Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRETTIR
ORFRÉTTIR
Kínyersk stjórnvöld
hafa um árabil haft þá stefnu í
fjölskyldustærðarmálum að eitt
barn sé nóg. Stefnumarkið er að
Kínverjar verði ekki fleiri en 1,2
milljarðar árið 2000. Talið er að
íbúafjöldinn sé um 1,05
milljarðar. Upp til hópa hafa borg-
arbúar makkað rétt þar sem ein-
birnastefnan er annars vegar, en
verr hefur gengið úti um sveitir.
Kannski ekki nema von; sonar-
eign tryggir afkomuna þegar ellin
færist yfir foreldrana.
Stjarnfræðingar
í Bandaríkjunum telja nú sí-
auknar líkur á því að reikistjörn-
urnar séu tíu en ekki níu. Þessi
tíunda á að vera næst á eftir Júp-
íter í röðinni frá sólu, og segja
vísindamennirnir að truflanir á
braut Júpíters og Úranusar sé
ekki hægt að skýra á annan veg.
Athuganir sem ná langt aftur á
síðustu öld benda til þess að
reikistjörnurnar hafi sveigt lítil-
lega af braut, og er jafnvel talið
að þetta megi rekja allt aftur til
átjándu aldar.
Höfðaborg
í Suður-Afríku og Funchal, höfuð-
borg portúgölsku eyjarinnar Ma-
deira, koma á vinabæjatengslum
á morgun. Hátíðahöld verða af
þessu filefni í Funchal og veröur
borgarstjórinn í Höfðaborg, Leon
Markovitz, viðstaddur. Botha for-
seti Suður-Afríku var á ferðinni í
Funchal í einkaerindum seint á
síðasta ári og var vel tekið. Ekki
mæltist heimsóknin að sama
skapi vel fyrir ( Portúgal.
Sverð, herfrolla
og fáni Argentínu hafa horfið’úr
grafhýsi Juan Peron, og telur lög-
reglan einsýnt að gripunum hafi
verið stolið. Það var ættingi Per-
ons sem tók eftir því að munirnir
voru horfnir. Að sögn lögreglunn-
ar hefur enginn lýst þjófnaðinum
á hendur sér. Peron var kosinn
forseti í þrfgang og naut vin-
sælda. Herinn rak hann frá völd-
um ’55, og tók þá við nærri
tveggja áratuga útlegð hjá hon-
um. Hann gegndi embætti for-
seta er hann lést, en þá tók Evita
Peron, kona hans, upp merkið.
Stoltenberg
utanríkisráðherra Norðmanna
segir að það þjóni á engan hátt
hagsmunum Atlantshafsbanda-
lagsins hvernig Bandarfkjamenn
hamist nú gegn Norðmönnum
vegna sölu hátæknibúnaðar til
Sovétmanna. „Það gengur ekki í
samtökum á borð við NATÓ að
ein aðildarþjóöin dæmi aðra og
taki sér fyrir hendur að refsa
henni," sagði Stoltenberg. Öld-
ungadeild Bandaríkjaþings
bræðir nú með sér lagafrumvarp
sem mundi stöðva innflutning á
vörum frá vopnasmiðjunni á
Kóngsbergi, en hún er sökudól-
gurinn í þessu máli.
Persaflói
Reagan harðákveöinn
Þráttfyrir miklar efasemdir þingmanna og hótanir Irana hyggst
Bandaríkjastjórn sigla útí Persaflóaœvintýri
Þótt margir landa Ronalds Re-
agans forseta óttist að Banda-
ríkjamenn dragist inn í átök
írana og íraka ef þeir sigla flota
inná Persaflóa til verndar 11 olíu-
flutningaskipum Kuwaitmanna
þá hyggst sá gamli halda sínu
•striki. Annars, segir hann, munu
áhrif Rússa á svæðinu aukast
meir en góðu hófu gegnir.
Leiðtogar fulltrúadeildar
Bandaríkjaþings áttu í fyrradag
fund með Reagan og reyndu að
telja hann á að fara að öllu með
gát. Hann var hinsvegar
ósveigjanlegur og kváðust þing-
mennirnir ekki kunna ráð til að
hindra áform forseta síns.
Reagan hefur sagt að skipa-
verndin muni hefjast um miðbik
þessa mánaðar. írakar hafa skellt
skollaeyrum við öllum hótunum
Bandaríkjamanna og halda upp-
teknum hætti, í gær gerðu þeir
sína þriðju árás á jafnmörgum
dögum á kuwaitísk skip.
Tveir háttsettir íranskir entb-
ættismenn hafa lýst því yfir að
herskipaverndin sé hættuspil.
Aðstoðarutanríkisráherrann Ja-
vad Larijani sagði í Genf að sigl-
ing sex til átta herskipa inná jafn-
lítinn poll og Persaflóann kynni
að leiða til vopnaviðskipta.
„Hver veit hver kann að hleypa at
fyrsta skotinu?-'
Reagan og félagar hafa svarað
gagnrýnendum ævintýrsins á
heintaslóð því til að verði þeir
ekki við beiðni Kuwaitstjórnar
muni Sovétmenn ekki láta happ
úr hendi sleppa og stórauka unt-
svif sín á svæðinu. Þeir hafi þegar
boðist til að slá skjaldborg um 3
olíuflutningaskip Kuwaitmanna.
„Með öðrum orðum, vinnum við
ekki verkið ntunu Rússar gera
það og þá er illt í efni,“ segir for-
setinn og Weinberger landvarna-
ráðherra kinkar kolli með
áherslu.
En ekki fallast allir á þessi rok
og einn þeirra er demókratinn
Sant Nunn en hann er forntaður
herntálanefndar Öldungadeildar
Bandaríkjaþings. „Það er aug-
ljóslega markmið stjórnarinnar
með herverndarstefnunni að
konra í veg fyrir áhrif Sovét-
manna. En stjórnin ofmetur
mjög ntöguleika Sovétmanna á
því að auka áhrif sín. jafnvel þótt
Kremlverjar veiti Kuwait-
ntönnum mun meiri aðstoð en nú
er. Það er engan veginn í þágu
Kuwaitmanna til lengri tíma litið
að konta fótum undir Sovétmenn
á Persaflóasvæðinu.“ i
-ks. Reagan. Vkir áhrif Sovétmanna á Persaflóa að sögn Sams Nunn.
Italía
Fjendur ræðast við
Leiðtogar Sósíalistaflokksins og Kristilega demókrataflokksins hittust ígœr að máli ífyrsta
sinn ífjóra mánuði. Engar líkurá stjórnarmyndun í bráð
Grunnt hefur verið á því góða
milli sósíalistans Bettinos
Craxis og kristilega demókratans
Ciriaco de Mita frá því fimm
flokka stjórnin lagði upp laupana
fyrir fjórum mánuðum. í kosn-
ingabaráttunni fyrir þingkjörið
sem fram fór á Italíu dagana 14,-
15. júní spöruðu þeir hvergi hnýf-
ilyrðin í garð hvors annars og var
að sjá sem þar færu fjendur frá
fornu fari.
En í fyrradag brutu þeir odd af
oflæti sínu og áttu með sér fund
um stjórnmálaástandið í landinu
og horfur á myndun stjórnar. Svo
er að sjá sem þeir hafi orðið ásátt-
ir um að slíðra sverðin í bili. Fyrir
fundinn sagði Mita að nú væri
mál að hætta öllu jagi og hefja
viðræður. Eftir fundinn var hann
spurður að því hvernig farið hefði
á með þeim Craxi. „Við rædd-
umst við einsog ekkert hefði í
skorist.“
En fjandvinirnir virtust engu
nær samkomulagi um að hefia
viðræður um stjórnarmyndun.
Og nái þeir ekki saman er
ómögulegt að mynda meirihluta-
stjórn án þátttöku kommúnista-
flokksins.
Alkunna er að de Mita vill
endurreisn fimm flokka stjórnar-
innar en Craxi vill ekki binda
hendur sínar að svo stöddu og
kveðst vilja halda öllum leiðum
opnum, jafnt til vinstri sem
hægri. „Við munum beita okkur
fyrir myndun stjórnar sem tryggir
jafnvægi í þjóðlífinu," sagði
kappinn í véfréttarstíl.
Að undanförnu hefur efnahag-
ur ítala staðið með nokkrum
blóma en margir eru uggandi um
að halla taki undan fæti ef ekki
verður mynduð ríkisstjórn í bráð.
Einn þeirra er iðnrekandinn
Gianni Agnelli. Hann hefur ít-
rekað krafist þess að sósíalistar
og kristilegir taki höndum saman
og klastri fimm flokka stjórninni
saman á ný „jafnvel þótt óhjá-
kvæmilegt sé að þeir sitji á svik-
ráðum hvor við annan“.
Talið er að Francesco Cossiga
forseti muni fela einhverjum
ieiðtoganna umboð til stjórnar-
myndunar jafnskjótt og kjörnir
hafa verið forsetar beggja deilda
þingsins. En enginn á von á því að
stjórnarkreppan leysist í bráð.
-ks.
Haiti
10 fallnir
Atök lögreglu og stjórnarandstœðinga kosta
œfleiri lífið. Allsherjarverkfall boðað ídag
Mötuneyti - hlutastarf
Þjóöviljann vantar starfsmann til að sjá um létta máltíð í hádeginu
næstu 6 vikurnar. Vinnutími frá kl. 10-14. Upplýsingar gefur fram-
kvæmdastjóri í síma 681333.
þJÓÐVIUIHN
Að minnsta kosti tíu manns
hafa látið lífið í átökum lög-
reglusveina og mótmælenda á Ha-
iti en þar hefur verið mjög róstu-
samt að undanförnu. Atvinnulíf
landsins hefur verið lamað um-
liðna daga og þótt fólk hafí gengið
til vinnu sinnar í gær þá kvað ekk-
ert eiga að vinna í dag.
Samtökin sem standa fyrir
andófinu krefjast þess að Henri
Namphy hershöfðingi og forseti
ríkisstjórnar Þjóðarráðs Haiti
dragi til baka tilskipun um kosn-
ingafyrirkomulag sem þykir áka-
flega hagstætt ráðamönnum og
að stjórnin segi þvínæst af sér.
Þann 29. mars síðastliðinn
gengu landsmenn til atkvæða um
nýja stjórnarskrá og er skemmst
frá því að segja að 99 prósent
guldu henni jáyrði. Samkvæmt
henni eiga kjörnefndir í héruðum
og bæjum að hafa allan veg og
vanda af skipulagi og framgangi
kosninga.
En þann 22. júní síðastliðinn
gaf stjórn Þjóðarráðsins út til-
skipun um nýtt kjörfyrirkomulag
sem kveður á um að fulltrúar
stjórnarinnar skuli hafa yfirum-
sjón með kosningum.
Slíku gerræði vilja landsmenn
ekki una og grunar þá að starf
erindreka ríkisstjórnarinnar
verði ekki fólgið í öðru en því að
sjá til þess að hún vinni kosning-
ar, hvernig sem atkvæði kunna að
falla.
Þrjú samtök hafa þegar sagt sig
úr Þjóðarráðinu í mótmælaskyni
og Alþýðusamband Haiti hefur,
sem fyrr segir, staðið fyrir víð-
tækum verkföllum.
Fulltrúar í nefnd ráðgjafa um
samningu stjórnarskrárinnar
sendu í gær frá sér ályktun um
þetta mál þar sem stjórnin er
harðlega fordæmd fyrir svikin og
þess krafist að hún láti þegar af
völdum.
Namphy sá sig knúinn til að
kveða sér hljóðs í gær og lofaði
hann því að „helstu annmarkar
yrðu sniðnir af nýju reglunum'
án þess að fara nánar útí þá
sálma. Samtök verkamanna og
flokkar stjórnarandstöðunnar
töldu hinsvegar ekkert á loforð-
um Namphys að græða og
skoruðu á fólk að halda barátt
unni áfram.
-ks.
Fimmtudagur 2. júli 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11