Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 2
FRETTIR Stjórnarmyndunarannáll Hægagangur í þríhjólinu Tveir mánuðirfrá kosningum. Jón Baldvin haftumboðið Í20 daga. Enn getur brugðist til beggja vona með þríhjólið Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrimur Hermannsson heilsast að japönskum sið áður en farið er að bítast um ráðherrastóla, aðgerðir í efnahagsmálum og breytingar á stjórnkerfinu. ■SPURNINGINhh Áttiröu von á aö stjórnar- myndun myndi taka svo langan tíma? Benedikt Sigurðsson, lögfræðingur: Nei, ég átti nú ekki von á því. Mér hefði fundist eðlilegt að gefa þeim í hæsta lagi mánuð til þess að koma þessu saman. Ég á nú samt von á að þessi tilraun sem nú er í gangi takist að lokum. Vaigerður Kristjánsdóttir, verkakona: Nei, ég hélt að þetta þyrfti ekki að taka svona langan tíma. Ég á ekki von á að það verði stjórn úr þessum viðræðum sem nú standa yfir, enda líst mér ekkert á jetta stjórnarmynstur. Guðmundur Sigurjónsson, ellilífeyrisþegi: Pað er náttúrlega alltaf erfiðara að ná samkomulagi þegar fleiri koma saman. En ég átti ekki von á að þessir flokkar færu saman í viðræður. Þetta tekst þó sjálfsagt úr þessu. Ottó Hafiiðason, skrifstofumaður: Já, alveg eins og ég er frekar á því að þessi tilraun muni takast, enda væri það langbesti kostur- inn. Vilborg Guðmundsdóttir, sjúkraþjálfari: Ég átti nú bara alls ekki von á að það tækist að mynda stjórn, bjóst jafnvel við kosningum aftur í haust. En ef marka má fréttir virð- ist þessi tilraun ætla að takast þótt mér lítist ekki nema mátu- lega á þetta stjórnarmynstur. Ymsum er farið að leiðast stjórnarmyndunarþófið og telja tíma tii kominn að Jón Bald- vin myndi stjórn eða skili umboð- inu af sér svo hægt sé að kanna aðra möguleika en þá sem þrí- hjólið hefur verið að þrátta um að undanförnu. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá kosningum og enn er óvíst hvort af stjórnarmyndun verður í þessari lotu. Þetta er þó ekkert einsdæmi að svo langan tíma taki að mynda stjórn. 1979 liðu 66 dagar frá kosningum þar til ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens var mynd- uð. Þá hafði Geir Hallgrímsson haft umboðið í 38 daga en þegar hann loksins skilaði af sér tók það Gunnar fjóra daga að mynda ríkisstjórnina. Árið 1974 liðu 58 dagar þar til samstjórn framsóknar og íhalds var mynduð. t>á hafði Ólafur Jó- hannesson haft stjórnarmyndun- arumboðið í 34 daga. 1978 liðu 45 dagar frá kosningum og þar til vinstri stjórnin leit dagsins ljós eftir að Ólafur Jóhannesson hafði haft umboðið í sjö daga. 1983 liðu 32 dagar frá kosningum og þar til ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hóf kjaraskerðingar sínar. Kvennaviðreisn eða þríhjól En rifjum upp annál þessara stjórnarmyndunarviðræðna sem nú eru í gangi. Það var kosið 25. apríl. Daginn eftir var ljóst að sig- urvegarar kosninganna voru Borgaraflokkurinn sem fékk 7 þingmenn kjörna, Kvennalist- inn, sem fékk 6 þingmenn og Stefán Valgeirsson, sem fékk mjög góða kosningu á Norður- landi - eystra. Sjálfstæðisflokkur- inn beið mikið afhroð og fékk eingöngu 18 þingmenn, sömu- leiðis tapaði Alþýðubandalagið í kosningunum og fékk 8 þing- menn. Kratar náðu sameigin- legum þingmannafjölda Alþýðu- flokks og BJ eða 10 þing- mönnum. Steingrímur vann per- sónulegan sigur á Reykjanesi, en Framsókn hélt annars í horfinu og fékk 13 þingmenn. Strax var farið að tala um tvö hugsanleg stjórnarmynstur, Al- þýðuflokk, Sjálfstæðisflokk með annaðhvort Kvennalista eða Framsóknarflokki. 28- aprfl biðst Steingrímur lausnar en stjórnin situr áfram sem starfsstjórn. Fyrstu vikuna eru í gangi óform- legar viðræður á milli flokkanna og er það einkum Jón Baldvin sem er iðinn við kolann. Það kemur í ljós samstarfsvilji á milli íhalds og krata og vilja þeir kanna hug kvenna, en Kvennalistinn fer dult með sínar skoðanir. 5. maí virðast línur örlítið farn- ar að skýrast. Jón Baldvin útilok- ar ekki lengur erkióvininn Fram- sókn og Albert Guðmundsson lýsir því yfir að borgarar verði í stjórnarandstöðu. Konurnar segjast leggja málefnin til grund- vallar, Svavar telur að sigurveg- arar kosninganna, miðjuflokk- arnir eigi að mynda ríkisstjórn og Þorsteinn vill ekkert varahjól undir fráfarandi stjórn. Endasleppt hjá Steingrími og Þorsteini 6. maí kemur svo greinargerð frá Þjóðhagsstofnun þar sem tal- að er um að viðskiptahallinn muni aukast á árinu og að verð- bólgan sé að sleppa úr böndum. 7. og 8. maí kallar Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, for- menn flokkanna til sín og í fram- haldi af því felur hún Steingrími Hermannssyni umboð til stjórn- armyndunar 10. maí. Steingrímur hélt umboðinu bara í fjóra daga og eftir að ljóst var að Þorsteinn Pálsson var ekki til í þríhliða viðræður við Fram- sókn og Kvennalista skilaði Steingrímur umboðinu 13. maí. 14. maí veitir forsetinn Þor- steini Pálssyni umboðið. Hann byrjar á því að kanna grundvöll- inn fyrir þríhjólið með því að ræða við Jón Baldvin og Steingrím í einrúmi. Síðan ræðir Þorsteinn við formenn annarra flokka og 19. og 20. maí ræðir hann við fulltrúa Kvennalistans.. 22. maí hefjast svo formlegar við- ræðurSjálfstæðisflokks, Kvenna- lista og Alþýðuflokks. Kvenna- listinn setur lágmarkslaunin á oddinn og eftir að Björn Björns- son, hagfræðingur ASÍ og Vil- hjálmur Egilsson, fyrrverandi hagfræðingur VSÍ hafa skilað af sér Mesapódamíuskýrslunni slitnar upp úr viðræðunum. 29. maí skilar svo Þorsteinn umboð- inu til forseta. Jón Baldvin reynir 1. júní notar Jón Baldvin til að leita hófanna hjá Kvennalista og Alþýðubandalagi um samstjórn annars þessara flokka með kröt- um og íhaldi. Undirtektir eru dræmar. 2. júní fær svo Jón Bald- vin stjórnarmyndunarumboð og 4. júní hefjast viðræður Alþýðu- flokks, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Strax í upphafi viðræðnanna er ljóst að helsta ágreiningsmálið í viðræðunum verða fyrstu aðgerð- ir í efnahagsmálum. Þorsteinn neitar að fallast á að viðskilnaður sinn við ríkissjóð sé slæmur og Sjálfstæðisflokkurinn er á móti aukinni skattheimtu, einkum þó skattheimtu á stóreignamenn og fyrirtæki. Þá kemur upp á yfir- borðið í flokknum óánægjan með hvernig Þorsteinn stendur að við- ræðunum og þeir Sverrir Her- mannsson og Matthías Bjarnason gefa stórorðar yfirlýsingar sem þeir éta svo aftur ofan í sig eftir að hafa verið skammaðir á þing- flokksfundi. Jón Baldvin gefur stórar yfir- lýsingar á blaðamannafundum og þegar líður að miðjum mánuði þykist hann vongóður um að stjórn sé að myndast. Segir hann að samkomulag hafi náðst um fyrstu aðgerðir, en þau orð reynast síðar marklaus. Menn búast jafnvel við nýrri stjórn fyrir þjóðhátíð. Sú varð þó ekki raunin og Steingrímur flytur ávarp forsætis- ráðherra. 18. júníseturÞorsteinn Pálsson viðræðurnar í hnút með tillögu sinni um uppstokkun ráðuneyta og ljóst er að þær til- lögur muni tefja viðræðurnar að minnsta kosti um viku. Þá setti skýrsla OECD um horfur í efna- hagsmálum íslendinga strik í reikninginn og ljóst var að grípa þurfti til mun meiri aðgerða en Þorsteinn hafði látið í veðri vaka. í þriðja lagi var von á sænsku konungshjónunum og búið að prenta boðskort. Á síðustu dögum hefur svo komið upp pirringur víða í þess- um þrem flokkum með viðræð- urnar. Kratar eru hundóánægðir með að hafa þurft að kokgleypa allt, en munu þótt sættast á þrí- hjólið fái Jón Baldvin að sitja við stýrið. Framsókn heimtar að Steingrímur verði forsætisráð- herra en íhaldinu virðist standa á sama hver fái þann stól, þó Þor- steinn renni eflaust hýru auga til hans. íhaldið vill fá sem flesta ráðherra, tala þeir um fjóra með fimm ráðuneyti, þannig hyggjast þeir geta sætt sem flesta í flokkn- um. Kratar og Framsókn eru ekkert yfir sig hrifnir með stóla- græðgi íhaldsins og vilja að allir hafi jafn marga ráðherra og tala um þrisvar sinnum þrjá. Þannig standa málin í grófum dráttum er þessi orð eru rituð og virðist því geta brugðist til beggja vona enn með hvort þríhjólið verður til um næstu helgi. -Sáf 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 24. júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.