Þjóðviljinn - 13.06.1987, Page 16

Þjóðviljinn - 13.06.1987, Page 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUINN SKOLAVELTA LEIÐIN AÐ FARSCLLI SKÓLACÖNQJ Laugardagur 13. júní 1987 125. tölublað 52. örgangur $ SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF J'-'4 Kennln«f» Svmím# em’Kvsmv. isIekSj isíZkmki ísfilm Tíminn týndi hlekkurinn Eyjólfurhressist. SÍS kaupir hlut Reykjavíkurborgar í ísfilm. KjartanP. Kjartansson, fulltrúi SÍS íísfilm: Erum með ákveðinn kaupanda íhuga. Enginn afnýju miðlunum. Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóriogistjórn ísfilm: Við erum að íendurnýjun lífdaga. Áhugi fyrir útvarps- og sjónvarpsrekstri. Hugum að nýjum samstarfsaðila íbúasamtök Vesturbœjar Afmælishátíð á sunnudag íbúasamtök Vesturbæjar sem eru þau elstu sinnar tegundar í höfuðborginni halda hátíðlega uppá 10 ára afmæli sitt á sunnu- dag með útihátíð á Stýrimanna- stígnum. Margt verður til skemmtunar á hátíðinni, listaverkamarkaður, Björgvin Schram og Pétur Gunn- arsson rifja upp sögu hverfisins og æskuminningar, Bubbi Mort- hens tekur lagið, harmónikkur verða þandar og keppt í reiptogi á milli götuliða svo eitthvað sé nefnt. í tilefni þessara tímamóta hafa íbúasamtökin gefið út veglegt af- mælisrit um Vesturbæinn þar sem margt fróðlegt efni er að finna en ritinu verður dreift til allra vest- urbæinga. Formaður íbúasamt- akanna er Anna Kristjánsdóttir. Eg hef heimildir til að selja þann eignarhluta sem SÍS keypti af Reykjavíkurborg í ísfilm og ég hef fullan hug á að notfæra mér þann rétt. Ég er með kaupanda í huga. Það er aðili sem þegar er í Ijölmiðlun og á ekki aðild að Is- film. Það er ekki Stöð 2 eða Bylgj- an. Meira segi ég ekki, sagði Kjartan P. Kjartansson, fulltrúi SIS í stjórn Isfilm hf., um það hvernig Sambandið hygðist ráð- stafa þeim hlutabréfum sem það keypti af borgin.ii í Isfilm. Areiðanlegar heimildir blaðs- ins segja að Tíminn hafi mikinn áhuga á að koma til liðs við ís- film, með útvarps- og sjónvarps- rekstur í huga. „Við erum í endurnýjun líf- daga og við munum hressast. Það hefur alltaf verið áhugi innan ís- film á að fara út í útvarps- og sjónvarpsrekstur og sá áhugi er enn fyrir hendi. Við höfum verið að leita hófanna undanfarið um samstarfsaðila, en eins og er get ég ekki nefnt við hverja við höf- um rætt,“ sagði Indriði G. Þor- steinsson, ritstjóri og stjórnar- maður og hluthafi í ísfilm. Frjáls fjölmiðlun eða DV, virðist vera komin til leiks að nýju í ísfilm, eftir að hafa dregið sig til baka um skeið. „Frjáls fjöl- miðlun er inni í þessari mynd núna. Eftir því sem ég best veit eru þeir hjá Frjálsri fjölmiðlun til í slaginn," sagði Indriði G. Þor- steinsson. -RK Byggingafulltrúa- embættið Æfi sig á borgar- byggingum Fulltrúar Abl. og Alþýðuflokks í byggingarnefnd: Starfsmenn byggingarfulltrúa haldi sér við ífaginu á byggingum borgarinnar Gunnar Gunnarsson og Gissur Símonarson, fulltrúar Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks í byggingarnefnd Reykjavíkur- borgar, hafa lagt til að starfs- menn byggingarfulltrúa borgar- innar verði látnir halda sér við í faginu með því að hanna bygging- ar í eigu borgarinnar, en láti aðr- ar byggingar lönd og leið. Gunnar og Gissur lögðu til- löguna fram á fundi byggingar- nefndar í fyrradag og var henni vísað til borgarráðs. Sem kunnugt er hefur það tíðk- ast um all langt skeið að starfs- menn byggingarfulltrúa hafa teiknað byggingar í borginni, sem síðan hafa verið samþykktar af þeim sjálfum eða félögum þeirra. Tillaga þeirra tvímenninga ger- ir ráð fyrir að starfsmennirnir hanni aðeins byggingar í eigu borgarinnar eða byggingar í öðr- um sveitarfélögum. -gg Hafrannsóknastofnun I fljótu bragði er erfitt að koma auga á sérstöðu þessarar ritvélar, en leturgerð hennar gerir það þó að verkum að ný vegabréf verða ekki útfyllt á aðrar ritvélar. Kalla Lóa Karlsdóttir segir að á þremur vikum hafi 2500 vegabréf farið í gegnum þessa ritvél. Mynd Sig. VtGABREF PASSPOHT PASSCPQRT ISLAND ICELANO fSl.A.NŒ m Vegabréf Rauðglóandi ritvél í Reykjavík Útgáfa nýju vegabréfanna á alltsitt undir einni ritvél niðri á Hverfisgötu. Von á fleiri slíkum eftir tvœr vikur. Kalla Lóa Karlsdóttir: Höfum gefið út 2500 vegabréf á þremur vikum að hefur óneitanlega verið mikið að gera hjá okkur síðan þessi vél kom. Við erum búin að afgreiða um 2500 vegabréf núna á þremur vikum og það er óhætt að segja að vélin hafi verið rauðgló- andi allan tímann, sagði Kalla Lóa Karlsdóttir hjá lögreglustjór- aembættinu í Reykjavík í samtali við Þjóðviljann í gær, en hún vinnur við ritvél sem á engan sinn líka á íslandi enn sem komið er. Sem kunnugt er hófst útgáfa nýrra vegabréfa í síðasta mánuði þar sem þau gömlu voru talin of auðveld bráð fyrir falsara og svindlaralýð. Þessi nýju bréf eru prentuð á sérstakan pappír í Bretlandi og fyllt út með ritvélum sem hafa sérstaka leturgerð sem ekki á að vera hægt að falsa. Gallinn er bara sá að enn sem komið er er aðeins til ein slík rit- vél á Iandinu og hún er staðsett hjá lögreglustjóraembættinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Kalla Lóa og samstarfsfólk hennar verður því að þjóna öllu landinu með þessari ritvéi þar til fleiri slíkar koma til landsins, en þær eru væntanlegar eftir um tvær vikur. íbúar utan Reykja- víkur geta sótt um nýtt vegabréf hjá viðeigandi embætti á hverjum stað, en síðan verður að senda allar upplýsingar til Reykjavíkur. Þar eru bréfin fyllt út og síðan send aftur til viðkomandi em- bættis, sem gefur bréfin út. Það er því óhætt að segja að það mæði mikið á þeim á Hverfis- götunni og þær bíða óþreyjufull- ar eftir því að ritvélin góða eignist jafningja hjá lögregluembættum út um allt land. -gg Afmælistúr um flóann Rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar verða til sýnis á morgun. Almenningi boðið ísigl- ingu Hafrannsóknastofnun er 50 ára í ár og í tilefni af því verða rann- sóknaskip stofnunarinnar al- mcnningi til sýnis nú á sjómanna- daginn. Skipin verða öll í Reykjavíkur- höfn á morgun og gefst fólki færi á að fara með þeim í siglingu um Faxaflóa, þar sem starfsmenn stofnunarinnar munu kynna starfsemina og sýna tækjabúnað- inn sem er um borð. -gg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.