Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 4
LEIÐARI á asnaeyrunum Áfram Jóni Baldvin Hannibalssyni virðist hafa fatast verkstjórnin í þeim viðræðum, sem síðustu þrjár vikurnar hafa farið fram í næsta húsi við Þjóð- leikhúsið. Fyrir meira en viku síðan tilkynnti hann hróð- ugur að búið væri að ná samkomulagi um efna- hagsaðgerðir, og gaf sterklega til kynna að Þrí- hjólið væri að renna af stað. Á honum mátti skilja, að verkstjórn hans bæri ekki síst að þakka árangurinn. (dag erstaðan á hinn bóginn þannig, að ekki hefur náðst endanlegt samkomulag um neitt sem máli skiptir. Allra síst efnahagsaðgerðirn- ar, sem Jón Baldvin tilkynnti þó þjóðinni að samstaða væri um fyrir viku síðan. Það er engin ástæða til að rengja Jón Baldvin um stöðuna þá og þessvegna virðist sem á sjö dögum hafi ekki gengið saman, - heldur sundur. Þetta ástand glæðir ekki vonir um að ný stjórn sé í burðarliðnum. Margt bendir til þess, að hinn hugumstóri verkstjóri viðræðnanna við lesborðið í bóka- safni íslenskra erfiðismanna hafi hreinlega látið Sjálfstæðisflokkinn draga sig á asnaeyrunum. Fyrst lætur hann Sjálfstæðisflokkinn - með nokkurri aðstoð Framsóknar- reyta af sér hvert stórmál krata á fætur öðru uns Alþýðuflokkurinn stendur einsog plokkuð hæna frammi fyrir þjóð- inni, - fjaðralaus á pörunni einni. Umbæturnar í landbúnaðarmálunum eru farnar, úrbæturnar í húsnæðismálunum eru farnar, kaupleiguíbúðirnar eru að fara, umbæt- ur í fjármálum eru gleymdar. Allt, allt er farið. Eftir situr einungis dvínandi von verkstjórans um að verða forsætisráðherra, leyfi góður guð og lukka. í kjölfarið hefur svo verkstjórinn látið Þorstein Pálsson komast upp með að neita því blákalt, að viðskilnaður hans við ríkisfjármálin hafi verið vondur. Það virtist sem um tíma kæmist Þor- steinn einfaldlega upp með að halda því fram, að í rauninni sé allt í lagi með 4 - 5 miljarða þensluhalla á ríkissjóði og þessvegna þyrfti sko alls engar „fyrstu aðgerðir" í efnahagsmálum! Vitaskuld gat engum dulist að fyrsta verk næstu ríkisstjórnar gat ekki orðið annað en moka flórinn eftir Þorstein. En menn komust ekki almennilega til að ræða umfang vandans fyrr en OECD skýrslan brýndí fyrir mönnum hversu mikill hann var í rauninni. Þegar svo fyrrnefnd skýrsla knúði Sjálfstæð- isflokkinn loks til að viðurkenna að sitthvað væri nú að ríkisfjármálunum, þá varð Jóni Baldvin á önnur skyssa. Hann lét Sjálfstæðisflokkinn komast upp með að færa viðræðurnar aftur um marga reiti með því að setja þá loksins fram „róttækar tillögur" um uppstokkun stjórnkerfisins. Hinn formlegi verkstjóri viðræðnanna hefur eigi að síður upplýst, að fyrr í viðræðunum hafi hann sérstaklega innt flokkana eftir slíkum breytingum. Svarið var neikvætt. Hinar fyrirvaralausu „róttæku tillögur" Sjálf- stæðisflokksins voru þess vegna ekkert annað en lítil reyksprengja, notuð til að draga athygli fjölmiðla frá dómi OECD skýrslunnar yfir Þor- steini. En vegna þessara tillagna var efna- hagsmálunum í raun ýtt til hliðar, og í staðinn fóru menn að einbeita sér að tillögum Þorsteins Pálssonar um uppstokkun í stjórnkerfinu. Þannig vaða menn úr einu í annað, duttlungar einstakra formanna virðast mestu ráða um gang viðræðnanna, og máttlítil verkstjórn á seinni stigum viðræðnanna hefur leitt þær út í ófrjótt þvarg. Það er engin niðurstaða í sjónmáli, og það hlýtur að vera álitamál hversu lengi Jóni Baldvin leyfist að nota umboð forseta til að halda þess- um þvælingi áfram. Undir hans verkstjórn er bókasafn Dagsbrúnar orðið að hinu leikhúsinu við Lindargötuna. íslendingar eru skynsöm þjóð og lætur ekki draga sig á asnaeyrunum. _ös KLIPPT OG SKORIÐ Góðar fregnir berast nú af sportveiðimönnum sem stunda veiðar í ám og vötnum landsins, því að nóg er af fiski, svo að menn þurfa ekki að snúa heim talandi um að útivistin skipti meira máli en aflamagnið, eins og gjarnan þegar lítið veiðist. Nú eru það ekki allir sem leggja stund á sportveiðar, en þar í mót kemur að veiðimenn kunna á því tökin að segja sögur ágætar svo að þeir sem heima sitja geti einnig skemmt sér yfir veiðunum. 1 Sportveiðiblaðinu má finna ágætar veiðisögur, og í einu tölu- blaði þess er saga sem nefnist „Makleg málagjöld eða hvað?“ og er eftir Guðmund Guðjóns- son. Þessi saga Guðmundar er svo skemmtileg að ekki er úr vegi að rifja hana upp nú þegar sport- veiðar standa sem hæst: Makleg málagjöld „Þessi saga gerðist við Þing- vallavatn. Tveir kappar voru að kasta flugu í Þingvallavatn dag einn og undu glaðir í kyrrð og friði þó veiðin væri heldur dauf í það skiptið. Þeir voru staddir úti á tanga litlum og inn af honum var lítil tjörn eða lón sem tengdist vatninu sjálfu um örlítinn ós. Lónið var grunnt og ekki ástæða til að ætla að veiðivon væri í því. Nú leið og beið og ekkert líf var að sjá. Eftir skamma stund hrukku þeir við er bifreið var ekið fram á bílastæðin fyrir aftan þá, stór bfll og út úr honum stukku 6 vörpulegir karlmenn og einn drengur á að giska 8-10 ára gamall. Var mikill hávaði í hópn- um og gekk mikið á er öll hersing- in hóf að setja saman kaststeng- ur, þræða flotholt og róta í maðkastömpum. Því næst kom öll hersingin þrammandi í takt í átt að tanganum litla þótt nóg pláss væri út um allt að þessu sinni. Þá byrjaði ballið... Við tjörnina áði hópurinn og voru veiðimennirnir tveir sem fyrir voru farnir að fylgjast með hópi þessum svo lítið bar á. Þeir sáu að drengurinn litli var settur við Iónið með ónýtar græjur, beitulausum öngli á flotholti var kastað fyrir hann út í grunnt lónið og honum síðan skipað að hreyfa sig ekki af tilteknum steini. Því næst kom stormsveitin út á tang- ann og þá fóru þeir tveir sem fyrir voru heldur að draga sig í hlé, þeim leist vart á að þessi litli tangi bæri 8 manns veiðandi, þetta hafði verið ansi hæfilegt áður en liðsaukinn kom. Þeir færðu sig því innar á tanganum, í átt að litla ósnum sem tengdi lónið og aðal- vatnið. Þegar annar mannanna var næstum kominn að ósnum, tók fluguna hjá honum rokvæn bleikja, 3 punda fiskur. Hann þreytti hana svo sem minnst bar á, hafði ekki áhuga á því að allur skarinn færi að standa yfir sér og jafnvel kasta um allt í kring um sig meðan hann glímdi við fiskinn. Hélt veiðimaður stöng- inni niður við vatnsborð og tók varlega á fiskinum til þess að hann stykki síður eða buslaði í vatnsskorpunni. Félagi hans var kominn að, en er bleikjan var tekin að spekjast sáu þeir skammt frá sér, að flotholt lá upp í fjörusteinum, í lóninu við ósinn. Þeir brostu hvor til annars, fé- laginn sótti flotholtið og öngulinn svo lítið bar á og veiðimaðurinn laumaði háfnum um bleikjuna, losaði hana varlega af flugunni og festi hana á öngulinn sem fylgdi flotholtinu og sleppti síðan öllu saman út í lónið. Síðan létu þeir sem ekkert væri, héldu upp í bfl sinn, fengu sér kaffisopa og fylgd- ust vel með öllu sem fram fór á vatnsbakkanum. Sexmenningarnir veiddu ekk- ert, en skyndilega hljóðaði barn- ið háfstöfum, „hann er á, hann er á,“ og varð þá heldur betur uppi fótur og fit. Allir sex hlupu í takt við hlið hans, og einn sem trúlega var faðir hans þreif af honum stöngina og vöðlaði fiskinum upp í fjöru. Rosavænn fiskur, bleikja 3 pund og drengurinn alsæll. 5 mínútum síðar voru sex flotholts- kúlur með jafn mörgum möðkum komin út í lónið og sexmenning- arnir stóðu þar sem drengurinn hafði verið og rýndu áhugasamir út á vatnsflötinn og biðu þess að stórbleikjan gleypti beitur þeirra...“ Barnalegir og gamaldags þankar? í sama blaði er einnig að finna prýðilega grein sem nefnist „Hugleiðingar um silungsveiði og sitthvað fleira" og er eftir Odd H. Þorleifsson. Þar segir: „Ekki get ég lokið við grein þessa án þess að væla dulítið yfir því vandræðaástandi, sem er innrás erlendra auðkýfinga í bestu laxveiðiár í landi okkar. Ég er svo barnalega og sennilega gamaldags þenkjandi, að í mín- um huga er landið allt sameign okkar Islendinga allra. Enginn má skilja orð mín þannig, að eignarétturinn sé ekki virtur og auðvitað greiðum við gjald fyrir silungsveiði t.d., enda mjög sanngjarnt víðast hvar. Ekki get ég samþykkt, að nauðsyn sé á gjaldtöku fyrir veiðileyfi í eina veiðivatni landsins sem er óyg- gjandi þjóðareign, Þingvalla- vatni. Það er hreinasta skömm að vera að eltast við fólk og inn- heimta gjald fyrir að renna, oftast stund úr degi í þetta vinsæla fjöl- skylduveiðivatn. Ég held að það sé löngu tíma- bært að Alþingi setji ótvíræð lög þess efnis, að öræfi og fjalllendi þessa blessaða lands okkar verði viðurkennd sameign allra lands- manna. Það er reyndar rangt að nota hugtakið eign, því spyrja má: „Getur nokkur mannskepna, ég eða dreifbýlisbúinn afdráttar- laust eignað sér jörðina sem við göngum á, erum við ekki í raun aðeins leiguliðar SKAPARANS ef grannt er skoðað?" - Þráinn þJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandl: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bemmann Eiðsson (fþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, OlafurGíslason, Ragnar Karisson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davlðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarfcaleatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. i Ljóamyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltsteiknarar: Sœvar Guöbjömsson, Garðar Sigvaldason. Framkvœmdastjórl: Guðrún Guömundsdóttir. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Sfcrlfatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýaingaatjórl: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýalngar: Ðaldur Jónasson, Olga Clausen, Guðmunda Krístins- dóttir. Símvarala: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húamóölr: Soffía Björgúlfsdóttir. Bílatjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelöslu-og afgrelðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgrelðsla: Ðára Sigurðardóttir, Kristln Pótursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Útkeyrala, afgreiðsla, rltatjóm: Síðumúla 6, Reyfcjavfk, afml 681333. Auglýalngar: Síðumúla 6, afmar 681331 og 681310. Umbrot og aetnlng: Prentamlðja Þjóðvlljana hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lauaaaöiu: 55 kr. Helgarblöð:60kr. Áakrlftarverð * ménuðl: 550 kr. .4 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvlkudagur 24. Júní 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.