Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 5
Hvalavinafélagið Sjávamtvegsráðherra í sjóræningjaleik HalldórÁsgrímsson tókforystufyrirþeim ríkjumsem virða náttúruverndarsjónarmið að vettugi. Fréttaflutninguraf þingi Alþjóða hvalveiðiráðsins gróflega rangtúlkaður segja talsmenn Hvalavinafélagsins OU umfjöllun fjölmiðla hér á landi um það sem gerðist á þingi Alþjóða hvalveiðiráðsins hefur verið hróplega misvísandi, sögðu þeir Björn Hróarsson jarð- fræðingur og Magnús H. Skarp- héðinsson, en þeir fylgdust með þingi ráðsins í Bretlandi í síðustu viku sem fulltrúar nýstofnaðs Hvalavinafélags. -Sannleikurinn er sá að fyrsta ræða Halldórs Ásgrimssonar á þinginu olli hneykslun flestra þingfulltrúa og gerði það að verk- um að íslenska sendinefndin var einangruð það sem eftir var þingsins. Það sem olli hneykslun í ræðu ráðherrans voru fýrst og fremst þær hótanir sem hann hafði í frammi: hótanir um úr- sögn úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og stofnun nýrra samtaka til höfuðs þess, hótanir um að kæra samþykktir ráðsins fyrir Al- þjóðadómstólnum í Haag og hót- anir um að íslendingar myndu nýta hvalastofnana innan ís- lenskrar efnahagsiögsögu sam- kvæmt eigin geðþótta, en sú hót- un gengur þvert á Hafréttarsátt- mála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir að hvalastofnarnir í höfunum séu sameign mannkyns. Þessar stóryrtu yfirlýsingar komu eins og sprengja inn á þing- ið og urðu til þess að margar þjóðir, sem ekki höfðu fullmótaða afstöðu í málinu, sneyddu algjörlega hjá öllu sam- starfi við íslendinga það sem eftir var þingsins. Sátuð þið þingið sem áheyrnarfulltrúar? -Nei, við fengum ekki leyfi til að hlusta á umræður, en hins veg- ar fylgdumst við grannt með öllu sem þar fór fram, sóttum fyrir- lestra og vorum í nánum tengs- lum við fjölmiðlafólk, sem fylgd- ist með öllu. Sýndu fjölmiðlar mikminn áhuga á þinginu? -Já, gífurlegan, þvíþótt 34 þjóðir hafi átt sendinefndir á þinginu, þá voru blaðamenn jafnan fleiri. Og áhugi þeirra beindist ekki síst að afstöðu íslands. Þannig lent- um við í 3-4 sjónvarpsviðtölum, meðal annars við Channel 3 í Hér er Ólafur Þ. Jónsson telur líklegast að rekaviðurinn só ættaður frá Síberíu. Björn Hróarsson, Magnús H. Skarphéðinsson og Eyrún Ósk Jensdóttir, sem fylgdust með þingi Alþjóðahvalveiðiráðsins I Boumemouth fyrir Hvalavinafélag Islands. Bretlandi og í milli 20 og 30 blaðaviðtölum. Það er óhætt að segja að frammistaða íslenska ráðherrans og íslensku sendi- nefndarinnar hafi orðið mikill á- litshnekkir á þjóðinni í augum umheimsins, en íslenska sendin- efndin virtist reyndar fara mest huldu höfði og forðast fjölmiðla. Meðal annars neitaði hún frétta- manni íslenska sjónvarpsins um viðtal, en hann var sérstaklega sendur á staðinn en sat uppi með engar fréttir. Með framkomu sinni hafði ís- lenska sendinefndin hins vegar gengið fram fyrir skjöldu og Eg geri fastiega ráð fyrir því að hingað komi einhver slatti af ferðamönnum í sumar, en það sem af er sumri hef ég ekki orðið mikið var við þá hér. En aðal- ferðatíminn hér á Hornströndum er í júlímánuði, segir Ólafur Þ. Jónsson, vitavörður á Horn- bjargsvita. Ólafur tók við vitavarðaremb- ættinu um mánaðamótin maí- júní og er ráðinn í eitt ár í senn. Sagði hann að það sem af væri sumri hefði veðrið verið mjög gott þarna nyrðra, en í gær var leiðindaveður og rigning. Mikið tekið forystu fyrir þeim ríkjum sem ekki vildu virða náttúruvern- darsjónarmið. íslendingar léku því skúrkinn á þessu þingi og voru útmálaðir sem slíkir í fjöl- miðlum á meðan aðrar hvalveiði- þjóðir eins og Japanir og Kóreu- menn gátu skýlt sér á bak við hina óvægilegu afstöðu íslensku sendi- nefndarinnar án þess að vera eins mikið í sviðsljósinu. Kom þetta ekkifram í íslenskum fjölmiðlum? -Nei, allavega ekki nægilega vel. Þegar Halldór Ásgrímsson kom heim af þinginu, þá sagði hann í sjónvarpinu að þingið hafi er af fugli í bjarginu sem er án vafa þéttbýlasti staður landsins. Aðalstarf vitavarðarins er að taka veður á þriggja tíma fresti en auk þess fer nokkur tími í viðhald og annað þessháttar sem dytta verður að og sjá um að allt sé í góðu standi, því ekki er hægt að panta viðgerðarmann frá næsta verkstæði ef eitthvað bjátar á. Ólafur sagði að hann notaði frítímann, þegar hann gæfist, til að fara í fjöruferðir og væri þar ýmislegt að sjá sem ræki á land. Sagðist hann verða mikið var við allskonar drasl úr veiðarfærum af óskiljanlegum ástæðum ráðist gegn vísindastarfsemi íslendinga. Það er fullkomin rangtúlkun, því allir þeir fulltrúar sem til máls tóku á þinginu ræddu um nauð- syn aukinna rannsókna, og meðal annars voru fslendingar lofaðir fyrir framlag sitt til þeirra. Það var hins vegar skoðun yfirgnæ- fandi meirihluta þingfulltrúa að hvalveiðarnar ættu ekkert skylt við rannsóknir, enda lagði ís- lenska sendinefndin ekki fram neinar þær niðurstöður, sem rekja mátti beint til vísindaveiða síðastliðins árs. Og þótt sjávarút- vegsráðherra reyni að halda skipa, m.a. kúlur úr trolli. Einnig væri mikið um rekavið, sennilega ættaðan frá Síberíu. Mikið er um ref þarna og er það fastur liður á hverju kvöldi að komi heim að íbúðarhúsinu, fjórir til fimm sam- an í leit að æti. Sagðist Ólafur halda góðum vinskap við rebba og gæfi honum alltaf eitthvað í svanginn. „Hérna er maður í drauma- vinnunni og líður vel. Ég bið að heilsa öllum sósíalistum með bar- áttukveðju,“ sagði Ólafur að lok- um. grh áfram þessum blekkingarleik gagnvart þjóðinni, þá hafa bæði vísindamenn, fjölmiðlar og al- menningsálitið í heiminum séð í gegnum þetta, þannig að afstaða Halldórs Ásgrímssonar er nú gjarnan túlkuð sem eins konar sjóræningjasiðfræði gagnvart þessari dýrategund, sem öllum líffræðingum sem við þekkjum að Jóhanni Sigurjónssyni undan- skyldum ber saman um að sé í útrýmingarhættu. Komu fram nýjar upplýsingar um það á þinginu? —Jú, það var samdóma álit flestra sérfræðinga sem þarna voru að á grundvelli þeirra tak- mörkuðu upplýsinga, sem íslend- ingar hefðu meðal annarra lagt fram um stofnstærð á langreiði í Norður-Atlantshafi, þá væri þessi hvalastofn í mikilli útrým- ingarhættu miðað við þann hvala- fjölda sem íslendingar hyggðust veiða í svokölluðu vísindaskyni. Það er auðvitað á þeim forsend- um sem Alþjóða hvalveiðiráðið hefur lagst gegn þessum veiðum. Hvaða augum lítur almenn- ingsálitið í Bretlandi afstöðu ís- lensku ríkisstjórnarinnar í þessu máli? -Það er ekki nokkur vafi að öll framganga Halldórs Ásgrims- sonar í þessu máli hefur orðið ís- lendingum mikill álitshnekkir og gert mikið til að eyðileggja fyrir þeirri jákvæðu umfjöllun um ís- land sem kom í kjölfar leiðtoga- fundarins. í augum margra er litið á okkur sem sjóræningja sem ekki vilja hlýta alþjóðalögum og samþykktum og virði náttúru- verndarsjónarmið að vettugi. Það er ekki vænlegt til þess að afla íslandi álits sem friðelskandi þjóðar sem gegnt geti sáttahlut- verki í heiminum. ~ólg Hornbjargsviti maður í draumavinnu Ólafur Þ. Jónsson vitavörður: Aðalferðatíminn hér er íjúlí. Geri ráðfyrir slatta af ferðamönnum ísumar. Veðrið búið að vera gott. Mikið afrekaviði í fjörunni frá Síberíu. Einnig drasl úr veiðarfœrum skipa og báta. Rebbi fasturgestur á hverju kvöldi Fimmtudagur 2. júlí 1987 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.