Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 7
MENNING Framkvæmdastjóri hátfðarinnar er Knut Ödegrd forstjóri Norræna hússins en stjóm hennar skipa Ámi Sigurjónsson ritstjóri, Einar Kárason rithöfundur, Halldór Guðmundsson útgáfustjóri, Ingi- björg Björnsdóttir fulltrúi, Sigurður Valgeirsson útgáfustjóri, Thor Vilhjálmsson rithöfundur, Knut ödegrd forstjóri og Örnólfur Thorsson bókmenntafræðingur. j Bókmenntahátíð Obundið mál og erlendir gestir Margir þekktir erlendir rithöfundar koma og lesa úr verkum sínum á bókmenntahátíð sem haldin verður í Reykjavík í haust. Stefnt að því að halda slíka hátíð með tveggja ára millibili Dagana 13. -19. september næstkomandi ber vel íveiði fyrir bókmenntafólk og lestr- arhesta, en þá verður haldin hér bókmenntahátíð af svip- aðri gerð og var fyrirtveimur árum. Þá komu hingað Ijóð- skáld og hátíðin var Ijóðahátíð en í haust verður áherslan lögð á óbundið mál. Verndari hátíðarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir. lega ætlunin að láta hátíðina flakka milli Norðurlandanna, en þátttakendurnir vildu hafa hana hér, sögðu að bókmenntir ættu heima á íslandi, og við ætlum að reyna að festa slíka hátíð í sessi hér á tveggja ára fresti. Reykja- vík á að verða bókmenntaborg þessa viku sem hátíðin stendur yfir.“ Margir merkir rithöfundar koma á hátíðina, flestir frá Norðurlöndunum, en einnig er fulltrúum ýmissa annarra landa boðið á hátíðina til þess að styrkja bókmenntasamskipti Norðurlanda og umheimsins. Af norrænum rithöfundum sem koma má nefna Klaus Rifbjerg frá Danmörku, Söru Lidman frá Svíþjóð, Herbjörg Wassmo frá Noregi en hún hlaut sem kunnugt er bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs í ár, og Johan Bargum frá Finnlandi en hann er annar af höfundum leikritsins Eru tígris- dýr í Kongó? sem Alþýðuleik- húsið hefur sýnt í vetur við góðar undirtektir. Fjórtán rithöfundar frá Norðurlöndunum hafa þegar þegið boð um að koma á hátíðina og einnig nokkrir frá öðrum löndum og má þar nefna Isabel Allende frá Chile en bók hennar Hús andanna kemur út í íslenskri þýðingu í haust, Luise Rinser frá Vestur-Þýskalandi og Alan Robbe-Grillet frá Frakklandi en hann er talinn einn þekktasti brautryðjandi nýstefnunnar í evr- ópskri skáldsagnagerð. Enn eru ókomin svör frá rit- höfundum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Sovétríkjunum en stjórnarmenn segjast fastlega reikna með að á hátíðinni verði fulltrúar þessara landa. -ing. „Við ætlum að halda slíkar há- tíðir annað hvert ár,“ sagði Thor Vilhjálmsson rithöfundur en hann er í stjórn hátíðarinnar, „og þá það árið sem ekki er Listahá- tíð. Upphaflega var þessi hátíð hugsuð sem ljóðlistarhátíð ein- göngu eins og var fyrir tveim árum, en það vantar prósakynn- ingu og því var ákveðið að hafa hana núna. Það var líka upphaf- Betri bækur Nýjar bóka- fréttir Nýlega komu út fyrstu bóka- fréttir bókaféiagsins Betri bœkur. I þeim er að finna kynningar á bók mánaðarins sem er Hávamál og Völuspá, auk valbókanna; Ragnar í Smára sem Lögberg gef- ur út, Skaftáreldar frá Máli og menningu og Grámosinn glóir, metsölubók frá Svörtu á hvítu. Meðal annars efnis er skáld mánaðarins Samuel Beckett, grein um bókmerki (ex libris) og spakmæli. Næstu bókafréttir munu koma út í byrjun septem- ber. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 PÍANÓLEIKAR í NH Örn Magnússon, píanóleikari frá Ólafsfirði, hélt einleikstónleika í Norræna húsinu s.l. sunnudags- kvöld. Þó hann hafi lokið námi fyrir uþb. ári, voru þetta langt í frá hans fyrstu sjálfstæðu tónleikar og mun hann reyndar hafa „de- búterað" í Borgarbíói á Akureyri 1981. Örn stundaði fyrst nám í tón- listarskóla á Ólafsfirði, en var svo lengi á Akureyri, þar sem Soffía Guðmundsdóttir var hann aðal- kennari. Síðan lá leið hans til Bretlands og Þýskalands, þar sem hann naut tilsagnar frægra manna, t.d. Dennis Mathews og Louis Kentner. Hann þótti snemma mjög efnilegur í skóla á Akureyri, og heyrði undirritaður hann á nemendatónleikum þar í bænum. Síðan eru sjö eða átta ár og voru endurfundir þama í Nor- ræna húsinu mjög ánægjulegir... piltinum hefur vissulega farið mikið fram, hann hefur notað tímann vel og vandlega. Því miður var ég tepptur ann- arsstaðar fram að hléi og heyrði því ekki Örn leika Bach og Beet- hoven, þ.e. ítalska konsertinn og Sónötu op. 27 nr. 1. Hinsvegar kom ég í tæka tíð fyrir Chopin og Debussy, og þar mátti heyra margt fallegt. Impromptu op. 36 og Berceause op. 57 eftir Chopin voru flutt af mikilli skynsemi og næmni þó stundum hefði ég kosið að heyra öllu meira PP þar sem við átti. En Ballaðan í F dúr eftir sama var ekki alveg eins sannfærandi, sérstaklega voru hröðu kaflarnir, sem eru reyndar frægir fingurbrjótar, einsog úti á þekju... það vantaði snerpuna. Sama má segja um flugeldaprel- údíu Debussys, sem var loka- stykkið, þar vantaði herslumun- inn. En aðrar prelúdíur eftir snill- inginn franska, Pokur, Sölnuð lauf og þó sérstaklega Vínhliðið (La puerta del vino), voru leiknar með þeirri „ljósbrota tilfinn- ingu“, sem fáir hafa eðlilega á valdi sínu. Það er vissulega ástæða til að fagna þessum unga píanista og óska honum góðs gengis á grýttum vegi listarinnar. LÞ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.