Þjóðviljinn - 11.07.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.07.1987, Blaðsíða 2
Uppblástur -SPURNINGIN- Hvað ætlar þú að taka þér fyrir hendur um helg- ina? Sigrún Jóhannsdóttir, nemi: Ég verö heima mestanpart. Ég er hérna heima í stuttan tíma, þar sem ég er í námi í Bergen og reyni því að fara í heimsóknir til ættingja og kunningja. Guðríður Sigurjónsdóttir, húsfrú: Ég verö heima. Veðurútlitiö er ekki þannig að vilji sé fyrir hendi að fara út úr bænum um helgina. Silja Þorsteinsdóttir, átta ára: Ég ætla í útilegu upp í Gíslholt. Þetta er fyrsta útilegan sem ég fer í í sumar, - ég ætla að vera í tjaldi. Benedikt Hjartarson: Ekkert, ég verð heima. Ég ætla ekkert að vera að þeytast um þessa helgi, enda er ég búinn að fara í sumarfrí. Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri: Ætli ég verði ekki mestmegnis heima. Ef veður leyfir verð ég eitthvað að stússast í garðinum - annars ætla ég að slappa af. Moldryk byrgir sýn Sveinn Runólfsson: Vitum að land er að eyðast. Einnfjórði af framkvœmdagildi þjóðargjafarinnar til landgrœðslu árlega að vakti athygli fólks á höfuð- borgarsvæðinu að land fauk á haf út sunnan við Esjuna í austan áttinni í fyrradag. Moldrok þetta virtist safnast saman úr jarð- vegssárum á Mosfellsheiðinni. Samvæmt upplýsingum frá Land- græðslu ríkisins stafar slíkt moldrok af lélegu ástandi gróður- lendna og samfara miklum þurrkum sem verið hafa að und- anförnu hefur ástandið víða verið viðkvæmt á landinu. „Það vildi svo heppilega til að ég keyrði einmitt í gegnum þetta moldrok í fyrradag og þetta var á mjög afmörkuðum geira. Við höfum haft miklar áhyggjur af ástandinu að undanförnu vegna þurkkanna en veður hefur verið svo kyrrt og átakalaust. Nú hefur víða rignt talsvert um landið og við erum komnir yfir versta hjall- ann. Um stöðuna í land- græðslumálunum almennt má segja að mikið hafi unnist frá 1974 með þjóðargjöfinni. En nú fáum við 1/4 af framkvæmdagildi þjóðargjafarinnar á ári. í góðæri græðum við meira upp en eyðist en á kuldatímabilum eins og árin 1979-83 þá blæs meira upp en á vinnst. Alvarlegast er ástandið í Þing- eyjarsýslum og á afréttum sunnan- og suðvestanlands. Nú er land að gróa upp í Austur- Frá lagningu Ijósleiðarans í Melasveit í Borgarfirði, Símakerfið Ljósleiðari til Borgamess Þessa dagana er vcrið að Ijúka við uppsetningu á nýrri staf- rænni símstöð í Borgarnesi og einnig er verið að setja upp nýtt stafrænt radíósamband mili Reykjavíkur og Akraness og leggja Ijósleiðarstreng milli Akra- ness og Borgarness. Með tilkomu þessara nýju stafrænu kerfa eykst símaum- ferðargetan á Borgarfjarðar- svæðinu og mun auðveldara verður að ná sambandi við Reykjavíkursvæðið og aðra landshluta. Gæði sfmakerfa og þjónustu- kostir aukast verulega með staf- rænu símasambandi og truflanir minnka. Ljósleiðarinn sem verið er að leggja milli Akraness og Borgar- ness er fyrsti áfangi í nýju stafr- ænu sambandi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Næsti áfangi sem einnig verður lagður í sumar nær frá Blönduósi til Sauðárkróks og fæst að honum loknum varaleið fyrir Skagafjarðarsvæðið. Stefnt er að því að Ijúka við leiðina Reykjavík-Akureyri í lok ársins 1988. Á þessu ári verður einnig hafin lagning ljósleiðara frá Egilsstöð- um til Reyðarfjarðar og áfram þaðan til Eskifjarðar og Nes- kaupstaðar. Milli þessara staða vantar varaleið. í ljósleiðarastrengjunum sem nú er verið að leggja eru sex ljós- leiðarar og geta tveir slíkir flutt 2000 símarásir eða fjórar sjón- varpsrásir með þeim búnaði sem nú er fáanlegur. Með nýjum bún- aði verður hægt að margfalda flutningsgetuna á sama streng. Fiskvinnslan Opinber tækniþróun Rannsóknarráð ríkisins: 60 miljónir árlega nœstu 3 ár til tœkniþróunar í fiskvinnslu Rannsóknaráð ríkisins hefur lagt tO við stjórnvöld að á næstu þremur árum verði varið 60 mi|jónum króna árlega af op- inberri hálfu til aðstoðar við tækniþróun í fískvinnslu. Leggur ráðið til að helmingi þessa fjár verði veitt í Rannsóknasjóð til að styðja rannsókna- og þróunar- verkefni sem sótt verði sérstak- lega um. Hinum helminginum verði veitt í Fiskimálasjóð, sem misst hefur tekjustofn sinn, en sjóður- inn myndi veita fyrirtækjum áhættulán eða styrki til vöruþró- unar, vinnslutilrauna og mark- aðssetningar. Rannsóknaráð reiknar með að á móti þessum opinbera stuðningi komi eigið fé fyrirtækja og fjármagnsfyrir- tækja uppá a.m.k. 120 miljónir á ári. ->g- Skaftafellssýslu en við vitum ekki hvað sú sjálfgræðsla er mikil. Við vitum heldur ekki hve mikið er grætt upp af Landgræðslunni, Landsvirkjun, Vegagerðinni og öðrum stofnunum og samtökum. En eitt vitum við og það er, að land eyðist. Það er heilög skylda þessarar þjóðar að stöðva þá jarðvegseyðingu sem á sér stað í landinu núna,“ sagði Sveinn Ru- nólfsson að lokum, -gsv ísafjörður Hornstrandir vinsælar Framkvœmdastjóri Djúpbátsins h/f: Erum með áœtlanaferðir á Hornstrandir þrisvar í vikuísumar. Ferða- mannastraumurinn íár tnjög svipaður undan- förnum árum Ferðamannastraumurinn á Hornstrandir í sumar er mjög svipaður og hann hefur verið undanfarin sumur. Djúpbáturinn er með áætlanaferðir þangað þri- svar í viku, á mánudögum, fímmtudögum og á föstudögum. Ekki er einungis farið í Hornvík, heldur er líka að komast með bátnum til Grunnavíkur og Hest- eyrar. Þá verða farnar þrjár ferð- ir til Reykjafjarðar og Furufjarð- ar í júlí, segir Kristján Jónasson. Núverandi Djúpbátur sem heitir í reynd Fagranes ÍS er 25 ára gamall stálbátur, með fimm manna áhöfn á veturna en sex á sumrin, og tekur eitt hundrað farþega og fimm fólksbfla á dekk- ið. Útgerðin er styrkt af ríkinu, en er í eigu ísafjarðarsýslna, ís- afj arðarkaupstaðar, sveitarfé- laga og um 200 einstaklinga. Á veturna er að sjálfsögðu engar áætlanir á Hornstrandir en því meira farnar fastar áætlanaferðir um ísafjarðardjúpið og hefur báturinn um áraraðir verið eitt aðalsamgöngutæki bænda við Djúp. Þrátt fyrir að nú sé búið að leggja akfæran veg um ísafjarð- ardjúp sagði Kristján að töluvert væri um það í sumar að bfleigend- ur tækju sér far með bátnum inn í Djúp vegna þess að vegurinn væri svo slæmur að menn reyndu að komast hjá því að keyra hann. „Útgerðin hefur gengið alveg áfallalaust undanfarin ár og engin óhöpp orðið. Það hefur oft kom- ið til tals að endurnýja skipið, því hann er kominn til ára sinna, en eins og er hafa engar ákvarðanir verið teknar um það,“ sagði Kristján Jónasson að lokum. - grh 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. júli 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.