Þjóðviljinn - 11.07.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.07.1987, Blaðsíða 7
Umsjón Ingunn Ásdísardóttir ólg ræðir við Jón Gunnar Árnason myndlistarmann um verk hans og viðhorf í tilefni sumarsýningar Norræna hússins Sól, hnífar, skip J} öll list á að hafa merkingu eða boðskap sem vísar út fyrir hana sjálfa... ci jj Það má einu gilda fyrir mér hver er kosinn bæjarstjóri á Sauðárkróki, en ef á að eyðileggja ósonlagið eða gerp tilraunir með sólina, þá læt ég það mig varða, því ég er pólitískur listamaður... cc j j Mér finnst listin geta verið kennslutæki og ég leitast gjarnan við að gera áhorfandan þátttakanda í sköpun listaverksins...cc Þannig komst Jón Gunnar Árnason myndlistarmaður meðal annars að orði þegar ég rabbaði við hann eina eftir- miðdagsstund í vikunni í tilefni þess að Norræna húsið held- ur um þessar mundir eina veigamestu sýninguna sem haldinhefurveriðáverkum hans til þessa. Sýningin „Sól, hnífar, skip“ gefur gott yfirlit yfir starfsferil Jóns Gunnars síðustu 15 árin og veitir því um leið góða yfirsýn yfir þá endurnýjun á myndmáli ís- lenskrar höggmyndalistar sem Jón Gunnar hefur lagt meira til en aðrir á síðustu tveim ára- tugum. Sú endurnýjun fólst í uppgjöri við ríkjandi formdýrkun modern- ismans, nýjum skilningi á sam- bandi listaverksins og umhverfis- ins og nýjum skilningi á sambandi áhorfandans við hvorttveggja. Höggmyndalistin var ekki lengur akademísk og sjálfhverf form- dýrkun, heldur var hún eitthvað sem vakti viðbrögð áhorfandans og fékk hann til að endurskoða afstöðu sína til umhverfisins og lífsins. Slík bylting í myndrænni hugsun, sem fólst í verkum Jóns Gunnars Árnasonar, var ekki auðunnin á íslenskum vettvangi, enda var hún lengi framanaf á- steytingarsteinn þeirra sem vildu eiga sínar fflabeinshallir í friði, eða þá að menn reyndu að loka augunum fyrir þeim ósköpum, sem þarna voru á seyði, og láta sem þau væru ekki til. t*að var vorið 1959, fyrir tæp- um 30 árum, að ég strákpolli í menntaskóla naut þeirra forrétt- inda að fá að leika mér að því að móta í gips með þeim Ragnari Kjartanssyni og Jóni Gunnari Ámasyni á björtum vorkvöldum. Það var í gryfjunni í Ásmundarsal við Freyjugötu, og við leigðum okkur módel og mótuðum fag- urlimaða konu í ýmsum stelling- um. Mér er það minnisstætt að Jón Gunnar var þó ekki að láta fagurlimaðan konulíkamann trufla sig of mikið í myndsköpun- inni, heldur teygði hann úr form- Þorsteinsson, en það dugði ekki til. Ég féll á öllum prófum í skóla, nema í Iðnskólanum, þar sem ég lærði vélsmíði. En stærsta séníið sem kenndi mér í æsku var Stef- anía amma mín. Hún las ekki aðrar bækur en Nýal Helga Pjet- urs og Bréf til Láru eftir Þórberg, en hún bjó yfir magnaðri lífsreynslu. Hún var ein af vest- urförunum, og hún sagði mér sögur af samskiptum sínum við indíána vestur við Winnipegvatn og hún kenndi mér að lesa náttúr- una að hætti indíána. -Ætli það hafi ekki verið þegar ég var 10 ára og faðir minn fór með mig í Listasafn Einars Jóns- sonar í fyrsta skiptið. Það hafði gífurleg áhrif á mig og mér hefur alla tíð síðan þótt mikið koma til Einars sem listamanns. Einar Jónsson var ekki bara frábær um líkamans og mótaði eftir lög- málum myndarinnar sjálfrar. Það voru sömu straumlínuformin og við sjáum ganga í gegnum verk hans enn í dag, og mér er minnis- stætt, að stundum kom Ásmund- ur gamli og strauk méð sínum kubbslegu og vinnuslitnu hönd- um um styttu Jóns, fór um hana lofsorðum og hélt fyrir okkur langa fyrirlestra um samspil forms og rýmis og kúnstina að hugsa myndverk í þremur vídd- um. Það var meistari modern- ismans í íslenskri höggmyndalist sem þarna kenndi okkur og það fór ekkert á milli mála hver tók tilsögninni með gleggstum skiln- ingi. En það leið ekki á löngu áður en þessi góði nemandi hafði snúið við blaðinu og sagt skilið við formdýrkun módernismans. Fitlið við að fínpússa gipsið í - Hver voru fyrstu kynni þín af myndlist? fbjúgum limum konumyndarinn- ar átti ekki við þennan vélsmið sem lært hafði að smíða vélar sem höfðu sinn innbyggða tilgang. - Ég hafði marga snillinga sem kennara á skólaárum mínum, menn eins og Sverri Kristjáns- son, Guðna Jónsson og Björn Laugardagur 11. júlí 1987 ÞJÓÐViUINN SlÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.