Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 13
ÁSEYÐI KALLI OG KOBBI Snæfellsjökull. Ein af sjö orkustöðvum jarðar samkvæmt tíbetskum heimildum. * > Sálvaxtaimót undir Jökli Allóvenjulegt mótshald er í bí- gerð á Snæfellsnesi síðar i sumar, helgina 15.-17. ágúst nánar til tekið. Mótið ber yfírskriftina Snæfellsás, en fornar sögusagnir herma að Bárður Snæfelisás hafí gengið í jökulinn og gerst hollvættur hans. Á mótið eru allir þeir boðnir og velkomnir sem starfa að heildrænum aðferðum, en auk þess er það öllum opið. Þrídrangur, Træðslu- og upp- lýsingamiðstöð um heildrænar aðferðir, hefur borið hitann og þungann af undirbúningi móts- ins, þótt fleiri hafi komið við þá sögu. í kynningarplaggi frá fé- laginu segir að heildræn aðferð sé ákveðin afstaða mannsins gagnvart sjálfum sér og umhverfi sínu. Gengið er út frá því að mað- urinn sé ein samverkandi heild líkama, tilfinninga, huga og ann- arra dýpri þátta. „Þannig er tekið tillit til allra þessara þátta auk umhverfisins í upprætingu ósam- ræmis milli þeirra, en ekki ein- blínt á einn einstakan," segir þar. Mótið verður haldið á Arnar- stapa, enda telja aðstandendur að þar sé góð aðstaða. Nýuppgert félagsheimili staðarins verður notað undir fyrirlestra, mynd- bandasýningar og námskeiðs- og vörukynningar. Mótstjald verður sett upp. Þar verður flutt tónlist, helgistund, fyrirlestrar, kvöldvökur og ýmsar uppákomur. Einnig verða nokkr- ir aðilar sem bjóða upp á þjón- ustu í sérstökum tjöldum, svo sem nudd, tarotlestur og heilun, en heilun er íslenskun á enska orðinu healing. Og í baksýn gnæfir Snæfells- jökull, sá kynngimagnaði staður. í tíbetskum heimildum er jökull- inn talinn ein af sjö orkustöðvum jarðarinnar. Boðið verður upp á skoðunarferðir um nágrennið í fylgd reyndra fararstjóra. Dagskráin er að vonum enn í deiglunni. Meðal þeirra dag- skrárliða sem þegar hafa verið ákveðnir má nefna jurtalækning- ar, umfjöllun um vitundarsvið mannsins, stjörnulíffræði, Ekem- þjálfun, svæðanudd, erindi um Bahaitrú, sjálfsefjun, yin/yang, listheilun (art therapy) fyrir börn, friðarhugleiðslu og seið að fornum sið, og er þá fátt eitt talið. „Þrídrangur er hlutlaust fé- lag,“ sagði Garðar Garðarsson framkvæmdastjóri í stuttu spjalli við Þjóðviljann í gær. „Við tökum ekki afstöðu með neinu og leyfum öllum að hafa sína afstöðu og kynna sínar trúarskoðanir og aðferðir; hver hefur rétt fyrir sér út frá sinni persónulegu reynslu," sagði hann. Fyrir bragðið er vettvangur mótsins dálítið sérstakur. Enginn á að þurfa að vera úti í horni með sín fræði: það verður engum hornaugum gjóað á sálvaxtar- mótinu í ágúst. Við inntum Garðar eftir því hvað búist væri við mörgum þátt- takendum á mótið, og sagði hann að sjálfsagt færi það nokkuð eftir veðri. „Ef veðrið verður gott ger- um við okkur vonir um að 500 manns mæti, en jafnvel þótt hann rigni þá erum við fullviss um það að fjöldi þátttakenda verður á bilinu eitt til tvö hundruð." En af hverju endilega um miðj- an ágúst? Um það segir í bæklingi Þrídrangs: Tímasetning mótsins er engin tilviljun. Þegar komið er fram í miðjan ágúst er hámarki ferðamannatímans lokið, en oft mikil veðurblíða og hlýtt og stillt veður. En það er fleira sem kem- ur til. Forn spádómur Mayaind- jána telur að 16. og 17. ágúst boði miklar breytingar á vitundarlífi jarðarbúa. Einnig var könnuð af- staða plánetanna á þessum tíma og kom í ljós mjög kröftug og óvenjuleg afstaða í háloftunum þessa daga. HS KRGSSGÁTAN Lárétt: 1 vofu4veiki6fisk- ur 7 yf irhöfn 9 æsa 12 hlýj- una 14 hljóm 15 óhljóð 16 óskýrt 19 millibil 20 karl- mannsnafn 21 lasta Lóörétt: 2 egg 3 reka 4 las- leiki 5 fjör 7 gleðjast 8 skemmtileg10snúast11 ásýnd 13 svelg 17 fæði 18 hreyfing Lausn á sfðustu krossgétu Lárétt: 1 hátt 4 loga 6 æfa 7kusk9usla12vissa14 aasi 15 kóð 16 lægja 19 iðar 20Óðin21 ragni Lóðrétt: 2 átu 3 tæki 4 laus 5 gil 7 klækir 8 svilar 10 sakaði 11 auðinn 13 síg 17 æra18Jón 'Jæja, hvað segirðu? Ertu tilbúinn í hamskipti? Ég held ekki Mitt sérsvið er að vera Það er óþarfi að ímyndaðu þér bara. Bara með því að ýta á hnappinn þá geturðu breytt þér í kirkju v á stærð við Hallgrímskirkju. Hvernig er hægt að Ef þér líst ekki á það geturðu brevtt bór í kostaboði? eitthvað annað. i’iáP sSama er mér.' GARPURINN FOLDA í BLÍÐU OG STRÍÐU APÓTEK Reykjavfk, Helgar og kvöld- varsla lyfjabúða vikuna 3.-9. júlí 1987 er í Laugarnes- apóteki og Ingólfs Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast nætur- vörslu alla daga 22-9 (til 10 fridaga). Síðarnefnda apó- tekiö er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspft- allnn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspftallnn: virka daga 18.30- 19.30, helgar 15-18, og eftirsamkomulagi. Fæðlng- ardelld Landspitalans: 15- 16. Feðratími 19.30-20.30. Öldrunarlæknlngadelld Landspitalans Hátúni 10 B: Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdelld Borgarspítala: virka daga 16- 19, helgar 14-19.30. Hellsu- vemdarstöðln við Baróns- stíg: opin alla daga 15-16 og 18.30- 19.30. Landakots- spitall: alla daga 15-16 og 19-19.30. Barnadeild Landakotsspítala: 16.00- 17.00. St. Jósefsspftall Hafnarlirði: alla daga 15-16 og 19-19.30. Kleppsspfta- linn:alladaga15-16og 18.30- 19. Sjúkrahúslð Ak- ureyri: alla daga 15-16 og 19- 19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: aila daga 15-16og 19-19.30. S|úkra- hús Akraness: alla daga 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Húsavfk: 15-16 og 19.30-20. LÖGGAN Reykjavík.....sími 1 11 66 Kópavogur.....sími 4 12 00 Seltj.nes.....sími 1 84 55 Hafnarfj......sími 5 11 66 Garöabær......sími 5 11 66 Slökkvillð og sjúkrabflar: Reykjavfk.....simi 1 11 00 Kópavogur.....sími 1 11 00 Seltj.nes... sími 1 11 00 Hafnarfj......simi 5 11 00 Garðabær.... sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrlr Reykjavfk, Seltjarnarnes og Kópavog er í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingar og tima- pantanir i síma 21230. Upp- lýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar í sím- svara 18885. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8-17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspftal- Inn: Göngudeildin opin 20 og 21. Slysadelld Borgarspital- ans: opin allan sólarhringinn sfmi 681200. Hafnarfjörður: Dagvakt. Upplýsingar um da- gvakt lækna s. 51100. Næt- urvakt lækna s. 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöts. 45060, upplýs- ingar um vaktlækna s. 51100. Akureyrl: Dagvakt 8-17 á Læknamiðstöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavfk: Dagvakt. Upplýs- ingar s. 3360. Vestmanna- eyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKl, neyðarat- hvarf fyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Simi: 622266 opið allansólarhringinn. Sálfræðlstöðin Ráðgjöf I sálfræðilegum efn- um. Simi 687075. MS-félaglð Álandi 13. Opiðvirkadagafrá kl. 10-14. Sfmi 688800. Kvennaráögjöfin Hlaðvarp- anum Vesturgötu 3. Opin þriðjudaga kl.20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálp- arhópar þeirra sem orðið hafa fyrirsifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýslngar um ónæmlstæringu Upplýsingar um ónæmistær- ingu (alnæmi) í sima 622280, milliliðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvenna- athvarf, Sfmi21205. Húsaskjól og aðstoð fy rir kon- ur sem beittar hafa verið of- beldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78 Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsíma Samtakanna '78 félags lesbía og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 - 23. Slmsvari á öðrum tímum. Sfminner 91-28539. Félag eldri borgara Opið hús í Sigtúni við Suður- landsbraut alla virka daga millikl. 14og 18. Veitingar. GENGIÐ 1. júlí 1987 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar 39,020 Sterlingspund... 63,271 Kanadadollar.... 29,311 Dönsk króna.... 5,6553 Norskkróna...... 5,8374 Sænsk króna..... 6,1290 Finnsktmark..... 8,7922 Franskurfranki... 6,4193 Belgiskurfranki... 1,0323 Svissn.franki... 25,8376 Holl. gyllini... 19,0216 V.-þýsktmark.... 21,4213 Itölsklíra...... 0,02955 Austurr. sch.... 3,0467 Portúg. escudo... 0,2736 Spánskurþeseti 0,3090 Japansktyen..... 0,26629 Irsktpund....... 57,389 SDR............... 49,9706 ECU-evr.mynt... 44,4145 Belgískurfr.fin. 1,0296 Flmmtudagur 2. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.