Þjóðviljinn - 24.06.1987, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Keflavíkurgangan
Soffía Sigurðardóttir skrifar
Ýmsum sögum hefur farið af
fjölda þátttakenda í síðustu
Keflavíkurgöngu. Hið rétta er að
270 manns lögðu af stað frá hliði
herstöðvarinnar og um 1200
söfnuðust saman á Lækjartorgi
um kvöldið. Auk þess voru nokkr-
ir með hluta leiðarinnar og má því
ætla að þátttakendur hafi verið
alls um 1500. Varðbergsmönn-
um finnst þetta of mikið, en marg-
ir herstöðvaandstæðingar hafa
áhyggjur af hve fáir voru í göng-
unni.
Því hefur verið haldið fram í
fjölmiðlum að þetta sé mun
minni þátttaka en í fyrri aðgerð-
um. Hér tel ég að um nokkurn
misskilning sé að ræða. Tölur um
fjölda þátttakenda í aðgerðum
hafa gjarnan verið rangfærðar á
sinn hvorn veginn af stuðnings-
mönnum og andstæðingum og
lögreglan þar ekki verið áreiðan-
legasti teljarinn. Keflavíkur-
gangan ’76 var mjög fjölmenn og
fjölmennasta kröfuganga sem
farin hefur verið hérlendis. Að
öðru leyti grunar mig að margir
gangi með blekkingar goðsagna
um fyrri aðgerðir. Það var líka
svo að margir voru bara harla
ánægðir með þátttökuna er þeir
litu yfir hópinn, - þar til ég sagði
þeim töluna. Allur þessi hópur,
taldi hann virkilega ekki fleira
fólk?
Ég tel mjög mikilvægt að við
blekkjum ekki okkur sjálf með
því að telja okkur trú um að við
séum fleiri en raun er á og getum
því slakað á í baráttunni. Ef ein-
hver er óánægður með fjölda
víkurgöngum, en hins vegar bætt-
ust færri í hópinn en fyrr, eftir að í
þéttbýlið kom. E.t.v. hefur það
valdið einhverju um, að mjög
margir voru úr bænum þessa
helgi.
Málflutningur okkar hefur
hlotið verulegan hljómgrunn
mennt finnst mér málstaður her-
stöðvaandstæðinga njóta aukins
velvilja en kannski minni bar-
áttuvilja.
Ánægjuleg ganga
Marga óar við því að taka þátt í
„Málflutningur okkar hefur hlotið
verulegan hljómgrunn meðalfjöldans.
Fólklítur frekar á herinn sem ógn en
vörn ogskynjar tortímingarhættu af
stríði ognauðsyn afvopnunar. Almennt
finnst mér málstaður
herstöðvaandstœðinga njóta aukins
velvilja en kannski minni baráttuvilja. “
þátttakenda í aðgerðum, er eina
ráðið að mæta sjálfur næst.
Við lögðum upp með áiíka fjöl-
menni og í tveim síðustu Kefla-
meðal fjöldans. Fólk lítur frekar
á herinn sem ógn en vörn og
skynjar tortímingarhættu af stríði
og nauðsyn afvopnunar. Al-
Keflavíkurgöngu, því hún hljóti
að vera gífurleg þolraun. Það er
vissulega erfitt að ganga alla leið,
en hægt að taka virkan þátt í að-
gerðinni með mun minni fyrir-
höfn. Rúta fylgir göngunni eftir
alla leið og er nauðsynlegt að
hvfla sig í henni annað slagið, því
Keflavíkurvegurinn er harður
undir fæti. Eins mætti fólk not-
færa sér meira að mæta á áningar-
staðina.
Gangan frá Keflavík til Hafn-
arfjarðar getur ekki og þarf ekki
að vera fjöldaaðgerð. Hún er
forspilið að fjöldaaðgerð í
þéttbýlinu. Við verðum að líta
svo á að tiltölulega lítill fjöldi, um
300 manns hefji daginn suður við
hlið og gangi til þéttbýlisins.
Skipuleggja ætti hópferðir á án-
ingarstaðina meðfram Keflavík-
urveginum til fundar með göngu-
mönnum. Síðan verði haldnir öfl-
ugir útifundir og kröfuganga frá
Hafnarfirði til Reykjavíkur.
Það er mjög ánægjulegt að
taka þátt í Keflavíkurgöngu. Sér-
staklega var góður andi í síðustu
göngu, bæði í undirbúningshópn-
um og meðal göngumanna. Er
þetta samdóma álit þeirra göngu-
manna sem ég hef rætt við. Ef
einhverjir eru orðnir þreyttir á
úrtölufólki og nöldurseggjum, þá
ættu þeir að skella sér í næstu
Keflavíkurgöngu og spjalla við
hresst og baráttuglatt fólk.
Soffía Sigurðardóttir
Frelsið er til margra hluta nytsamlegt
Hörður Oddfríðarson skrifar
Loksins, loksins. Nú á loksins
að auka bjónustu við íbúa höfuð-
borgar Islands og hafa allar
verslanir opnar, helst allan sólar-
hringinn. Nú getum við loksins
farið heim úr vinnunni í rólegheit-
um, eldað og borðað kvöldmat-
inn, hlustað á fréttir allra útvarps-
stöðva og horft á fréttir tveggja
sjónvarpsstöðva. Síðan er hægt
að tygja sig af stað út í búö til að
versla (fínt að vera þar milli 21.30
og 22.00). Þar er hægt að dudda
sér við að skoða, velta fyrir sér og
kaupa hina og þessa smáhluti
auk fastra liða. Þar nýtur maður
aðstoðar fólks með góða vöru-
þekkingu og sem er alltaf svo ein-
staklega Ijúft og óþreytandi.
En augnablik. Á ég að trúa því
að í þessari tillögu sem nú liggur
fyrir borgarstjórn um opnunart-
íma verslana sé gert ráð fyrir því
að ekki sé hægt að versla milli kl.
23.30 og 07.00 nema kaupmaður-
inn hafi fengið til þess sérstakt
leyfi? Og að sérstök leyfi þurfi til
að opna á nýársdag, skírdag, ann-
an í páskum, annan hvítasunnu-
dag, sumardaginn fyrsta, upp-
stigningardag, 17. júní, annan
jóladag, fyrsta mánudag í ágúst
(lögboðinn frídag verslunarfólks)
og 1. maí (lögboðinn baráttudag
verkafólks). Að bara alls ekki
megi hafa opið á föstudaginn
langa, páskadag, hvítasunnudag
og jóladag? Að eftir klukkan
15.00 á aðfangadag og gamlárs-
dag megi verslunarfólk eiga frí?
Hvað eigum við húsmæðurnar að
gera, sem gleymum að kaupa
grænar baunir með steikinni á að-
fangadagskvöld, rauðkál með
jóladagssteikinni og sultu með
páskasteikinni, þegar við getum
ekki sent einhvern út í búð um
Sjálfstæðisflokks (að undan-
skildum Magnúsi L. Sveinssyni)
og Alþýðubandalags. Nú hváir
sjálfsagt einhver yfir þeirri full-
yrðingu minni að fulltrúar þeirra
flokka sem kenna sig við alþýðu
landsins skuli teljast frjálshyggju-
postular. En einhvers staðar
píska út því starfsfólki sem fyrir
er og greiða því skitið jafnaðark-
aup á eftir- og næturvinnu sam-
kvæmtfastlaunasamningum. Þau
hafa sjálfsagt ekki séð fyrir, þótt
þessi tillaga sé fram komin undir
merkjum aukinnar þjónustu við
borgarbúa og þá sem borgina
Frekar að píska út verslunarfólki og
borgaþvískitið jafnaðarkaup fyrir. Ef
fólkþarfað vinna mikla auka- og
eftirvinnu til að ná endum saman, er
verkalýðsbarátta undanfarinna áratuga
einskis virði
sexleytið á aðfangadag eða ell-
efuleytið á jóladag, eftir þessum
smámunum sem eru ómissandi á
hvers manns hátíðarborði?
Eins og lesandi hefur sjálfsagt
fengið á tilfinninguna er ofanrit-
að skrifað í anda frjálshyggju-
postulanna í borgarstjórn
Reykjavíkur, þ.e. fulltrúa Al-
þýðuflokks, Framsóknarflokks,
þJÓÐVIUINN
Höfuðmálgagn
stjómarandstöðuimar
Áskriftarsími (91)68 13 33
hljóta þau að hafa smitast allal-
varlega úr því að þau styðja til-
lögu sem þessa. Þau vita kannski
ekki að ítrekað hefur atvinnurek-
endum verið boðið að semja um
vaktavinnu í verslunum svo rýmri
opnunartími sé mögulegur. Þau
vita sjálfsagt ekki að ítrekað hafa
atvinnurekendur neitað á þeim
forsendum að þá myndi launa-
kostnaður rjúka upp úr öllu
valdi. Þau hafa þá sjálfsagt ekki
spurt sig þeirrar spurningar af
hverju atvinnurekendur eru frek-
ar tilbúnir til að borga nætur-
vinnukaup nú heldur en að semja
um vaktavinnu þegar þeim var
boðið það? Þau sáu þá líklega
ekki að svarið við þeirri spurn-
ingu hlýtur að vera að að þá þyrfti
að hækka dagvinnukaupið það
mikið að hægt væri að lifa af því;
að atvinnurekendur eru ekki til-
búnir til þess. Frekar vildu þeir
sækja heim, að útpfskað, þreytt,
pirrað og taugaveiklað starfsfólk,
sem búið er að vinna 12-16 tíma á
sólarhring, er verra en ekkert
starfsfólk. Að þótt lög um lág-
markshvfld (sem eru brotin víðs
vegar um borgina) kveði á um tíu
stunda hvfld á sólarhring, var
ekki markmiðið með þeim lögum
að fólk ynni 14 tíma á sólarhring
og svæfi í tíu tíma allt árið um
kring. Þessirfulltrúar alþýðunnar
í borgarstjórn gera sér kannski
ekki grein fyrir því að verslunar-
fólk á fjölskyldur sem hafa rétt á
því að hitta ástvini sína meira en
rétt til að bjóða góðan daginn, ef
það þá næst.
Og ef rökin fyrir rýmri opnun-
artíma eru að fólk þurfi þessa
auka- og eftirvinnu til að ná
endum saman þá er verkalýðs-
barátta undanfarinna áratuga til
einskis. Hún er einskis virði
vegna þess að atvinnurekendur
sjá hversu vel margir fulltrúar
launþega í landinu sitja á eigin
rassi, þegar um kjaraskerðingu er
að ræða. Og nú er eitt síðasta víg-
ið að falla. Nú á að vera hægt að
segja verslunarfólki að fara að
vinna og vera gott þar til því er
sagt að skreppa heim, svona rétt
til að blunda.
Ótalin eru þó þau rök sem best
og mest virðast hrína á þessu
hagfræðinga- og frjálshyggju-
gengi. Lengri opnunartími þýðir
mjög aukinn kostnað á móti til-
tölulega lítið aukinni verslun. Sá
kostnaður hlýtur að renna eins og
bráðið smér út í verðlagið. Svo
hvar erum við þá stödd nú á tím-
um góðæris, kjaraskerðingar,
Hagkaups- og flugstöðvarbygg-
ina?
Hörður J. Oddfríðarson
Afgrelöslustjóri Þjóðviljans
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Kennarar
Kennara vantar við Grenivíkurskóla. Meðal
kennslugreina: íþróttir og líffræði. Frítt húsnæði í
góðri íbúð. Upplýsingar gefur Björn Ingólfsson
skólastjóri í síma 96-33131 eða 96-33118.