Þjóðviljinn - 16.07.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.07.1987, Blaðsíða 8
Bandarískiflotinn og danska ríkisstjórnin neita að virða yfirlýsingufœreyska Lögþingsins um Fœreyjar sem kjarnorkuvopnalaustsvœði og hunsa óskir landsstjórnarinnar. Bandaríska herskipið USS McCloy óvelkominn gestur í Fœreyjum Síðastliðinn föstudag lagðist bandaríska her- skipið USS McCloy að bryg- gju í Þórshöfn í Færeyjum þrátt fyrir tilmæli færeysku landsstjórnarinnar og utanríkisnefndar færeyska landsþingsins um að skipið héldi sig utan færeyskrar lögsögu. Ástæðan er sú að skipið er á svörtum lísta yfir þau herskip sem grunuð eru um að hafa kjarnorku- vopn innanborðs, en yfir- maðurinn um borð neitaði að gefa yfirlýsingu um hvort skipið væri vopnað slíkum vopnum eður ei. Kjarnorkuvopnalaust svœði í samþykkt færeyska Lögþings- ins frá 24. febrúar 1983 segir að Færeyjar skuli vera kjarnorku- vopnalaust svæði. Samkvæmt sambandslögum Færeyja og Danmerkur er það danska stjórn- in sem fer með utanríkismál Fær- eyinga, og því bar færeyska landsstjómin fram tilmæli sín við dönsku stjómina. „Danska stjórnin taldi ekki ástæðu til að sinna tilmælum okk- ar á þeim forsendum að ekki sé tilefni til að ætla að hið banda- ríska herskip virði ekki yfírlýsing- ar færeyska Lögþingsins. Það er mín persónulega skoðun að mál þetta sýni að við Færeyingar þurf- um að fá fullveldi yfir utanríkis- málum okkar líka,“ sagði Jógvan Durhuus í samtali við Þjóðvilj- ann, en hann gegnir nú lög- mannsembætti í Færeyjum í fjar- veru Atla Dam. „Fólk fyri friði“ Færeyska friðarhreyfingin „Fólk fyri Friði“ lét sig ekki vanta á bryggjunni í Þórshöfn, þegar bandaríska herskipið lagðist að á föstudagsmorguninn kl.8. Fleiri hundrað manns voru þar saman komin að sögn sjónarvotta, og bára borða þar sem komu skips- ins var mótmælt og áréttuð yfir- lýsing Landsþingsins um Fær- eyjar sem kjamorkuvopnalaust svæði. Töfðu mótmælendur fyrir því að skipið væri bundið við bryggju með því að kasta land- festum í sjóinn jafnóðum og þeim „Föroyar Atomvápnafrítt öki“ stendur á borðanum: Færeyjar eru kjarnorkuvopnalaust svæði. Myndin var tekin á hafnarbakkanum í Þórshöfn sl. föstudag. Ljósm.: Sósíalurinn. var varpað á bryggjuna. Tókst ekki að binda skipið fast fyrr en dátar úr danska sjóhernum höfðu gripið í taumana, og kom þá til nokkurra pústra á kajanum, og var ein kona tekin föst eftir að hún hafði í bræði sinni grýtt steini í átt að herskipinu. Friðarsinnar stóðu hins vegar áfram á bryggj- unni og sungu söngva og Sig- mund Isfeldt flutti ávarp á ensku fyrir hönd samtakanna Fólk fyri friði. Fundað á Þinghúsvellinum Seinna um daginn gekkst hreyf- ingin fyrir mótmælafundi á Þing- húsvellinum í Þórshöfn, og þar sagði Jóannes Dalsgaard, þing- maður Jafnaðarflokksins, meðal annars að þessi heimsókn banda- ríska hersícipsins væri prófsteinn á það hvort nokkurt hald væri í samþykkt Lögþingsins um kjarn- orkuvopnalausar Færeyjar. En, bætti hann við, það er kannski ekki hægt að ætlast til þess að stjórnvöld sem ekki geta virt eigin lög virði lög annarra þjóða- og átti þá við íranmálið í Banda- ríkjunum, sem nú er í hámælum. Karin Kjölbro, fulltrúi Þjóð- veldisflokksins á færeyska Lög- þinginu, sagði á fundinum að við- brögð dönsku stjórnarinnar við tilmælum landsstjórnarinnar lýstu lítilsvirðingu á Landsþingi og landsstjórn Færeyja. Þetta væri hins vegar ekki í fyrsta skipti sem slíkt gerðist, og nefndi hún sem dæmi að færeyska lands- stjórnin hefði síðastliðið haust falið dönsku stjórninni að koma fram mótmælum við bresku stjórnina vegna fyrirhugaðrar byggingar kjarnorkuversins á Dounreay í Skotlandi. Sex mán- uðum síðar hefði komið í ljós að danska stjórnin hafði ekki séð ástæðu til að koma mótmælunum á framfæri við stjórnvöld í London. Allt bæri þetta að sama branni: ætli Færeyingar að ráða eigin landi verði þeir að heimta fullt sjálfstæði. Morgunverður hjá borgarstjóranum Þótt fyrstu móttökurnar sem bandarísku sjóliðarnir fengu í Færeyjum hafi ekki beinlýnis lýst sér í fögnuði, þá reyndi borgar- stjórinn í Þórshöfn, Poul Michel- sen, sem er fulltrúi hins íhalds- sama Þjóðarflokks, að bæta þar úr. Hann lét draga bandaríska fánann, Stars and stripes, að hún fyrir utan ráðhúsið og bauð kap- teininum til morgunverðar. Hins vegar var einhver ráðdeildar- samur maður sem fann ástæðu til að draga fánann niður aftur, brjóta hann saman og afhenda hann í ráðhúsið, og var ekki gerð tilraun til að draga hann að húni á ný. Skipst á yfirlýsingum Það var þriðjudaginn 7. júlí sem færeyska landsstjórnin sendi fyrstu tilmæli sín til dönsku stjórnarinnar varðandi þetta mál. Þar sagði meðal annars að „skil- yrði fyrir samþykki landsstjórn- arinnar við heimsókn skipsins væri að trygging yrði gefin fyrir því að skipið hefði ekki kjarnorkuvopn innanborðs“. í svari danska forsætisráðun- eytisins segir að ráðuneytið „telji ekki nokkra ástæðu til að efast um að bandarísk stjórnvöld muni virða þær ákvarðanir danskra stjórnvalda, að kjarnorkuvopn megi ekki geyma á dönsku eða færeysku yfirráðasvæði". Þegar sícipið síðan kom í óþökk landsstjórnarinnar sendi hún dönsku stjórninni bréf, þar sem skýringa var beðið á því, hvers vegna skipið væri þangað komið án umbeðinna trygginga fyrir að Landsstjóm og Lögþing Irtilsvirt segir Hergeir Nielsen, formaður fœreyska Lögþingsins Ég tel að með leyfísveitingu sinni til bandaríska herskipsins hafí danska stjórnin gengið á vilja og rétt Lögþingsins og lands- stjórnarinnar og virt að vettugi samþykktir beggja aðila, sagði Hergeir Nielsen, formaður Lög- þings Færeyja í símtali við Þjóð- viljann í gær, en Hergeir situr á þingi fyrir Þjóðveldisflokkinn. Afstaða Lögþingsins í þessu máli hefur verið klár frá því 1983, þegar það samþykkti að Færeyjar skyldu vera kjarnorkuvopnalaust svæði með atkvæðum 23 þing- manna af 32. Þingið hefur einnig tekið afstöðu gegn aðild að NATO, en nýverið kúventi Fólkaflokkurinn í afstöðu sinni í því máli, þannig að afstaðan til NATO á þinginu er ekki eins ljós. Ég tel þó að hún skiptist nokkurn veginn til helminga. Innan landsstjórnarinnar hafa 3 stjórnarflokkarnir hreina afstöðu í þessu máli, en Kristilegi fólka- flokkurinn hefur hins vegar lýst sig hlynntan NATO og herskipa- heimsókninni. Ég er þó ekki trú- aður á að málið leiði til klofnings innan landsstjórnarinnar. Hver var þáttur danska flotans í þessari heimsókn? Þeir komu fram gagnvart skip- verjum eins og gestgjafar og þeir lentu meðal annars í stympingum við þá sem stóðu á bryggjunni til að mótmæla komu sícipsins. Ég tel að þeir hafi með þessu fram- ferði sínu tekið fram fyrir hend- umar á færeysku lögreglunni, og það getum við illa sætt okkur við. Hvernig er stemmningin í Fær- eyjum vegna þessa máls? Hún er spennt, og málið hefur hlotið mikla umfjöllun í fjölmiðl- um. Mín skoðun er sú að mál þetta fái ekki endanlega lausn nema með fullu sjálfstæði Fær- eyja. Á meðan svo er ekki verð- um við að bíta í það súra epli að ráða ekki sjálfír okkar utanríkis- málum. -ólg það hefði ekki kjamorkuvopn um borð. Jóannes Dalsgaard þingmaður jafnaðarmanna sagði við danska blaðið Information að hann teldi þetta ögran af hálfu danskra stjórnvalda, og hún væri ekki síður fólgin í því að danskir sjó- liðar hefðu blandað sér í málið og bundið skipið við bryggju. Afstaða danskra jafnaðarmanna Anker Jörgensen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og leiðtogi danskra jafnaðarmanna, sagði um mál þetta að dönsku ríkisstjóminni bæri að styðja fær- eysku landsstjómina í þessu máli. „Dönsku stjóminni ber þegar í stað að fara þess á leit við banda- rísk stjórnvöld að þau upplýsi hvort kjarnorkuvopn séu um borð í USS McCloy“, segir í til- kynningu hans til fjölmiðla. í því sambandi bendir hann á skýrslu norrænu þingmannanefndarinn- ar um Norðurlöndin sem kjarn- orkuvopnalaust svæði, en í skýrslunni felist að væri sú áætlun komin til framkvæmda hefði ekki komið til ágreinings af þessu tagi. Þingmenn vinstrisósíalista á d- anska þinginu hafa boðað fyrir- spumir til Poul Schluter forsætis- ráðherra vegna málsins, þar sem meðal annars verður spurst fyrir um þátt danskra sjóliða í heim- sókn herskipsins. Færeyska landsstjórnin Landsstjórnin í Færeyjum er samsteypustjórn fjögurra flokka, Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis- flokksins, Sjálfsstjórnarflokksins og Kristilega þjóðarflokksins, og hafa þessir flokkar 18 af 32 sætum á færeyska Lögþinginu. Fær- eyska Lögþingið kemur ekki saman fyrr en 29. júlí, og hefur ekki ályktað um málið, en utan- ríkisnefnd þingsins hefur komið saman og stutt aðgerðir landss- tjómarinnar í málinu. Hins vegar var fulltrúi Kristilega þjóðarflok- ksins ekki mættur á fundi landss- tjórnarinnar, þegar ályktanir hennar vora samþykktar, og segja heimildarmenn okkar á vik- ublaðinu 14. september að full- trúi flokksins í landsstjórninni hafí lýst sig ósamþykkan gerðum landsstjórnarinnar í málinu og farið fram á að hún bæði skip- stjóra bandaríska herskipsins afs- ökunar. Eins og fram kemur í samtali okkar við Jógvan Durhu- us varalögmann Færeyinga, þá telur hann þó ekki líkur á að mál þetta leiði til frekari klofnings í stjórninni. Skiptar skoðanir Eins og gefur að skilja hefur mál þetta vakið mikið umtal og deilur í Færeyjum. Vikublaðið Sósíalurinn, sem er málgagn fær- eyskra jafnaðarmanna, segir í leiðara að ef fram haldi sem horf- ir með samskipti landsstjómar- innar og danskra stjórnvalda, þá verði Jafnaðarflokkurinn að taka afstöðu sína til heimastjórnar- laganna og sambandslaganna til endurskoðunar. Síðan segir orð- rétt: „Skal hetta óskil halda fram, so er ríkisfélagsskapin heilt ein- gin félagsskapur meira og so er tað ein stórar spumingur, um ikki tíðin er komin at broyta 8 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 16. júlí 191

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.