Þjóðviljinn - 11.07.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 11.07.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími1 681348 Helgarsími 681663 þlÓÐVIUINN Laugardagur 11. júlí 1987 148. tölublað 52. örgangur IfíEHN AÐ FARSCLLI SKÓLACÖNCU SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. 1 Fiskvinnslufólk Stríðshanska kastað Vaka á Siglufirði: Kaldar kveðjur frá Sambandi fiskvinnslustöðva. Ummœli Soffaníasar ná engri átt. Baldur á ísafirði:Fiskvinnslufólkfái sömu hlutfallslegu hœkkun ogsjómennirnir. Fiskvinnslufólk: Lýsir yfir furðu oggremju. Þetta eru kaldar kveðjur scm fískvinnslufólkið fær frá Sam- bandi fiskvinnslustöðva og nær auðvitað engri átt að láta svona lagað út úr sér. En það er líka alveg á hreinu að afkoma margra fiskvinnslufyrirtækja er og hefur verið mjög góð, þrátt fyrir að fiskverðið hafi hækkað að undan- förnu, því þessar hækkanir hafa viðgengist lengi en eru fyrst að koma fram í dagsljósið í dag,“ segir Hafþór Rósmundsson, for- maður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði. Mikil gremja er meðal fisk- vinnslufólks út af mmælum for- manns Sambands fiskvinnslu- stöðva Soffaníasar Cecilssonar í Þjóðviljanum í gær þar sem hann sagði að það væri því miður ekk- ert svigrúm fyrir kauphækkanir fyrir fiskvinnslufólkið þar sem allt góðærið hjá vinnslunni hafi farið í að hækka fiskverð til sjó- manna. Af því tilefni hafa margir haft samband við Þjóðviljann og lýst furðu sinni á þessum ummæl- um og sumir hafa viljað ganga svo langt að þarna hafi atvinnurek- endur kastað stríðshanskanum og nú sé komið að fiskvinnsluf- ólkinu að svara fyrir sig á við- eigandi hátt. „Það eru nú flestir á þeirri skoðun að sjómennirnir séu ekk- ert of vel launaðir, en fyrst það er hægt að hækka við þá er ekki nema sanngjarnt að fiskvinnslu- fólkið fái þá sömu hlutfallslegu hækkun á sitt kaup,“ segir Pétur Sigurðsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Baldurs á ísafirði og forseti Alþýðusambands Vestf- jarða. Sagði Pétur að fiskvinnlsufólk- ið hafi fórnað nógu miklu í síð- ustu kjarasamningum og hann trúi ekki öðru fyrr en á reynir, en að það fái sína leiðréttingu í næstu samningum. -grh Sigurbjörn Bárðarson á fullri ferð á sýningunni í hinni nýju reiðhöll í gærkvöldi. Mynd Loftur Atli. Surtsey Fjölbreytt líf við eyna Vísindamenn rannsaka þörunga og hryggleys- inoin íSnrtvpv Tilgangurinn með ferð okkar til Surtseyjar var að rannsaka þörunga og hryggieysingja á hörðum botni, safna sýnum og taka myndir,“ segir Erlingur Hauksson, sjávarlíffræðingur. Að sögn Erlings voru með hon- um í ferðinni þeir Sigurður Jóns- son þörungafræðingur og Aðal- steinn Sigurðsson fiskifræðingur sem hafa stundað þessar rann- sóknir í Surtsey frá byrjun, en Karl Gunnarsson þörungafræð- ingur og Erlingur komu í hópinn seinna. Sagði Erlingur að nokkuð fjöl- breytt líf væri á grunnsævi eyjar- innar, en það seinkar nokkuð þróuninni þar hversu mikið landbrot á stað í eyjunni af völd- um brims. Við það skúrar sand- urinn sumar lífverur í burtu og aðrar koma í staðinn. Þá er ekki eins mikið um þaraskóga í Surtsey og er til dæmis við Vest- mannaeyjar. — grh Efnahagsaðgerðirnar Vaxtahækkuninni frestað Bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar tóku gildi ígœr. Vaxta- hœkkun á ríkisskuldabréfumfrestað. Akvörðun um reglurá greiðslukortaviðskiptum frestað Bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar tóku gildi í gær, en ríkisstjórnin hefur frestað að taka ákvörðun um reglur um notkun greiðslukorta og vaxta- hækkun ríkisskuldabréfa. Bráðabirgðalögin snerta fjármálaráðuneyti, sjávarútvegs- ráðuneyti og landbúnaðarráðu- neyti. Bráðabirgðalög fjármála- ráðuneytisins miða að fjárm- ögnun ríkissjóðshallans með söluskattsálagningu á matvörum, öðrum en kjöti, fiski, grænmeti ávöxtum og mjólk, á ýmsar þjón- ustugreinar, meðbílaskatti, ríkis- ábyrgðargjaldi og lántökugjaldi á erlend lán. Bráðabirgðalög sjávarútvegs- ráðuneytisins eru tvíþætt, en til- gangur þeirra er að draga úr þen- slu og jafna aðstöðu milli greina í sjávarútvegi. í fyrsta lagi kveða lögin á um að endurgreiðslur söluskatts til sjávarútvegs verði frystar vegna útflutnings sem á sér stað efir lok júlímánaðar. Eftirstöðvarnar sem að líkindum verða um 200 miljónir króna verða látnar renna til Verðjöfnu- narsjóðs fiskiðnaðarins og féð fryst til ársloka 1988. í öðru lagi fjalla bráðabirgðalögin um sérs- takt gjald til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins af ísfiski sem flutt- ur er óunninn á erlendan markað eftir 15. júlí n.k. Þessu gjaldi er ætlað að jafna stöðu íslenskra fiskvinnslufyrirtækja í samkepp- ninni við fiskkaupendur í öðrum löndum. Loks fjalla bráðabirgðalögin frá landbúnaðarráðuneytinu um viðbótarskatt á innflutt kjarn- fóður, en aðgerðunum er ætlað urs. Færeyjar RekaNATO- herskip burt Færcyska landsstjórnin óskaði í gær eftir því við yfirmenn á bandarísku NATO-herskipi sem hafði viðdvöl á Þórshöfn á leið til Skotlands, að það færi út úr fær- eyskri lögsögu ef yfirmennirnir staðfestu ekki að nein kjarnorku- vopn væru um borð í herskipinu. NATO hefur það fyrir reglu að neita hvorki né játa tilvist kjarna- vopna í skipum og flugvélum og þau sömu svör fengu Færeyingar í gær. Færeyska landsstjórnin vísar til samþykktar landsþingsins frá 1984 um að Færeyjar skuli vera kjarnorkuvopnalaust svæði. Bandaríska herskipið mun fara frá Færeyjum nú árdegis. -•g- að draga úr notkun erlends fóð- -K.ÓI. Hestamennska Reiðhölh vígð með viðhöfn Reiðhöllin í Víðidal var vígð með mikilli viðhöfn í gærkvöldi og um leið hefur gamall draumur íslenskra hestamanna ræst. Að vígslunni lokinni fór fram fyrsta hestasýning í reiðhöll á íslandi, glæsileg sýning sem náði há- punkti þegar iandslið íslands í hestaíþróttum kom fram undir lokin. Sigurður Líndal stjórnarfor- maður Reiðhallarinnar og helsti forvígismaður um byggingu hennar vígði mannvirkið, sem er um 3000 fermetrar að flatarmáli og hefur kostað 50-60 milljónir fram til þessa. Að ávörpum loknum tók við sýning með þátttöku Félags tamningamanna, Reiðskólans í Geldingaholti, Stóðhestastöðv- arinnar í Gunnarsholti, glæfra- reiðmanna, landsliðsins, sem keppir á FIM í Austurríki í ágúst, og fleiri. Sýningin verður endur- tekin í dag kl. 13.30. Fyrsta verkefni hallarinnar verður landbúnaðarsýningin sem haldin verður í ágúst í tilefni 150 ára afmælis Búnaðarfélagsins, en framtíðarsýn hestamanna er sú að þarna verði stofnaður Reið- skóli íslands, sem starfræktur verði allt árið. Spurningin er að sögn ekki hvort, heldur hvenær og af hverjum sá langþráði skóii verður stofnaður. _gg Þjóðhagsstofnun Spáir19%verðbólgu Hagfrœðingar segja verðbólguna verða hærri Þjóðhagsstofnun hefur áætiað að efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar leiði til 19% verð- bólgu á árinu, en samkvæmt spá stofnunarinnar frá því í febrúar var verðbólgan áætluð um 12% og í óopinberri spá sem stofnunin gerði í maí var spáin 15-17% verðbólga. Hagfræðingar sem Þjóðviljinn talaði við ber saman um að verð- bólgan verði hærri en spá Þjóð- hagsstofnunar gefur til kynna, en inn í spána er t.d. ekki tekið tillit til endurskoðun samninga ASÍ við vinnuveitendur þar sem leitast verður við að leiðrétta það misgengi launa sem orðið hefur á milli ASÍ og annarra launahópa. -K.ÓI.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.