Þjóðviljinn - 11.07.1987, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.07.1987, Blaðsíða 3
■MÖRFRÉTTIRi EAN-strikmerkin hafa nú verið notuð í viðskiptum í heiminum í áratug. Yfir 75 þús- und fyrirtæki í 35 löndum nota nú EAN-strikmerki. íslendingar gerðust aðilar að þessu kerfi í ársbyrjun 1985 en það er rekstr- artæknideild Iðntæknistofnunar sem sér um daglegan rekstur númerabanka, eftirlit og kynning- arstarf hérlendis. Eitraðir þörungar hafa valdið nokkrum usla hjá fisk- eldisstöðvum í Hvalfirði. Fiskeld- isfélagið Strönd hf. missti nýlega um 9500 fiska sem voru tæpt pund hver, en þetta er í fyrsta skipti sem slíkir þörungar valda tjóni í fiskeldi hérlendis en þeir hafa valdið töluverðum usla í norsku fiskeldi. Vegagerðarmenn hafa samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í allsherjaratkvæða- greiðslu nýjukjarasamningana sem ASÍ gerði við Vegagerð ríkisins 24. júní sl. Friðarhreyfing íslenskra kvenna hefur sent frá sér friðarbréf þar sem kynnt er starfsemi hreyfingarinnarogfjall- að um friðarmál. Friðarhreyfingin stefnir að því að gefa út frekara fræðsluefni um friðarmál og þeir sem vilja frá friðarbréfið geta haft samband við miðstöðina á Hallveigarstöðum. Yfir 53 þúsund tilfelli af AIDS hafa verið tilkynnt til Alþjóðaheilbrigðisstofunarinn- ar WHO. Tilkynnt hefur verið um AIDS í 119 löndum en 22 þjóð- lönd kannast ekki við sjúkdóm- inn. Verst er ástandið í Ameríku þar sem vitað er um rúm 42 þús. tilfelli í 40 fylkjum. Samvinnubankinn hefur hækkað útlánsvexti sína um 4.5 prósentustig og eru vextir á óverðtryggðum skuldabréfum nú 29.5% og 8% á verðtryggðum bréfum. Innlánsvextir hækka um 4 prósentustig á almennum bókum og 2 stig á hávaxtareikn- ingum. Félag eldri borgara hefur sótt um lóð undir starfsemi félagsins í Fteykjavík en félagið hefur haft aðstöðu í veitingahús- inu Sigtúni undir samkomur. Borgarráð hefur vísað erindinu til meðferðar skrifstofustjóra borg- arverkfræðings. Globus afhenti á dögunum MS- samtökunum 250 þús. króna styrktargjöf til minningar um Mar- gréti Gestsdóttur. Það var John Benedikz læknir sem tók við gjöf- inni. Islensk heilbrigðisáætlun var aðalumræðuefnið á aðal- fundi landssambands sjúkra- húsa á 25 ára afmælisfundi sam- bandsins á dögunum sem hald- inn var á ísafirði. Jóhannes Pálmason framkvst. Borgar- spítalans var endurkjörinn for- maður sambandsins á fundinum. FRETTIR Tölvuskatturinn Salan hefur stöðvast Tölvusalasvo til engin eftir25% söluskattinn. GuÖmundurHallgrímsson, sölumaður: Ekkert selt ígær og dag. Aðjafnaðiseljum við nokkrar tölvur á dag. Hœkkunin kemursér illafyrirþá semþurfa á tölvum að halda. GuðmundurÁgústsson, sölumaður: Alger dauði. Eftirspurn eftir tölvum mikilþegar kvisaðist út að söluskatturinn myndi hœkka ACO/ söluskattsálagning á /0 tölvur virðist hafa stöðvað algerlega alla tölvusölu. Um leið og söluskattsáformin kvisuðust út, jókst eftirspurn eftir tölvum gríðarlega og gátu margar verslanir ekki annað eftirspurninni, en eftir að sölu- skatturinn kom til framkvæmda i gær, hefur tölvusalan stöðvast. „Þetta er mjög óvanalegt. Við seljum að jafnaði nokkrar vélar á dag, en í gær og í dag höfum við ekki selt eitt einasta tæki,“ sagði Guðmundur Hallgrímsson, sölu- maður hjá Radíó-búðinni. „Flestir okkar viðskiptavinir eru einstaklingar og aðallega háskólanemar. Þessi hækkun sem hlýst af söluskattshækkun- inni kemur vitanlega hart niður á þessu fólki, sem í mörgum tilfell- um þarf að hafa tölvu námsins vegna,“ sagði Guðmundur Hall- grímsson. Hjá Einari Skúlasyni hf. er svipaða sögu að segja. Tölvusal- an hefur engin verið hjá fyrirtæk- inu síðan söluskattshækkunin gekk í garð, að sögn Guðmundar Ágústssonar, sölumanns. „Eftir að það kvisaðist út að söluskattur á tölvur yrði hækkað- ur, hefur verið mjög mikil sala í •tölvum. Mörg fyrirtæki voru ekki búin undir aukna eftirspurn og gátu því ekki annað henni,“ sagði Guðmundur Ágústsson. -rk Húsafell Friðaá 150 ferkm Kristleifur Þorsteinsson: Höfum lagt drög að nýt- ingaráœtlunfyrir Nátt- úruverndarráð. Girðaá Húsafellsland og Geit- land í sumar og nœsta sumar „Þetta er samstarf Náttúru- verndarráðs, Landgræðslunnar, Skógræktar rflrisins og land- eigenda um friðun þessa lands fyrir allri búfjárbeit. Þessar stofnanir eru allar með afmark- aða reiti á svæðinu en nú munum við markvisst vinna í sameiningu að þvi að gera þetta land að nátt- úruparadís,“ sagði Gísli Gíslason hjá Náttúruverndarráði. Að sögn Kristleifs Þorsteins- sonar í Húsafelli liggja nú hjá Náttúruverndarráði drög að nýt- ingaráætlun fyrir allt Húsafells- • landið. „Þeim leist það vel á þessar hugmyndir að nú á að drífa í því að girða þetta land ásamt Geit- landinu í sumar og næsta sumar. Geitlandið er geysilega fallegt land og er í eigu Hálsahrepps. Mestur hluti alls þessa lands eru melar, sandar og ógróið land en nú verður blaðinu snúið við og þetta grætt upp. Ég mun leggja áherslu á það að hérna verði gæslumaður f framtíðinni sem búi innan afgirta landsins, sagði Kristleifur í Húsafelli. -gsv Grafið undan Morgunblaðshöllinni. (grunni Fjalakattarins sáluga við hliðina á Morgunblaðinu í Aðalstræti, er þessa dagana unnið við fornleifauppgröft, en fyrir uppgreftrinum stendur Árbæjarsafn. Að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur, fomleifafræðings, sem stjórnar uppgreftrinum, hafa þegar fundist nokkur dýrabein, s.s. af sel, hestum og kindum og vegghleðsla, en aldursgreining er ekki enn á vísu. Margréf sagði að þarna mætti búast við mannvistarleifum frá landnámstíð, eins og fundist hafa við uppgröft víðar við Aðalstrætið og í gamla miðbænum. Texti R.K./Mynd Loftur Atli. Krýsuvík Landið í tötrum Landgræðsla ríkisins hefur sent bæjaryfirvöldum í Hafnar- firði bréf þar sem vakin er athygli á mikilli gróðureyðingu á Krýsu- víkursvæðinu á undanförnum árum. Að sögn Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra eru orsakir þessa slæma ástands margvísleg- ar og samverkandi. Sauðfjár- eigendur frá þéttbýlissvæðum beita fé sínu á Krýsuvíkursvæð- inu og þarna er hrossagirðing og land innan hennar er uppnagað. Við höfum hug á því að taka gróðurverndarmál þarna fastari tökum og óskum eftir samvinnu við landeigendur. Við getum ekki stjórnað veðurfari og náttúr- uhamförum en við verðum að vera menn til þess að stjórna beitarfélagi á viðkvæmum lands- svæðum, sagði Sveinn Runólfs- son. -gsv Kvennaathvarf Málað og endurbætt Mú stendur til að endurbæta húsnæði Kvennaathvarfsins í Reykjavík en það er 60 ára gam- alt og þarf lagfæringar við bæði Frá afhendingu gjafabréfs: Fulltrúar Kvennaathvarfs þær Ólöf Sigurðardóttir, Auður Hermannsdóttir og Edda Scheving ásamt Stefáni Guðjohnsen, fram- kvæmdstjóra Málningar hf. utan og innan. Fjárskortur hefur hrjáð athvarfið nokkuð lengi enda er starfsemi þess umtalsverð og tekjur litlar. Að meðaltali dvöldu um 5 kon- ur og 8 börn í húsnæðinu á síðasta ári en að sögn Ólafar Sigurðar- dóttur, starfsmanns, hafa allt að 12 konur og 17 börn dvalið í því á sama tíma. Húsnæðið er um 85 fermetrar að flatarmáli. Fyrirtæki og einstaklingar hafa sýnt athvarfinu mikinn velvilja og látið fé renna til þess. Þess má geta að aldrað fólk og börn hafa verið sérstaklega viljug að styrkja málefnið. Nú hefur verið unnið við lag- færingar á húsinu í rúmt ár og Málning hf. hefur gefið Samtök- unum um Kvennaathvarf úti- málningu á húsnæðið. Þannig að nú geta samtökin málað þó ekki sé það fyrir stórafmæli. -gsv Vinnuvélaslys Missti handlegg Vinnueftirlit ríkisins: Komum á 10-20% býla. Tvc alvarleg slys á ári. Bændur taka okkur mjög vel Mjög alvarlegt slys varð í Gnúp- verjahreppi er þrettán ára gömul stúlka fór f drifskaft á milli dráttar- vélar og heyvagns. Stúlkan var fiutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnueftirliti ríkisins þá verða að jafnaði tvö alvarleg slys í landbún- aði á ári. Árlega eru sendir fræðslu- bæklingar til bænda þar sem eftir- litið er kynnt. Þá hafa bændur tekið eftirlitsmönnum mjög vel og greinilegur vilji er fyrir því að hafa þessi mál í eins góðu lagi og hægt er. Ný reglugerð um búnað dráttar- véla kom í vetur sem leið en Vinnu- eftirlitið hefur ekki mannafla til þess að heimsækja fleiri en 10-20% býli á landinu árlega. -gsv Laugardagur 11. júli 1987 ^JÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.