Þjóðviljinn - 25.06.1987, Page 9

Þjóðviljinn - 25.06.1987, Page 9
Ásmundur sjefánsson $1^ stelriu, samstæðan flokk „Staöa Alþýðubandalagsins" ,er heiti 14 síöna greinargerðar Ás- mundar Stefánssonar. Hann rekur fyrst sögu flokksins í stórum dráttum frá ‘78, þá megindrætti í kjaramálum frá ‘83, fjallar síðan um afstöðu flokksins til verkalýðshreyfingarinn- ar, og síðan um úrræði í flokknum nú, starfshætti og stefnumörkun. Ásmundur minnir í upphafi á að frá kosningunum 1978 hafi Alþýðu- bandalagið tapað hátt í helmingi fylgis. Sumir segi að fylgið ‘78 hafi verið óeðlilega mikið, en það telur Ásmundur ekki. Almenningur var þá að rétta úr kútnum eftir langt kjaraskerðingatímabil, fólk var þreytt á stjórninni, og verkalýðs- hreyfingin og stjórnarandstaðan unnu saman, „mynduðu heild“. Af- raksturinn var mikill kosningasigur A-flokkanna og vinstri stjórn. Þetta tækifæri var misnotað, segir Ásmundur. Landslýð varð ekki fylkt um sigurvegarana vegna þess að þeir gátu ekki staðið saman sjálfir, náðu ekki samstöðu um efnahagsmál og hófu innbyrðis áróðursstríð. „A- flokkarnir höfðu ekki innri styrk til þeirrar stefnumótunar sem nauðsyn- leg var“, og lítið samráð var haft um stefnumótun við verkalýðshreyfing- una. Við tekur Thoroddsen-stjórnin, sem „fór af stað án þess að ég næði að skilja til hvers“. Fjarlægð milli for- ystumanna A-flokkanna var orðin of mikil til að reynt væri að ná þeim saman í stjórn, og þeir hafa ekki náð saman síðan. Stjórn Gunnars „daml- aði áfram“ án pólitísks frumkvæðis, og „með ítrekuðum æfingum í kjara- skerðingum var búinn til frjósamur jarðvegur fyrir rösklega kjaraskerð- ingu hægri stjórnarinnar sem tók við 1983“. „Ég hef verið ósáttur við stjórnar- starf Alþýðubandalagsins," segir Ásmundur, „en tel samt að reynslan sýni að það er almenningi hagstætt að hafa Alþýðubandalagið í ríkis- stjórn.“ Benda megi á ýmsa félags- lega ávinninga, og „kjaraskerðingin var ekki meiri en svo að samningar náðu að vinna hana upp“. Þar skilji á milli stjórna Steingríms og Gunnars. Það eigi að læra af stjórnarþátttöku og gera betur næst, ein af ástæðum ófara flokksins í vor sé að „Alþýðu- bandalagsmenn skömmuðust sín fyrir fortíðina og sáu bara það svarta. Það var hvergi í kosningaáróðri vísað til þess að það skipti máli að koma Alþýðubandalaginu í stjórn (...). Flokkurinn stillti sér upp hálf utan- gátta með afsökunarbros á vör.“ Flokkurinn ekki heild í stjórnarandstöðu síðustu fjögur ár „hefur Alþýðubandalagið átt enn erfiðara með að festa rætur. Fiokk- urinn hefur hvorki náð að fylkja liði með öðrum stjórnarandstöðuflokk- um (...) né verkalýðshreyfingunni. Alþýðubandalagið hefur verið á móti ýmsu en átt erfiðara með að sannfæra kjósendur um að það væri fylgjandi einu eða neinu. Verst er væntanlega að flokkurinn hefur ekki komið fram sem heild, þingflokkur- inn í bútum, flokksforustan skipfog Þjóðviljinn ærið tætingslegur. Það skortirstefnumörkun ogfestu, kraft- arnir voru ekki sameinaðir. Kjós- endur týndu áttum.“ Hægri blöðin gera málstað verka- lýðssamtakanna ekki að sínum og skýra sjaldnast það samhengi sem máli skiptir, segir Ásmundur. Þegar vinstri blöð og flokkar hlaupi frá ábyrgð sinni og taki einhliða afstöðu, þá fái umræðan hættulegt yfirbragð. Innbyrðis sundrung vaxi meðal launafólks, og sérhyggjan sæki á í samfélaginu öllu. Forystumenn verkalýðshreyfingar gangi ekki fram af nægilegum krafti til að skýra gang mála. Verði enginn til að leggja áherslu á sameiginleg markmið og mikilvægi samstöðunnar sé hætt við að frjálshyggjan nái sínu fram, og sérhyggjan taki yfir, einnig innan verkalýðssamtakanna. Við þessar aðstæður reyni fjölmiðlar, ekki síst Þjóðviljinn, að „nýta hvert tækifæri til að ala á innbyrðis tortryggni", og Þjóðviljamenn ýti jafnvel undir þá hugsun að niðurstaða samninga hverju sinni sé stefna þeirra sem að samningum standa. „Það er reynt að innprenta fólki þann skilning á raun- veruleikanum að samninganefndir verkalýðssamtakanna semji við sjálfar sig og ráði einar niðurstöðum samninganna. Atvinnurekendur og ríkisstjórnir eru stikkfrí.“ Fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar 1983 var að skerða kjör og banna samninga, - á einu ári hafi kaupmátt- ur taxta fallið um rúman fjórðung, sem raunar sé einnig á ábyrgð Thoroddsen-stjórnarinnar. A- flokkarnir komu veikir úr kosning- unum, og ný stjórn var borin á öldu verðbólguþreytu. Verkalýðshreyf- ingin hafi átt erfitt með harkaleg við- brögð við þessar pólitísku aðstæður. ASÍ-BSRB Árið 1984 gekk kröfugerð ASÍ og BSRB þvert hvor á aðra, segir Ás- mundur. Áherslur ASÍ- sambandanna voru á afnám tvöfalda kerfisins og trausta kaupgetu fremur en miklar hækkanir, hjá BSRB var meginþunginn á kaupkröfum, og framan af viðræðum voru ekki settar fram kröfur um verðtryggingu. Nið- urstaðan varð á vettvangi BSRB, og með gengisfellingu og óðaverðbólgu tók stjórnin allt til baka. Þessi reynsla lagði forsenduna að samningsgerðinni 1986, segir Ás- mundur. Samningarnir ‘84 sýndu að kaupmáttur verður ekki aukinn með kauphækkunum ef verðlagið er óbeislað. „Til okkar sem höfðum forystu í samningaviðræðunum var gerð hörð krafa um að tekið yrði á verðlaginu. í febrúar ‘86 hafi áhersla verið lögð á að ná verðbólgu niður og auka kaupmátt stig af stigi, í desember var haldið áfram með áherslu á hina kauplægstu. Kaupmáttur tímakaups sé nú yfirleitt svipaður og fyrir tíð núverandi ríkisstjórnar, sömuleiðis hlutfall launa af þjóðartekjum. Um fyrri samningana „var almenn sam- staða“ og ekki alvarlegar deilur um þá síðari þangað til viðhorf fóru að breytast þegar ýmsir hópar náðu betri árangri stuttu fyrir kosningar. Samanburður milli hópa er við- kvæmt mál og getur stuðlað að sundrungu, segir Ásmundur. „Hér á vinstri hreyfingin hlutverk, að efla samstöðu launafólks og sýna fram á það hvað er sameiginlegt í stéttabar- áttunni.“ Launaskrið hafi valdið miklu mis- gengi á árunum 1983-86, og lægstu laun dregist afturúr. Hér sé við erfið- an vanda að eiga, - allir séu sammála um að minnka launabil en aftur á ýmsu máli um hvar það eigi að minnka. Hækkun lægstu launa þýði að hækkanir gangi ekki jafnt til allra, og „sættir um slíka lausn eru auðveldari í orði í almennum um- ræðum en á borði í samningum eða framkvæmd á vinnustöðum." Á undanförnum árum hafi verið reynt á ýmsan hátt að ná upp lægstu launum. Tilraunirnar 1981 og ‘84 hafi misheppnast, en tilraunin frá í desember virðist ætla að takast bet- ur, lágmarkskaupið hafi hækkað um nærri 35% í kaupmætti og fastlaunasamningar lyft ákveðnum hópum nokkuð til viðbótar. Nú séu að vísu blikur á lofti, og verði að endurskoða samningana. Verðbólga, húsnæði Verðbólgari hafi náðst niður 1986 fyrir frumkvæði verkalýðshreyfing- arinnar, þótt árangurinn sé ekki sem skyldi, meðal annars vegna „aula- gangs stjórnvalda". Frumkvæði Al- þýðusambandsins hafi verið sam- tökunum til styrktar og landslýð til heilla. Innan Alþýðubandalagsins hafi hinsvegar verið togast á um hvort í raun hefði dregið úr verð- bólgunni, og hvergi samstaða um að þakka verkalýðshreyfingunni ávinn- inginn. „Ríkisstjórninni sem ekkert frumkvæði hafði sýnt og stefndi ár- angrinum í hættu var þannig þakkað að verðbólgan hafði lækkað.“ Svipuð staða hafi komið upp í húsnæðismálum. í flokknum hafi verið deilt um hvort nýja húsnæðis- kerfið væri framför eða afturför. Gagnrýni á kerfið hafi verið einfeld- ningsleg og öll beinst að „aumingja Alexander" sem lítinn þátt hafi átt í tilurð kerfisins, - „árásirnar gáfu honum og rikisstjórninni heiðurinn af verki verkalýðshreyfingarinnar og hann slapp í reynd við að svara til saka fyrir svikin loforð“. Flokkurinn tók hvergi einhlíta af- stöðu með eða móti því sem verka- lýðshreyfingin gerði, segir Ásmund- ur, enda náðist engin samstaða um að reka áróður gegn ríkisstjórninni og sanna fyrir fólki að frumkvæðið í lausn mála kæmi frá vinstri. Flokkur- inn hafi ekki talað einum rómi, kraft- inn vantað. „Ég tel að flokkurinn hefði átt að reka pólitík á landsvisu í kosningun- um,“ viðurkenna að ýmislegt hafði áunnist og benda jafnframt á að á- fangarnir voru allir ófullkomnir, til þyrfti nýja stjórn þar sem flokkurinn fengi aðstöðu til að koma úrbótun- um áfram. Svartsýni, niðurrif „Fólk sá enga lausn í allsherjar niðurrifs- og svartsýnistali, og í ein- földum yfirboðum hlýtur flokkur, sem árum saman hefur gert mála: miðlanir við aðra flokka og hinn efn- islega raunveruleika, að verða undir fyrir nýjum flokki sem aldrei hefur haft tækifæri til að takast á við að finna lausn á flóknum vandamálum. Styrkur Alþýðubandalagsins hlýtur að vera sá að það geti skilað árangri (...), eigi sér ekki bara draum heldur viti hvernig skuli gera hann að raun- veruleika. Ásmundur telur að „áróður margra flokksmanna gegn sam- skiptum við verkalýðshreyfinguna" hafi flutt atkvæði frá flokknum og til Kvennalista, og ennfremur veikt verkalýðshreyfinguna. „Með hverj- um ætlar Alþýðubandalagið að breyta þjóðfélaginu ef það vill slíta samskiptin við verkalýðshreyfing- una?“ spyr Ásmundur, og biður menn að skjóta sér ekki undan svari með því að vísa til sundurþykkis þar, - það kalli einmitt á að flokkurinn reyni að tengja hinn sundraða hóp í heild. Ágreiningur í verkalýðshreyf- ingu verði ekki leystur með atkvæða- greiðslu í flokknum, en það sé verk- efni flokksins að málefnaleg umræða dragi ágreining skýrt fram og leiði til gagnkvæms skilnings. Ymsir tali um að slíta tengslin milli flokksins og forystumanna í verka- lýðshreyfingunni. Henni sé hinsveg- ar nauðsynlegt að pólitískur flokkur láti markmið hennar sig einhverju skipta, og Alþýðubandalaginu sé jafn nauðsynlegt að eiga fastar rætur í verkalýðshreyfingunni. Þær rætur 'séu nauðsynlegar í daglegri baráttu. Verkalýðshreyfingin hafi haft frum- kvæði að flestum félagslegum úrbót- um síðari ára, en einungis hluti lífs- kjara sé ákveðinn • í samningum. „Það væri fráleitt ‘ef Alþýðubanda- lagið klippti á alla strengi til verka- lýðshreyfingarinnar. Þvert á móti sýnist mér reynslan kenna að jafn ótraust tengsl og verið hafa síðan 1978 séu flokknum skaðleg.“ Samstaða er forsenda félagslegra ávinninga, segir Ásmundur, og tog- streitan milli verkalýðssamtaka er ekki alltaf jafn alvarleg og stundum virðist. Til dæmis telji þeir hópar sem nú telji sig „ólíkt meiri hetjur en aumingjana í ASÍ“ ráðlegast að ASÍ semji fyrir sig um kaupmátt á næsta ári, enda hafi þeir byggt á fyrri ávinn- ingum ASÍ, og nú skilið eftir í samn- ingum sínum eyðu sem ASÍ sé ætlað fylla út. „Sósíalískur flokkur hlýtur að hafa stefnu í kjaramálum. Það er ekki stefna að styðja þann sem hefur hæst hverju sinni. Það er stefna að setja sér markmið og reyna að nálgast það.“ Slíkur flokkur veðji ekki á þann sem hraðast hleypur, og gæti réttar þeirra sem ekki komast á hlaupabrautina, vinni mest fyrir þá sem minnst mega sín, jafnvel þótt þeir kjósi ekki rétt. Hvað á flokkurinn að gera? f lokakaflanum ræðir Ásmundur um úrbætur á stefnu flokksins og starfi. Hann segir efnislegar um- ræður innan flokksins nú fátíðar og málefnalega stefnumörkun brota- kennda. Slíkt fari varla fram í mið- stjórn, og sé lítt sinnt í framkvæmda- stjórn, málefnahópar og flokksfélög séu lítið virk. „Þingflokkurinn virðist lifa sjálfstæðu lífi en einnig þar er of fátítt að mál séu leidd til lykta. Þjóð- viljinn lætur stundum eins og flokk- urinn komi honum lítið við og hann fylgir sjaldan samfelldri línu í mál- efnalegri umfjöllun.“ Míkilvægasta verkefni flokksins sé að breyta starfsháttum þannig að stofnanir flokksins samræmi afstöðu sína og skapi heildarmynd úr því fjölskrúðuga safni sem flokkurinn ræður yfir. „Flokkurinn verður að mynda heild, vera með eina og af- dráttarlausa stefnu í sem flestum málum og sýna flokksmönnum og kjósendum að stefnt sé að ákveðnu marki.“ Formbreytingar séu hugsanlegar, en aðalatriðið sé þó að þeir sem stofnanirnar skipa séu tilbúnir til samstarfs, sem á hafi skort, „fólk hefur hvorki verið tilbúið til starfa af gagnkvæmri tillitssemi eða til að komast að sameiginlegri niður- stöðu.“ „Formaður, framkvæmdastjórn, miðstjórn, þingflokkur og Þjóðvilji verða að tala einum rómi,“ samstæð forysta sé forsenda árangurs, og flokkur og blað þurfi að stilla strengi sína í takt við það sem er að gerast í verkalýðshreyfingunni á hverjum tíma. Þótt aldrei verði menn sam- mála um allt hljóti þeir að umgangast stefnu flokksins af tillitssemi. Að lokum greinargerðar sinnar setur Ásmundur fram ýmsar stefnu- spurningar sem flokkurinn þurfi að svara, meðal annars um kjaramál, byggðamál, þjóðfrelsis- og menning- armál. Trúverðug svör séu nauðsyn- leg til að kjósendur sjái ekki bara góðan vilja heldur sannfærist um að flokkurinn sé rétti aðilinn til að koma viljanum fram. Ólafur Ragnar Grímsson Lýðræðislegur fjöldaflokkur „Alþýðubandalagið á tímamótum: Flokkur fortíðar eða framtíðar?" nefnist 80 síðna greinargerð Ólafs Ragnars Grímssonar, og skiptist í fimm meginkafla. Ólafur Ragnar reifar fyrst kosn- ingaúrslitin, og segir þau í raun vera sexföld þáttaskil, sem snerti alla flokka. Þau sýni mikla gerjun, og geri vanda Alþýðubandalagsins enn meiri en tap flokksins eitt og sér. Frá seinna stríði fram til ‘71 hafi fylgi flokka verið stöðugt, en síðan hafi úrslit einkennst af miklum sveiflum og nýjum flokkum. í vor „varð umrótið svo að eldgosi". Það hald manna innan flokksins að fyrir hendi sé „fylgisklöpp" uppá um 15% hafi skapað falskt öryggi. Tapið hefði getað orðið meira í vor, - og flokkurinn gæti haldið áfram að tapa. „Iðrunarkenningin", um að iðrandi kjósendur snúi aftur sjálf- krafa næst, sé sjálfsblekking. Hins- vegar eigi flokkar sér endurreisnar- möguleika þrátt fyrir mikla ósigra, en ekki án fyrirhafnar, án þess að hafa „innra þrek, djörfung og víð- sýni“ til gagnrýnnar sjálfskoðunar og umtalsverðra breytinga. Kosningasigrar annarra hefð- bundinna flokka síðan 71 hafi allir unnist að undangengnum fjórþætt- um breytingum: nýjar áherslur í stefnu, eldri ímynd deyfð, ný vinnu- brögð í starfsstíl og áróðri, nýr for- maður. Þetta sé engin trygging fyrir endurreisn, en sýni með öðru að hún er möguleg, og þá sem „afleiðing verulegrar uppstokkunar á stefnuá- herslum, vinnubrögðum og forystu- sveit“. Breytt samfélag Á síðustu áratugum hafa æ hrað- virkari þjóðfélagsbreytingar sett svip sinn á stjórnmálaþróun á Vestur- löndum, segir Ólafur, - og eiga sennilega einnig þátt í breytingum austantjalds. Iðnaðarþjóðfélagið með tiltölulega enfalda stéttaskipt- ingu sé að víkja fyrir flóknari félags- gerð í sérhæfðu þjónustu- og upplýs- ingasamfélagi. Mennta- og fjölmiðl- abylting leggist svo á sveifina og til verði nýir átakapunktar við hlið hefðbundinna stéttastjórnmála, „málefnastjórnmál" -jafnréttisbar- átta, umhverfismál, friðarmál..., og sjónvarpið eigi sinn þátt í auknu vægi „persónustjórnmála". Ólafur rekur þá stéttaskiptingu sem á sínum tíma skóp Alþýðuflokk, Framsóknarflokk og Sjálfstæðis- flokk, stéttaskipting sem auk ágrein- ings vinstrimanna hafi orðið undir- staða flokkakerfisins frammundir ‘71. Sérhæfing í atvinnulífi og menntabylting á sjöunda áratugnum hafi hinsvegar breytt myndinni, gert „eina verkalýðshreyfingu" að „fjöl- breyttri flóru“ samtaka launafólks, og upp hafi vaxið fjölmenn sveit ungs menntafólks sem með hræringunum kringum ‘68 hafi rutt rúm nýjum hugmyndum. Orar fylgishreyfingar á síðustu áratugum eiga sér á Vesturlöndum fyrst og fremst rætur að rekja til ungrar, menntaðrar launastéttar, einnig hérlendis. Þessi hópur hafi verið burðarásinn í vexti BSRB und- anfarin 20 ár og staðið þar í grimmi- legri kjarabaráttu. Margt bendi til að fylgisauki flokksins á síðasta áratug hafi einkum komið frá þessu fólki. Ætli flokkurinn sér endurreisn verði að vinna trúnað þessarar fjöl- mennu sveitar launafólks, bæði vegna þess að hún vex hlutfallslega, og vegna þess að þar er vaxtarbrodd- inn einkum að finna. Hin svokölluðu tengsl flokksins við verkalýðshreyfinguna hafi fyrst og fremst tekið mið af ASÍ og hinum gömlu meginfylkingum verkalýðs- ins. Auðvitað eigi flokkurinn að halda þar sambandi, en hann á að vera flokkur allra launamanna, það sé hættulegt „að hengja sig aftan í bara einn hluta launastéttarinnar og jafnvel setja hana með flokkslegum ráðstöfunum í æðri sess“. Þáttur í þjóðfélagsbreytingum undanfarið sé einnig að byggðaandstæður hafi vax- ið, og á síðari árum skapað á lands- byggðinni grundvöll fylgisbreytinga sem flokkurinn hefði átt að geta nýtt sér. Skýr stefnumótun í samræmi við nýjar hugmyndir hafi hinsvegar ekki verið fyrir hendi í Alþýðubandalag- inu. Tengsl milli státtarstöðu, hug- myndafræði og fylgishollustu hafa veikst, segir Ólafur, sérstaklega hjá ungu fólki. Einstök málefni eða stór- atburðir ráði nú meiru um skoðana- mótun og fylgi. Dæmi: landhelgi, hermál, ál og járnblendi, jafnréttis- mál, náttúruvernd, Hafskip og Út- vegsbanki. Flokkurinn hafi löngum haft lag á að virkja sóknarkraftinn í slíkri baráttu, en nú hafi slaknað á, og flokkurinn jafnvel komist í klem- mu vegna einstakra slíkra mála, til dæmis Hafskipsmálsins. Hér þurfi að skapa nýjar áherslur, og þegar upp koma dramatísk mál verði flokkurinn „að standa með fólkinu utan dyra og gerast sterk rödd endurbóta og uppstokkunar". Fjölmiðlabyltingin er einn þáttur breytinganna, segir Ólafur. Hin fornu flokksmálgögn eru orðin að Alþýðublöðum eða hafa breyst í al- mennari frétta- og þjóðmálablöð með vinstri- eða hægri tilhneigingar. Slík blöð taka við stjórnmálaskrifum hvaðanæva að og skapa stjórnmála- mönnum ný tækifæri. Útvarp hefur öðlast aukið vægi, og það krefst skýrra svara strax, - og sjónvarpið hefur fært leiðtogana heim í stofu, og skiptir stíll, útlit, framkoma þá ekki minna máli en pólitískt innihald. Það hefur meðal annars aukið mjög vægi leiðtogans sem persónugervings flokka og samtaka. Ríkisstjórnir og verkalýðshreyfing Ólafur segir að frá ‘71 hafi eðli Alþýðubandalagsins í raun breyst úr andstöðuhreyfingu utan stjórnar- ráðs í „ríkisstjórnarflokk“. Hinsveg- ar hafi það skapað þverstæður í mál- flutningi og stefnumótun að hug- myndaheimur og óskhyggja frá blómaskeiði andstöðuhreyfingarinn- ar lifi enn góðu lífi. Hér verði að skera úr, að vera báðum megin ár- innar rugli bæði flokksfólk og kjós- endur. Eðlilegan ríkisstjórnarflokk dæmi kjósendur fyrst og femst af verkum sínum, og í því tilliti hafi þátttakan í Thoroddsen-stjórninni verið einkar óhagstæð. Gunnar hafi fallið frá, Framsókn orðið afturbata í nýrri stjórn, - Alþýðubandalagið sitji eitt eftir sem merkisberi þess tímabils. Þaðan sé verðbólgustimpillinn á flokkinn ættaður, flokkurinn hafi þá ekki skilið eftir sig sjáanleg afrek í atvinnumálum, erlendar skuldir aukist, mistekist hafi að koma lagi á húsnæðismál og flokkurinn ekki sýnt nýjan stíl, fersk vinnubrögð. Ráð- herrar gömlu stjórnarinnar síðan orðið helstu talsmenn flokksins í stjórnarandstöðunni. „Þessi arfur hafði í för með sér að myndin af stefnu flokksins rann sam- an við verk ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen (...). Sérstaðan glatað- ist í flókinni mynd sífelldra mála- miðlana." Eftir stjórnarslit hafi síðan ekki reynst unnt að gera upp við stjórn- artímann, og málefnauppgjöri verið slegið á frest, meðal annars vegna andstöðu einstakra þingmanna. í efnahags- og atvinnumálum hafi þó verið unnið gott starf, en of seint til að það nýttist í kosningabaráttunni. „Niðurstaðan var Sú að flokkurinn gekk til kosninga án samræmdrar stefnu“ í þeim málum. Valdaþríhyrningur, korpóratismi Breytingar í samfélaginu og á sam- tökum launafólks uppúr 1960 gerðu hina gömlu kenningu um „tengsl flokks og verkalýðshreyfingar“ erf- iða í framkvæmd, segir Ólafur. Veruleikinn gróf undan kenningunni á tvennan hátt: „VerkalýðsHreyfing- in hafði þróast í margvísleg samtök sem yfirleitt komu fram sitt í hvoru lagi, og fjölflokkastarf og ópólitísk fagleg samvinna hafði að mestu leyti leyst pólitísku baráttuna innan verkalýðshreyfingarinnar af hólmi.“ Að auki hafi þróunin á undanförn- um árum einkennst mjög „af upp- byggingu afgerandi skrifstofuvalds innan samtakanna", sem hafi „skapað ákveðna fjarlægð milli fé- lagsmanna og forystu, og eflt nokk- uð fjölmenna sveit manna sem hafa atvinnu af því að stjórna samtökun- um“. Uppúr samskiptum sérfræð- inga ríkisins, atvinnurekenda og samtaka launafólks geti skapast til- hneiging til að leysa málin innan þessa „valdaþríhyrnings“, áður en þau leiði til fjöldaaðgerða launa- fólks, og upp geti komið það viðhorf að fjöldabarátta sé „ábending um mistök, ekki hafi tekist að finna lausn eftir hinum „réttu“ leiðum. Fjöldabaráttan, hið gamla form stéttabaráttunnar, verður þá eitthvað neikvætt." Þessi þróun geti gengið svo langt að forystusveit ákveðins hluta launa- fólks fari að líta á fjöldabaráttu ann- arra sem óæskilega truflun. Þeir sem standa í baráttunni skynji þá óvin ekki bara hinumegin borðs, heldur einnig í fyrrnefndri forystusveit. Um þettasé BSRB-verkfallið 1984skóla- bókardæmi. Meðan þjóðfélagið var lamað af samtakamætti BSRB- manna hófust viðræður ASÍ við ráð- herra og VSÍ um skattalækkunar- leið. Þær viðræður hafi í reynd verið tilræði við verkfallið, og valdið mikilli reiði í garð ASÍ-forystunnar. „Þegar svo fréttist að formaður Al- þýðubandalagsins hefði setið við- ræðufundi um skattalækkunar- leiðina (...) færðist þessi grimma tor- tryggni yfir á flokkinn (...). Þúsundir opinberra starfsmanna voru sannfærðir um að ASÍ og flokkurinn hefðu svikið þá.“ Á endanum verði svo úr þessum valdaþríhyrningi til „korpóratismi" einsog hjá ítölskum fasistum og í Vestur-Þýskalandi eftirstríðsáranna, og sé hér kominn vel á veg. Gamlar formúlur Framantalið sýni að „gamla form- úlan“ um tengsl flokks og hreyfingar hafi ekki verið vænleg til árangurs. Þrátt fyrir það hafi flokksformaður- inn gert hana að sinni í apríl ‘85, og sagt forsenduna aukin áhrif forseta ASÍ í flokknum. Við því hafi verið varað að þessi „tengsl“ gætu birst í að flokkurinn yrði „fangi ASÍ“, sem semdi við fjandsamlegt ríkisvald og ætlaðist til flokksstuðnings við niður- stöðurnar. Formaðurinn hafi hins- vegar haft vilja sinn, og á landsfund- inum hafi forsetinn og fleiri úr ASÍ sest í framkvæmdastjórn, og í vor komist á Reykjavíkurlistann. Ólafur sjálfur hafi farið fram í Reykjanesi „og var ljóst að sú ákvörðun greiddi mjög fyrir því að lína formannsins allt frá 1985 fengi að setja meginsvip á kosningabaráttu flokksins“. Kjós- endur hafi síðan sett samasemmerki milli flokksins og ASÍ og þarmeð korpóratismans. f umfjöllun um flokksstofnanir segir meðal annars að núverandi for- maður hafi frá ‘83 breytt um starfs- stfl. Hann hafi hætt fyrra reglu- bundnu samráði við forystukjarna, gert sjálfan sig að miðdepli allrar stefnuumræðu, ogskapað „stjórnun- arkerfi þar sem hann einn héldi öllum þráðum í hendi sér“. Hann hafi verið umsvifameiri en fyrirrenn- ararnir á ýmsum flokkssviðum, til dæmis með afskiptum af prófkjörum og gagnvart Þjóðviljanum, og sé hel- sti smiður „tengslanna" við forystu ASÍ. „Kjördæmahyggja og stefnulegur einleikur" setji sífellt meira mark á þingflokkinn. Þar séu ákvarðanir teknar samkvæmt kerfi „gagnkvæms neitunarvalds", og afleiðingin tíðum stefnuleysi, flatneskja eða opinber ágreiningur. Þar þurfi að íhuga al- varlega nýtt ákvarðanatökukerfi og öðruvísi stjórnunar- og starfshætti, með því til dæmis að gera einstaka þingmenn að talsmönnum í ákveðn- um málaflokkum. Varaformannsstaðan sé valda- minni en í öðrum flokkum, og „fullveldisbaráttu“ núverandi vara- formanns hafi verið illa tekið, sam- anber borgarstjórnarforval í fyrra, en í raun þurfi að skapa meiri stöðug- leika í þágu þessa embættis. Um framkvæmdastjórn, þar sem Ólafur er formaður, segir meðal annars að þrátt fyrir langa fundi og stranga og tortryggni frá þingflokki hafi hún verið með virkasta móti síð- ustu tvö ár, og er sérstaklega nefnd vinnan að stefnuályktun aðalfundar miðstjórnar í fyrra um „jafnaðar- stjórn“. Ólafur segir að fyrrihluta árs ‘85 hafi komið fram ýmis merki um að flokkurinn væri að missa fylgi, sér- staklega hjá menntuðu launafólki. Þá hafi Ólafur og fleiri vakið athygli á þessum vanda, með þeim afleiðing- um meðal annars að „mæðranefnd- in“ var skipuð. Mörgunt forystumönnum í flokkn- urn hafi getist illa að þessari umræðu, kallað hana „naflaskoðun" og talið hana dulbúna atlögu að formannin- um. Umfram allt þyrfti þögn og frið í flokknum, og umræðan hafi í raun verið kæfð, - meðal annars þes- svegna sé hún nú svo tvíefld sem raun ber vitni. Skýringar á þessari afstöðu gegn opinni umræðu um flokkinn séu meðal annars sögulegar, eigi rætur að rekja til umróts og klofnings á sjöunda áratugnum, sú íslenska hefð að persónugera málefnaumræðu eigi líka sinn þátt. En bráðnauðsynlegt sé að breyta þessum stfl, - opin og heiðarleg umræða sé forsenda árang- urs. Sú kenning sé uppi að helsti vandi flokksins stafi af átökum og óeiningu. Þetta sé freistandi kenn- ing, en misskilningur. „Vandi flokka felst ekki í átökunum heldur því hvernig þeir taka á þeim (...). Al- þýðubandalagið getur aldrei losnað við átökin nema flokkurinn stefni í hinn pólitíska Fossvogskirkjugarð." Ólafur segir meðal annars um Þjóðviljann, að það sé styrkur fyrir flokkinn að blaðið vinni sér frekari sess sem „öflugt og víðsýnt vinstra blað sem styðji sömu hugsjónir og flokkurinn án þess þó að vera fjötrað af blindri hlýðni við forystuna“. Sósíalismi 21. aldarinnar í lokakafla sínum bendir Ólafur á ýmsa „vegvísa“ fyrir „flokk framtíð- arinnar“. Sá flokkur verði að bera fram „sósíalisma 21. aldar“, þar sem svarað sé spurningum nýrra tíma. Flokkurinn verði að skerpa sjálfs- mynd sína og hugmyndafræði, móta atvinnustefnu sem geti orðíð grund- völlur bættra lífskjara, aukinnar velferðar og jöfnuðar. Hann eigi að berjast fyrir lýðræði og valddreif- ingu, og setja fram byggðastefnu í samræmi við möguleika nýrra tækni- Af hverju tap Að lokum dregur Ásmundur sam- an niðurstöður sínar í svari við spurningunni: „Af hverju tapaði Al- þýðubandalagið fylgi?“ „Ég held að svarið sé í stuttu máli það að Alþýðubandalagið hefur ekki haldið trausti kjósenda. Flokkinn hefur skort heildstæða stefnu og í einstökum málum hefur stefnan ver- ið of margbreytileg til þess að kjós- endur hafi átt þess kost að taka af- stöðu með eða á móti stefnu flokks- ins. Flokkurinn hefur ekki komið fram sem heild. Andstæður hafa blasað við kjósendum án þess að þeim væri unnt að átta sig á því hvað deilt væri um. Áróður flokksins hef- ur ekki verið markviss. Fólki finnst flokkurinn vera fulltrúi óvissunnar og verðbólgunnar og það yfirbragð styrktist fyrir þessar kosningar með því að áróður flokksins gaf ríkis- stjórninni heiðurinn af afrakstri frumkvæðis verkalýðshreyfingarinn- ar til að ná verðbólgunni niður. Lausn vandans er skýr stefnumótun og samvirk forusta í samstæðum flokki!“ Ásmundur Stefánsson: „Flokkurinn verður að mynda heild og sýna flokks- mönnum og kjósendum að stefnt sé að ákveðnu marki.“ Varmalandsskýrslurnar Hríngnum lokað Þjóðviljinn birtir hér á síðunni útdrátt úr „Varmalandsskýrslum“ Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ og Ólafs Ragnars Gríms- sonar formanns framkvæmda- stjóra flokksins. í gær birtum við útdrætti úr textum Kristínar Á. Ól- afsdóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar, en í fyrradag úr tex- tum Guðrúnar Helgadóttur og Ragnars Arnalds, en þessu fólki var á miðstjórnarfundi Alþýðu- bandalagsins í maí á Varmalandi falið að skrifa greinargerðir um stöðu flokksins eftir kosningarnar í vor. Þessir textar verða helsta vinnuplagg miðstjórnarfundar flokksins nú um helgina. Útdrættirnir eru unnir af Þjóð- viljanum og á ábyrgð hans. - m Ólafur Ragnar Grímsson: „Flokkur framtíðarinnar þar sem virkni fólksins sjálfs, málefnagrundvöllur starfsins og hæfnismælikvarði á einstaka forystumenn eru ráðandi lögmál." hátta og valddreifingarstefnu. Sam- búðin við hin fjölbreyttu samtök launafólks eigi að mótast af „frænd- semistengslum“ með gagnkvæmu sjálfstæði og tilliti, og aðstoða við endurskipulagningu hreyfingar launafólks. Flokkurinn á að fagna nýjum fjöldahreyfingum og grasrót- arsamtökum á ýmsum sviðum og styðja þær, vanda starf sitt að þjóðfrelsis- og friðarmálum, meðal annars með því að þróa virka utan- ríkisstefnu, leggja sérstaka áherslu á íslenska nýsköpun í menningarmál- um. Þessar breytingar, - sem Ólafur rekur í ítarlegu máli - , sé þó ekki hægt að framkvæma nema flokkur- inn temji sér ný vinnubrögð „þar sem málefnaleg umræða og hæfni ein- staklinganna til félagslegra verka - en ekki persónuleg tengsl eða skammsýnir valdahagsmunir - eru afgerandi áhrifaþættir í atburðarás- inni“ og þarsem stfllinn hæfi stefn- unni. Flokkur framtíðarinnar verður að endurspegla þá lýðræðislegu gerjun sem nú er höfuðeinkenni þjóðfélags- þróunar, segir Ólafur í lokaorðum sínum. „Hann verður að vera fjölda- flokkur þar sem virkni fólksins sjálfs, málefnagrundvöllur starfsins og hæfnismælikvarðinn á verk einstakra forystumanna eru ráðandi lögmál í athöfnum flokksins.“ Flokkurinn á að verða lýðræðisleg fjöldahreyfing, segir Ólafur. „Flokka sem eru bara fámennt lið í kringum þrönga forystusveit mun fljótlega bera upp á sker. Það eru bara hinar lýðræðislegu fjöldahreyf- ingar sem lifa.“ 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 25. júnf 1987 Fimmtudagur 25. júní 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.