Þjóðviljinn - 17.07.1987, Síða 4
__________________LEIÐARI_______________
Glæsilegt fordæmi Færeyinga
Atburðir í grannlandi okkar Færeyjum vekja
minni athygli en vert væri, meðal annars vegna
þess að flestir fjölmiðlar, Þjóðviljinn því miður
ekki undanskilinn, eru af ýmsum ástæðum um
of komnir uppá miðstýrða engilsaxneska frétta-
þjónustu af erlendri grund. Og þær fréttamið-
stöðvar álíta Norðurlönd einungis skrítilegan út-
nára á kálfskinni veraldar, hvað þá að sinnandi
sé í nokkurri alvöru dvergríkjum einsog íslandi
og Færeyjum.
Viðburðir í Þórshöfn um síðustu helgi vöktu
því lítinn enduróm hérlendis, þótt færeyska lög-
þingið og færeyskur almenningur færi þá fram
af reisn sem núorðið er sjaldsén á íslandi og
gæfu „stóra bróður“ hér nyrðra glæsilegt for-
dæmi um skipti við aðgangshörð stórveldi.
Síðastliðinn föstudag lagðist bandaríska her-
skipið USS McCloy að bryggju í höfuðborg Fær-
eyja. Þegar fréttist af skipinu á leiðinni sendi
færeyska landstjórnin þá orðsendingu til stjórn-
arinnar í Kaupmannahöfn, sem fer með utan-
ríkismál Færeyinga, að „skilyrði fyrir samþykki
landstjórnarinnar við heimsókn skipsins væri
að trygging yrði gefin fyrir því að skipið hefði
ekki kjarnorkuvopn innanborðs".
Þetta skilyrði landstjórnarinnar byggist á því
að 24. febrúar 1984 lýsti lögþingið í Þórshöfn því
yfir að Færeyjar væru kjarnavopnalaust svæði.1
Herskipið USS McCloy er eitt þeirra sem hafa
búnað til að bera kjarnorkuvopn og nota þau, og,
var full ástæða fyrir tortryggni af hálfu fær-
eyskra yfirvalda. Bandaríkjaher hefur sífellt
neitað að segja af eða á um kjarnorkuvopn í
herstöðvum sínum, flota og flugher, og eru því
eðlileg viðbrögð stjórnvalda sem við Bandaríkin
skipta að líta svo á að ef búnaður er fyrir hendi til
að beita kjarnorkuvopnum sé mikil hætta á að
vopnin séu einnig til staðar.
Danska hægristjórnin kom í þessu máli fram
af litlu drenglyndi í garð Færeyinga. Svar
stjórnvalda í Kaupmannahöfn var einsog það
væri samið í Natóstöðvunum í Brussel. Danska
stjórnin sagðist ekki hafa ástæðu til að ætla að
bandarísk stjórnvöld virtu ekki ákvarðanir um
að kjarnorkuvopn megi ekki vera á dönsku eða
færeysku yfirráðasvæði.
Hávær mótmæli urðu í Þórshöfn þegar her-
skipið kom þangað í óþökk stjórnar og þings.
Færeyska friðarhreyfingin „Fólk fyri friði“ stóð
fyrir móttöku á bryggjunni og kastaði landfest-
um skipsins í sjóinn hvað eftir annað, sem lauk
með því að danskir sjóliðar voru látnir vinna
verkið. Landstjórnin sendi Kaupmannahafnar-
stjórn bréf þar sem krafist var skýringa.
Að sjálfsögðu hófust strax deilur í Færeyjum
um herskipsmálið, en athygli vekur að aðeins
þeir sem lengst standa til hægri í litrófinu tóku
undir bandarískan málstað, þótt sumum miðju-
mönnum hafi þótt fullharkalega að farið. -
Málið hefur einnig vakið upp í Færeyjum efa-
semdir um að utanríkismál eyjanna séu best
komin í höndum Stórdana. Jóhannes
Dalsgaard úr flokki færeyskra jafnaðarmanna,
sem ævinlega hefur verið allhollur Dönum,
segir í viðtali við „Information" að hann telji
þetta ögrun af hálfu danskra stjórnvalda.
Jógvan Djurhuus úr Þjóðveldisflokknum
gegnir nú lögmannsstöðu í landstjórninni í fjar-
veru Atla Dam. í viðtali sem birtist í Þjóðviljanum
í gær segir Jógvan að þetta mál sýni að Færey-
ingar fái ekki viðunandi lausn sinna mála fyrren
þeir fái fullt forræði yfir utanríkismálum sínum.
í Danmörku hefur „heimsókn" herskipsins til
Þórshafnar einnig komið af stað umróti. Anker
Jörgensen formaður danska jafnaðarmanna-
flokksins telur að dönsku stjórninni hafi borið að
fara þess þegar í stað á leit við bandarísk
stjórnvöld að upplýsa hvort kjarnorkuvopn voru
um borð í herskipinu eða ekki.
Viðbrögðin í Færeyjum við komu herskipsins
USS McCloy eru afar lærdómsrík fyrir okkur
íslendinga. íslenska þingið hefur einnig lýst yfir
að ekki skuli koma með kjarnavopn til íslands,
utanríkisráðherrar hafa ítrekað þessa afstöðu,
og nú síðast herti Steingrímur Hermannsson á
þessu yfir Natóráðherrum í Háskólabíói.
Þrátt fyrir þetta er erfitt að ímynda sér að
íslenskir ráðamenn komi fram af þeirri einurð og
reisn sem stjórn, þing og almenningur í Fær-
eyjum sýndu um síðustu helgi. -m
KLIPPT OG SKORIÐ
Fýludallurinn
í þinginu, þar sem menn eru
yfirleitt ekki þekktir fyrir óhóf-
lega glaðværð, leikur það orð á,
að frímúrarinn Eiður Guðnason
búi öðrum mönnum fremur að
þeim eðliskosti að geta verið
lengi og oft í mikilli fýlu.
Satt að segja herma sagnfróðir
menn sem kunna glögg skil á sögu
þings þessarar aldar og seinni-
hluta hinnar síðustu, að Eiður
hafí í þessum efnum slegið flest
þekkt met. Að bestu manna yfir-
sýn er jafnvel talið að þessi hátt-
virti þingmaður Vestlendinga sé
einhver jafnfýldasti þingmaður
gervallrar þingsögunnar.
Fyrir þá sem hafa gaman af til-
viljunum má geta þess, að sömu
•ísagnfræðingar herma, að hinn
eini sem vitað er til að kunni að
geta slegið Eiði Guðnasyni við í
þessum efnum, hafi einsog Eiður
líka verið þingmaður fyrir
Vestlendinga. En það var Grím-
ur gamli Thomsen, sem á seinni
þingárum sínum varð æ geðstirð-
ari og gerðist þeim mun harðari
heimsósómamaður sem dvöl
hans varð lengri á þingi.
Um það er Borgfirðingar
felldu hann af þingi var þjóð-
skáldið Thomsen orðið einna
fremst meðal geðstirðra jafningja
gjörvallrar íslandssögunnar.
Keppt um
Eiðsskeifuna
Grímur var hins vegar maður
kátur á yngri árum, og ljóð hans
frá þeim tíma bera með sér að
hann hafði oft ærna ástæðu til að
gleðj ast yfir því einu að fá að vera
til. Þegar svo geðofsinn greip
hann með árunum hafði hann tök
á að beisla hann í einskonar skap-
andi kraft, sem hann veitti í gegn-
um ljóð sín. Þannig getum við
síðari tíma kynslóðir á vissan hátt
verið þakklátar fyrir ofsann í
Grími, kannski gaf einmitt hið
úfna geð okkur kvæðin.
Um það ætti að geta vitnað
Stefán Friðbjarnarson, höfuð-
penni Staksteina Morgunblaðs-
ins, sem líður beinlínis illa ljúki
einhverri viku svo að honum tak-
ist ekki að vitna í gamla Thom-
sen.
Eiður Guðnason er hins vegar
að því leytinu frábrugðinn Grími
Thomsen, fyrrum þingmanni
Borgfirðinga, að hann er búinn
að vera í nokkuð stöðugu fýlu-
kasti frá því forlögin skoluðu
honum ungum á fjörur þingsins.
Haft er eftir einum félaga hans
úr þingflokki Alþýðuflokksins,
að sennilega hafi Guð ekki áður
skapað nokkurn mann sem hefur
munninn í varanlegri skeifu. Til
að koma í veg fyrir illdeilur meðal
krata er rétt að taka fram að það
var ekki Jón Baldvin sem sagði
þetta...
En kanski hér sé eitthvað fyrir
Hestamannafélagið Fák að at-
huga...láta félaga sína keppa um
Eiðsskeifuna, þannig að fyrstu
verðlaun verði lítil stytta af Eiði
með skeifu og önnur verðlaun
verði tvær litlar styttur af Eiði
með skeifu.
Grímur Thomsen fékk útrás í
kvæðum sínum. Eiður Guðna-
son, sem samkvæmt landafræði
og kjördæmaskipan er sömu-
leiðis þingmaður Borgfirðinga
einsog Grímur á sinni tíð, fær líka
útrás með því að grípa pennann í
hönd og skrifa. En þarmeð er upp
talið það sem þessir tveir fulltrúar
þannig að í lokin sé hann enn
fýldari en þegar hann byrjaði,
kom mæta vel í ljós í grein sem
hann skrifar í DV í gær um Al-
þýðubandalagið.
Par er sennilega sleginn sá nýi
og jákvæði tónn sem Jón Baldvin
segir að eigi að verða aðalsmerki
Alþýðuflokksins á komandi fjór-
um árum, hinn nýi stfll Alþýðu-
flokksins.
„Uml og nöldur hefur heyrst
frá Alþýðubandalaginu eftir að
ný ríkisstjórn var mynduð í
landinu,“ segir Eiður umlandi af
ánægju yfir því að geta verið kyrr
í sinni gömlu fýlu þótt flokkurinn
hans sé loksins kominn í ríkis-
Eiður Guðnason brosir út undir eyru stjórn. „Gagnvart þjóðinni og
af alkunnri glaðværð sinni... þótt kjósendum er Alþýðubandalagið
hann hafi ekki orðið menntamálaráð- hætt í pólitík...Alþýðubanda-
herra. i
Borgfirðinga eiga sameiginlegt.
Grímur skrifaði ljóð. Eiður
skrifar í DV. Grímur skrifaði sig
frá fýlunni. Pegar Eiður skrifar,
þá skrifar hann sig undantekn-
ingalaust í enn dýpri fýlu.
Nýi stíllinn
Þessi fágæti eðliskostur Eiðs
Guðnasonar, að geta skrifað sig
af einu fýlustiginu yfir á annað,
lagið er nefnilega flokkur í fýlu.“
Yfirskrift greinarinnar er í sama
dúr: Flokkur í fýlu.
Það var og. Þegar Eiður
Guðnason, ókrýndur fýlupoki ís-
lenskra stjórnmála, fer að velja
öðrum einkunnir af þessu taginu,
þá er hægt að taka undir með
Helga Hós og segja: þeir sletta
mjólkurvörunni sem eiga hana.
Þjóðin er vitaskuld ekki óvön
því að Eiður Guðnason sé í fýlu.
Satt að segja man hún ekki eftir
honum öðru vísi. Þessvegna fyrir-
gefst honum. Um þessar mundir
er jafnvel enn skiljanlegra en
nokkru sinni fyrr, að þessi ófor-
betranlegi fýlupoki íslenskra
stjórnmála skuli vera í fýlu:
Meðfæddir
hæfileikar
Það þarf engan Freud og engan
Jung til að skilja það. í fjögur ár
hefur Eiður Guðnason búið sig
undir eitt - og aðeins eitt. Hann
ætlaði að verða menntamálaráð-
herra nýrrar stjórnar, þar sem
Alþýðuflokkurinn ætti aðild.
Þessvegna studdi hann Jón Bald-
vin. í staðinn krafðist hann allra
nefndastarfa sem á einhvern hátt
gætu síðar gert kröfu hans til stóls
menntamálaráðherra sterkari en
ella. Þingnefndir, Norðurlanda-
ráð - „You name it, he‘s got it!“
einsog þeir segja westra.
Og Eiður taldi sig nokkuð ör-
uggan. Honum kom ekki til hug-
ar sú ósvífni fóstra síns Jóns Bald-
vins að ganga fram hjá sér, og
taka þrjá - alla - ráðherra krata
úr Reykjavík.
Þessvegna missti Eiður af ráð-
herrastólnum.
Þessvegna er hann nú í ein-
hverju versta fýlukasti sem sögur
fara af innan Alþýðuflokksins.
Vegna þess að hann er búinn að
missa sitt tækifæri. Hér eftir verð-
ur hlutverk hans í íslenskum
stjórnmálum ekki annað en það
sem það hefur verið hingað til -
að vera fýlupoki íslenskra stjórn-
mála númer eitt.
Og því hlutverki mun Eiður
Guðnason gegna betur en nokk-
ur annar...enda með meðfædda
hæfileika...
-ÖS
þJOÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
\ Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur
Skarphéðinsson.
Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson.
Blaðamenn:GarðarGuðjónsson,GuðmundurRúnarHeiðarsson,
Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir,
Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson
(íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason,
Ragnar Karisson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil-
borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri).
Handrlta-og prófarkalestur: Elias Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Útlltateiknarar: Sœvar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Framkvœmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrlfstofuatjóri: Jóhannes Harðarson.
Skiifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Auglýslngastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir.
Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist-
insdóttir.
Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Bflstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir.
Otbrelðslu-og afgrelðsluatjórl: HörðurOddfríðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, HrefnaMaanúsdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson.
Utkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavfk, sfml 681333.
Auglýsingar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310.
Umbrotog setnlng: Prentsmlðja Þjóðviljanshf.
Prentun: Biaðaprent hf.
Verð f lausasólu: 55 kr.
Helgarblóð:60kr.
Áakrlftarverð á mánuðl: 550 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN FÖStudagur 17. Júlí 1987