutastörf, Einnig unnið í smáhópum. Hentugt fyrir húsmæður og skólafólk. Upplýsingar í síma 18800. Heimilisþjónustan ffl LAUSAR STÖÐURHJÁ W REYKJAVIKURBORG DROPLAUGARSTAÐIR heimili aldraðra, Snorr- abraut 58. Starfsfólk óskast í afleysingar í þvottahús og ræstingar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 25811 milli kl. 8-19 f.h. virka daga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Útboð Flugvallarvegur Siglufirði, Siglufj.-Fjarðará, 1987 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla er 1,0 km, fylling og burðarlag 7.500 m3. Verki skal lokið 1. október 1987. Úboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 15. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 29. júní 1987. Vegamálastjóri ARBEID UTANLANDS No cr boka 'ncr full av in- formasjon for dcg som sok- jer jobb for lengre cller kortare tid rundt om i ver- da. Det vedkjem stillingar innan metall- og oljeindu- stri, laeraryrket, hagear- beid, sjáforar, restaurant- og hotellbransjen, au-pair, rciseleiarar, fruktplukka- rar i Frankrike og USA, samt mannequinar og fotomo- dellar. Arbeid pá ranch, kibbutz ellcr luxuscruiser. Med boka folgjer ogsá soknadsskjema. Dette cr ei bok du bor ha som sokjer jobb utanlands. Du fár in- formasjon om klimaet, bu- stadsforhold, arbeidstider m m. Dessutan fár Du adres- ser til ca 1.000 stadcr og arbeidsformidling. Du kjo- per boka for berre 98,- inkl porto og frakt. 10 da- gars returrett. Bestill i- dag. Skriv til: CENTRALHUS Box 48, 142 00 Stockholm Ordrctclefon: 08-744 10 50 P.S. Vi formidler ikkje arbeid! Útboð Reykhólasveit 1987 Vestfjarðavegur milli Hríshóls ''//vm og Geitarár Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i ofangreint VjHmy verk. Lengd vegarkafla 3,2 km, fylling 9.500 m3, neðra burðarlag 12.000 m3. Verki skal lokið eigi síðar en 15. desember 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á (safirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 15. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 29. júní 1981 Vegamálastjóri Útboð Norðfjarðarvegur um Hólmaháls %'s/m w Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint r verk. Lengd vegarkafla 1,8 km, skeringar 9.000 m3, þar af 3.000 m3 bergskeringar, fyllingar 13.000 m3 og neðra burðarlag 9.000 m3, Verki skal lokið 15. september 1987. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Reyðarfirði og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 15. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þann 29. júní 1987. Vegamálastjóri ERLENDAR FRÉTTIR Ítalía Komma eða Kristi- lega? Itölsku stjórnmálaflokkarnir eru allir í lœgð og kjósendur virðast áhugalitlir um þingkjörið semfram fer um helgina. Þó er frœðilegur möguleiki á miklum umskiptum að kosningum loknum Þingkjör fer fram á Ítalíu nú á sunnudag og mánudag. Kosning- abaráttan hefur verið á lágu nót- unum, almenningur er lang- þreyttur á endalausum hring- landahætti stjórnmálamanna og hugsar þeim þegjandi þörfina. Einkum hefur reiðin beinst að fyrirsvarsmönnum Kristilega demókrataflokksins sem sæta ámæli fyrir að hafa fargað stjórn Bettinos Craxis vegna þess eins að þeir girntust svo mjög embætti forsætisráðherra. Samkvæmt skoðanakönnunum mun fiokkur- inn ekki geta gert sér vonir um að hreppa nema um 26 prósent at- kvæða sem er gífurlegt áfall. Meðan Kristilegir voru og hétu nutu þeir fylgis tæplega helmings kjósenda. En fylgishrunið er ekki hið eina sem forkólfar flokksins ótt- ast. Þótt Kommúnistaflokkur ít- alíu fái örlítið fieiri atkvæði í sinn hlut og verði vinsælastur ítalskra stjórnmálaflokka þá væri hægt að sætta sig við það ef sá möguleiki væri ekki fyrir hendi að þeir leystu kristilega af hólmi í ríkis- stjórn með Sósíalistaflokknum. Þótt Kommúnistaflokkurinn geti vænst þess að hreppa flest atkvæði þá er ekki allt sem sýnist því samkvæmt spám mun hann engu að síður tapa fylgi, bara ekki eins miklu og höfuðfjand- inn. Deyfð einkennir starf flokks- ins og líkurnar á stjórnarþátttöku hans eru ekki komnar til af aukinni velþóknun landsmanna heldur hatrömmum deilum kristilegra demókrata og sósíal- ista. Án Sósíalistaflokks Bettinos Craxis er ekki hægt að mynda starfhæfa meirihlutastjórn á ítal- íu nema hið ólíklega gerist að stóru flokkarnir tveir taki hönd- um saman. Sósíalistar og kristi- legir voru mæniás og möndull ríkisstjórnar Bettinos Craxis sem starfaði í mettíma, þrjú og hálft ár, áður en hún lagði upp laupana vegna fyrrnefndrar rimmu um forystusætið. Sá tími var framfar- askeið í efnahagslífi landsmanna sem kunnu vel að meta nýfenginn stöðugleika. En næsta ólíklegt verður að teljast að flokkar þessir ljái máls á samstarfi eftir þingkjörið. Höfuðeinkenni kosningabarátt- unnar hefur verið hnútukast og bituryrði forystumanna þeirra í garð hverra annarra. Craxi og fé- lagar sjá í Andreotti og lags- bræðrum hans tákn spillingar og pukurs fyrri ára og telja lífsnauð- syn fyrir ítalskt þjóðlíf að það lúti ekki forystu þeirra. En hvort öll þessi vopnaskipti fyrrum lagsbræðra leiða til þess að sósíalistar snúa sér til vinstri og bera víurnar í komma skal ósagt látið. Aðeins eitt er víst, illa mun ganga að böggla saman stjórn. -ks.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.