Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 10
ERLENDAR FRÉTTIR
Suður-Kórea
Chun
gafel upp
Almenningur lét engan bilbug á sérfinna og
arfaprinsinn Roh venti sínu kvœði íkross.
Forsetinn neyddist til aðfallast á allar
meginkröfur stjórnarandstöðunnar
Frjálsar forsetakosningar
verða haldnar í Suður-Kóreu
um áramótin, stjórnarandstöðu-
leiðtoginn Kim Dae-Jung mun
geta um frjálst höfuð strokið og
þorri pólitískra fanga verður
leystur úr haldi.
Eftir margar „andvökunætur"
tók Chun Doo Hwan forseti
ákvörðun um að ganga að öllum
helstu kröfum stjórnarandstöð-
unnar í landinu. Hann boðaði
þessi stórtíðindi ísjónvarpsræðu í
gær og var daufur í dálkinn. Hann
sagðist hafa miklar efasemdir um
ágæti þessara ráðstafana en
viðurkenndi að „almenningur er
mjög áfram um að fá að kjósa
forseta beinni kosningu."
Hann sagði að ný stjórnarskrá
yrði samin í því augnamiði að
ryðja braut fyrir frjálsum kosn-
ingum og „þann 25. febrúar mun
ég víkja fyrir eftirmanni sem
kjörinn verður löglegri kosn-
ingu.“ Chun hefur setið í forseta-
stóli frá því herinn hóf hann til
valda árið 1980.
Yfirlýsingar forsetans marka
þáttaskil í stjórnmálasögu Suður-
Kóreu og sigla í kjölfar mikilla
óeirða í landinu sem staðið hafa
yfir í þrjár vikur eða frá 10. júní.
Þann dag hafði Chun látið ljós-
mynda sig í bak og fyrir með Roh
Tae-Woo sem hann fullyrti að
myndi erfa forsetaembætti sitt.
Að vísu átti að „kjósa“ forseta
óbeinni kosningu en allir stjórn-
arandstæðingar voru á einu máli
um að kjörfyrirkomulagið væri
beinlínis sniðið með það fyrir
augum að arfaprinsinn Roh
hreppti krúnuna.
„Þetta er mikill sigur fyrir fólk-
ið“, sagði Kim Dae-Jung eftir að
hafa hlýtt á ræðu Chuns í gær.
Félagi hans Kim Young-Sam tók
miklu dýpra í árinni: „Þetta eru
mikilvægustu tímamót í 5000 ára
sögu lands okkar. Loksins sjáum
við fram á friðsamlega pólitíska
byltingu í kosningum. Mikill
meirihluti þjóðarinnar vill að
bundinn verði endi á stjórn hers-
ins.
Það voru fleiri en stjórnarand-
stæðingar sem fögnuðu þessum
málalyktum í gær. Eftir átökin
undanfarnar vikur höfðu þær
raddir gerst æ háværari erlendis
sem efuðust um að unnt væri að
halda ólympíuleikana í Suður-
Kóreu næsta ár.
Skipuleggjendur leikanna voru
milli vonar og ótta en nú virðist
leiðin greið. „Óneitanlega voru
blikur á lofti en nú hefur þeim
verið feykt í burtu í eitt skipti
fyrir öll,“ sagði embættismaður
úr íþróttamálaráðuneytinu og
brosti sínu fegursta.
Ljóst er að Roh Tae-Woo,
skjólstæðingur forsetans og for-
Auglýsið í Þjóðviljanum
Starf sveitarstjóra
Starf sveitarstjóra Súöavíkurhrepps í N-ísafjarð-
arsýslu er laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. júlí n.k.
Upplýsingargefuroddviti, Hálfdán Kristjánsson, í
síma 94-4969 eöa 94-4888.
Sveitarstjóri
Múrhúðun og pípulagnir
í Sjúkrahúsinu
á Blönduósi
Tilboð óskast í framkvæmdir við Sjúkrahúsið á
Blönduósi er ná til að skila nýbyggingunni tilbú-
inni undir tréverk.
Byggingin er nú fokheld. Húsið er kjallari, þrjár
hæðir og ris.
Heildarflatarmál er um 30002.
Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 1. maí 1988.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg-
artúni 7, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn
21. júlí 1987 kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Aðþrengdir kylfusveinar Chuns. Þeir voru ofurliði bornir.
Chun forseti tekur í hönd Kim
Youngs-Sams skömmu áður en þeir
hófu viðræður sínar á fimmtudaginn
var. Þær báru engan árangur.
maður Lýðræðislega réttlætis-
flokksins, hefur Ieikið lykilhlut-
verk í því að fá sveigt vilja hins
„ósveigjanlega" Chuns og þykir
mjög hafa vaxið af máli þessu.
Roh er fyrrum hershöfðingi
einsog forsetinn og var almennt
litið á hann sem lítilfjörlega
strengjabrúðu Chuns sem myndi
eftir sem áður halda um valda-
taumana þótt Roh yrði forseti að
nafninu til. Reiði almennings
Roh Tae-Woo sýndi mikla pólitfska
slægð. Fyrrum var hann fyrirlitinn og
forsmáður en nú nýtur hann virðingar
fyrir að hafa sveigt járnvilja Chuns.
beindist því ekki síður gegn hon-
um en forsetanum.
En Roh virðist hafa borið
meira skynbragð á þýðingu at-
burðanna en Chun. Fyrir níu
dögum gat hann sannfært forseta
sinn um að taka til endurskoðun-
ar ákvörðunina um að aflýsa öllu
samráði við stjórnarandstöðuna
um umbætur á stjórnskipunar-
lögunum, eiga viðræður við Kim
Young-Sam um leiðir til að
stöðva skálmöldina í landinu og
aflétta umsátri lögreglunnar um
heimili Kim Dae-Jungs sem stað-
ið hafði yfir í 78 daga.
En viðræður Kim Young-Sams
og Chuns báru engan árangur og
daginn eftir, á föstudag, fór allt í
bál og brand á nýjan leik. Al-
menningur lét sér ekki segjast.
Á ný settist Roh við skriftir. Á
mánudagsmorgun rak þjóðina í
rogastans þegar hann lýsti því yfir
að hann myndi leggja að Chun að
efna til frjálsra kosninga, leysa
Kim Dae-Jung úr haldi ( hann
hafði aðeins notið frelsis í 31
klukkustund) og gefa öllum pólit-
ískum föngum upp sakir. Féllist
forsetinn ekki á þessar tillögur
hans sæi hann sig knúinn til að
draga framboð sitt til embættis
forseta til baka og segja af sér
formennsku í Lýðræðislega rétt-
lætisflokknum.
Nú var fokið í flest skjól fyrir
Chun. Hann fór því að ráðum
vopnabróður síns þótt honum
væri það þvert um geð. Roh þykir
hinsvegar hafa haldið mjög vel á
spilunum og er nú talinn eiga
góða möguleika á því að ná kjöri í
frjálsum kosningum. Slíkt var tal-
ið óhugsandi fyrir þrem vikum.
-ks.
Panama
Niður með Kanann!
Bandaríska sendiráðið grýtt í
fjölmennum mótmælaaðgerðum.
Neyðarástandslögin numin úrgildi
Til mikilla mótmælaaðgerða
kom í Panamaborg í gær, er
mannfjöldi safnaðist saman við
bandaríska sendiráðið. Fólkið
kastaði grjóti og flöskum með
rauðri málningu að byggingunni.
Bfl var velt og á hann var mál-
að: „Allur heimurinn fordæmir
afskiptasemi Öldungdeildarinn-
ar.“ Með þessu var vísað til sam-
þykktar bandarísku öldunga-
deildarinnar fyrir viku þess efnis
að lýðræði skyldi komið á í
landinu og yfirmanni hersins og
stjórnanda landsins í raun, Ant-
onio Noriega, velt úr sessi.
AUnokkrar skemmdir voru
unnar á sendiráðinu, en talsmað-
ur þess var fámáll: „Við megum
ekkert segja,“ sagði hún, en bætti
við að útlitið væri ljótt.
Aðgerðirnar komu í kjölfar
þess að neyðarástandslögum var
aflétt í Panama, en þeim var
komið á fyrir þremur vikum
vegna harkalegra mótmæla gegn
stjórnvöldum. Götuóeirðir
geisuðu þá í tvo daga, og hafði
hið pólitíska andrúmsloft lands-
ins ekki verið jafnófriðvænlegt í
tuttugu ár.
Lögreglan umkringdi sendi-
ráðið um hálfri klukkustund eftir
að mótmælaaðgerðirnar brutust
út, en lét fólkið afskiptalaust.
Fjöldi slagorða þakti veggi sendi-
ráðsins um það er lauk, svo sem
„Kanar, farið heim,“ og „Bind-
um enda á yfirgang Gringó-
anna.“ Fjölmargir báru þjóðfána
Panama, og höfðu fest hann á
prik af ýmsum stærðum og gerð-
um.
Aðgerðirnar komu í kjölfar
útifundar sem boðað var til að
undirlagi stjórnvalda.
Málgagn stjórnarandstöð-
unnar í Panama, La Prensa, kom
út í gær, óritskoðað í fyrsta skipti
í tuttugu daga, eða frá setningu
neyðarástandslaganna. Blaðið
birti leiðara á forsíðu og fagnaði
framtaki öldungadeildar banda-
ríkjaþings. „Bandarísk íhlutun
Noriega hershöfðingi: sýnir klærnar í
viðskiptum sínum við stóra bróður í
norðri.
hefur alltaf fallið í góðan jarðveg
þegar hún hefur verið hliðholl
stjórnvöldum. Núna, þegar íhlut-
unin er í þá veru að andæfa
mannréttindabrotum, vald-
beitingu og yfirgangi hersins, þá
kemur annað hljóð í strokkinn,"
stendur í leiðaranum.
HS
Borgartúni 7, sími 26844
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. júlí 1987