Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 10
Aðalskipulag Reykjavíkur 1984-2004 Tillaga að Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004, greinargerð og landnotkunarkort auglýsist hér með samkvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964. Tillagan ásamt þemakortum og öðrum uppdráttum og skýringamyndum sem tengjast aðalskipulaginu er almenningi til sýnis frá og með 24. júní til 5. ágúst 1987 í Byggingaþjónustunni að Hallveigarstíg 1, frá kl. 9.00-18.00 alla virka daga. Einnig eru veittar upplýsingar um aðalskipulagið á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3 (3ju hæð) frá kl. 9.00-16.00. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en kl. 16.00, 19. ágúst 1987. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Reykjavík, 24. júní 1987 BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3, 3ju hæð, 105 Reykjavík Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir maímánuð 1987, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. júlí. Fjármálaráðuneytið 19. júní 1987 Auglýsið í Þjóðviljanum Blaðburðarfólk ress. Ef þú ert morgunh Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans, sími 681333 Það bætir heilsu og hag að bera út Þjóðviqann Mabel Sigurjónsson Hátúni 10 B sem andaðist á öldrunarlækningadeild Landspítalans 19. júní s.l. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 29. júní n.k. kl. 13.30. Vandamenn ERLENDAR FRÉTTIR Gorbasjoff Konurhlúa að framrás lífeins Aðalritarinn á Alþjóðaþingi kvenna: Skortur á neysluvarningigerir sovéskum konum lífið leitt Mikhael Gorbasjoff leiðtogi So- vétmanna sagði á Alþjóða- þingi kvenna í Moskvu í gær að skortur á neysluvarningi og ýmiss konar þjónustu gerði konum í landinu á stundum lífið ieitt. Gorbasjoff ávarpaði ríflega tvö þúsund fulltrúa frá 150 löndum í Ráðstefnuhöllinni í Kreml, og sagði að sovéskar konur nytu jafnréttis á við karla í menntun, atvinnumálum, stjórnmálaþátt- töku og á fleiri sviðum. Hann bætti síðan við: „Getum við þá sagt að allt sé í himnalagi? Heiðarlegt svar við þeirri spurn- ingu hlýtur að vera neikvætt." „Þátttaka kvenna í fram- leiðslustörfum og á sviði stjórn- mála, vísinda og menningar hefur aukið veg þeirra og virðingu og stuðlað að því að þær eru nú óháðari körlum. En oft hefur staðið á nauðsynlegum breyting- um sem þurfa að fylgja í kjölfarið til að auðvelda þeim hin eðlis- lægu hlutverk móður, eiginkonu og uppalara. Á vissum sviðum hafa vandamálin orðið erfiðari viðfangs vegna ónógrar þjónustu á sviði neyslu og smásölu," sagði Gorbasjoff. Þarna er vísað til skorts og til- heyrandi biðraða til að næla sér í ýmsar tegundir matvöru og neysluvarnings, og bitna þessir skavankar mjög á konum í landinu þar sem þær bera ábyrgð- ina á matseld, innkaupum og hús- verkum heima fyrir. Sovéskir karlar sæta nú eitr- uðum glósum í dagblöðum lands- ins fyrir að sinna slælega heimilis- haldinu. Þá fjalla blöðin nokkuð um það álag sem þeim konum er ætlað að taka á sig sem vinna full- an vinnudag og bera síðan ábyrgð á störfunum heima fyrir. Engin kvennahreyfing hefur sprottið fram í Sovétríkjunum sambærileg við nýlegar hræringar á Vesturlöndum, og kvennablöð í landinu leggja mika áherslu á hlutverk eiginkvenna og mæðra. Gorbasjoff sagði á þinginu að samkvæmt gamalli sögn væri þrennt mikilvægast í lífinu: dag- legt brauð, vísdómur sá sem á bækur er skrifaður, og „konan, sem hlúir að framrás lífsins". „Mestu andar allra tíma hafa lagt áherslu á þá gáfu kvenna að stilla til friðar, hæfileika þeirra til að róa hina bráðlyndu og göfga bitur hjörtu,“ sagði hann. HS Astralía Kosninga- baráttan hafin Bob Hawke, forsœtisráðherra ogformaður Verka- mannaflokksins, býður lágtekjufólki auknar barna- bœtur. Verkamannaflokkurinn hefur aðeins 5pró- sentaforskot á Frjálslynda þjóðarflokkinn sam- kvœmt skoðanakönnun Bob Hawke forsætisráðherra Ástral- íu. Kjamrýr þrumuræða. ann ellefta næsta mánaðar ganga tíu miljón Ástralir að kjörborðinu og kjósa sér þing- menn. í gær hófst kosningabar- átta Verkamannaflokks forsætis- ráðherrans Bobs Hawkes form- lega er hann messaði yfir 700 fyr- irmönnum úr íþrótta- og menn- ingarlífi landsins. Að sögn fréttaskýrenda var ræðan flutt með miklum glæsi- brag en hafði fátt nýtt fram að færa utan loforð forsætisráðherr- ans um myndarlegar barnabætur til handa láglaunafólki að kosn- ingum loknum, sigri Verkamann- aflokkurinn. Gylliboði þessu mun ætlað að draga úr óánægju alþýðu manna vegna þess hve hlutur hennar var fyrir borð bor- inn við gerð aukafjárlaga nýverið og vegna skattalækkanna sem taka eiga gildi þann fyrsta júlí. Stjórnmálaumræðan í Ástralíu hefur fyrst og fremst snúist um skattamál en þar þykir helsti stj órnarandstöðuflokkurinn, Frjálslyndi þjóðarflokkurinn undir forystu Johns Howards, hafa farið illa að ráði sínu. Þeir lögðu nýlega fram umfangsmikl- ar tillögur í þeim málaflokki en urðu að draga þær snarlega til baka þar sem reikningsmeistur- um flokksins höfðu verið mis- lagðar hendur við útfærslu þeirra og þær því sneisafullar af pín- legum villum. Annað sem sem staðið hefur Frjálslynda þjóðar- flokknum fyrir þrifum er óeining innan raða hans og djúpstæður ágreiningur. Forystumenn beggja stóru flokkanna hafa eftir megni viljað færa umræðuna í annan farveg. Ýmsir framámanna Verkamann- aflokksins hafa beint spjótum sínum að tillögum Howards og félaga í heilbrigðismálum sem þeir fullyrða að beri keim af niðurrifssjónarmiðum Margrétar Thatchers á Bretlandi. Leiðtogar Frjálslynda þjóðarflokksins vilja hinsvegar að efnahagsmálin sitji í fyrirrúmi. Howard er nú óðum að jafna sig eftir skattamistökin og nýjar skoðanakannanir benda til að flokki hans vaxi ásmegin. Sam- kvæmt þeim mun Verkamanna- flokkurinn geta gert sér vonir um að hreppa um 50 prósent atkvæða en Frjálslyndi þjóðarflokkurinn um 45 af hundraði. Fyrir rúmri viku var munurinn mun meiri Verkamannaflokknum í hag eða um 15 prósent. -ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. ]úní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.