Þjóðviljinn - 17.07.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 17.07.1987, Qupperneq 8
HEIMURINN apríl árið 1981 setti rlkisstjórnin herlög I Kosovo og þá fylltist Pristina af vígreifum dátum á borð við þessa hór. Kosovo í Júgóslavíu Serbar f lýja fátækt og þjóðaerjur Mikill meirihluti íbúafátœkasta héraðs Júgóslavíu eruAlbanirsem Serbar saka um ofsóknir á hendur sér að er ekki nema fimm kiukku- stunda akstur frá Belgrað, höfuðborg Júgóslavíu, til Koso- vohéraðs við landamærin að Al- baníu. Það fyrsta sem blasir við augumn þegar stærsta borg fylk- isins, Pristina, kemst í sjónmál eru skýjakljúfarnir en þegar nær dregur verður ferðalangi Ijóst að þeir eru fáir og skyggja ekki á ömurleg fátækrahverfin sem þekja lungann úr landi borgar- innar. Andstæðurnar eru sláandi í Pristinu. Miðborgin er smá en öll hin nútímalegasta. Þar gefur að líta glæstar skrifstofubyggingar, hótel, kaffihús og veitingastaði og fullkomna íþróttamiðstöð. En sé fæti stigið út fyrir huggu- legheitin þá dettur maður ofan í miðaldir. Ekkert hefur breyst um aldir, húsakostur, klæðaburður, efnaleg afkoma fólksins. Óhreinindi og örbirgð eru slík að ugglaust finnst fátt til saman- burðar í Evrópu. í Kosovo búa 1,7 miljónir manna af albönsku bergi brotnir eða um það bil átta á móti hverj- un einum Serba. Þar hefur á und- anförnum árum oft slegið í brýnu milli manna af þessum ólíka upp- runa og fyrir sex árum létust að minnsta kosti níu manns í heiftar- legum átökum. Þúsundir Serba flýja úr hér- aðinu ár hvert og fullyrða að Al- banirnir geri þeim lífið leitt á alla lund í því augnamiði að þeir hafi sig sem flestir á brott. Brotthvarf Serbanna muni auðvelda þeim til muna að krefjast sjálfstæðis al- bansks Kosovo. „Ég flyt héðan jafnskjótt og börnin eru orðin nógu stór,“ segir Nebojsa Milosevic, glerskurðar- maður og Serbi, „ég þarf að hafa áhyggjur af svo mörgu hér. Mað- ur þorir varla að fara í vinnu af ótta við að konan og krakkarnir verði fyrir aðkasti." Lus Habergionai er 25 ára gamall Albani og segir aðra sögu: „Fólk gerir alltof mikið úr vand- anum. Við kunnum vel við Ser- bana og okkur þykir miður að þeir skuli fara.“ í þessu fátækasta héraði Júg- óslavíu eru meðaltekjur manna um 29 prósent lægri en annars staðar í landinu. Algeng laun verkamanna eru um 2,700 krónur á mánuði og ofan á allt annað bætist að atvinnuleysi er mikið, 25 af hverjum hundrað vinnu- færra manna fá ekki handtak að gera. Þetta rennir stoðum undir fullyrðingar ýmissa að fólksflótti úr héraðinu eigi ekki eingöngu þjóðernislegar orsakir heldur ekki síður efnahagslegar. Vorið 1981 kröfðust náms- menn við háskólann í Pristinu verulegra umbóta á högum sínum og efndu til mótmæla. f einni svipan var allt komið í bál og brand í Kosovo þar sem Serbar og Albanir bárust á banaspjót og hinir síðamefndu kröfðust stofn- unar sjálfstæðs ríkis. Samkvæmt opinberum heim- ildum létu níu manns lífið í óöld- inni en margir telja mun fleiri hafa fallið. I apríl þetta ár setti ríkisstjórnin herlög í héraðinu, dátar þrömmuðu fylktu liði um götur Pristina, skriðdrekar voru á Sálfræðingur óskast Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra, Ráð- gjafar- og sálfræðideild, óskar eftir sálfræðingi til starfa næsta skólaár, helst með aðsetri á Húsa- vík. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, berist fyrir 10. ágúst n.k. Nánari upplýsing- ar veittar á skrifstofunni. Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra Furuvöllum 13, 600 Akureyri Sími 24655 Miðborg Pristinu, höfuðborgar Koso- vohéraðs, erstórglæsileg. En ferðist menn um önnur hverfi blasir við öllu drungalegri sjón. hverju horni og orrustuþotur flugu lágflug yfir þökum húsa. A þeim sex ámm sem liðin em frá þessum atburðum hafa 22,000 Serbar flúið úr héraðinu. Þeir saka Albani um ólíklegustu mis- gjörðir f sinn garð, þeir beri eld að híbýlum sínum, nauðgi ung- lingsstúlkum, slátri kvikfénaði og fleira og fleira. Albanimir em fáorðir unl á- sakanir þessar en þó fær Nexhmie Ljuljduraj, eldri frú í Pristinu, ekki orða bundist. „Mér finnst ömurlegt að lesa þessar ásakanir í blöðunum. Það mætti ætla að við værum mannætur hér í Kosovo. En staðreyndin er náttúrlega sú að við búum hér saman og höfum lengi gert.“ Fyrr í sumar jukust væringar á nýjan leik í héraðinu og þá sá kommúnistaflokkurinn ástæðu til að efna til sérstaks aukafundar um ástandið. Fundurinn fór fram þann 26. júní í þinghöllinni í Bel- grað. Um eitt þúsund Serbar söfnuðust saman utan hallarinnar meðan fundurinn fór fram og kröfðust tafarlausra aðgerða af hálfu ríkisvaldsins. I En þeir urðu fyrir vonbrigðum. í ályktun fundarins er ástandinu lýst einsog það horfir við stjórnvöldum og serbneskir íbúar Kosovohéraðs hvattir til að fara hvergi. Ekki var minnst auka- teknu orði á neinar aðgerðir af hálfu ráðamanna. Serbi nokkur túlkaði úrslitin á þennan veg: „Takið saman pjönkur ykkar og hypjið ykkur úr Kosovo.“ Og svo mikið er víst að brottflutningur Serba heldur áfram. -ks. Laus staða Staða útibússtjóra ÁTVR á Akureyri er laus til umsóknar og verður veitt frá og með 1. sept- ember n.k. eða síðar, hamli uppsagnarfrest- ur umsækjanda stöðuveitingu á þeim tíma. Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst. Umsókn skal skila til skrifstofu ÁTVR Borg- artúni 7, Reykjavík. Reykjavík 15. júlí 1987 Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins Leyfisbréf fyrir grunn- skóla- og framhalds- skólakennara Kennarasamband íslands vekur athygli kennara á að samkvæmt lögum um lögverndun á starfs- heiti og starfsréttindum grunnskóla- og framhaldsskólakennara má hvorki skipa né setja kennara nema þeir hafi leyfisbréf frá mennta- málaráðuneytinu. Jafnframt skal kennurum bent á að samkvæmt kjarasamningum miðast laun m.a. við að kennari hafi leyfisbréf. Þeir grunnskóla- og framhaldsskólakennarar sem ætla að kenna næsta skólaár, en ekki hafa fengið leyfisbréf, eru hvattir til þess að leysa þau út nú þegar þannig að ráðning þeirra dragist ekki á langinn og að laun verði greidd til þeirra frá upphafi skólaárs. Reykjavík 16.07.87 Kennarasamband ísiands 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.