Þjóðviljinn - 03.07.1987, Síða 7

Þjóðviljinn - 03.07.1987, Síða 7
Sudur-Kórea Verður Kwangju sárið grætt? Ráðamenn hyggjast gefa uppreisnar leiðtogum upp sakir, greiða œttingjum myrtra skaðabœtur og reisa minnismerki Stjórn Suður-Kóreu heldur áfram að koma mönnum í opna skjöldu. Um síðustu helgi lét hún undan þrýstingi almennings í landinu og boðaði frjálsar kosn- ingar, frelsi til handa samvisku- föngum og afnám ritskoðunar. í gær kvaðst hún ætla að leggja sitt af mörkum til að bæta fyrir of- beldisverk sín í Kwangju en árið 1980 lét Chun forseti dáta sína þar í borg drekkja uppreisn gegn herforingjastjórninni í blóði. Broddar úr flokki Chuns, Lýðræðislega réttlætisflokknum, kváðust ætla að setja á laggirnar nefnd sem á að ákveða bóta- greiðslur til ættingja fórnarlamb- anna. Ennfremur hyggst stjórnin gefa leiðtogum uppreisnarmanna upp allar sakir, reisa minnisvarða um fallna og „hugsanlega biðjast afsökunar"! Einn flokksforkólfanna sagði við þetta tækifæri: „Þótt nú séu liðin 7 ár frá því þjóðar- harmleikurinn átti sér stað eru sárin ekki gróin.“ Samkvæmt upplýsingum ráða- manna féllu 193 einstaklingar fyrir hendi hermanna í Kwangju en stjómarandstæðingar í borg- inni fullyrtu nýverið að mönnum væri óhætt að margfalda þá tölu með fimm til að komast nærri sannleikanum. Harmleikurinn hefur allar götur síðan verið lík í lest Chunstjórnarinnar og and- ófsmenn hafa ávallt sagt að stjórn sem skíri sig í blóði þegna sinna hafi enga lögsögu yfir þjóðinni. Svipmynd frá Kwangju í maí árið 1980. Fórnarlömb herböðlanna liggja í líkkistum og ættingjar harma. Hinn þekkti andófsmaður Kim Dae-Jung var einn af forsprökk- Vesturevrópuher Hollendingar hlynntir Hollenska varnarmálaráðherranum líst vel á hugmyndir stjórnarinnar í Bonn umfransk/þýskan her sem yrði vísir að aukinni hernaðarsamvinnu þjóða Vestur-Evrópu um uppþotsins í Kwangju og það var ekki fyrr en á mánudag að honum voru gefnar upp „sakir“. Chun Doo Hwan forseti og Roh Tae-Woo, formaður Lýð- ræðislega réttlætisflokksins, vom báðir hershöfðingjar á þessum tíma og komu við sögu í Kwangju. Þeir eru í hópi fimm yfirmanna í hemum sem andófs- menn í borginni nefna „illmennin fimm“ því það vom þeir sem gáfu skipanirnar um hrannvígin. -ks. Frakkland Mitteirand í uppáhaMi Forsetinn hefur myndarlegtforskot á aðra líklegaframbjóðendur í forsetakosningum að ári. Fasistanum Le Pen vex ásmegin Samkvæmt nýrri skoðana- könnun eru flestir Frakka áfram um að Francois Mitter- rand forseti sitji um kyrrt í Elyse- ehöllinni. Vinsældir forsetans hafa aukist jafnt og þétt frá því flokkur hans beið ósigur í þingk- jöri í fyrra og þykir hann hafa haldið vel á spöðunum í „sam- búðinni“ við Jacques Chirac for- sætisráðherra hægristjórnarinn- ar. í könnun vikublaðsins Ipsos kom í ljós að 37 af hundraði kjós- enda hyggjast greiða forsetanum atkvæði í fyrri umferð forseta- kosninga, gefi hann kost á sér á ný. Ennfremur kom fram að hann myndi léttilega sigra báða frambjóðendur hægri manna, væntanlega Chirac eða Raymond Barre, í síðari umferð. Niðurstaðan er keimlík þeirri sem birt var í sama blaði í maí en þá kváðust 39 af hundraði ætla að ljá Mitterrand atkvæði í fyrri um- ferð. Það vekur athygli að í nýju könnuninni kemur í ljós að fas- istinn Le Pen nýtur aukins fylgis þótt engar líkur séu á því að hann komist í aðra umferð. En ef nið- urstaðan gefur trúverðuga mynd af viðhorfum Frakka þá vilja 13 Francois Mitterrand Frakklandsfors- prósent að hann verði forseti -ks.j eti frammi fyrir Elyseehöll. Hollcndingar eru til í tuskið ef hugmyndir Vesturþjóðverja um vesturevrópskan her fá byr í seglin. I síðasta mánuði hóf Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, máls á því að æskilegt væri að Frakkar og Vest- urþjóðverjar kæmu sér upp sam- eiginlegri hersveit í því augna- miði að efla styrk evrópskra að- ildarþjóða NATÓ. Hann kvað síðar ekkert vera því til fyrirstöðu að aðrar Vesturevrópuþjóðir slægjust í hópinn. Frakkar hafa tekið vel í þessar tillögur og í gær lýsti varnarmála- ráðherra Hollands, Wim van Eekelen, því yfir á þingi að hann væri ákaflega veikur fyrir hug- myndinni og hygðist slá til ef stóru nágrannarnir tveir láta hana verða að veruleika. Aðstoðarmaður van Eekelens, van Vliet að nafni, kvað foringja sinn mundu færa sér í nyt for- mennsku sína í Vesturevrópu- bandalaginu og leggja að öðrum aðildarþjóðum að taka þátt í stofnun Evrópuhers. Bandalag þetta er skipað þingnefndum úr sjö ríkjum og lætur hermál til sín taka. Auk Hollendinga eiga Frakkar, Vesturþjóðverjar, Belgar, Italir, Luxemborgarar og Bretar aðild. En van Vliet bætir við: „Hvort hugmyndin verður að veruleika er alfarið undir frumkvæði Þjóð- verja og Frakka komið. Við get- um hreyft málinu á fundum og lagt því lið en við erum lítils meg- andi í samanburði við nágrann- ana.“ -ks. Vel búnir slagsmálahundar Noriegas leggja tll atlögu við herskáa náms- menn. Panama Námsmenn gegn Noriega r Igær skarst í odda með her- skáum námsmönnum og slagsmálahundum stjórnvalda utan Þjóðarháskólans í Panama- borg. Skólasveinar vilja stjórn landsins norður og niður og eink- um er þeim uppsigað við Noriega hershöfðingja sem öllu stýrir á bak við tjöldin. Námsmennirnir hófu að reisa götuvígi steinsnar frá háskólan- um snemma í gærmorgun en þeg- ar lögregla hugðist rífa nýbygg- ingarnar eftir tveggja tíma þóf sló í brýnu. Nemamir brúkuðu hnúa og hnefa gegn gúmmíkúlum og kylfum löggunnar í ójöfnum leik. Samtímis streymdu þúsundir landsmanna út á götur til að láta í ljós andstöðu við stjórnina. Menn veifuðu hvítum vasaklút- um, þeyttu bflflautur og börðu potta sína. Öllu var stefnt gegn Noriega. Á þriðjudag aflétti stjórnin neyðarástandi sem lýst var yfir vegna mikilla mótmæla gegn stjórninni í fyrra mánuði. Sam- dægurs og í fyrradag gengu stjórnarsinnar fylktu liði að bandaríska sendiráðinu og for- dæmdu „frekleg afskipti Banda- ríkjamanna af innanlandsmálum Panarna". Ástæðan var sú að á dögunum ályktaði öldungadeild Bandaríkjaþings í þá veru að Panamabúar myndu gera vel með því að sparka Noriega úr valdast- óli. í fyrrakvöld var myndarlegri styttu af Theodore Roosvelt, fyrrum Bandaríkjaforseta, velt af stalli í höfuðborginni. Hann var potturinn og pannan í plotti sem tryggði Panama sjálfstæði árið 1903 þannig að þetta var ekki fal- lega gert. -ks. Föstudagur 3. júlí 1987 .ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.