Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 24. júní 1987 133. tölublað 52. örgangur Stjórnarmyndun Þreyta í viðræð- Konungshjónanna var vandlega gætt af íslenskri lögreglu á ferðum sínum í gær. Þegar hjónin mættu til hádegisverðar í Ráðherrabústaðnum var til staðar móttökunefnd barna sem biðu spennt eftir því að sjá alvöru kóng og drottningu. Mynd E.Ól. Konungsheimsóknin Annríki á fyrsta degi Dagskráin tókstmeð ágætumfyrsta dagsænsku konungshjónanna á íslandi. Jón ValurJensson afhenti Karli Gústaf ættartölu konungs að gjöf. Auðunn Skökull sameiginlegur œttfaðir Vigdísar og Karls Gústafs unum Bjartsýninfarin að dofna. Búist við að línur skýrist áföstudag. Stjórnkerfisbreytingarn- ar vefjastfyrir íhaldi. Ekkert samkomulag um aðgerðir í efna- hagsmálum. Pjóð- hagsforstjórinn nefnda- glaður Töluverðrar þreytu gætir nú í viðræðum Alþýðuflokks, Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks og eru menn ekki jafn bjartsýnir í dag á að þessar við- ræður endi með stjórnarmyndun og áður. í dag er talið að línur skýrist endanlega hvort af nýrri ríkis- stjórn verður. Á föstudag er gert ráð fyrir miðstjórnar- og flok- kráðsfundum flokkanna þriggja. í gær komu þingflokkar krata, íhalds og framsóknar saman og virðist sem framsókn og kratar séu sammála um að stjórnkerfis- breytingarnar verði gerðar með bráðabirgðalögum en slíkt vefst mjög fyrir íhaldi og er talið að Þorstcinn fái þingflokkinn aldrei til að samþykkja það. Ekkert samkomulag virðist vera um aðgerðir í efna- hagsmálum, hvorki fyrstu né langtíma aðgerðir. Framsókn- arfélag Reykjavíkur ályktaði á mánudag, að stjórn félagsins teldi vafasamt að flokkurinn ætti að taka þátt í ríkisstjórn, sem ekki telur sér fært að undirbúa framhaldsaðgerðir í efnahags- og ríkisfjármálum, samhliða brýn- ustu aðgerðum strax. Pá harmaði félagið hve viðræður hafa dregist á langinn, en Jón Baldvin hefur nú haft umboðið í þrjár vikur. Mikið hefur borið á að undir- nefndir fjalli um allt milii himins og jarðar í þessum viðræðum og eru stjórnmálamenn orðnir þreyttir á því og telja að þessi nefndarstörf tefji viðræðurnar. „Þjóðhagforstjórinn er alltof nefndaglaður,“ sagði einn frammámaður í Sjálfstæðis- flokknum í gær. Annar sagðist ekki sjá að áhugi væri mikill fyrir þessari stjórn og benti á að á meðan Halldór er í Englandi að deila um hval er Steingrímur úti á landi að veiða lax. „Það er einna helst að kratar séu áfram um þessar viðræður til að bjarga and- liti Jóns Baldvins.“ í dag heldur Þjóðviljinn áfram að birta útdrætti úr skýrslum for- ustumanna Alþýðubandalagsins um stöðu flokksins eftir kosning- arnar í vor. í dag er röðin komin að skýrslum formanns og vara- formanns flokksins, þeirra Svav- Islenskt veðurfar tók vel á móti sænsku konungshjónunum, Karli XVI Gústaf og Silvíu, þegar þau komu til landsins í gær. Blíð- viðrið brosti við þeim hjónum og og tókst dagskráin öll með ágæt- um fyrsta dag þeirra hér á landi. Annríki var hjá konungshjón- um þennan fyrsta dag heimsókn- arinnar. Dagurinn hófst með há- degisverðarboði forseta íslands, Sala á kjúklingum í verslunum virðist vera að glæðast eftir verulegan samdrátt í kjölfar ars Gestssonar og Kristínar Á. Ólafsdóttur. Á morgun birtist svo úrdráttur úr skýrslum Ás- mundar Stefánssonar og Ólafs Ragnars Grímssonar. Sjá opnu Vigdísar Finnbogadóttur, í Ráð- herrabústaðnum. Þar gaf forseti íslands konungshjónunum Dýr- aríkið eftir Benedikt Gröndal og Helgustaðarbók en þau gáfu Vig- dísi glerskál sem hönnuð er af þekktum sænskum glerlista- manni. Frá Ráðherrabústaðnum var farið í skoðunarferðir þar sem bæði íslensk og sænsk menning kom við sögu. Eftir að Karl Gúst- frétta um salmonellusýkingar og aðvarana heilbrigðisyfirvalda. Ekkert lát virðist heldur vera á aukningu í sölu á kindakjöti, sem hefur verið með mesta móti unda- nfarna mánuði. Að sögn kjötkaupmanna sem Þjóðviljinn ræddi við í gær dróst sala kjúklinga verulega saman þegar fréttir bárust af matar- eitrun af völdum salmonellusýk- ingar í kjúklingum. Einn þeirra giskaði á að salan hefði minnkað um helming. Þeir voru hins vegar sammála um að salan hefði smám saman verið að aukast að undan- förnu. af hafði sett fiskveiðiráðstefnu sænska útflutningsráðsins í Nor- ræna húsinu skoðuðu þau sænska bókagerðarlist, en Norræna hús- ið setti sýninguna sérstaklega upp í tilefni heimsóknarinnar. Frá Norræna húsinu var ekið útí Árnagarð en þar sá dr. Jónas Kristjánsson um að leiða kon- ungshjónin inn í heim handrit- anna. Við brottför þaðan leysti Jón Valur Jensson guðfræðingur Þeir voru einnig samdóma um að neysla kindakjöts hefði verið með mesta móti og virðist ekkert lát vera á vinsældum þess. Þar munar auðvitað mikið um að grillvertíð stendur sem hæst, en skýringanna er einnig m.a. að leita í hagstæðu verði og tak- mörkuðum vinsældum kjúklinga að undanförnu. Það er athyglisvert að enda þótt hætta á salmonellusýkingu sé kannski ekki síður fyrir hendi í svínakjöti en í kjúkiingum, hefur sala á því fyrrnefnda verið í stöðugri uppsveiflu undanfarið að sögn kaupmanna. -gg Karl Gústaf út með gjöf sem reyndist vera ættartala Karls Gústafs og Vigdísar Finnboga- dóttur. í henni eru ættir þeirra raktar saman til Auðuns Skökuls. Eftir heimsókn í Scania-húsið og meðferðarheimilið að Vogi þar sem konungshjónin voru frædd um íslenska heilbrigð- iskerfið, var haldið á Hótel Sögu þar sem hjónin búa. í gærkvöldi hélt forseti íslands konungshjón- unum veislu á hótelinu. Konungshjónin munu heim- sækja Vestmannaeyjar í dag. -K.ÓI. Verðbólgan Laus úr böndunum Verðbólgan um 25% Hraðinn á lánskjaravísitölunni er um 27,1% á ársgrundvelli mið- að við 2,02% hækkun hennar í síðasta mánuði. Hraði byggingavísitölunnar er um 24% miðað við hækkun síðasta mán- aðar. Sé litið til síðustu þriggja mán- aða og þeir reiknaðir út á ársg- rundvelli er hraði lánskjaravísit- ölunnar 20,4% en vísitala bygg- ingarkostnaðar 21%. Síðastliðna 12 mánuði hefur lánskjaravísital- an hækkað um 17,6% og vísitala byggingarkostnaðar um 18,5%. -Sáf -Sáf Varmalandsskýrslurnar Kristín og Svavar Kjötneyslan Kjúklingar á batavegi Kjúklingasala dróst verulega saman vegnafrétta um salmonellusýk- ingu. Er smám saman að glœðast á ný. Ekkert lát á vinsœldum kindakjöts

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.