Þjóðviljinn - 11.07.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 11.07.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Frá Landsmóti. Um helgina Það er að sjálfsögðu Lands- mótið á Húsavfk sem ber hæst í íþróttum um helgina. Það stend- ur fram á sunnudag. En það er einnig mikið um að vera í knattspyrnunni. Tveir leikir eru í dag, báðir í 2. deild karla. ÍBV og ÍBf leika í Vest- mannaeyjum og ÍR og KS á Val- bjarnarvelli. Á morgun eru svo fjórir leikir í 1. deild karla og hefjast þeir allir kl.20. KR og Víðir leika á KR-velli, Skagamenn taka á móti KA á Akranesi og Þór og FH mætast á Akureyri. Loks er það Ieikur Völsungs og Vals á Húsavík, en hann er nokkurs konar lokapun- ktur Landsmótsins. -Ibe Húsavík Mark Higgins dregur hér bát að landi i síðustu grein Víkingaleikanna. Jón Páll Sigmarsson fylgist með og gefur góð ráð. Hann gat ekki keppt sökum meiðsla, en nýtur samt mikilla vinsælda á Húsavík. Mynd: E. 01. Kamival- stemmning á Landsmóti Sólbaðsveður og mikillfjöldifólks á vel heppnuðu Landsmóti Það ríkti svo sannarlega suð- ræn karnivalstemming á Húsavík í gær. Þá var 19. Landsmótið formlega sett. Keppni hófst þó í gær með Víkingaleikunum og stendur fram á sunnudagskvöld. Allar áhyggjur um slæmt veður hurfu eins og dögg fyrir sólunni, sem hefur skinið á lands- mótsgesti. Mikill mannfjöldi er samankominn á Húsavík og í gær voru gestir á fimmta þúsund. Keppendur eru hinsvegar tæp tvö þúsund. Skipulagning hefur tek- ist með eindæmum vel, en mótið er mikið fyrirtæki. Starfsmenn munu vera um 700. Landsmótið hófst á fimmtu- dag, en þá var keppt á Víkinga- leikunum. Þeim var svo fram haldið í gær. Það var Geoff Capes sem sigraði með yfirburðum hlaut 36 stig, Mark Higgins hafn- aði í 2. sæti, með 22 stig, Hjalti Ámason í 3. sæti með 19 og Magnús Ver í því 4. með 14 stig. Jón Páll Sigmarsson gat ekki tekið þátt í keppninni, en var þó á svæðinu og hnyklaði vöðva við góðar undjrtektir. Greinilega mjög vinsæll á Husavík. á Húsavík I gær hófst svo keppni í frjáls- um íþróttum. íris Grönfeldt, UMSB, setti nýtt landsmótsmet í spjótkasti. Kastaði 52.62 metra. Magnús Ólafsson, HSK, setti nýtt landsmótsmet í 800 metra skriðsundi á 9.02.97. í gær var keppt í fjölda greina. Margar af þessum greinum teljast ekki til hinna hefðbundnu keppn- isíþrótta, s.s. dráttarvélaakstur, línubeiting, lagt á borð o.fl. Mjög góð stemmning er á Húsavflc. Landsmótsútvarpið út- varpar úrslitum og léttu efni og stuttar fjarlægðir gera mönnum kleift að fylgjast með sem flestum atburðum. Það er þó ómögulegt að sjá allt, því samtímis er keppt í mörgum greinum. Lítið hefur verið um meiðsli, en þó kláruðust birgðir af teygju- bindum strax á fýrsta degi og þurfti sjúkrahúsið að senda eftir viðbót! Landsmótið heldur svo áfram í dag og lýkur á morgun. Utlit er fyrir svipað veður og bendir allt til þess að þetta Landsmót verði það besta ♦ langan tíma. -HS Þeir litlu fengu einnig eitthvað við sitt hæfi. Þessi ætlar sér greinilega sigur í kassabílarallinu. Mynd: E. Ói. Svanhildur Kristjónsdóttir kemur hér fyrst í mark í 100 metra hlaupi. Mynd E. Ól. FH-ingar Luma á leynivopni! Ian Fleming þjálfari FH skoraði mikið íSkotlandi FH-ingum hefur ekki gengiS sem best að skora mörk það sem af er sumri - aðeins 5 í 1. deildarkeppninní, og þau deilast á jafnmarga leikmenn. Þá vantar afgerandi markaskorara - en Ian Fleming þjálfari lumar kannski á einum - sjálfum sér! Fleming á langan feril að baki í skosku knattspyrnunni. Hann hóf að leika með Kilmarnock uppúr 1970, sem framherji, og skoraði 50 mörk í 95 deilda- leikjum fyrir félagið. Þar af 32 þegar liðið vann sér sæti í 1. deildinni veturinn 1973-74. Næsta keppnistímabil skoraði Fleming 11 mörk í 1. deild og 11 að auki í deildabikarnum. Kilmarnock var meðal stofn- liða úrvalsdeildarinnar haustið 1975 en féll um vorið. Fleming var seldur til Aberdeen um miðj- an vetur en hafði skorað 5 mörk í úrvalsdeildinni fyrir Kilmarnock og bætti 2 við fyrir Aberdeen. Með Aberdeen lék hann í 4 ár, m.a. í Evrópukeppni, og skoraði 12 mörk í 64 deildaleikjum, og 11 bikarmörk að auki. Aberdeen var á þessum árum yfirleitt í 2.-4. sæti í skosku úrvalsdeildinni. Hið fræga enska knattspyrnu- élag Sheffield Wednesday keypti Fleming í ársbyrjun 1979 en það lék þá í 3. deild. Hann festi aldrei rætur þar, lék 6 leiki og skoraði 1 mark þann vetur og 7 leiki haust- ið eftir. Síðan var hann seldur til Dundee í skosku úrvalsdeildinni og lauk keppnistímabilinu 1979- 80 þar, skoraði þá 3 mörk í 16 leikjum. Fleming lék tvö næstu tímabil með Dundee í úrvalsdeildinni, skoraði 1 mark í aðeins 8 leikjum fyrra árið en 1 í 16 leikjum 1981- 82, og 4 mörk að auki í deildabik- arnum. Þá fór hann til Brechin í 1. deild og lauk þar ferli sínum í skosku knattspyrnunni, lék með liðinu fjóra vetur, síðast 1985-86. Annað árið gerði hann 10 mörk í deildinni en alls 15 í 116 deilda- leikjum þessi fjögur tímabil. Síð- asta veturinn var Fleming kom- inn í vörnina og gerði þá eitt mark í 35 leikjum í 1. deild. Fleming hefur þegar náð að skora í íslensku 1. deildinni, hann gerði mark FH í 1-4 tapleiknum gegn Völsungi á Húsavík fyrir skömmu. Hann leikur nú sem aft- asti maður í vörn og hefur reynst vel sem slíkur - en með þennan feril að baki kæmi ekki á óvart þó hann freistaði þess að færa sjálfan sig framar á völlinn ef gengi FH- inga uppvið mark mótherjanna fer ekki að lagast. -VS Laugardagur 11. júlí 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.