Þjóðviljinn - 02.07.1987, Blaðsíða 9
Gunnar með laxinn eina sem þeir Bjami höfðu upp úr þessari vitjun: Giska á að hann sé um 15 pund. Myndir Sig.
Netaveiði í Ölfusá
Maður hefur kynnst því
Netaveiðifer rólega afstað í Ölfusá. Gunnar Gunnarsson á Fossi:
Ósköp dauftþað sem afer enþað hlýtur að rœtast úrþessu hjá okkur
Jú, mikil skelfing, maður hefur
nú kynnst því betra. Þetta hefur
verið ósköp dauft það sem af er,
sagði Gunnar Gunnarsson bóndi
á Fossi við Selfoss, þar sem hann
og Bjarni Sigurgeirsson félagi
hans voru nýbúnir að vitja um net
sín í Ölfusá.
Þjóðviljamenn hittu þá tví-
menninga að máli þar sem þeir
voru að vitja um net við brúna á
Ölfusá. Veiðin var með rýrara
móti, einn lax, sem Gunnar gi-
ölfusá er með tærara móti um þessar
mundir, en þarna leggja þeir Gunnar
og Bjarni net sitt út í strauminn við
brúna.
skaði á að væri um það bil 15
pund.
„Við lögðum fyrstu netin í síð-
ustu viku og vitjuðum fyrst um
þessi net í dag, en við megum
stunda þessar veiðar til 20. sept-
ember.
Ég er nú búinn að stunda þess-
ar netaveiðar í Ölfusá frá því ég
man eftir mér og ég verð að segja
að þetta fer verr af stað en oftast
áður. Það kom ákveðið bakslag í
þessar veiðar árið 1980, þegar leir
úr Hagavatni komst í ána, en það
ætti nú að vera að jafna sig.
Áin er óvenju tær núna og það
hefur sín áhrif á veiðina. Það væri
mun betra ef hún væri hæfilega
skoluð.
Hveragerði
Skolpáþján létt af Vaimánni
Ný skolphreinsistöð tekin ínotkun íHveragerði. tnn rennurþó fjórðungur skolpsins
beintíVarmá. Guðmundur F. Baldursson: Mikilframför sem þegar er sjáanleg á ánni
etta er auðvitað gríðarleg
framför og maður sér það
strax á ánni. En það er enn tal-
sverð mcngun í Varmánni og það
er ekki bcinlínis hægt að mælast
til þess að menn drekki úr henni,
sagði Guðmundur F. Baldursson
byggingafulltrúi Hveragerðis í
samtali við Þjóðviljann í gær, en
þeir Hvergerðingar eru að gera
tilraun til þess að leysa skolp-
vandamál sín.
Fram til þessa hefur öllu skolpi
í Hveragerði verið veitt beint út í
Varmá í mikilli óþökk allra aðila.
Guðmundur sagði í gær að
ýmsar leiðir til lausnar á þessum
vanda hefðu verið ræddar á und-
anförnum árum. í fyrra var svo
ákveðið að byggja skolphreinsi-
stöð og var hleypt á hana fyrir
þremur vikum. Um er að ræða
rotþrær í fjórum þrepum og er
ætlast til þess að efnin í skolpinu
botnfalli. Kostnaðurinn við þessa
framkvæmd var 2-2,5 milljónir
króna.
„Það er ekki komin nein
reynsla á þessa stöð ennþá þannig
að við vitum raunverulega ekki
enn að hve miklu leyti þetta mun
virka. Við vitum t.d. ekki hversu
ört rotnunin mun ganga. En komi
í ljós að árangurinn verður ekki
nægilega góður, eigum við ýmsa
möguleika á að flýta rotnuninni.
Þetta á eftir að þróast hjá okkur,
en þessi leið hefur ekki áður verið
reynd á íslandi.
Enn sem komið er fara aðeins
75% skolpsins í stöðina, en við
gerum ráð fyrir að öllu skolpi sem
til fellur í bænum verði veitt
þangað innan fimm ára,“ sagði
Guðmundur F. Baldursson.
-gg
Stefnt er að því að veita öllu skolpi
sem til fellur í Hveragerði í nýju
skolphreinsistöðina innan fimm ára.
Mynd Sig.
betra
En það hlýtur að rætast úr
þessu hjá okkur. Þeir hafa verið
að gera það miklu betra hér ofar í
ánni og það hefur verið reytingur
í stangveiðinni, þannig að við
missum ekkert vonina þótt þetta
fari rólega af stað,“ sagði Gunnar
Gunnarsson og skundaði burt
með laxinn góða. -gg
Borgarfjörður
Lax-
veiðinað
þoma
upp
„Það er nánast engin laxveiði
hjá okkur í netin í Hvítá og þó
erum við með tólf net í ánni. Við
höfum verið að fá þetta 5 til 6 laxa
sem er ekki neitt. Astæðan fyrir
þessu aflaleysi er fyrst og fremst
sú að áin er mjög vatnslítil vegna
þurrkanna sem hafa verið í
sumar, og aldrei þessu vant ósk-
um við bændur eftir hressilegri
úrkomu til að þetta ófremdar-
ástand lagist og laxinn fari að láta
sjá sig á nýjan leik,“ sagði Krist-
ján Fjeldsted í Ferjukoti í Borgar-
firði við Þjóðviljann.
Kristján sagði að veiði væri
einnig mjög treg í Norðurá,
Þverá og Langá vegna þess hve
árnar væru vatnslitlar. Þá kæmu
þessir þurrkar einnig niður á tún-
um bænda sem væru að skrælna.
Á mörgum bæjum í Borgarfirði
er heyskapur byrjaður og sums-
staðar er þegar farið að taka hey í
hús.
Fimmtudagur 2. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
grh.