Þjóðviljinn - 03.07.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 03.07.1987, Qupperneq 8
HEIMURINN Bretland Gleymdu okkur ekki Kalli Karl prins heimsœkir íbúa í niðurníddu miðborgarhverfi í London. Áminning til Thatcherað taka tilhendinni Karl prins, erfingi bresku krún- unnar, kom í heimsókn í slömm eitt í London fyrir skemmstu. Með heimsókninni telja menn að hann vilji undir- strika áhyggjur sínar af þróun- inni í málefnum miðborgar- hverfa, og jafnframt hvetja ríkis- stjórn Margrétar Thatcher til að iáta vandkvæði þeirra til sín taka. „Kalli, gleymdu okkur ekki el- skan,“ kallaði kona ein með sterkum cockneyhreim er prins- inn kom út úr byggingu einni í East End sem dæmd hefur verið til niðurrifs. Karl prins sagði fréttamönnum að honum hefði ofboðið ástandið, en hverfið varð fyrir loftárásum Pjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og hefur ekki náð séð á strik síðan. „Þetta er algerlega óviðun- andi,“ sagði hann. „Frumkvæði fólks og orka er til staðar, ef hún fengi að njóta sín. Ég held að það Karl Bretaprins, erfingi krúnunnar, hefur látið vandkvæöi miðborgarhverfa mjög til sín taka. Ítalía Skrautleg þingsetning Slagsmál, hjólreiðar og berbrjóstasýningar meðal annarra skemmtiatriða er ítalska þingið kom saman ígær Italska þingið kom saman í gær fyrsta sinni eftir kosningarnar 14.-15. fyrra mánaðar. Um 400 nýliðar taka sæti í tveim málstof- um löggjafarsamkundunnar, fulltrúadeild og öldunga-. Heilmikið var um að vera um og fyrir setningu. Nýfasistar trufl- uðu athöfnina er þeir hófu upp raust og kröfuspjöld og heimtuðu frelsi til handa einum af fangels- uðum skuggaböldrum úr eigin röðum. Fyrir snarræði þingvarða urðu smápústrar milli þeirra og þingmanna kommúnistaflokks- ins ekki að einu allsherjar slags- málabáli. Utan þinghússins safnaðist mikill mannfjöldi saman og voru flestir að mótmæla einhverju. Fé- lagar flokks Græningja dóluðu um svæðið á reiðhjólum og fjórar samstarfskonur ástmeyjarinnar og þingmannsins Ilonu Staller sveifluðu berum brjóstum fram og aftur í gríð og erg. Þegar við bættist ægileg mergð svonefndra fjölmiðlamanna þá var hámarki sirkússins náð. Flokkamir fimm sem fyrir skemmstu mynduðu ríkisstjórn undir forsæti sósíalistans Bettin- os Craxis plottuðu í fyrrakvöld um virðingarstöður á þingi. Þeim kom saman um að formaður Repúblikanaflokksins, Giovanni Spadolini, yrði eftirleiðis sem hingaðtil forseti öldungadeildar- innar. Ekki sáu þeir heldur neina ástæðu til að svipta kommún- istann Nilde Iotti stöðu forseta fulltrúadeildar þannig að þau mál voru leyst farsællega. Það þarf hinsvegar vart að taka það fram að ekki bólar á ríkisstjórn á ítal- íu. -ks. sem kemur í veg fyrir að svo geti orðið sé ómælt formvafstur og skriffinnska.“ Leiðangur prinsins um bygg- ingar í niðurníðslu þar sem fólk af asískum uppruna þrælar í þrengslum, var áminning til stjórnarinnar um að hann muni fylgjast grandgæfilega með því að hún efni þau loforð sín að láta málefni miðborgarhverfa til sín taka. Þetta var eitt af stóru mál- unum í þingkosningunum á Bret- landi á dögunum, er Margrét Thatcher bar sigur úr býtum í þriðja skiptið í röð. Karl prins gekk fram á eymd af svipaðri gráðu og lesa má um í skáldsögum Dickens er hann virti fyrir sér slammbyggju þá sem kúrir í skugga fjármálaheimsins í London með öllu sínu glysi. Hann sagði að þetta minnti sig á margt sem hann hefði séð á Ind- landi. Margir frammámenn í fjármálaheiminum slógust í för með honum, en á meðan var kona hans, Díana prinsessa, á tennisleikunum á Wembley, en tennis er fyrst og síðast íþrótt ríka fólksins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem prinsinn er á röltinu í skugga- hverfum borgarinnar. Hann hef- ur meðal annars heilsað upp á heimilisleysingja sem sofa undir Waterloobrúnni. í þetta sinn kleif hann fúinn stiga í húsi sem stendur til að rífa í East End og spjallaði við konu frá Bengal. „Eg er alveg orðlaus," sagði hann þegar hann birtist aftur, og fór ekki á milli mála að honum var brugðið. Ymsir hafa orðið til að líkja þessum leiðangri við annan sem farinn var fyrir fimmtíu og einu ári. Þá var Játvarður áttundi á ferðinni, en hann afsalaði sér seinna krúnunni og gerðist her- togi af Windsor. Játvarði varð svo mikið um allt atvinnuleysið á sínum tíma að hann sagði að „eitthvað yrði að gera,“ og vöktu þau ummæli nokkurn úlfaþyt. Kóngafólkið í Bretlandi gerir h'tið af því að blanda sér í umdeild mál og aðhefst yfirleitt ekkert sem gæti dregið það inn í flokks- pólitískar erjur. HS Mengun Rín verður tær á ný Umhverfisráðherrar Rínarlandanna samþykkja áœtlun um mengunarvarnir á ánni. Verður orðin silungsfœr um aldamót Umhverfismálaráðherrar Rín- arlandanna ákváðu í gær að leitað yrði leiða til að draga úr menguninni í ánni um helming árið 1995. Iðnfyrirtækjunum við Rín verður gert að taka nýjustu tækni í sína þjónustu í baráttunni gegn menguninni. Ráðstafanirnar miða að því að koma í veg fyrir að stórslys á borð við það í Basel í Sviss í nóvember í fyrra geti endurtekið sig. Það er Alþjóðlega Rínarnefndin sem hefur samið reglurnar, en aðild að henni eiga Vestur-Þýskaland, Sviss, Holland, Frakkland og Luxemburg. Slysið í Basel var eitthvert hið alvarlegasta á sínu sviði í heilan áratug, en þá fóru þrjátíu tonn af kvikasilfri og öðrum eiturefnum út í ána úr efnaverksmiðju einni, og drapst mikið af fiski og gróðri í þessari stærstu á Evrópu. Fundi umhverfismálaráðherr- anna lauk í gær, og höfðu þeir þá setið á rökstólum í tvo daga. Fundur var síðast haldinn í des- ember í fyrra, skömmu eftir um- hverfisslysið. Næsti fundur er fyrirhugaður í Strassborg í októ- ber, og þar á að hnykkja á sam- þykkt frá desemberfundinum þess efnis að ána hafi tekist að hreinsa í þeim mæli um næstu aldamót að silungur hætti sér aft- ur í hana. Formaður hollensku nefndar- innar, Lodewijk, sagði að sam- þykktin núna markaði stórt skref fram á við, en svissneskur kollegi hans, Rdolfo Pedroli, var ekki eins bjartsýnn. Hann sagði að að- ildarríkin greindi á í ýmsum mál- um, og vísaði til þess að enn er óútkljáð hve mikið hvert þeirra leggur af mörkum. Pedroli sagði að kostnaðurinn við hreinsun Rínar hlypi á milljörðum marka, og bætti við að enn væri ekki fyrirséð hvenær áfanganum yrði náð, en Frakkar hafa óskað eftir að seinna stig áætlunarinnar frestaðist fram yfir aldamót. Pedroli sagði að málsóknir vegna efnaslyssins í Sviss í fyrra væru orðnar 520, og hefðu sættir, tekist í 440 tilfellum. „Ég veit ekki betur en að verksmiðjan muni bæta öllum tjón sitt sem eftir því leita,“ sagði hann. HS 8 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN IftlÓDIIVIIININ Mötuneyti - sumarafleysingar Þjóðviljann vantar starfsmann til að sjá um létta máltíð í hádeginu næstu 6 vikurnar (sendill sérum innkaup). Vinnutími kl. 10-14. Upplýsingar gefur fram- kvæmdastjóri í síma 681333. ™ ÖRFRÉTTIR m Mikil sprenging varð í spænskum togara við Bjarnarey í fyrradag, og er talið að tveir sjómenn hafi farist. Áhöfnin varð að yfirgefa skipið er mikill eldur varð laus í kjölfar sprengingarinnar. 22 menn voru um borð, og var tuttugu bjargað um borð í annan spænskan tog- ara. Tveir eru taldir af, og líklegt þykir að þeir hafi lokast inni í klefum sínum. Norska strand- gæslan hefur fylgst með brenn- andi skipinu, en haugasjór og hvassviðri veldur því að ekki er hægt að komast um borð. Galdraskósóli er kominn á markað í Kína, ef marka má dagblað eitt í Hong Kong. Ýmsar lækningajurtir sem notaðar hafa verið í landinu frá fornu fari eru settar í sólann, og valda þær því að notandinn vex hraðar en ella. Núningurinn milli iljar og sóla virkar hvetjandi á lífs- kraftinn sem streymir óhindraður í gegnum þann sem hefur ger- semina á fætinum. Lögreglan í London yfirheyrir nú mann einn sem hún gómaði er hann var að klifri inn á Karl Bretaprins og Dí- önu konu hans í gær. Atburður- inn átti sér stað í Kensington Pal- ace, en þar halda hjónakomin til ásamt fleiri meðlimum konungs- fjölskyldunnar. Þetta er ( annað skipti á árinu sem lögreglan handtekur mann fyrir að snuðra ( kringum höllina. Fyrir fjórum árum komst annar maður í svip- uðum erindagerðum inn í Buck- inghamhöll. Sá komst óáreitturtil rekkju Elísabetar drottningar og spjallaði við hana í tíu mínútur áður en öryggisvarslan tók við sér. Gullsmygl í hjáverkum: Edgar Sanchez, sendiherra Costa Rica ( Suður- Kóreu var handtekinn á föstu- daginn var í Nepal, og er gefið gullsmygl að sök. Tollverðir fundu rúmlega 37 kíló af gulli í farangri hans. Þetta er í annað skiptið á árinu sem diplómat frá Costa Rica gerist helsti gírugur í hinn þétta leir; sendiherrann á Taiwan, Ruben Acon, var rekinn fyrir sömu sakir í júníbyrjun. Verkamenn í þúsundatali efndu til mótmæl- agöngu á götum Rio de Janeiro í Brasilíu í fyrradag. Degi fyrr hafði komið til mikilla óeirða í borginni, er fargjöld með strætisvögnum voru hækkuð um 50%, og voru almenningssamgöngutæki grýtt og brennd. Stjómvöld hafa nú fallið frá hækkuninni, en verð- stöðvun hefur verið í gildi í landinu frá 12. júní. Prentvillu- púkinn á ritstjórastóli? Nýlegar fréttir frá Nýja-Sjálandi benda til þvílíkrar stöðuhækkunar, en blað náms- manna á fjölmiðlanámskeiði þar í landi hefur verið bannað, og er ástæðan sú að það var morandi ( stafsetningarvillum, málfræði- mistökum og uppsetningarklúðri. Sex námsmenn höfðu unnið að því í tíu vikur að búa blaðið til prentunar, og átti það að sýna hvað þeir hefðu lært á námskeið- inu. Herforingja- stjórn verður við lýði í Nígeríu til ársins 1992, en síðan ekki söguna meir. Fyrirhugað er að halda kosningar í landinu það ár. Forsetinn, Ibra- him Babangida, upplýsti þetta í sjónvarpsútsendingu nýlega. Hann komst til valda í hittifyrra og hefur áður heitið því að koma á lýðræðislegum stjórnarháttum, en þá átti það að vera árið 1990. Hann segir að hafist verði handa um breytingar þessar siðar á ár- inu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.