Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 8
MINNING „Do what thou wilt Shall be the whole of the Law. Love is the Law, Love under will. “ Alfreð Flóki kvaddur Veitingahús það sem opið stóð að Laugavegi 11 á sjötta áratugn- um hefur í endurminningunni allnokkra sérstöðu meðal ann- arra sambærilegra staða, kannski einkum fyrir tvennt: fjölbreyti- leika gestanna, og að þar þekktist ekkert kynslóðabil, þaðan af síður stéttskipting. Verðandi þjóðhöfðingjar áttu það til að líta þangað inn; einu sinni tókst mér að lokka þangað væntanlegt nóbelskáld í kaffi; og svo má ekki gleyma öllum þeim sem þá voru enn nafnlausir, en áttu eftir að gera garðinn frægan síðar, ýmist sem listamenn, stórbissnesjöfrar eða ráðherrar, já guð má vita hvað, ef þeim þá entist líf; en dauðinn tók snemma sinn toll af mörgum þessara sérstæðu per- sóna, og er það önnur saga, sem maður er þó minntur á núna: Al- freð Flóki er allur. Þegar unglingur með því sér- kennilega nafni Alfreð Flóki Ni- elsen tók að venja þangað komur sínar um miðjan áratuginn, fannst manni sem punktur hefði verið settur yfir i-ið. Hann var svo sannarlega öðruvísi en aðrir, á svo margan hátt: Upprunninn frá borgaralegu heimili við kyrr- láta götu í vesturbænum, allra manna prúðastur og pen í tauinu, og svo að auki lesinn í ýmsu því sem vill fara framhjá venjulegu námsfólki: persónusögu, lista- sögu, dulfræðum og jafnvel göldrum - og leit út eins og hann kæmi rakleitt aftan úr nítjándu öldinni, með góðlátlegt bros á vör til okkar sem vorum að bjástra við að halda jafnvægi á þeirri tuttugustu. Hann var upprennandi mynd- listarmaður, og það sem með öðru skapaði honum sérstöðu var það, að hann vissi þá þegar hvar og hvernig hann ætlaði að hasla sér völi. Það þurfti meira en litla dirfsku og bjartsýni til að rísa upp gegn vissum menningarlegum einstrengingshætti þeirra tíma. Abstraktmálverkið hafði með harmkvælum unnið sér sess, og það var ekki fyrir hvern sem var að láta sem það væri ekki til og taka upp á því að draga upp fígúr- atífar myndir af heimi goðsagna, drauma, undirvitundar og tákn- máls, stundum í fullkominni mót- sögn við staðnaðar siðferðis- grillur, en þar sem listamaðurinn fór sínu fram og var í senn auðmjúkur þjónn listar sinnar og fullkomlega meðvitaður um það vald sem hann hafði á verkefninu í krafti þekkingar og meðfæddra hæfileika. En Alfreð Flóki skapaði sér þessa sérstöðu mjög snemma; og svo var persónu - töfrum hans fyrir að þakka, að honum leyfðist þessi dirfska og hann varð snemma viðurkenndur af æ stærri hópi leikra og lærðra. Öllum þeim ferli gera þeir vænt- Riss eftir Flóka í gestabók frá 19. des. 1958. anlega nánari skil, sem eru hæfari til þess en ég. Ymsir skúrkar og skrípikallar úr lista- og menningarsögunni gátu orðið nánast hugljúfir þegar Flóki sagði frá þeim á sinn sér - kennilega háttog brostisínu tví- ræða brosi, í senn fullur aðdáunar og skops, sem var blessunariega laust við tilraunir til fræðilegra útskýringa. Austurríski læknir- inn og rithöfundurinn Leopold von Sacher-Masoch og sá leiði markgreifi de Sade, heimspek- ingur andhúmanismans, urðu þannig að kitlandi áhugaverðum persónum í munni Flóka. Svo mætti lengi telja. Ekki sakaði þá að nærhendis væri glas með ein- hverju laufléttu - og helzt dömu- vindill. Jafnvel kertaljós. Góður hiti í stofunni, en hríðarbylur úti- fyrir. Lágtstilltur Bach á fónin- um, eða Beethoven - ellegar Tja- íkovskí, til þess að hafa allt í stfl... Þegar Alfreð Flóki hverfur nú af sjónarsviðinu á miðjum starfs- aldri, verður manni hugsað til spakmælis sem segir á þá leið, að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. í áranna rás hefur samfundum okkar fækkað, eins og farið hefur um fleiri þá sem áttu sér daglega mót á árum áður. Þá sjaldan við hittumst, jafnan af tilviljun, var hann vanur að segja sem svo: „Við þurfum nú endi- lega að fara að koma saman nokkrir kunningjar og opna eina lauflétta eins og í dentíð.“ Það var alltaf ætlunin. En nú verður það ekki oftar. Tími og dauði eru mjög miskunnarlausar stað- reyndir. Eftir stendur hið sérstæða lífs- verk Alfreðs Flóka, sem í sögu íslenzkrar Iistar á sér enga sam- svörun, jafnt með kostum sínum og göllum. Það værí þó vel þess virði að athuga þann möguleika, hvort ekki er hægt að kynna þjóð- inni enn betur en hingað til meg- inþorrann af því sem eftir hann liggur, og þá á ég beinlínis við það, hvort ekki muni vera hægt að hafa stöðuga sýningu á verk- um hans á svipaðan hátt og gert er með verk Asgríms Jónssonar. Þá þyrfti jafnframt að hefja út- gáfu á endurprentunum margra mynda hans, bæði smárra og stórra, til sölu innanlands og er- lendis. Á tímum fjölbreytilegrar þjónustu við útlenda ferðamenn get ég vart hugsað mér tilvaldara efni til góðrar landkynningar en beztu myndir Alfreðs Flóka. Honum tókst á hálfri starfsævi að auðga íslenzka list að þeim verkum sem eru engum öðrum lík, en eru um alla framtíð vitnis- burður um tilfinningaríkan, vel menntaðan og vandvirkan lista- mann, sem skipar einstæðan sess í listasögu þjóðarinnar. Elías Mar íþróttafélag fatlaðra Sigla niður Hvítá Ég furðaði mig oft á því að slík- ur maður sem Flóki skyldi vera vaxinn upp hjá okkur hérna i Víkinni, því að hann virtist miklu fremur sprottinn úr gamalgrónu menntaumhverfi í einhverri af höfuðborgum Mið-Evrópu. Þetta gerði eflaust fas hans, útlit og klæðaburður, en eins hitt, að hann hafði með þrotiausum lestri frá unga aldri tileinkað sér bók- staflega allt það besta úr menn- ingararfleifð gömlu Evrópu. En seinna gerði ég mér ljóst að Flóki var jafnframt eins íslenskur og nokkur maður getur verið, í þeirri merkingu sem við leggjum besta í það orð. Því svo oft og víða sem þess hefur verið getið hve víðlesinn Flóki var í erlendum bókmenntum, eldri sem yngri, má hitt ekki gleymast að hann var ekki síður óvenju vel lesinn í ís- lenskum bókmenntum frá upp- hafi, - hafði á hraðbergi tilvitnan- ir úr ólíkustu áttum, kunni ókjör af Ijóðum, sögum og sögnum og fór ósjaldan með mergjaðar stök- ur yfir góðu glasi. Hann var fæddur í Uppbæn- um, í húsi móðurafa síns, Guð- mundar Helgasonar að Óð- insgötu fjögur, og ólst þar upp fram undir fermingu. Þetta var mikið ævintýrahús og þar var amma hans, sem dekraði hann hæfilega; sá meðal annars til þess að hann fengi að vaka frameftir og sofa út á morgnana og að sem minnst af því sem kryddaði hvunndaginn færi fram hjá hon- um. Reglulega klæddi hún sig uppá og fór á miðilsfund til Láru, og tók drenginn með sér; þ.e.a.s. hann sat frammí eldhúsi á meðan andarnir komu nauðsynlegum skilaboðum til skjólstæðinga sinna inni í stofunni. Þessi undar- lega reynsla átti sinn þátt í þeirri foragt sem Flóki hafði á því hé- gómlega kukli, sem spíritismi er, en fullvissaði hann þó snemma um að „fleira væri til á himni og jörðu en heimspekina dreymir um“, og alla ævi leitaði hann á- kaft eftir merkari svörum við hin- um áleitnu spurningum mannsins en þeim sem fást á andafundum. Og oft minntist Flóki á hve heilla- vænleg áhrif amma sín hefði haft á þroska sinn, í þessu sem öðru, og að næst móður sinni ætti hann henni að þakka þá sýn á tilver- una, sem best dugði honum sem listamanni. Frú Guðrún Nielsen, móðir Flóka, er í 6ta lið frá þeirri merku konu Guðrúnu Hallvarðsdóttur í Tungufelli, en hún varð ættmóðir óvenju glæsilegrar fylkingar frumlegra gáfumanna og stórra listamanna, t.d. Einars Jóns- sonar, Ásgríms, Muggs, Jóhanns Briem, og margra fleiri. Guðrún Nielsen, sem sjálf er mikil lista- kona, vissi fljótt að sonur hennar mundi búa yfir óvenjulegum hæfileikum og Iagði sig frá fyrstu tíð alla fram um að þroska þá. „Hún las óhemju mikið fyrir mig áður en ég varð sjálfur læs,“ segir hann í viðtali nýverið. Óg það voru ekki staðlaðar barnabækur á geltu máli, myndskreyttar af misjafnlega hæfileikasnauðum auglýsingateiknurum, heldur kjarnmikil ævintýri, þjóðsögur og sígildar bókmenntir, íslenskar og þýddar. OG biflíumyndir Doré og fleira þessháttar til bragðbætis. Það hvarflaði aldrei að henni, eftir að ljóst var hvert hæfileikar Flóka beindust, að halda honum að að öðru en list sinni, eða réttara sagt: hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að búa svo í haginn fyrir hann að hann mætti stunda list sína og grúsk óáreittur. Alla tíð. A hverju sem gekk var henni mest umhugsað um þetta eitt. íslend- ingar eiga þessari sterku og glæsi- Aleister Crowley legu konu mikla skuld að gjalda, og vita það margir, ef það skyldi vera henni einhver huggun gegn miklum harmi. Og fleiri konur koma við sögu, því að fagrar og greindar konur löðuðust alltaf og allsstaðar að Flóka eins og flugur að loga. En 1963 kvæntist hann danskri stúlku, Annette Bauder Jensen, mikilli ágætiskonu, og átti með henni einn son, Axel Darra, sem nú er búfastur í Björgvin í Nor- egi. Fleiri börn átti Flóki ekki. Þau Annette skildu eftir átta ára sambúð; hann fór út til íslands, en hún varð eftir í Danmörku, þar sem þau höfðu þá búið um hríð. 1973 kynntist Flóki 19 ára stúlku, Ingibjörgu M. Alfreðs- dóttur, og slitu þau ekki félags- skap uppfrá því. Samband þeirra var afar náið og innilegt enda fór Flóki aldrei leynt með ást sína á þessari konu. Svo mikil velsæld hefur verið í þessu landi undanfarna áratugi að ekki hefur einu sinni verið hægt að svelta listamenn bókstaf- lega í hel og naut Flóki þessarar nýju vígstöðu eins og aðrir. Efna- leg afkoma hans var þó aldrei samboðin slíkum listamanni og okkur, samtímamönnum hans vitanlega til ævarandi skammar. Á meðan Flóki lifði tók maður þessu sem hverjum öðrum sjálf- sögðum hlut og vissi að öðruvísi gat þetta varla verið. En því sár- ara svíður það, eftir að hann er allur, að hugsa til þess að honum skyldu aldrei búin þau kjör að hann fengi notið sín til fulls. Eins er um tómlæti margra þeirra, sem fjalla um list á opin- berum vettvangi; þeir gátu ein- hvemveginn aldrei kveðið skýrt og skorinort uppúr um það, sem allur almenningur þó vissi, að hér væri kominn fram óumdeilan- legur snillingur og ein af réttlæt- ingum lítillar þjóðar fyrir heimin- um. En nú má vænta þess að það fari að kveða við nýjan tón hjá þessum mönnum, þó ekki væri nema vegna hagsmuna skjólstæð- inga þeirra og breyttra markaðs- viðhorfa. Kynni okkar Flóka spönnuðu 35 ár, eða allt frá því að við pínd- umst saman í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar við Öldugötu. Hann var þá skákmeistari skólans, og raunar einhver efnilegasti upp- rennandi skákmaður landsins á þeim árum. En það var líka sagt að Jóhann Briem hefði gefið hon- um tólf í teikningu! Síðan tóku við „Ellefuárin", þegar lífið var oftast taumlaus gleði, en í versta falli skemmtileg vitleysa og við héldum að lífsgátan yrði ráðin ef við bara fengjum eina „ábót“ til. Og eftir ellefu öll þessi ár, sem mér finnst nú að hafi verið nær samfelld veisla. En nú hefur dauðinn, „sá gamli nurlari og blindi spéfugl" hrifið þennan ljúfling á burt frá okkur og það þarf enginn að segja mér að tíminn sefi til fulls þann sökn- uð sem það veldur. Einhversstaðar „austur af sól og suður af mána“ hefur Vil- hjálmur af Bæjaralandi reist sér höll úr himnesku alabastri, með gullnum hvolfþökum og silfur- turnum, sem tekur fram öllum þeim höllum sem hann náði að byggja hér á jörð. Þarna er nú mikil gleði, því að þeir eru hér margir samankomnir, snilling- arnir og „skuggadrengirnir", að fagna Meistaranum og halda honum veislu. Þarna er mark- greifinn guðdómlegi og Crowley og Rússarnir og Frakkarnir stóru, og margir höfundar aðrir, með persónur sínar í eftirdragi. Gömlu, góðu Júðarnir eru líka þarna allir, og þarna er Poe og Lovecraft, og þarna eru symból- istarnir og súrrealistamir flestir, nema Dali er rétt ókominn, og margir málarar eru þarna aðrir, og þarna eru þeir Wagner og Sat- ie í stórum hópi meistara og þarna er höfundur Eyrbyggju og séra Jón Magnússon og Fjalla- skáldið, og þarna er Wilde og Villon, Apuleius og Verlaine og Rimbaud, og líka Pasolini og þeir drengir aílir, og þarna er fjöldi fagurra kvenna, sumar dýrlingar en aðrar ekki, og þarna er greifinn af St. Kildu, og sægur enn, sem ekki er hægt að nafn- greina allan. Og þarna verða dýrlegar krásir á borðum og allskyns „gúmmel- aði“ og vínið flýtur og gerir ekki annað en kæta og endurnæra sál- ina eins og áður fyrr. Og „vondu dagarnir" koma aldrei né „þau árin, er þú segir um: mér líka þau ekki.“ Úlfur Hjörvar Um næstu helgi ræðst íþrótta- fclag fatlaðra í mikið ævintýri í samvinnu við Nýja ferðaklúbb- inn. Þá er meiningin að sigia á þremur gúmmíbátum niður Hvítá f Árnessýslu og er ferðin öðrum þræði ætluð til að fjár- magna byggingu íþróttahúss fyrir fatlaða. íþróttafélag fatlaðra í Reykja- vík og nágrenni var stofnað fyrir 13 árum og eru félagar á sjötta hundrað. Félagið hefur sent keppnisfólk á ólympíuleika fatl- aðra við góðan orðstír og m.a. unnið til gullverðlauna. Nú eru ólympíuleikar framundan og því brýnt að væntanlegir keppendur njóti góðrar aðstöðu til æfinga. Fjáröflunin vegna ævintýra- ferðarinnar niður Hvítá verður tvíþætt; annarsvegar seldar auglýsingar á gúmmíbátana, hinsvegar verður tekið við áheit- um í símum 91-27112 og 91- 23212. Forráðamenn félagsins vonast til að almenningur sýni þessu málefni skilning og áhuga svo takast megi að skapa fötluð- um viðunandi aðstöðu. 8 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 2. júlf 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.