Þjóðviljinn - 17.07.1987, Side 9

Þjóðviljinn - 17.07.1987, Side 9
Grímsey Hérer gott að vera Gunnar Hjelm sjómaður: Fluttum hingað eftirgos. Þekktumenganfyrir. Bætaþarf hafnaraðstöðuna. Valgerður Valdimars dóttir: Viðbrigði að þurfa að senda börnin í heimavist. Gunnar Gunnarsson: Veiddi 22 kílóa þorsk. Hélt ífyrstu að það vœristórlúða. Fjölakyldan flutti norður til Grímseyjar frá Vestmannaeyjum stuttu eftir gosið. Feðgarnir nýkomnir úr róðri á þriggja tonna trillu og eiginkonan tók á móti þeim. Á myndinni frá vinstri: Gunnar Hjelm, Gunnar Gunnarsson 15 ára og Valgerður Valdlmarsdóttir. Mynd: Loftur. Þaö er ekki ofsögum sagt aö höfnin í Grímsey sé lífæð þorpsins, þar sem allt at- vinnulíf eyjarinnar stendur og fellur meö útgerð og fisk- vinnslu. Þrátt fyrir það hefur gengið brösulega í gegnum tíðina að fá viðkomandi yfir- völd til að veita nauðsynlegu fjármagni til að gera hana þannig úr garði að viðunandi sé. Eins og höfnin er í dag geta bátar heimamanna ekki verið bundnir við bryggju þeg- ar eitthvað er að veðri og verða því að liggja við legu- færi innan við hafnargarðinn. Þá er nauðsynlegt að stækka hana til þess að stærri skip og bátargeti lagtvið hana. Unnið er við endurbætur á höfninni í sumar en mörgum heima- manninum finnst þar heldur skorið við nögl í fjárveitingum og vilja margir að meira fé sé varið til hennar. í gegnum árin hefur gengiö á ýmsu í samskiptum Grímseyinga og Vita- og hafnamálastjórnar. Enn þann dag í dag brosa heima- menn út í annað þegar talið berst að grjótgarðinum frægá sem fræðingarnir fyrir sunnan töldu sig vita manna best hvemig ætti að vera og hlustuðu ekki á ráð- leggingar eyjarskeggja sem höfðu ýmislegt við það að athuga hvemig staðið var að þeim fram- kvæmdum. Enda kom það á dag- inn að í fyrsta áhlaupi Ægis hvarf grjótgarðurinn með öllu í hafið og hefur ekki spurst til hans síð- an. Fluttum hingað eftir gos Þegar blaðamaður og ljós- myndari Þjóðviljans vom á vappi niðri við höfn fyrr í vikunni hitt- um við Gunnar Hjelm sjómann og 15 ára gamlan son hans, Gunn- ar Gunnarsson, sem vom að koma úr róðri. Einnig Valgerði Valdimarsdóttur, eiginkonu Gunnars sem var að taka á móti þeim feðgum, en Valgerður vinn- ur í fiskvinnslu, eins og velflestir Grímseyingar. Eftir að hafa sagt á sér deili og heilsast kom upp úr kafinu að fjölskyldan er frá Vestmannaeyjum og flutti til Grímseyjar stuttu eftir gos. Það lá því beint við að spyrja Gunnar fyrst að því af hverju þau hefðu tekið sig upp og flutt búferlum út í Grímsey, en ekki eitthvað ann- að. „Það var nú engin sérstök ástæða fyrir því öðm fremur. Ég kom hingað fyrst þegar ég var á sfld hérna fyrir utan Norður- landið á sfnum tíma og þótti þá og þykir enn býsna gott að vera hér. I öllu rótinu sem varð á okkar högum í gosinu, eins og hjá svo mörgum Vestmannaeyingum, kom sú hugmynd upp að flytja Taflborðiðá myndinni er eitt fárrasemeftireruí Grímsey af þeim sem William Fiske gafeyjarskeggjum ásíðustuöld. Fiskevar banda- rískurauðmaður sem hreifstaf Grímseyog mannlífinu þar. Aðrirmunirá myndinni eru úr Náttúrugripasafni Grímseyjar, sem haldið ertilhagaaf alkunnri smek- kvisi. Mynd: Loftur. ÁrniSigurðsson: FæddurGrímsey- inguren hefurbúið áHúsavíksíðustu 20árin.Býríhjól- hýsi í eyjunni á sumrin.Gerirútá trilluogháfar lundaþegartæki- færi gefst. Hafði veitt140lundayfir daginnogþótti það ekki mikið. Mynd: Loftur. hingað og það gerðum við og höf- um ekki séð eftir því. Við þekkt- um engan hér þegar við komum, en það var mjög vel tekið á móti okkur og við sjáum sko ekki eftir því að hafa komið hingað.“ Kvótinn dugar skammt Þið feðgar voruð að koma úr róðri. Var eitthvað að hafa? „Nei. Ekki er hægt að segja það. Þetta sem við komum með var eitthvað um 300 kfló af fiski. Það var kaldadjöfull og mikill straumur þar sem við vorum, kiukkustundarstím héðan, og þegar mikill straumur er þá er ansi leiðinlegt á handfærunum. Annars er ég á veturna á 11 tonna báti, Sæbjörgu EA 184, og á sumrin á trillunni minni. Kristínu, sem er 3 tonn. Það er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa trilluna til að grípa í því við vor- um búnir með kvótann sem við fengum í mars í ár, en hann var ekki nema um 230 tonn og allt veitt í net.“ Þrátt fyrir það að stutt er á miðin þá eruð þig á litlum bátum ' miðað við marga aðra. Sækja menn hér stíft á miðin? „Já, það er óhætt að segja það. En að sjálfsögðu fer það mikið eftir veðri hverju sinni. Lang- versta áttin hér við Grímsey er vestanáttin. Á veturna þegar hún getur verið hvað verst þá steypist brimið beint yfir garðinn og höfn- ina og brotnar ekki fyrr en komið er yfir hana. Allir bátar sem þá væru bundnir við hafnarkantinn gætu ekki þolað það. Þessvegna verðum við alltaf þegar eitthvað er að veðri að láta bátana liggja við legufæri hérna innar í höín- inni og vera ávallt til reiðu og hreyfa þá ef hann versnar. Það er því mjög brýnt hagsmunamál fyrir okkur hér í Grímsey að hafnaraðstaðan verði bætt.” Kunna ýmislegt fyrir sér En hvernig þótti þér Valgerður að koma hingað út í Grímsey með fjölskylduna þar sem enginn læknir er og öll aðstaða mjög frá- brugðin því sem þú áttir að venj- ast í Vestmannaeyjum? „Það voru viss viðbrigði, því er ekki að leyna. En samheldnin er mjög mikil meðal íbúanna hér og þeir kunna ýmislegt fyrir sér þeg- ar eitthvað bjátar á. Það er helst að grunnskólinn mætti starfa í fleiri bekkjum. Hérna er aðeins kennt upp að sjötta bekk og þá verðum við að senda börnin í land í heimavistarskóla. Að vísu þurfa þau ekki að fara langt því það er heimavist fyrir þau á Dal- vík. En það voru viðbrigði að þurfa að sjá á eftir þeim í burtu þetta ungum. Að öðru leyti hefur okkur vegnað vel hér og lítum á okkur sem innfædda í dag,“ sagði Valgerður. Fékk 22 kg þorsk Að lokum spurðum við Gunn- ar yngri að því hvernig honum líkaði að búa í Grímsey. „Ég þekki ekki neitt annað. Ég var það ungur þegar við fluttum. Mér líkar mjög vel hér og við krakkarnir fáum mjög fljótlega að kynnast atvinnulífinu hér og taka til hendinni. Svo er nú alltaf gaman að fara á sjóinn þegar vel veiðist. Ég fékk til dæmis um dag- inn hvorki meira né minna en 22 kflóa þorsk á færið. Hélt í fyrstu að ég væri með stórlúðu á færinu því það var tekið svo fast í. En eftir nokkum barning og með smáhjálp, tókst mér að innbyrða hann,“ sagði Gunnar Gunnars- son og vildi ekki gera mikið úr þessum risaþorski sem hann hafði veitt. Þar sem nú var tekið að líða að þvf að Lottóið yrði opnað, spurð- um við fjöiskylduna hvernig henni litist á að geta hér eftir spil- að í Lottóinu, eins og aðrir lands- menn. „Mjög vel. Það hlaut að koma að því að þeir opnuðu kassa hér eins og annarsstaðar,“ sagði Val- gerður, og þar með kvöddum við og fjölskyldan gekk heim á leið eftir vel unnið dagsverk á sjónum og í fiskvinnslunni. grh Föstudagur 17. júli 1987 ÞJÖÐVIUINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.