Þjóðviljinn - 30.06.1987, Síða 5

Þjóðviljinn - 30.06.1987, Síða 5
VIÐHORF Frelsi hverra? Birna Pórðardóttir skrifar Þann 19. júní sl. birtist í Þjóðvilj- anum grein undir fyrirsögninni „Meirihluti með freisinu“, var þar rætt um tillögu fimm íhalds- manna í borgarstjórn um svotil hömlulausan opnunartíma versl- ana í Reykjavík. Flest verður frelsinu að bráð ef vinnuþrælkun er orðin frelsisgef- andi. Hverjir krefjast lengri opnunartíma? Engar skipulegar kröfur hafa komið fram af hálfu neytenda um nauðsyn þess að lengja opnunar- tíma verslana í Reykjavík, enda geypinógur tími til innkaupa í dag. Innkaup á matvöru og öðr- um vörutegundum er hægt að skipuleggja á sama hátt og notk- un á annarri þjónustu, sem þó er veitt mun skemur á degi hverj- um. Vissulega er hægt að skapa þörf fyrir kaupskap allan sólar- hringinn. Vegna lágra launa neyðast t.d. mjög margir til að vinna alltof langan vinnudag, jafnvel lengri en verslunarfólk vinnur í dag. Úr því verður þó ekki bætt með því að lengja vinn- utíma verslunarfólks og festa lág laun og vinnuþrældóm í sessi hjá sífellt fleirum. Þeir sem krefjast lengri opnun- artíma eru fyrst og fremst eigend- ur stórmarkaða í Reykjavík. Þeim svíður sárt að einhverjir Reykvíkingar skuli eyða aurun- um sínum útá Seltjarnarnesi um helgar í stað þess að tína þá í „eigin“ kaupmenn. Það sem knýr íhaldið hins veg- ar til að leggja fram tillögu um lengingu opnunartíma einmitt núna er væntanleg opnun Hag- kaupssamsteypunnar í Kringl- unni. Þar eiga íbúar Reykjavíkur að una glaðir við innicaup alla daga - og helgar - og helst ekki gera neitt annað. Það er þvt á miklum misskiln- ingi byggt, þegar Alþýðubanda- lagsfuíltrúar í borgarstjórn styðja tillögu um lengri opnunartíma verslana undir því yfirskini að það sé liður í lífsbjörg kaup- mannsins á horninu. Hverjir tapa á lengri opnunartíma? í fyrsta lagi við neytendur, vegna þess að lengri opnunartími þýðir hærra vöruverð, þó svo að laun starfsfólks í stórmörkuðum séu ekki til að hrópa húrra fyrir. En aukin útgjöld vegna lengri opnunartíma fara að sjálfsögðu beint útí verðlagið; varla fara kaupmenn að bera þau á sínum mjóu herðum. Við munum hvorki borða meira kjöt, drekka meiri mjólk né klæðast fleiri fatatuskum þótt við getum keypt þessar vörur all- an sólarhringinn. í öðru lagi þýðir þetta aukið vinnuálag á verslunarfólk. Árni Sigfússon, íhaldsfulltrúi í borgar- stjórn, skrifar í Morgunblaðinu að enginn þurfi að óttast aukið vinnuálag, vegna þess að Versl- unarmannafélag Reykjavíkur sé svo sterkt að það geti auðveld- lega gætt hagsmuna félagsmanna sinna. Því miður er það ekki svo. Á vinnustöðum V.R. skortir mjög víða trúnaðarmenn, þannig að þar er enginn sem getur gengið fram fyrir skjöldu gagnvart at- vinnurekendum. Atvinnurekendur eiga mjög auðvelt með að þrýsta á starfs- fólk að vinna eins lengi og þeim hentar, hvort sem það hentar starfsfólki eða ekki; ekki síst á þetta við innan verslunar þar sem samstaða og samhugur hefur ekki verið alltof mikill. Laun verslunarfólks eru víða lág, sérstaklega í stórmörkuðum þar sem yfirleitt er greitt eftir taxta. Það er því vissulega freist- ing fyrir margt láglaunafólk að næla sér í yfirvinnu, þótt hún bitni á eigin heilsu og hamingju fjölskyldu. í því sambandi ber að hafa í huga að flest starfsfólk stórmark- aðanna eru konur og margar þeirra ungar konur með börn á fijamfæri. Það er meira frelsið sem börn þeirra verða aðnjótandi þegar mæðurnar fá að vinna lungann úr sólarhringnum, líka á þeim tíma sem þær annars gætu verið með börnum sínum. f raun má segja að tillaga um lengri opnunartíma verslana sé hatrömm atlaga að börnum í Reykjavík. Ætlar meirihlutinn í borgar- stjórn kannski að skella upp nokkrum barnaheimilum í hvelli fyrir starfsfólk stórmarkaða, og setja jafnframt upp kvöld- og helgarheimili fyrir börn þeirra sem fá allra mest frelsi til vinnu- þrælkunar? . Nei, þetta misskilda frelsishjal varðar ekki frelsi, nema frelsi kaupmanna til að heyja óáreittir innbyrðis baráttu um hver hljóti flesta spónana úr verslunaraskin- um - við og börn okkar borga brúsann. Athugið þetta, ágætu Alþýðu- bandalagsfulltrúar í borgar- stjórn, áður en þið greiðið at- kvæði með lengri opnunartíma verslana, auknum vinnuþræl- dómi kvenna í stórmörkuðum og verri aðstöðu barna þeirra. 23. júní 1987 Blrna Þórðardóttlr, félagi I Samtökum kvenna á vinnumarkaði og V.R. ,yEtlar meirihlutinn í borgarstjórn kannski að skella upp nokkrum barnaheimilum íhvelli fyrir starfsfólk stórmarkaða og setja upp kvöld- og helgarheimilifyrir börn þeirra sem fá allra mestfrelsi til vinnuþrælkunar? “ Ruslatunnur lágmenningar Amerískt og útlent Sverri Hermannssyni mennta- málaráðherra urðu athyglisverð mismæli á munni í snarpri og þarfri ádrepu við vígslu útvarps- hússins. Orðrétt sagði hann: „Sjónvörpin okkar bœði tvö hafa haldið áfram að hvolfa yfir okkur úr amerískum (andartaks hik) og útlendum lágmenningar- ruslatunnum. Og þessu þurfum við að breyta og þessum getum við breytt, vegna þess að við höfum svo góðum mannskap á að skipa, listamönnum og öllum öðrum, sem til þess þarfað breyta hér um, að íslenska útvarpið og sjónvarp- ið miklu meir en gert hefur verið. “ Að sjálfsögðu er þjóðsýnum manni eins og Sverri ameríska ruslið efst f huga, því að það dembist ótæpilegast yfir okkur, þótt það komi ekki allt beina leið frá Bandaríkjunum, heldur eins oft gegnum milliliði annarra þjóða, ekki síst íslendinga, sem sumir hverjir kalla sig m.a.s. her- stöðvaandstæðinga. Því kemur orðmyndin „amerískum" ósjálf- rátt fram á varir honum. Á sekúndubroti elleftu stundar er eins og Sverrir átti sig á því, að óheppilegt kunni að vera fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins að tiltaka einungis amerískt menn- ingarrusl. Bandaríski herinn hef- ur vissulega verið ein nythæsta mjólkurkýr fyrir helstu fjárafla- menn Sjálfstæðisflokksins í fjóra áratugi. Og hvað væri Sjálfstæð- isflokkurinn án þeirra? Á þessu sekúndubroti virðist hann ætla að bæta úr skák, en úr verður samhengið „amerískum og útlendum“. Þetta gætu sál- fræðingar trúlega kallað „Freudi- an slip“, mismæli sem koma upp um ómeðvitaðar hugrenningar. Það er nefnilega ekki laust við, að menn séu óvart hættir að líta á amerískt efni sem útlent, svo ríkj- andi er það orðið í íslensku menningarlífi. Árni Bergmann missti það t.d. eitt sinn út úr sér í morgunútvarpi að tala um „út- lendar kvikmyndir" sem mótvægi við bandarískar. Réttmæt ádrepa Markús Örn útvarpsstjóri og Jón Óttar hjá Stöð 2 urðu heldur ókvæða við þetta tiltal ráðherra, sem var þó býsna réttmætt, hvort sem mismælin eru tekin með eður ei. Varðandi Stöð 2 er þetta alveg augljóst enn sem komið er. Þar er bandaríska ruslið í algleymingi. Og hafi eitthvað af því hlotið stimpilinn „verðlaunaþáttur“, má ganga að því vísu, að þar sé meiri háttar rusl á ferðinni. Stofnanir þær, sem verðlaunin veita, eru nefnilega í dulinni eign ruslframleiðendanna sjálfra. Það eru klókir kaupsýslumenn, sem ráða allri ferð í Bandaríkjunum og því er yfirleitt minnst að marka þau bandarísku verðlaun, sem mest er gumað af. Óskar- sverðlaun fyrir kvikmynd þurfa Arni Björnsson skrifar t.d. ekki að vera nein gæðatrygg- ing. Jafnvel Frank Sinatra fékk einhverntíma Óskarsverðlaun. Finnist Jóni Óttari þetta efni virkilega vera góð menning, hef- ur bandaríski hroðinn valdið honum sömu smekkbrenglun og milljónum manna um heim allan; og eru margir svokallaðir vinstri- menn þar ekki undanskildir. Fúskið er kallað list. Um Sjónvarpið gegnir nokkuð öðru máli. Þar hefur vissulega á síðustu árum aukist framboð á fjölbreyttu efni frá mörgum þjóð- um, t.d. ítalskir, franskir, þýskir, spænskir og ástralskir framhalds- þættir. Breskir þættir hafa þó ver- ið fyrirferðarmestir, en þeir eru líka yfirleitt í fremur háum gæða- flokki. Það sem helst eimir eftir af bandarískum ameríkanisma í Sjónvarpinu eru bíómyndir á föstudags- og laugardagskvöld- um. Minnst helmingur og oftar tveir þriðju þeirra eru bandarísk- ar, og af þeim eru níu af hverjum 10 auðvitað rusl, enda ódýrar í innkaupi. Það hefur varla liðið svo mánuður í útvarpsráði síð- ustu þrjú ár, að ekki hafi verið kvartað yfir þessari rusladembu, sem vitaskuld er til þess fallin að auka sífellt á heilaskemmdir manna hvað smekkbrenglun snertir. En þótt dagskrárstjóri innkaupadeildar hafi gert margt stórvel á næstliðnum árum, hefur honum fundist þessi afmenntandi doðasýking vera við hæfi á dag- skrá fyrrnefndra kvölda. Og meirihluti útvarpsráðs hefur ver- ið því samþykkur. Ég tel hinsveg- ar, að Sjónvarpinu beri ekki nokkur siðferðileg skylda til að þeysa þessari spýju framan í fólk. Islenskt sjónvarp á nefnilega að vera menntandi og forðast al- þjóðlega afmenntun. íslensk lágmenning Sverrir talaði réttilega um, að íslenska þyrfti útvarp og sjónvarp miklu meir en gert hefur verið. Varla hefur hann þó átt við, að einkum bæri að íslenska og stað- færa ruslið eins og þegar íslenskir kvikmyndamenn gera banda- ríska og ítalska vestra að helsta fordæmi sínu. Slíkt er ameríkan- ismi í niðrandi merkingu þess orðs og merkir fúsk og á ekkert skylt við það sem vel er gert í Bandaríkjunum. Á síðustu árum hefur þeirrar hneigðar gætt æ meir við inn- lenda dagskrárgerð Sjónvarpsins að púkka undir fúskara á kostnað vandaðra listamanna. Tilgangur- inn virðist helst vera sá, að inn- prenta fólki þann ameríkanisma, að fúsk sé sæmileg list, svo að meðalmennska geti staðið svo- lítið uppúr og í samanburði litið út sem meiri háttar list. Árni Björnsson þlÓÐVILJINN Höfudmálgagn stjómarandstöðunnar Áskriftarsími (91)68 13 33 Á sekúndubroti elleftu stundar er eins og Sverrir átti sig áþví, að óheppilegt kunni að verafyrir ráðherra Sjálfstœðisflokksins að til- taka einungis amerískt menningarrusl. Bandaríski herinn hefur vissulega verið ein nythœsta mjólkurkýr fyrir helstufjáraflamenn Sjálfstœðisflokksins ífjóra áratugi. Oghvað vœri Sjálfstœðisflokkurinn án þeirra? Þriðjudagur 30. júnl 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.