Þjóðviljinn - 03.07.1987, Síða 9

Þjóðviljinn - 03.07.1987, Síða 9
______HEIMURINN___ Bandaríkin Nýi dómarinn umdeildur Með útnefningu Borks eru íhaldsmenn í meirihluta. Skipan hans mœlistillafyrir meðal demókrata Lewis Powell, fyrrverandi hæstaréttardómari. Ronald Reagan hefur nú út- nefnt nýjan hæstaréttardóm- ara. Sá heitir Robert Bork og þykir íhaldssamur í besta lagi. Þar með hefur forsetinn gripið þá gæsina að verða sér úti um íhalds- saman meirihluta í Hæstarétti. Eitt sæti í Hæstarétti hefur ver- ið autt síðan Lewis Powell sagði af sér fyrir skemmstu. Talið er víst að valið á Bork muni valda miklum deilum, ekki síst vegna þess að Öldungadeildin verður að leggja blessun sína yfir ákvörðun forsetans, en demó- kratar eru í meirihluta í deildinni. Bork er þekktastur fyrir þátt sinn í að reka saksóknarann sem annaðist Watergatemálið á árun- um 1973-1974. Sá hét Archibald Cox, og var brottrekstur hans afar umdeildur á sínum tíma. Bork hefur verið iðinn við að gagnrýna margar niðurstöður Hæstaréttar sem ekki hafa fallið í góðan jarðveg hjá íhalds- mönnum. Þar má nefna ákvörð- unina um að fóstureyðingar skuli leyfðar. Kvennasamtök og ýmsir þeir hópar sem berjast fyrir auknu frjálsræði segjast munu berjast gegn því að Reagan geti skapað bandarískt þjóðfélag eftir eigin höfði með því að útnefna Bork í embætti hæstaréttardómara. Reagan tilkynnti ákvörðun sína í fyrradag og sagði að Bork væri framúrskarandi fræðimaður og manna fróðastur um stjórnar- skrármálefni. „Bork dómari er almennt álitinn fremsti og greindasti tals- maðurinn hófseminnar í réttar- farssökum. hann er sama sinnis og ég að dómarar eigi ekki að láta stjórnast af eigin verðmætamati þegar fengist er við lagatúlkan- ir,“ sagði Reagan í stuttu ávarpi. Fyrstu viðbrögð við útnefning- unni hafa skipst mjög eftir flokks- pólitískum línum, og hefur hún þannig mælst illa fyrir meðal demókrata. Til dæmis hefur Edward Kennedy, öldunga- deildarþingmaður frá Massac- husetts ekkert verið að skafa utan af því þegar Bork á í hlut: „Draumsýn Borks í þjóðfélags- málum byggist á því að konur verði að grípa til ólöglegra fóstur- eyðinga, hvítum og svörtum verði haldið stranglega að- skildum, lögreglan geti Vaðið uppi um miðjar nætur heima hjá fólki og ruðst inn eftir hentug- leikum, ekki megi kenna bömum þróunarkenninguna, og að dóm- stólar verði lokaðir milljónum borgara.“ Við þetta er því að bæta að Kennedy á sæti í dómsmálanefnd Öldungadeildarinnar, en útnefn- ing Borks kemur til hennar kasta. HS Svíþjóð Kafbátaveiðitímabilið hafið Herskip skjóta djúpsprengjum að erlendum kafbáti. „Trúlegaslapp hann, efþað varþá kafbátur, “segir talsmaður varnarmálaráðuneytisins Skerjagarðurinn enn. Yfirvöldum berst fjöldi ábendinga um ferðir kafbáta. Sænsk herskip skutu í fyrrinótt djúpsprengjum að erlendum kafbáti, en í gær sögðu embættis- menn í vamarmálaráðuneytinu að scnnilega hefði hann komist undan. „Trúlega siapp hann, ef það var þá kafbátur,“ sagði tals- maður ráðuneytisins, Jan Tunin- ger. Ballið byrjaði þegar sjóliðar töldu sig sjá óvenjulega hreyf- ingu á sjónum skammt undan sænsku ströndinni í Botníuflóa, og voru sjóliðamir við æfingar á þessum slóðum. Af opinberri hálfu hefur verið sagt að undanfama daga hafi er- lends kafbáts orðið vart, en á þessum slóðum eltust Svíar mjög við kafbát fyrir þremur ámm en höfðu ekki erindi sem erfiði. Síðan kafbátaveiðitímabilið hófst í Svíþjóð er sjóa og ísa leysti í vor hefur hemaðaryfirvöldum borist sægur ábendinga. Flestir sem telja sig hafa séð kafbáta em óbreyttir borgarar, og hefur varla liðið svo dagur að herinn hafi ekki fengið upplýsingar um váge- stina. Meðal annars hafa tuttugu manns borið vitni um að hafa séð sjónpípu gægjast upp úr sjónum í skerjagarðinum skammt frá Stokkhólmi. Það var árið 1981 að sovéskur kafbátur, Viskí að nafni, strand- aði við Karlskrona, en þar er mikilvæg flotastöð sænska hers- ins. Yfirvöld segja að síðan hafi þeim aðeins einu sinni tekist að bera kennsl á kafbát á þessum slóðum, og hafi sá verið frá Sov- étríkjunum. Svenska dagbladet sagði í gær að flotayfirvöld hefðu í síðustu viku fengið í hendurnar myndir af kafbát á svæðinu þar sem kafbát- urinn frá í fyrrinótt var talinn halda sig. Sænsk hernaðaryfir- völd láta ekkert hafa eftir sér um jessa frétt dagblaðsins. HS Venesúela Ólympíuleikar í Suður-Kóreu Skipulagning í gang að nýju Eftir mikla óvissu um möguleika sunnanmanna íKóreu áþvíað halda ólympíuleikana að ári telja þeirnú engin Ijón á veginum lengurog undirbúa afkappi Sigur lýSræðissinna yfir Chun forseta í Suður-Kóreu og hin- ar vænlegu friðarhorfur í iandinu hafa fáa glatt jafn mikið og skipu- leggjendur ólympíuleikanna sem fram eiga að fara þarlendis næsta ár. Þegar öldur risu hæst í síðasta mánuði jókst þeirri skoðun ört fylgi víða um lönd að það væri óðs manns æði að stefna tugþúsund- um erlcndra gcsta i þetta slagsmálabæli. En þetta breyttist á einni nóttu. Skipuleggjendur hyggjast selja 4,3 miljónir aðgöngumiða fyrir 25 miljónir bandaríkjadala. Miði á opnunarhátíðina mun kosta hvorki meira né minna en 190 dali. Gífurlegur áhugi er á leikunum meðal almennings í Suður-Kóreu en undirbúningsnefndin hyggst takmarka mjög sölu á miðum í heimalandinu. Flestir miðar í bestu sæti munu verða seldir er- lendis. Fyrir þá sem áhuga hafa má geta þess að verð á einstaka at- burði er ákaflega mishátt. Til að mynda mun kosta 50 dali að fylgj- ast með úrslitakeppni í hnefa- leikum úr stúku en áhugamenn um róður þurfa aðeins að punga út með tvo og hálfan dal. Frá og með októbermánuði verður mönnum gert kleift að panta miða en leikarnir munu ekki hefj- ast fyrr en 16. september að ári. Um 5000 sjálfboðaliðar munu gegna störfum túlka og leiðsögu- manna og komu þeir til fyrsta fundar í gær. Mikið mun á þeim hvfla því í höfuðborginni Seoul munu vera fáir vegvísar á ensku og almennt tala landsmenn ekki það mál. Af þessum fimm þúsund kváðu 3000 vera enskumælandi, 1000 kunna frönsku, 500 spænsku, 200 þýsku, 100 rússnesku, 75 jap- önsku, jafnmargir kínversku, 50 arabísku og enginn íslensku. Það er því ljóst að tungumálaörðug- leikar geta orðið þrándur í götu. -ks. Náms- maður felldur Einn námsmaður beið bana í fyrradag í átökum háskóla- nema og lögreglu í höfuðborginni Caracas en þeir fyrrnefndu krefj- ast þess að 17 fangelsaðir kollegar sínir verði látnir lausir. Þeir sitja inni fyrir „undirróðursstarfsemi. Um 1000 námsmenn tóku þátt í aðgerðunum en þeir krefjast enn- fremur þess að 11 félagar fái að setjast að nýju á skólabekk við Del Oriente háskólann en þeir voru reknir eftir mótmæli í síð- asta mánuði. -ks. Föstudagur 3. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.