Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Kjötútflutningurinn Algjör neyðarráðstöfun Tæp tvöþúsund tonn af kindakjöti tilJapans. Skilaverð fyrir dilkakjöt 19% afheildsöluverði innanlands. Magnús Friðgeirsson hjá SÍS: Það besta sem bauðst. Útflutningur ekki vœnlegur kostur Það er auðvitað algjör neyðarráðstöfun að flytja út kjöt á þessu lága verði, en þetta var engu að síður besti kosturinn sem bauðst. Aðstæður á heimsmark- aði bjóða einfaldlega ekki upp á hærra verð. Og fyrst ekki er hægt að selja þetta kjöt innanlands var um þrennt að ræða: flytja þetta út á þessu verði, selja þetta í minkaf- óður á 5 krónur kflóið eða henda þessu, sagði Magnús Friðgeirsson framkvæmdastjóri Búvöru- deildar SÍS í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, en í fyrrdag voru stað- festir samningar um útflutning á 1800-1950 tonnum af kindakjöti til Japans. Annars vegar er um að ræða sölu á 800-850 tonnum af ærkjöti á 15 krónur kílóið, en hins vegar 1000-1100 tonnum af dilkakjöti á 55 krónur kílóið. Verðið á dilk- akjötinu nær aðeins 19% af ónið- urgreiddu heildsöluverði innan- lands og greiða Japanir alls 73 milljónir króna fyrir þetta magn. Útflutningsbætur nema hins veg- ar um 400 milljónum króna. Magnús sagði í gær að í raun og veru ætti engum að koma á óvart hversu lágt verðið er ef tekið er tillit til stöðunnar á heimsmark- aði. „Það er rétt að menn hafi það til samanburðar að í löndum Efnahagsbandalagsins liggja 750 þúsund tonn af úrvals nautakjöti í frystigeymslum. Sömu lönd sitja uppi með 100 þúsund tonn af ós- eljanlegu fyrsta flokks svínakjöti. Þessar staðreyndir sýna svo ekki verður um villst að við eigum að leggja alla áherslu á að breyta neysluvenjum hér innan- lands og auka kindakjötssöluna. Útflutningur er ekki raunhæfur kostur til þess að losna við um- fram framleiðsluna," sagði Magnús Friðgeirsson. -gg Bifreiðaeftirlitið Nær þúsund bílar bíða skráningar Deilan í Bifreiðaeftirlitinu dregur dilk á eftirsér í samtölum við nokkur helstu bflaumboðin i landinu kom í Ijós að mikill fjöldi nýrra bíla er að hrúgast upp hjá umboðunum vegna deilunnar í Bifreiðaeftirlit- inu. „Þetta er farið að draga stóra dilka á eftir sér og veldur okkur öllum óþægindum ekki hvað síst viðskiptavinum okkar. Það verða margir að bíða lengi en fólk held- ur áfram að panta sér bíla,“ sagði Jón V. Guðjónsson hjá Ladaum- boðinu. í svipaðan streng tóku aðrir viðmælendur blaðsins hjá stærstu bflaumboðunum. Að sögn Jóns Þóris Steingríms- sonar framkvæmdastjóra Bfl- greinasambandsins veldur þetta stopp miklum vandræðum.„En menn funda stíft og við verðum að vona að þetta leysist sem allra fyrst. Það er komin vika í þessu stoppi og það er meiri toppur í nýskráningu bfla seinni hluta vik- unnar þannig að áhrifin fara að verða miklu meiri núna,“ sagði Jón Þórir. Það er því ljóst að deila þessi mun valda mörgum talsverðum óþægindum og langan tíma tekur að ná jafnvægi aftur í allri starf- semi Bifreiðaeftirlitsins. -gsv Ekkert lát er á bílainnflutningi til landsins. Þessar vikurnar hrannast þeir upp hjá bílaumboðunum vegna deilunnar í i Bifreiðaeftirlitinu. Mynd Sig. Gosdrykkjaokrið Af hálfu dómsmálaráðuneytis- ins hefur ekkert verið fylgst með verðlagningu á óáfengum dryk- kjum á skemmtistöðum og það hefur enn sem komið er ekki verið rætt hvort brugðist verður við þeim upplýsingum sem koma fram í verðkönnun Verðlagss- tofnunar, sagði Ólafur Walter Ejgendur krafnir skýringa Stefánsson hjá dómsmálaráðuneytinu í samtali við Þjóðviljann í gær, en þegar vínveitingarleyfl eru gefín út er það sett sem skilyrði að viðkom- andi hafl á boðstóium úrval óá- fengra drykkja við hóflegu verði. Niðurstöður verðkönnunar Verðlagsstofnunar, sem skýrt var frá í Þjóðviljanum fyrir helgi, leiða í ljós að álagning á gos- drykki á skemmtistöðum er allt að 950%. í áfengislögunum segir þó að þeir sem fá vínveitingaleyfi skuli bjóða upp á óáfenga drykki við hóflegu verði. Að sögn Ólafs er óljóst hvort og þá hvernig dómsmálaráðu- neytið bregst við þessum upplýs- ingum Verðlagsstofnunar, en hjá Verðlagsstofnun fengust þær upplýsingar í gær að stofnunin hyggst leita eftir skýringum hjá eigendum skemmtistaðanna á háu gosdrykkjaverði og miklum hækkunum á verði aðgöngumiða á undanförnum árum. -gg UMHVERFISFRÆÐSLA Náttúruverndarráö og fræðslunefnd alþjóða náttúruverndar- samtakanna IUCN halda ráðstefnu um umhverfisfræðslu 26. og 27. júní n.k. í umhverfisfræðslusetrinu ALVIÐRU, Ölfushreppi Dagskrá: Föstudagur 26. júní kl. 14.00: 1. Ráðstefnan sett. 2. Framsöguerindi: a) Hans Köpp: Þjóðgarðar við strönd Norðursjávar í Norður-Þýskalandi. b) John Smyth: Horft til hafs. c) Kathleen Blanchard: Menn og verndun sjófugla í Quebec. d) Ingunn Fjörtoft: Áhrif útivistar á strandlengju Oslo- fjarðar. e) Þorleifur Einarsson: Umhverfisfræðsla og áhuga- mannasamtök um náttúruvernd. f) Hrefna Sigurjónsdóttir: Umhverfisfræðsla og menntun kennara. g) Jakob Jakobsson: Rannsóknir á hvölum. Laugardagur 27. júní kl. 9.00: 1. Umræður um framsöguerindi. 2. Starfshópar. 3. Kynning á skýrslum og útgefnu fræðsluefni þátttökuþjóðanna. 4. Ráðstefnuslit kl. 18.00. Ráðstefnustjóri: Lára G. Oddsdóttir. Framsöguerindi og umræður fara fram á ensku. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.