Þjóðviljinn - 16.07.1987, Page 1

Þjóðviljinn - 16.07.1987, Page 1
Fimmtudagur 16. júlí 1987 152. tölublað 52. árgangur ASÍ/VSÍ Rauða strikið brotið Verðhœkkanir 1. maítill. septembersagðar5V2%. Ásmundur Stefánsson: Líklegtað launahœkkanir 1. október verði7V2%. Þórarinn V. Þórarinsson: Þarf að skoða kaupmáttinn líka. Hagdeild ASI spáir því að verð- hækkanir á tímabilinu frá 1. maí til 1. september séu um SVi% fram yfir rauða strikið. í samn- ingum ASÍ er gert ráð fyrir lVi% kauphækkun 1. október og að sögn Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ má því gera ráð fyrir þvf að launahækkanir þá verði um 7Vi%. Miðað við þessar for- sendur verður verðbólgan á árinu um 21%. Að sögn Ásmundar eru verð- hækkanir í dag komnar 2% yfir það sem gert var ráð fyrir að vísi- talan yrði 1. september og gert er ráð fyrir að hækkkun vegna mat- arskattsins verði 1,2%. Pá væru komnar ýmsar hækkanir á opin- bera þjónustu sem leiddu jafn- framt til umframhækkunar. „Það eru ýmsar skýringar á þessum umframhækkunum og e.t.v. er mikilvægasta skýringin sú mikla Loðnan Minni kvóli Upphafstalan 500 þúsund lestir, 800 í fyrra. Byggtá ónákvœmum mœlingum og endurskoðað íhaust. Engin íslenskskip farin á veiðar Heildarloðnukvótinn á loðnu- vertíðinni sem hófst nú um miðj- an mánuð hefur verið ákveðinn 500 þúsund lestir, og er hlutur íslendinga 417 þúsund lestir tæp- ar. Þetta er 300 þúsund lestum minna en samsvarandi tölur í fyrra. Ekki hafa náðst samningar við Grænlendinga og skiptist kvótinn því á milli Norðmanna og íslend- inga þannig að Norðmenn fá 15%, og rúmlega 8 þúsund lestir að auki til leiðréttingar frá í fyrra. Heildarkvótinn verður endur- skoðaður í októberlok. í fyrra var heildarkvótinn ákveðinn 800 þús- und lestir í júlí, en heildarafli ís- lendinga reyndist orðinn 1340 þúsund lestir þegar upp var stað- ið í apríl. Jón B. Jónasson skrifstofu- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði í gær að búastmætti viðtals- verðri hækkun íhaust. Kvótatal- an nú sé byggð á mælingum sem gengu illa og skiluðu því ekki nægilega marktækum niðurstöð- um. Þó bendir ýmislegt til þess að stofninn nú sé minni en á síðustu vertíð, sem var metvertíð. Norðmenn eru þegar komnir á miðin, en ekkert íslenskt loðnu- skip hefur enn lagt úr höfn, með- al annars vegna þess að þau eru flest enn á rækju. -m þensla sem verið hefur í efna- hagslífinu í sumar,“ sagði Ás- mundur. Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins sagði að óvíst væri hvort launahækkunin 1. október yrði 7 1/2% eins og ASÍ spáir. í forsendum launanefndar verði horft til þróunar kaupmáttar og æði margt bendi til þess að kaupmáttur hafi aukist miklu meira en reiknað var með í upp- .hafi ársins. Ýmsar breytingar gætu orðið fýrir 1. október, en ljóst er nú að samningaviðræður landssam- banda ASÍ og VSÍ hefjast í ág- ústmánuði þrátt fyrir ágreining aðila vinnumarkaðarins um það hvaða leiðir skuii fara í samning- unum. Ásmundur Stefánsson ít- rekaði að samböndin myndu leggja áherslu á það að fá núgild- andi samninga endurskoðaða áður en gengið yrði til samninga fýrir árið 1988. Þórarinn V. Þór- arinsson kvað illmögulegt annað en að semja við samböndin í ein- um pakka en Þórarinn var engu að síður bjartsýnn á að hægt yrði að ná samkomulagi. -K.Ól. Fœreyjar Friðhelgin rofin Mikil ólga ríkir í Færeyjum vegna þeirrar óvirðingar sem danska stjómin sýnir þjóðinni með því að veita bandaríska her- skipinu USS McCloy leyfi til að leggjast að bryggju í Þórshöfn, en skipið er granað um að hafa kjarnorkuvopn innanborðs. Leyfið brýtur í bága við yfirlýs- ingu færeyska Lögþingsins um Færeyjar sem kjamorkuvopna- laust svæði. Sjá opnu Laugavegur Mánuður eftir Miklar framkvæmdir hafa nú staðið yfir á Laugaveginum um nokkurt skeið en upphafleg tíma- mörk á verkinu voru sett á 1. ág- úst. Nú eru hins vegar líkur á að verkinu Ijúki um 10. ágúst sam- kvæmt upplýsingum frá gatna- máladeild Reykjavíkurborgar. Að framkvæmdum stendur fyrirtækið Víkurverk hf. og hafa þær gengið þokkalega en ein- hverjar tafir þó orðið. Alls munu þessar framkvæmdir kosta um 20 milljónir en tilboð Víkurverks hljóðaði uppá 11,1 milljón. Reykjavíkurborg leggur til hita- lögn í akbraut og bflastæði en eigendur verslana leggja slíka lögn í gangstéttir. Borgin leggur til allt efni í verkið svo sem granít í kanta og steypta steina í akb- raut, hellur í gangstétt og fleira. - gsv. Á Laugavegi: Innan skamms fá gangandi vegfarendur að njóta sín betur f mestu verslunargötu bæjarins en að undanförnu. Mynd: Ari. Blönduós Pokadraumurinn rætist Draumurinn er orðinn að veru- leika, sagði Örn Friðriksson framkvæmdastjóri stórpoka- verksmiðjunnar Serkja hf. á Blönduósi, en á næstu dögum verður verksmiðjan opnuð og full framleiðsla fer í gang. Serkir hf. verður fyrsta fyrir- tækið á íslandi sem framleiðir stóra bréfpoka, en fram til þessa hafa þau fjölmörgu fyrirtæki sem notast við þá keypt þá inn að utan. Örn sagði að bréfpokarnir frá Serkjum yrðu á svipuðu verði og þeir innfluttu, en kosturinn fyrir bréfpokakaupendur yrði sá að hægt væri að fá pokabirgðir með mjög stuttum fyrirvara. Fyr- irtækið hefur enn sem komið er ekki gert samninga við kaupend-1 ur, en nokkur fyrirtæki hafa gefið Serkjum vilyrði um kaup. Að sögn Araar eru engin áform uppi um að selja á erlendan markað, en stflað er m.a. upp á kísilgúr- inn, fóðurbætisframleiðendur, sementsframleiðendur og fisk- mjölsverksmiðjur. Örn sagði að þessa dagana væri verið að ganga frá prófun á nýju vélunum og ekkert athugunar- vert hefði komið í ljós. „Þær æla pokunum út úr sér með sóma.“ Við framleiðsluna hjá Serkjum munu starfa 5-7 manns. Að- spurður um hvemig nafnið á rirtækinu væri tilkomið sagði ra: „Serkir eru umbúðir utan um presta, þaðan er- það komið. Ef til vill eigum við eftir að stfla á prestamarkaðinn“. -K.ÓI. Hvalamálið Óvíst um iramhaldið Viðræður íslenskra stjórnvalda við bandaríkjastjórn vegna vísindahvalveiðanna hefjast að öllum Iflrindum næsta þriðjudag. Til að liðka um fyrir viðræðunum hafa stjórnvöld afráðið að stöðva veiðarnar frá og með sunnu- dagskvöldi, meðan á viðræðum við Bandaríkjamenn stendur. - Við töldum rétt að stöðva veiðarnar frá og með næstu helgi meðan á viðræðum stendur við bandaríkjastjóra. Ég vil ekkert tjá mig um það að svo stöddu hvort áframhald verður á veiðun- um í sumar, sagði Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra, sem fer fyrir íslensku sendinefnd- inni sem heldur vestur um haf á þriðjudag. Þær upplýsingar fengust hjá Hval hf. í gær að þegar væri búið að fanga 73 langreyðar af þeim 80 sem ráðgert væri að veiða á þessu úthaldi. Tímabundin stöðvun veiðanna kemur ekki að sök fyrir Hval, þar sem veiðar á sand- reyðinni hefjast ekki fyrr en síðla sumars, en af tegundinni má veiða 40 dýr. _rk

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.