Þjóðviljinn - 30.06.1987, Side 16

Þjóðviljinn - 30.06.1987, Side 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 PIÓÐVILIINN Þrlðjudagur 30. júní 1987 138. tölublað 52. árgangur ....'áff LEON AÐ FARSÆLLl SKÓLACÖNGU SAMVINNUBANKI ÍSLANDSHF. Hvalveiðar Orökstuddar vísindaveiðar Agnar Ingólfsson prófessor, sem satþing Alþjóða hvalveiðiráðsins fyrir Náttúruverndarráð Islands: Ekkifœrð nauðsynleg rökfyrir veiðum svo margra hvala ívísindaskyni Afstaða mfn og Náttúruvernd- arráðs hefur verið sú, að ekki hafí verið færð nægileg vísindaleg rök fyrir því að nauðsyn sé á að veiða þetta marga hvali til rannsókna á hvalastofnunum, sagöiAgnar Ingólfsson prófessor í samtali við Þjóðviijann í gær, en hann er nýkominn af 39. þingi Al- þjóða hvalveiðiráðsins, sem hald- ið var í Bretlandi í síðustu viku eins og kunnugt er af fréttum. og Japana. Hins vegar urðu líka ýmsir til þess að bera lof á þær rannsóknir sem Islendingar hafa unnið á þessu sviði, og fela ekki í sér veiðar á hvölum. Nú hefur því verið haldið fram að hvalveiðar íslendinga gegni fyrst og fremst því hlutverki að fjármagna rannsóknirnar en hafi takmarkaða vísindalega þýðingu. Ert þú þeirrar skoðunar að menn hafi í umfjöllun um mál þetta ruglað saman vísindalegri og fjár- hagslegri þýðingu veiðanna fýrir hvalarannsóknir á íslandi? Það er ljóst að verulegur hluti rannsóknanna er fjármagnaður af veiðunum, og þetta eru fjár- frekar rannsóknir. Hin opinberu rök hafa hins vegar verið þau, að líffræðileg nauðsyn sé á því að veiða þetta mörg dýr til þess að rannsóknimar skili árangri. Nátt- úruverndarráð telur sig hins veg- ar ekki hafa fengið viðhlítandi rökstuðning fyrir þeirri nauðsyn. Hefur Náttúruverndarráð endurmetið afstöðu sína til máls- ins í ljósi niðurstöðu þingsins? Nei, ég er reyndar nýkominn Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra gaf það í skyn í fjöl- miðlum eftir þingið að fjölmargar þjóðir hefðu á þingi ráðsins lagst gegn vísindastarfsemi íslendinga. Varðst þú var við slík viðhorf á þinginu? Eins og kunnugt er af fréttum, þá var á þinginu samþykkt tillaga frá Ástralíu um að Alþjóða hval- veiðiráðið beini þeim tilmælum til ríkisstjórnar fslands, að hún afturkalli leyfi til veiða á hvölum í vísindaskyni. Samskonar tillögur vom reyndar einnig samþykktar um vísindaveiðar Kóreumanna Mosfellssveit Hreppsnefnd óábyrg Stjórn verkamannabústaða í Mosfellssveit gagnrýnir hreppsnefndina harðlega fyrir að sýna skilningsleysi á þörfinni á félagslegum íbúðum Stjórn verkamannabústaða í Mosfellssveit segir hrepps- nefnd hafa sýnt ábyrgðarleysi gagnvart öllum þeim fjölda fólks í byggðarlaginu sem er f húsnæðis- vandræðum vegna þess hversu neikvæð nefndin hefur verið gagnvart byggingu félagslegra íbúða. Þetta segir í ályktun sem stjórnin sendi frá sér nýverið en þar segir jafnframt að það sé þekkt að fjöldi fólks hafi flúið hreppinn vegna húsnæðisvand- • ræða. í ályktuninni segir: „í augum stjómar verkamanna- bústaða er lítill glans yfir því að breyta úr hrepp í kaupstað þegar félagslegar íbúðabyggingar em vanræktar í þessu byggðarlagi og byrðarnar lagðar á nágrannana“. Þá segir að launafólk verði að gera kröfur á hreppsnefnd um að hún standi við sínar lögboðnu skyldur um verkamannabústaði og leiguíbúðir en það geti fólk gert, bæði með því að láta til sín taka með umræðu og með því að sækja um íbúðir. -K.ÓI. Richard Scobie, söngvari Rikshaw: Ánægðir og stoltir yfir útkomunni. Rikshaw Popptónlist við Völuspá 20mínútna tónverk við valin erindi úr Völuspáfyrir Sjónvarpið. Stóð til að sýna það á páskum ogá 17. síðastliðinn. Framkvœmdastjóri Sjónvarpsins: Þótti ekki við hæfi að sýnaþað áþessum tyllidögum, eins og tilstóð. Ekki búið að slátraþví. Rikshaw: Óánægðir meðþessa frestun. Lögðum metnað okkar í tónlistina Inóvember á síðasta ári lauk popphljómsveitin Rikshaw við gerð 20 mínútna tónverks við val- in erindi úr Völuspá fyrir Ríkis- sjónvarpið og var ætlunin að Hrafn Gunnlaugsson stjórnaði myndgerðinni um verkið. í frum- drögum að dagskrá var gert ráð fyrir að sýna það á páskunum síð- ustu og á þjóðhátíðardaginn, 17. júní siðastliðinn. En eftir að upp- tökum á tónlistinni var lokið var frekari vinnslu verksins frestað og það tekið út af dagskrá. Að sögn Richard Scobie, söngvara hljómsveitarinnar, vom þeir að vonum óánægðir með þá ákvörðun útvarpsráðs að fresta fullvinnslu verksins og fyr- irhuguðum sýningardögum. Sagði Richard að þeir hefðu lagt mikla vinnu í gerð tónlistarinnar og þeir væru mjög ánægðir og stoltir yfir útkomunni. Þeir höfðu frjálsar hendur um val á erindum úr Völuspánni við gerð tónlistar- innar og sú túlkun sem þar kæmi fram væri þeirra eigin og byggð á persónulegri skoðun meðlima hljómsveitarinnar. Pétur Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, sagði að menn þar á bæ hefðu tekið þá ákvörðun að fresta fyrir- huguðum sýningum á verkinu og þar með að fresta frekari vinnslu á því, vegna þess að það hefði ekki þótt við hæfi að sýna það á þeim tyllidögum sem tii stóð að gera. I staðinn var ákveðið að taka til sýningar tónlistarþáttinn um létta sveiflu sem sýndur var á þjóðhátíðardaginn. Sagði Pétur að það væri alls ekki búið að slátra þessu verkefni og það væri ennþá á verkefnaskrá Sjónvarps- ins, þó svo að einhver bið yrði á því að það yrði fullbúið til sýning- ar á skerminum. grh til landsins og hef ekki gefið ráð- inu mína skýrslu ennþá. Ert þú hlynntur því að ísland segi sig úr Alþjóða hvalveiði- ráðinu? Nei, ég er ekki hlynntur því. Það hlýtur að vera til bóta að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um þessi mál. -ólg. Neytendasamtökin Opinbera rannsókn á vöruverði Krefja viðskiptaráðherra um skipan nefndar. Hún á að bera saman vöruverð til neytenda hérogíhelstu nágrannaborgum Neytendasamtökin krefjast þess að viðskiptaráðherra skipi nú þegar nefnd til þess að bera saman vöruverð til neytenda í Reykjavík og helstu borgum í nágrannalöndum okkar. Nefnd sú, sem Neytendasamtökin leggja til að verði skipuð, hefji störf nú þegar og Ijúki þeim fyrir 1. nóv- ember næstkomandi. Henni verði falið að kanna verð til neytenda á helstu neysluvörum, heimilis- tækjum og öðru sem þurfa þykir. Verðlagsstofnun hef.ur ítrekað kannað innkaupsverð innfluttrar vöru og komist að þeirri niður- stöðu að íslenskir innflytjendur selja neytendum mun dýrari vörur en starfsbræður þeirra er- lendis. Neytendasamtökin krefj- ast þess af stjórnvöldum að þegar verði kannað af hverju það staf- ar. Neytendasamtökin benda á, að hér sé um brýnt mál að ræða og fjárhæðirnar sem beri í milli á innkaupsverði hingað og til Berg- en sé meiri en allur viðskiptahal- linn. Um svo háar fjárhæðir sé að ræða, að krefjast verði að ítarleg könnun fari fram á þessum mál- um nú þegar. „Með skipan þessarar nefndar viljum við í Neytendasamtökun- um að komist verði að rótum þess mikla verðmunar sem ítrekað hefur komið fram í verðlags- könnunum sem Verðlagsstofnun hefur gengist fyrir. Það er ekki nóg að benda á hann, það verður að komast að því af hverju hann er og benda á leiðir til úrbóta. íslenskir neytendur una því ekki lengur að þurfa að kaupa vörur á mun dýrara verði en gengur hér í næstu nágrannaborgum okkar,“ segir Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna. grh

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.