Þjóðviljinn - 17.07.1987, Blaðsíða 3
FRÉTTIR
Ríkissaksóknari
Norðurlandaskák
Hæpin bræðrabönd
Sakadómur vísar ákœru á hendurfjórum hafskipsmönnumfrá vegna skyld-
leika Hallvarðs ríkissaksóknara ogJóhanns bankaráðsmanns í Útvegs-
bankanum. Ákœruvaldið kœrir úrskurðinn til hœstaréttar
akadómur vísaði ákæru ríkis-
saksóknara á hendur haf-
Hreinsjökull
á Grœnlandi
Veðursaga
í 100
þúsund ár
Norrœnt verkefni þriggja
háskóla. Borað niður á
nœsta ári. Mikinn
fróðleik aðfinna í
íshettunni
„Tilgangurinn með ferð okkar
til Grænlands í byrjun vikunnar
var að finna ákjósanlegan jökul
sem hægt er að bora niður í á
næsta ári og taka sýni úr honum
til rannsóknar. Þetta er norrænt
verkefni sem háskólarnir í Kaup-
mannahöfn, Stokkhólmi og okkar
standa að,“ sagði Sigfús Johnsen,
eðlisfræðingur hjá Raunvísinda-
stofnun Háskóla Islands við Þjóð-
vijjann.
Að sögn Sigfúsar fann leiðang-
urinn heppilegan jökul við Scor-
esbysund á Austur-Grænlandi
sem heitir heitir Hreinsjökull.
Þar sem jökullinn er hæstur er
íshettan aðeins 180 metra þykk
og þar er ísinn elstur. í ísnum er
að finna með smáheppni allt að
100 þúsund ára sögu veðurfars,
ástand lofthjúpsins, kolsýru í
loftinu, brennisteinssýrulög frá
eldgosum og margt margt fleira
sem jökuliinn hefur að geyma.
Sigfús sagði að þetta verkefni
hefði ekki verið mögulegt fjár-
hagslega nema með samvinnu
eins og þessari á milli þriggja
landa. Áætlaður kostnaður verk-
efnisins er uppá 18 milljónir ís-
lenskar. Það var Flugfélag Norð-
urlands sem flaug með 7 manna
hóp í skíðaflugvél, vítt og breitt
um svæðið í leit að heppilegum
borunarstað. Farið verður aftur á
jökulinn að ári og þá verður bor-
að niður og kjarninn tekinn til
rannsóknar.
„Verkefni á við þetta hefði
aldrei orðið að veruleika án sam-
vinnu við aðra, því þetta er dýrt
fyrirtæki, en um leið geysilega
hagkvæmt til þess að fá vitneskju
um hver þróunin hefur verið í
þeim efnum sem við ætlum okkur
að rannsaka,“ sagði Sigfús John-
sen eðlisfræðingur að lokum. grh.
skipsmönnunum Björgólfi Guð-
mundssyni, Ragnari Kjart-
anssyni, Páli Braga Kristjónssyni
og Helga Magnússyni frá í gær.
Það var Haraldur Henrysson sem
kvað upp þennan úrskurð vegna
setu Jóhanns Einvarðssonar,
bróður Hallvarðs Einvarðssonar
rflrissaksóknara, i bankaráði Út-
vegsbankans. Úrskurðurinn
verður kærður til Hæstaréttar.
Fjórmenningamir vom ákærð-
ir fyrir ýms brot gegn ákvæðum
almennra hegningarlaga, lögum
um hlutafélög og lögum um lög-
gilta endurskoðendur, en þeir
fóm fram á að málinu yrði vísað
frá og tilgreindu til þess þrjár
ástæður.
í fyrsta lagi töldu þeir óeðlilegt
að Hallvarður gegndi í senn stöðu
rannsóknarlögreglustjóra og
ríkissaksóknara í málinu og
gagnrýndu ýmsar gjörðir Hall-
varðs meðan hann gegndi fyrr-
nefndu stöðunni. Þetta þótti þó
ekki nægileg ástæða til frávísun-
ar.
í öðm lagi vísuðu fjórmenning-
arnir til tengsla Hallvarðs við Al-
bert Guðmundsson, sem eins og
kunnugt er var um tíma stjórnar-
formaður Hafskips og formaður
bankaráðs Utvegsbankans.
Tengsl þessara tveggja manna
felast í lánveitingum Álberts til
Hallvarðs úr Lífeyrissjóði starfs-
manna ríkisins, meðan Albert
var fjármálaráðherra. Þessi
tengsl töldust heldur ekki tilefni
til frávísunar.
Það var hins vegar seta Jó-
hanns Einvarðssonar í bankaráði
Útvegsbankans og skyldleiki
hans við Hallvarð, sem varð til
þess að Haraldur Henrysson vís-
aði málinu í heild sinni frá, en á
sömu forsendu var Hallvarður á
sínum tíma dæmdur vanhæfur til
þess að gegna stöðu ríkissaksókn-
ara í máli 7 bankastjóra Útvegs-
bankahs.
Búist er við að Jón Sigurðsson,
dóms- og kirkjumálaráðherra,
skipi nýjan saksóknara til þess að
fara með þessi mál innan tíðar.
-gg
Misjafnt
gengi
Helgi tapaði, Jón og
Margeir unnu. Mortens-
en efstur
Margeir Pétursson vann Sví-
ann Schneider í fimmtu umferð'
Norðurlandamótsins í Þórshöfn í
Færeyjum, og er nú í 2.-3. sæti.
Jón L. Árnason vann Svíann
Wedberg, en Helgi Ólafsson tap-
aði fyrir Hansen hinum danska.
Valkesalmi vann Færeyinginn
Ziska, Finninn Maki og Daninn
Mortensen gerðu jafntefli, sömu-
leiðis Norðmennirnir Tissdal og
Ostenstad.
Staðan í landsliðsflokki: 1.
Mortensen (4 vinninga), 2.-3.
Schneider og Margeir (3Vz), 4.
Tissdal (3), 5.-8. Hansen, Maki,
Ostenstad, Helgi (2Ví), 9.-11.
Jón L., Valkesalmi, Wedberg
(2), 12. Ziska (0).
Sjötta umferð verður tefld í
dag.
Á Þjórsárbrú í gær: Brúargerðarmennirnir frá Vík, þeir Sigurður Þór Þórhallsson, Gfsli Þorbergsson og Kristinn Stefánsson við vinnu sína.
Þjórsárbrú
Viðgerð lokið eftir viku
Viðgerð á Þjórsárbrú hefur nú
staðið yfir í tvo mánuði. Að-
faranótt laugardagsins verður
brúin lokuð og aftur aðfaranótt
þriðjudags í næstu viku.
Að sögn Jóns Valmundarsonar
brúargerðarmanns er verið að
steypa slitlag yfir brúna og gert er
við steypuskemmdir og jafnaður
austurendi brúarinnar sem var
farinn að valda ökumönnum
óþægindum. „Við erum hérna
6 77 brúargerðarmenn úr Vík í
Mýrdal og klárum þetta verk sem
eftir er, á vikutíma. Við unnum
við þetta í tvo mánuði í fyrra-
sumar líka og næsta sumar mun-
um við lagfæra burðarstöpla brú-
arinnar,“ sagði Jón.
- gsv.
Frjálsir vegfarendur
Ekkert mun stöðva okkur
Frjálsir vegfarendur hafa dreift hátt í3000 límmiðum á bíla sem leggja uppá gangstéttir
að mun ekkert stöðva okkur.
Við hættum ekki fyrr en
eitthvað verður að gert, sagði
Magnús Skarphéðinsson í tengi-
hópi samtaka Frjálsra vegfar-
enda í samtali við Þjóðviljann í
gær, en lögregluyfirvöld hafa gert
athugasemdir við aðgerðir sam-
takanna sem felast f þvf að líma
aðvörunarmiða á bflrúður þeirra
bfla sem lagt er uppá gangstéttir
þannig að óþarflega mikið er
þrengt að gangandi vegfarend-
um. Sérstaklega er miðað við það
að fólk með barnavagna komist
leiðar sinnar.
Magnús sagði að lögreglan í
Reykjavík hefði haft samband
við samtökin og gert athuga-
semdir við það að félagar og
stuðningsmenn samtakanna væru
að fara inn á verksvið lögreglunn-
ar, en ýmsir ökuþórar hafa kvart-
að til lögreglunnar vegna óþæg-
indanna. Að sögn Magnúsar hafa
aðrir ökumenn tekið fullt tillit til
athugasemdanna. „Það er ótrú-
legt hversu mikil áhrif límmiða-
herferðin hefur haft. í sumum
hverfum er árangurinn ótví-
ræður.“ Nú þegar hefur hátt í
3000 miðum verið dreift og að
sögn Magnúsar er mikið hringt til
samtakanna og beðið um miða til
dreifingar. „Við höfum greini-
lega samúð almennings og við
höfum orðið vör við að borgaryf-
irvöld eru aðeins að ranka við
sér,“ sagði Magnús.
Samtökin bíða nú eftir fleiri
miðum úr prentun, stærra upp-
lagi að þessu sinni og fjölbreyttari
límmiðum. „Ef ástandinu linnir
ekki í framhaldi af límmiðaað-
gerðunum munum við grípa til
enn frekari örþrifaráða. Hug-
myndin er að við leggjum undir
okkur fjölfarna götu í miðbænum
þar sem við munum sýna blikk-
beljunum að gangandi vegfar-
endur geta líka hertekið þeirra
svæði, eins og þær okkar,“ sagði
Magnús að lokum.
-K.ÓI.
Æðardúnn
Þung
kíló
Það er þungt í æðardúninum
kílóið í frétt Þjóðviljans í gær um
útflutning á æðardúni, en þar er
fullyrt að útflutningurinn nemi
2200 tonnum í stað 2200 kílóa.
Magnið samsvarar dúni í sængur
fyrir Asíuþjóðimar allar og
tekjumar af dúninum myndu
slaga hátt uppí tekjur íslenska
ríkisins. En því miður, það rétta í
málinu er 2200 kíló.
Föstudagur 17. júli 1987 )>JÓÐVILJINN - SÍÐA 3