Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1987næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 15
Og þetta lika,... ítalir voru dæmdir úr leik í Evrópukeppni landsliða U-16 nú fyrir skömmu fyrir að nota of gamla leikmenn. Þeir hafa nú fengið annað tækifæri. Leikmað- urinn sem um ræðir var fjórum dögum of gamall og það þótti ekki skipta höfuðmáli. AC Milan sigraði í sterku æfingamóti sem hald- ið var á (talíu. Þeir sigruðu Barcelona í síðasta leik, 1 -0. Evrópumeistararnir Porto höfnuðu í 2. sæti, Inter Milan í 3. sæti, Barcelona í 4. sæti og Paris Saint-Germain í 5. og síðasta sæti. Benfica hefur nú bætt við sig þriðja Brasilíu- manninum, Jose Carlos, frá Flam- enco. Fyrir voru Elzo og Chiquinho. Don Howe sem þjálfaði Arsenal á sínum tíma neitaði nú fyrir skömmu tilboði frá tyr- kneska félaginu Beiktas Istanbul. Áður hafði Ron Atkinson og Bobby Moore verið boðið starfið, en þeir neituðu báðir. Brasilíumaðurinn Oscar, sem hefur leikið í þremur heimsmeistarakeppnum fyrir Brasil- íu, hefur nú gengið til liðs við jap- anska félagið Nissan í Tokyó. Oscar lék með Sao Paulo, en fór þaðan eftir rifrildi við stjórann. Hann hyggst leika í tvö ár með Nissan og síðan hefja nýtt líf sem bóndi. Santander var eina liðið úr 1. deildinni á Spáni sem féll í 2. deild. Þeir léku um fallið gegn Osasuna og Cadiz og töpuðu leikjum sínum. Liðin sem koma upp í 1. deild eru Valencia, Celta de Vigo og Logrones, en fjölgað verður um tvö lið í deildinni. Bayer Uerdingen hefur nú keypt Svíann Robert Prytz frá svissneska liðinu Young Boys. Hann skoraði 11 mörk í 26 leikjum fyrir Young Boys. Þetta er annar leik- maðurinn sem Uerdingen kaupir á stuttum tima. Nú fyrir skömmu keyptu þeir Reinhold Mathy frá Bayern Munchen. Walter Zenga landsliðsmarkvörður ítala, hefur fengið morðhótanir að undanförnu. Hann hefur í hyggju að fara frá Inter Milan þegar samningur hans rennur út, en „áhangendur" liðsins virðast ekki hrifnir af því. ítalir hafa nú ákveðið að fjölga í deildinni. Liðin verða 18 í stað 16. Þá munu þeir nota sama kerfi og Norðmenn., þ.e. 3 stig fyrir sigur, eitt stig fyrir jafntefli og aukastig fyrir sigur í vítaspyrnu- keppni. Gulur Porsche og sex og hálf milljón dollara þurfa Atletico Madrid að leggja út fyrir Paulo Futre. Porto fær 3.5 milljónir og Futre sjálfur 3.1 milljón og gula Porsche-bifreið! l.deild kvenna Taplausar Valsstulkur Valsstúlkumar sitja nú einar á toppnum að nýju eftir sigur gegn KR, 1-0 í slökum ieik. Guðrún Sæmundsdóttir skor- aði eina mark leiksins og eins og svo oft áður, beint úr auka- spyrnu. Síðari háfleikurinn var jafn, en hvorugu liðinu tókst að skapa sér verulega góð færi. Bæði lið voru langt frá sínu besta, en Ingibjörg Jónsdóttir átti góðan leik. -MHM Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði og félagar hans í landsliðinu náðu sér ekki á strik í gaer. Handbolti v Punktarúr “* 7. umferð Mark Jósteins Einarsson gegn ÍA á Akranesi á laugardaginn er sögulegt fyrir KR-inga. Það er 1000. markið sem KR skorar frá upphafi í 1. deildarkeppninni. Aður hafði aðeins Valur náð þeirri tölu. Sigurmark Sveinbjörns Há- konarsonar sem skorað var rétt á eftir var 900. markið sem ÍA skorar í 1. deild. Sigurmark Ragnars Margeirs- sonar fyrir Fram gegn Val var 900. mark Fram í 1. deild. Það var jafnframt fyrsta mark Ragn- ars fyrir Fram í fyrsta leik hans með félaginu. Einar Ásbjörn Ól- afsson, einnig fyrrum leikmaður ÍBK, lék líka sinn fyrsta leik með Fram. Fram sigraði Val í fyrsta skipti í 11 leikjum í 1. deildarkeppninni. Fram vann síðast 1-0 árið 1980 en síðan hafa liðin gert 8 jafntefli og Valur sigrað tvisvar. ÍA vann aðeins sinn annan sigur á KR í síðustu 14 deilda- leikjum liðanna frá 1980. Á þess- um tíma hafa liðin hinsvegar skilið jöfn 9 sinnum. í þessum leik voru tveir leik- menn að leika sinn fyrsta 1. deildarleik með sínu gamla félagi í 3 ár. Sigurður Halldórsson með ÍA, en hann lék með Völsungi og Selfossi 1985-86, og Erling Aðal- steinsson með KR en hann lék með Gróttu síðustu tvö ár. Siguróli Kristjánsson, Þór, skoraði sitt fyrsta 1. deildarmark í leiknum við Víði, sínum 42. leik í 1. deildarkeppninni. Ian Fleming, FH, skoraði sitt fyrsta 1. deildarmark í leiknum við Völsung, og sömuleiðis Jón Sveinsson fyrir KA í leiknum við ÍBK, félagið sem hann lék með í fyrra. Aðalsteinn Aðalsteinsson, fyrrum leikmaður með Víkingi, skoraði í sínum fyrsta 1. deildar- leik með Völsungi, gegn FH. Völsungur vann þar sinn fyrsta heimaleik í 1. deild, 4-1. Ingi Ingason, FH, lék þá sinn fyrsta 1. deildarleik. Halldór Áskelsson skoraði 2 marka Þórs gegn Víði og er þar með orðinn markahæstur Þórs- ara frá upphafi í 1. deild með 18 mörk samtals. Guðjón Guð- mundsson hafði haldið efsta sæt- inu frá árinu 1984 með 17 mörk. Daníel Einarsson, Víði, lék sinn 50. leik í 1. deild, gegn Þór. Hann hefur leikið 37 með Víði og 13 með ÍBK. Sveinbjörn Hákonarson, ÍA, fékk sitt þriðja gula spjald í ár og er efstur í þeirri deild ásamt lan Fleming, FH, og Þorsteini Hall- dórssyni, KR. Markið sem Freyr Sverrisson skoraði fyrir ÍBK gegn KA var fyrsta markið sem KA fær á sig á útivelli síðan 8. águst 1986. Þá töpuðu þeir 5-0 gegn Þrótti og höfðu haldið hreinu í 5 leiki síðan þá. -VS Trausti Ómarsson og Atli Einarsson sækja hér að marki ÍR og skömmu síðar lá boltinn í marki ÍR, en það dugði ekki til, IR-ingar sigruðu og Víkingar úr leik. Mynd: E.ÓI. Bikarkeppni Víkingar úr leik Prjú lið úr3. deild Topplið 2. deildar, Víkingur er úr leik í Bikarkeppninni, en 4. umferð var leikin í gær. Þrjú lið úr 3. deild tryggðu sér sæti í 16- liða úrslitum. ÍR-ingar komu nokkuð á óvart með því að slá Víkinga úr bikar- keppninni með sigri, 3-2. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Heimir Karlsson kom ÍR í 2-0, en Trausti Ómarsson og Atli Ein- arsson jöfnuðu. En það var svo Hlynur Elísson sem tryggði ÍR sigur með marki á 37. mínútu. ÍBV sigraði Leikni á útivelli, 4-2. Bergur Ágústsson skoraði tvö mörk, Tómas Tómasson og Lúðvík Bergvinsson eitt mark hvor. Baldur Örn Baldursson og Atli Þór Þorvaldsson skoruðu mörk Leiknis. Reynir sigraði Stjörnuna nokkuð óvænt á útivelli. Valdi- mar Kristófersson og Ragnar Gíslason skoruðu mörk Stjörn- unnar. Leifur sigraði KS í miklum bar- áttuleik, 6-5 eftir vítaspyrnu- keppni. Loks sigraði Þróttur Neskaup- stað Einherja, 2-1. Einn leikur var í gær, en þá sigraði Grindavík Selfoss, 2-0. -Ibe íslendingar náðu ekki að end- urtaka stjörnuleikinn, sem færði þeim sigur gegn Júgóslavíu, í gær þegar þeir mættu Spánverjum. Slæmur fyrri háfleikur var okkar mönnum að falli og þeir töpuðu gegn Spáni, 20-22. Islendingar náðu sér ekki á strik í fyrri hálfleik og var leikur liðsins mun slakari heldur en leikirnir hér heima gegn Dönum. í síðari hálfleik tókst íslending- um þó að grynnka á forskotinu og leikur liðsins var mun betri. ís- land átti möguleika á a.m.k. öðru stiginu. Þegar staðan var 19-16 fengu íslendingar vítakast, en Rico markvörður Spánverja varði frá Sigurði Sveinssyni. Eftir það voru möguleikar Islands úr sögunni og sigurinn nokkuð ör- uggur hjá Spánverjum. Það sem helst brást i þessum leik var vörnin og þarmeð mark- varslan. í sókninni var illa farið með góð færi. „Þetta var mjög slakur fyrri hálfleikur og líklega sá versti sem við höfum átt í langan tíma, sagði Guðjón Guðmundsson aðstoðar- þjálfari íslenska landsliðsins. „Strákarnir eiga merkilega mikið eftir og eru ekki mjög þreyttir, þó eru nokkuð mikið um meiðsli, álagsmeiðsli sem koma til af löngum og ströngum æfing- um. Við leggjum allt í leikinn á morgun gegn Austur- Þjóðverjum og ef við sigrum í þeim leik þá lendum við í 2. sæti. Við settum stefnuna á 5. sæti og 2. sæti væri frábær árangur." ísland leikur síðasta leikinn á mótinu á morgun og með sigri hafna þeir í 2. sæti. Mörk íslands: Karl Þráinsson 5, Alfreð Gíslason 4(2v), Þorgils Óttar Mathiesen 3, Jakob Jónsson 3, Sig- urður Gunnarsson 1, Kristján Arason 1, Gcir Sveinsson 1, Sigurður Svcins- son 1 og Atli Hilmarsson 1. -Ibe Spennufall gegn Spánverjum Fimmtudagur 2. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Tungumál:
Árgangar:
57
Fjöldi tölublaða/hefta:
16489
Gefið út:
1936-1992
Myndað til:
31.01.1992
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 140. tölublað (02.07.1987)
https://timarit.is/issue/225209

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

140. tölublað (02.07.1987)

Aðgerðir: