Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 4
LEHÐARI Þjóðremba á undanhaldi Taliö er aö á síðasta ári hafi um 3500 ársverk verið unnin, sem flokka megi undir þjónustu við ferðamenn. Margt bendir til þess að ferða- mönnum sem til íslands koma fjölgi allnokkuð á árinu sem er að líða, en árið 1986 voru þeir um 114 þúsund talsins. Þjónusta við ferðamenn og ferðamannaiðn- aðurinn í heild er vaxandi atvinnugrein sem bundnar eru miklar vonir við, enda hefur stór- kostleg uppbygging átt sér stað á því sviði á undanförnum árum. Það hefur verið fjárfest í fjölgun gistirýma og komið hefur verið upp margvíslegri aðstöðu til að koma til móts við óskir og þarfir ferðamanna. En ekki síst hefur menntun og sérþekking í ferðamálum átt sinn þátt í að styrkja þennan atvinnuveg, sem ekki þrífst nema til komi bæði hugkvæmni og smek- kvísi. Síðustu fjögur árin hefur ferðamönnum fjölg- að um 46%, en á landinu voru á síðasta ári samtals um 6000 gistirými - þar af 1680 í Reykjavík. Þessari atvinnugrein hefur fleygt verulega fram á undanförnum árum, þótt vonir þeirra sem allra bjartsýnastir voru hafi ekki náð að rætast að fullu. Það er talað um að tekjur af ferðamannaiðnaðinum séu um fjórir milljarðar, og er þá óvíst að hver dollar eða mark hafi verið nákvæmlega tíundað. Framfarir í þjónustu við erlenda ferðamenn koma að sjálfsögðu landsmönnum sjálfum til góða á fleiri sviðum en sameiginlegrar gjald- eyrisöflunar. Allir njóta góðs af því, hversu verk- kunnátta í ýmsum greinum hefur tekið miklum framförum. íslensk matargerðarlist er orðin að minnsta kosti sambærileg við það sem best gerist í ná- grannalöndum okkar, og hráefnisnotkun ís- lenskra matreiðslumeistara er bæði fjölbreytt og hugmyndarík án þess að þeir hafi kastað fyrir róða fornum hefðum, sem tengjast hangikjöti, skyri, harðfisk, hrútspungum og hákarli, og þjóðin borðar enn með góðri lyst og útlendingar narta í af mikilli forvitni. Þá er einnig á undanhaldi sá leiði orðrómur að íslendingar séu haldnir of mikilli minnimátt- arkennd eða þjóðrembu til að geta unnið þjón- ustustörf af natni. Þjónusta er víðast hvar með ágætum, enda eru flestir búnir að átta sig á því að enginn er manngildismunur á þeim sem situr til borðs og hinum sem þjónar, heldur sá munur einn að annar er í vinnunni, hinn í fríi. Þjóðarstoltið fær núorðið skynsamlegri útrás en þá að neita að sýna viðskiptavinum sjálfsögð þægilegheit og kurteisi, enda eru þjónustu- greinarnar fyrir löngu viðurkenndar atvinnu- greinar, og öllum hlýtur að vera metnaðarmál að standa sig sem best í sínu starfi. Þjóðarstoltið er þó til ennþá sem betur fer. Öll erum við stolt af hinu fagra landi okkar og ó- spilltri náttúru þess. Ennþá vottar þó fyrir þeirri tilhneigingu að líta á þessa guðsblessun sem sjálfsagðan hlut - gæði sem ekki þurfi að hafa neitt fyrir. En þar þurfum við að vera vel á verði. Umgengni okkar við landið þarf að byggjast á virðingu og fyrirhyggjusemi. Landið er ekki einkaeign þeirra kynslóöa sem nú lifa, heldur hvílir á okkur sú skylda að skila því í hendur afkomenda okkar að minnsta kosti jafngóðu og við tókum við því. Flestir skilja mætavel nauðsyn þess að vernda auðlindir, svo sem fiskimið, en brestur skilning á því að fagurt land og óspillt náttúra er líka auðlind, sem hægt er að spilla ef ekki er farið að með gát. Ýmsir landverndarmenn hafa áhyggjur af vaxandi fjölda erlendra ferðamanna sem til ís- lands kemur, og vissulega þarf að fylgjast vel með því að þar séu settar og haldnar þær reglur sem duga, en á móti kemur að hinir erlendu ferðamenn hafa einnig orðið til þess að opna augu okkar fyrir fegurð og tign landsins og vald- ið því að landspjöll af vangá og hugsunarleysi gerast nú fátíðari en áður var. Það sem af er árinu hefur viðrað vel fyrir þessa atvinnugrein, sem virðist vera á réttri þróunarbraut, eins og ýmsar aðrar íslenskar þjónustugreinar sem kalla til sín sífellt fleiri starfsmenn. Það er eðlilegt að starfsgreinaskipting sé með allt öðrum hætti í nútímaþjóðfélagi heldur en áður var þegar tæknin var frumstæðari og fleiri unnu við framleiðslugreinar. Enginn eðlis- munur er á störfum fólks í þjónustu- og fram- leiðslugreinum, enda á allt launafólk sömu stéttarhagsmuna að gæta, hvort heldur það vinnur við framleiðslu- ellegar þjónustustörf. - Þráinn KUPPT OG SKORME) Niðurstöður skoðanakónnunar DV um æskilegasta stjómarsamstaifíð: Vilja krata, Sjáifstæðis- flokkog Framsókn í stjóm leirihluti þcirra aem taka afstoðu ríkisstjóm. Ef einungis em teknir óskuöu eftir sanxstarfi þeirra flokka, mestfylgi viösamfltarf Alþýöuilokks, un DV þótt alls kæmust þar á fc spumingarinnar um æakilegasta þeir scm afstoöu tóku lýstu 51,4% eða 15% þeirra aem afstöðu tóku. FramaóknarflokkB, Alþýöubanda- hátt f þrjótíu aamatárfsmynstur, ímarsamstarfiö vill aö Alþýðu- svarenda yfir fylgi sínu við slíkt Þó vildu 5,7 % svarenda, eða 8,1 % lags og Samtaka um kvennalista. ó meöal utanþingsstjóm sem fj< Skrítin könnun Til hvers eru skoðanakannan- ir? Niðurstöður þeirra geta verið til margra hluta gagnlegar ef sæmilega er haldið á spöðum við undirbúninginn. f þeim getur fal- ist mikill fróðleikur og þær geta verið ágæt skemmtun, og eru þessvegna kærkomið fréttaefni. Svo verða þær vísbending um meirihlutavilja eða sterka strauma í almenningsáliti, og eru notaðar þannig eða misnotaðar eftir efnum og ástæðum. En sumar skoðanakannanir eru skrítnari en aðrar. DV er oft að leika sér að því að hringja í hóp af fólki og spyrja það hins og þessa, og oft virðast DV-kannanirnar komast jafnlangt að markinu og þær kannanir sem vísindalegri eru taldar. 1 gær birti DV enn eina könnun, og komst að því að sá skoðanahópur er stærstur sem „vill“ að Alþýðuflokkur, Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur myndi næstu ríkisstjórn. 36% spurðra. Næststærsti hópur- inn, 30% neitar að svara eða veit ekki hvað hann vill, og númer þrjú á verðlaunapalli kannana- lýðræðisins er sá hópur sem vill að Framsóknarflokkur, Sjálfs- tæðisflokkur og Borgaraflokkur myndi stjórn. Njörvinn er bestur Fetta þykja þeim á DV aldeilis stórmerkar niðurstöður. Pað er aðeins mánuður liðinn síðan Jón Baldvin fékk umboð og lýsti því yfir að hann ætlaði sér þessa stjórn, og nú er Ijóst að hún verð- ur til næstu dægrin ef hún er ekki þegar orðin til. Þetta er einsog til séu þrjár gerðir af viðbiti: Gjörvi, Tjörvi og Njörvi. Aðstandendur Njörva ákveði fjögurra vikna auglýsingaherferð fyrir sjálfa sig, meðal annars á hverri forsíðu dagblaða og öllum fréttatímum sjónvarps og útvarps. Að lokum sé fundið út með könnun að flest- ir segi Njörva skástan, enda búið að telja mönnum trú um að Tjörvi og Gjörvi séu eiginlega ekki lengur til í búðarhillunum. Njörvinn er bestur. Það eina merkilega við þessa skoðanakönnun í DV um æskilegt stjórnarmunstur er að Njörvinn skuli ekki fá undirtektir nema 36 prósenta, og bendir til þess að auglýsingaherferðin hafi ekki verið nógu vel heppnuð. En það er samt gaman að svona könnunum, og rétt af DV að halda áfram að hringja í okkur með ýmsar spurningar. Hvernig skyldi staðan vera í fyrstu deildinni í fótbolta? Efnahagsmálin Steingrímur Hermannsson, sem er forsætisráðherra, og flest- ir minnast á í skoðanakönnunum þegar minnst er á forsætisráð- herra, alveg einsog flestir minntust á Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra þegar spurt var um forsætisráðherra þegar hann var forsætisráðherra, Steingrímur fann út núna eftir helgina að ekki væri hægt að njörva saman aðra stjórn en með Þorsteini og Jóni Baldvin vegna þess að ástand efnahagsmála Ieyfði ekki lengri stjórnarkreppu. Þetta er næstum því jafn skemmtilegt og könnunin í DV. í fjögur ár hefur Framsókn verið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum til að bæta ástand efnahagsmála. Fyrir kosningar voru Framsókn bg kratar í kapphlaupi um að komast í stjórn með Sjálfstæðis- flokknum uppá ástandið í efna- hagsmálunum. í rúmlega tvo mánuði hafa Framsókn og kratar reynt að koma sér í stjórn með Sjálfstæðisflokknum, og helsta fyrirstaðan verið sú að sjálfstæð- ismenn hafa ekki viljað láta tala illa um ástandið í efna- hagsmálum. Og núna leyfir ástand efnahagsmála ekki annað en að Framsókn og kratar fari í stjórn með Sjálfstæðisflokknum. 73 af hundraði Kosningarnar í aprfl hafa verið lagðar út á marga vegu, enda úr- slitin einstæð. En forystumenn Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks virðast hafa gleymt einni augljósri staðreynd, að Sjálfstæð- isflokkurinn tapaði í kosningun- um. Þeir sem ekki studdu Sjálfs- tæðisflokkinn til áhrifa 25. aprfl 1987 reyndust vera 73 af hverju hundraði kjósenda. Vilja þessir 73 að Þorsteinn Pálsson verði forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn aðalmótor- inn í nýrri ríkisstjórn? Kannski DV ætti að skoðanakanna. Neysluskattar Það er rétt að leyfa formönn- unum að mynda ríkisstjórnina áður en byrjað er að skammast í henni, - dæma hana af verkum sínum. En það sem komist hefur út af viðræðuborðinu af málefn- um bendir ekki til annars en að hér sé á ferð dæmigerð Sjálfstæð- isflokksstjórn. Aðgerðir í efna- hagsmálum miðast við að skatt- leggja neyslu alls almennings, til dæmis matarinnkaup og bflaeign. Svo á að setja skatt á tölvur, sem við fyrstu sýn virðist afskaplega vitlaust í samfélagi sem er af öllum kröftum að hella sér útí nýja tækniöld. Jafn ólíkir pólitík- usar og Ragnar Arnalds og Al- bert Guðmundsson voru á einu máli um að auðvelda íslenskum stofnunum, fyrirtækjum og ein- staklingum að eignast tölvur, - fjármálaráðherrann Ragnar Arn- alds stóð fyrir því að afnema að- flutningsgjöld af tölvum, og fjár- málaráðherrann Albert Guð- mundsson var í forystu um að af- nema söluskatt af tölvum. Ástand efnahagsmála Sömu daga og þríflokkastjórn- in er að njörvast saman gefur Þjóðhagsstofnun svo út skýrslu um hagnað í verslun, og það ástand efnahagsmála kemur í ljós að á síðasta ári hefur velta þar stóraukist, langt umfram verð- lagshækkanir. Upplýsingarnar í skýrslu Þjóðhagsstofnunar, - sem undanfarnar vikur hefur ver- ið stjórnarmyndunarmönnum til sérstaks ráðuneytis uppá hvern dag - , sýna einfaldlega að þarna flæða peningarnir, án þess hinum þjóðhögu stjórnarmyndunar- mönnum hafi dottið í hug að rétta út höndina. Hér er ef til vill kom- in enn ein spurning fyrir DV? -m þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamonn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karisson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljóamyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útiitateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlf8tofuatjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Guðbergur Þorvaldsson. Auglýsinga8tjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Agústdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Kristins- dóttir. Símvarsla: Katrín Anna Lund, SigríðurKristjánsdóttir. Húsmóðir: Soffía Björgúlfsdóttir. Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreið8lu- og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkoyr8la, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglý8Íngar:Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 60kr. Áskriftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 2. júlf 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.