Þjóðviljinn - 11.07.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.07.1987, Blaðsíða 5
 IM r M r m I visin eða Með n dask) rísindi fni? in að yfirskini? Enginn hugsandi maður and- mælir nauðsyn þess að hvalir séu veiddir í vísindaskyni, því að sjálfsögðu er það bæði skylda og nauðsyn að fylgjast með lífríki til lands og sjávar og öllum þeim líf- verum, stórum og smáum, sem í sameiningu mynda þá lífkeðju sem mannkynið er einn hlekkur í. Hins vegar er stór munur á því að veiða hvali í vísindaskyni og að veiða hvali með vísindin að yfir- skini. Og nú liggja íslendingar undir grun - eða eru jafnvel beinlínis ásakaðir um að stunda hvalveiðar í ábataskyni undir yfirskini vís- indalegra rannsóknastarfa. Tuttugu umhverfisverndar- samtök hafa sent íslensku þjóð- inni opið bréf, þar sem mótmælt er harðlega hinum „vísindalegu hvalveiðum íslendinga". í bréfinu segir meðal annars: „Almenningsálitið í heiminum er nú þegar andstætt hvalveiðum í hagnaðarskyni, sérstaklega ef þær eru stundaðar undir „vís- indalegu" yfirskini. Nú þegar er mögulegur ávinn- ingur íslendinga minni en núll. Annars vegar fá íslendingar nokkrar milljónir dollara fyrir sölu á hvalkjöti til Japans og örfá tímabundin atvinnutækifæri. Hins vegar uppskera íslendingar vaxandi fordæmingu umheimsins fyrir að hundsa almenningsálitið í heiminum." Það er mikið til í þessu. Að vísu taka bréfritarar fulldjúpt í árinni þegar þeir tala um almenningsá- litið í heiminum; hófstilltara og réttara væri að tala um almenn- ingsálitið í nokkrum mikilvæg- ustu viðskiptalöndum íslend- inga, og leggja áherslu á Banda- ríkin, Bretland og Vestur- Þýskaland. En þetta er aukaatriði. Aðalat- riðið er, að það er rétt hjá bréfrit- urum, að almenningsálitið á Vesturlöndum er andvígt hval- veiðistefnu íslendinga og stórar efasemdir uppi um hið vsindalega gildi þeirra. Ennfremur er það rétt, að íslenska þjóðin í heild hefur lítinn hag af því að stunda hvalveiðar, jafnvel þótt hægt væri að stunda þær veiðar óátalið af öðrum þjóðum. Þetta er áréttað í síðustu máls- greinum hins opna bréfs til ís- lensku þjóðarinnar, en þær máls- greinar hafa vakið nokkra gremju, enda ekki nema eðlilegt að það fari að síga í mannskapinn þegar haft er í hótunum - og allt eins þótt hótanirnar séu kurteis- legá orðaðar: Kurteislegar hótanir „Mörg óháð samtök munu sjá sig knúin til að grípa til aðgerða gegn íslandi, til dæmis með því að skipuleggja baráttu fyrir því að neytendur sniðgangi íslenskan útflutningsvarning og íslenska þjónustu. Þeir okkar sem munu grípa til slíkra aðgerða gegn fslandi munu gera það í sorg og bræði yfir á- framhaldandi hundsun Islend- inga á anda og markmiðum Al- þjóðahvalveiðiráðsins. “ Þarna er einfaldlega verið að , hóta því, að hinir gunnreifustu í hópi hvalverndarsinna muni með sorg í hjarta reyna að vinna fs- landi og íslenskum hagsmunum alltþað ógagn sem þeir kunna þar til fslendingar taka sönsum. Ekki þarf að draga í efa að staðið verður við þessar hótanir, bæði á friðsaman hátt með ýmiss konar mótmælaaðgerðum og eins með ofstopafullum - og frétt- næmum - hætti. Eðlileg fyrstu viðbrögð við hótunum eru þau að tala um að láta hart mæta hörðu, en þau við- brögð eru að sjálfsögðu óskyn- samleg. Staðreyndir sýna okkur svo að ekki verður um villst, að um- heimurinn telur engan veginn að íslenska þjóðin sé að vinna vís- indaafrek með því að drepa hvali. Hinar vísindalegu hvalveiðar okkar eru í besta falli taldar vera á misskilningi byggðar, og í versta falli glæpsamleg hræsni til að þjóna miskunnarlausu gróða- sjónarmiði undir yfirskini vís- indalegra rannsókna. Hvalveiðum íslendinga verður að linna tafarlaust. Ekki vegna þess að við óttumst hótanir um ofbeldisaðgerðir eða viðskipta- þvinganir heldur vegna þess að heilbrigð skynsemi og vísindaleg rök færa okkur heim sanninn um að núverandi stefna er röng. Pinochet, Chun Doo Hwan og Ásgrímsson Hin óskiljanlega þrákelkni Halldórs Ásgrímssonar sjávarút- vegsráðherra í þessu máli hefur nú þegar valdið íslensku þjóðinni miklum álitshnekki. Skoðanir hans eiga ekki hljómgrunn lengur nema hjá þeim Pinochet í Chile og Chun Doo Hwan í Suður- Kóreu, og er lítil sæmd í því að eignast slíka „stjórnmálamenn" að pólitískum rekkjunautum. Þessi þrákelkni Halldórs og fé- laga hans á ársfundi Alþjóðlega hvalveiðiráðsins vakti mikla at- hygli, því miður. A þessum fundi hafði Halldór Ásgrímsson í hótunum og viðraði meðal annars hugmyndir sínar um að grípa til eftirtalinna ráð- stafana: 1. Að segja ísland úr Alþjóð- asáttmálanum um stjórnun hval- veiða. 2. Að stofna önnur samtök með þeim þjóðum sem íslending- ar gætu fundið samstöðu með. (Þar á meðal þá væntanlega Chile og Suður-Kórea?) 3. Að kæra Alþjóða hvalveiði- ráðið fyrir Alþjóðadómstólnum og UNESCO, Menningar- og vís- indastofnun Sameinuðu þjóð- anna. Um þessar hótanir segir í bréfi umhverfisverndarsamtakanna tuttugu: „Það er erfitt að trúa því að hótanir herra Ásgrímssonar njóti víðtæks stuðnings á íslandi. Ef til þeirra væri gripið þá myndu þær ganga þvert á greinar 65 og 120 í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem ísland hefur undirritað og staðfest. Þessar greinar sáttmálans segja í stuttu máli að hvað varðar spendýr sjáv- arins sérstaklega, þá beri rflcis- stjórnum að vinna saman innan réttra alþjóðasamtaka um vernd- un, yfirumsjón með, og rann- sóknir á sjávarspendýrum. Aðild íslands að Hafréttarsátt- málanum skyldar það í reynd til að halda áfram aðild sinni að Al- þjóða hvalveiðiráðinu, sem er eina alþjóðlega stofnunin sem fjallar um verndun, umsjón með og rannsóknir á hvölum með viðurkenndum hætti. Hafréttar- sáttmálinn skuldbindur ísland einnig til þess að styðja markmið og stefnu Alþjóða hvalveiðiráðs- ins með jákvæðum og virkum hætti.“ Ai skilja Halldór Menn eiga erfitt með að skilja stífni Halldórs Ásgrímssonar í þessu máli. Er maðurinn svo sannfærður um að áframhaldandi vísinda- rannsóknir íslendinga á hvölum séu eina rétta leiðin til að vernda og viðhalda stofnum þessara sjávarspendýra, að honum þyki nauðsynlegt að tefla í tvísýnu stórkostlegum viðskiptahags- munum fslendinga, til að þessi vísindastörf geti haldið áfram? Er maðurinn algerlega sannfærður um að besta leiðin til að rannsaka hvali vísindalega sé sú að Hvalur h.f. haldi áfram að drepa ákveðinn fjölda þeirra á hverju sumri - og seiji síðan kjöt- ið til Japans í vísindaskyni með viðkomu í Hamborg og stórkost- legum fjölmiðlauppákomum þar í landi? Eða er maðurinn haldinn velmeintri en kjánalegri þjóð- rembu? Heldur hann kannski, að íslenskri þjóðerniskennd sé greiði gerður með því að sýna öðrum þjóðum fram á að hvað sem öllum rökum líður þá geti íslendingar látið hótanir um við- skiptaþvinganir og mótmælaað- gerðir sem vind um eyru þjóta? Eða heldur hann að hann sé að koma fram fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar, sem telji það hið mesta kappsmál að halda áfram hvalveiðum? Eða er hann kannski sannfærður um að hann sé leið- togi íslensku þjóðarinnar í ein- hvers konar heilögu stríði við Sea Shephardsamtökin, sem hafa unnið óhæfuverk á íslandi? Eða eiga hvalveiðar íslendinga að vera storkandi svar til þeirra er- lendu hryðjuverkamanna sem sökktu íslenskum hvalbátum í Reykj avíkurhöfn? Það er erfitt að gera sér grein fyrir því af hverju stífni og þver- girðingsháttur Halldórs Ásgríms- sonar stafar í þessu máli, því að þama er um að ræða reyndan stjórnmálamann sem nýtur álits og virðingar langt út fyrir raðir Framsóknarflokksins. Undirlægjuháttur og hnjálið- amýkt íslenskra ráðamanna á er- lendum vettvangi, einkum gagnvart vinum í Vestri, hefur löngum vakið sorg, reiði og fyrir- litningu meðal þeirra, sem vilja að fulltrúar íslands beri höfuðið hátt og haldi íslenskum hagsmun- um fram af fullri einurð. Eflaust langar Haildór Ásgrímason til að verða góður fulltrúi þjóðar sinn- ar, en í þessu máli er hann á villi- götum. Skynsemin ræður Það hlýtur að vera vilji íslend- inga að standa fremst meðal þeirra þjóða, sem vilja kosta kapps um að vernda lífið á jörð- inni, með friðarstefnu og um- hverfisvernd. Lífsstefnan er haldreipi okkar og framtíðarvon í hrjáðum heimi, þar sem tortímingaröflin eru á kreiki. Umhverfisvernd, þar með talin hvalfriðun, er liður í þessari lífsstefnu. Þess vegna er mál til komið að við förum að góðum ráðum ann- arra þjóða. Ekki af ótta við hót- anir. Heldur af virðingu fyrir líf- inu. Af tilfinningalegum ástæð- um. Af skynsemis ástæðum. -Þráinn Laugardagur 11. júlí 1987 ÞJÓÐVIUINN - S(ÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.