Þjóðviljinn - 17.07.1987, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.07.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími 681333 Kvöldsími 681348 Helgarsími 681663 þJÓÐVIUIN Fðftudagur 17. júlí 1987 153. tölublað 52. árgangur LEON AÐFARSCLLI SKÓLACÖNCU SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HR ísfilm Tíminn í landvinninga Tíminn hyggst kaupa hlut íísfilm. Áhugi á að Þjóðviljinn og Alþýðublaðið leggi ípúkkið og Morgunblaðið ogDV verði keypt út úr Isfilm. Kristinn Finnbogason, framkvstj. Tímans:\Göngumfrá kaupunum á næstu dögum. Sveinn R. Eyjólfsson: DVíraun löngu hœttíísfilm - aðeinsformsatriðieftir Við erum ekki búnir að kaupa í ísfílm. Endanleg ákvörðun verður tekin á blaðstjórnarfundi á næstu dögum, sagði Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Tímans. Samkvæmt áreiðan- legum heimildum hafa Tíma- menn mikinn áhuga á þvf að Þjóðviijinn og Alþýðublaðið leggi einnig í púkkið og kaupi Morgun- blaðið og DV út úr ísfilm. Tímanum stendur til boða að kaupa fyrrum hlut Reykjavíkur- borgar í ísfilm, sem Sambandið festi nýlega kaup á, í því augna- miði að selja Tímanum, eins og greint var frá í Þjóðviljanum 13. júní s.l. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum brýna ýmsir forráða- menn Tímans það mjög fyrir Þjóðviljanum og Alþýðublaðinu að kaupa hlut Morgunbiaðsins og DV í fsfilm, með möguleikum á útvarps- og sjónvarpsrekstri, en þessir hluthafar munu vera orðn- ir afhuga frekara starfi innan fyrirtækisins. Tímamenn munu bera þessa hugmynd formlega upp í dag á stjórnarfundi Blaða- prents í dag, sem Tíminn, Alþýð- ublaðið og Þjóðviljinn reka. - Við erum ennþá að nafninu til í ísfilm. Það á bara eftir að ganga frá formsatriðum og þá erum við hættir. Við höfum ekki tekið neinn þátt í störfum fyrir- tækisins hátt á þriðja ár - ekki einu sinni setið stjórnarfundi, sagði Sveinn R. Eyjólfsson, ann- ar framkvæmdastjóra DV. Auk DV og Morgunblaðsins eiga núna hlut í ísfilm Samband- ið, kvikmyndafyrirtækið Haust sf., en Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri Tímans, er annar . eigenda þess og Almenna bóka- félagið. -RK Gunnar Hermannsson verkstjóri innanum stafafuruna f stærra gróðurhúsinu á Mógilsá, 500 fermetra upphituðu glerhúsi. Á myndinni til hliðar sóst stafafura („vöggu" sinni. (Mynd: Ari) Skógrœkt Vöggustofa fyrir 500 þúsund tré — . .. . „ .. ■ . t 1 1.. ...1.^1.!.. C 11. oinl'Or „01 oniln ..... .»m QO l V1 Istærstu „vöggustofu“ skógar- plantna á landinu, gróðrarstöð Skógræktar rflrisins á Mógilsá í Mosfellssveit, eru á einu sumri aldar upp 500 þúsund plöntur, sem seinna í sumar skjóta rótum í íslenska mold. Trjáplönturnar eru nú 97 sam- an f harðplastbökkum, fylltum norrænum hvítmosa. Þetta eru sitkagreni, stafafura, blágreni, birki og lerki, og verður plantað á vegum Skógræktarinnar og sumra skógræktarfélaganna. Að sögn Sigurðar Blöndal hef- ur þessi ræktunaraðferð gefist einkar vel, enda eru um 80-90 prósent allra norskra skógar- plantna til orðnar með þessum hætti. Frá gróðrarstöðinni á Hall- ormsstað koma svo 400 þúsund plöntur til viðbótar hálfu milljóninni úr Mosfellssveit. Og veitir víst ekki af. -m Hvalur hf. ÖlTskrif til baga Eg gef ekki upp neinar upplýs- ingar. Á sama hátt og brennt barn forðast eldinn, hefur reynslan kennt okkur að öll um- ræða í fjölmiðlum um hvaiamálið er bara til að tvíefla andstæðinga ojtkar, sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., er hann var inntur eftir hvalkjötsneyslu inn- anlands og birgðastöðu fyrirtæk- isins. - Þetta fólk hefur sínar upplýs- ingar úr íslenskum dagblöðum og öll skrif eru bara til að æsa þetta fólk upp. Það hafa engir aðrir áhuga á því hve mikið hvalkjöt er í landinu nema þetta fólk, sagði Kristján Loftsson og þar við sat. Samkvæmt upplýsingum Egg- erts ísakssonar hjá Hval hf. er engin ástæða til að ætla annað en Japanir muni kaupa eins og áður þau 49% aflamagnsins, sem leyfi- legt er að selja úr landi. Hin 51% sem eftir eru fara í mjöl og lýsi og til manneldis. _rk Gjöf til gjalda Albert borgar Lokið er málum þeirra Alberts Guðmundssonar og Einars Óiasonar ljósmyndara Þjóðvilj- ans vegna kjaftshöggs Alberts á Hulduhersfundi fyrir kosningar í vor. Sættir eru þær að Albert greiðir Einari ailan læknis- og lögfræðikostnað, alls 92 þúsund, og 100 þúsund króna miskabætur að auki. - Auðvitað hefði ég helst viljað þetta hefði aldrei gerst, og harma að hafa þurft að grípa til kæm þrátt fyrir ítrekaðar sáttatilraunir lögfræðinga okkar, sagði Einar. - Ég vil taka fram, vegna yfir- lýsinga Alberts í fjölmiðlum und- anfarið, að hann veit jafnvel og ég að það var aldrei komið aftan að honum í þessu máli. Kröfur mínar voru settar fram í lok aprfl. Þótt ég hafi orðið fyrir töluverð- um óþægindum vegna þessa máls, meðal annars tíðum tannlæknaferðum, álít ég að að þessu hafi verið staðið á fullkom- lega heiðarlegan hátt af minni hálfu. Það er rétt að geta þess sérstaklega að aldrei var reynt að nota viðkvæma stöðu Alberts sem stjómmálamanns í miðri kosningabaráttu. -m y Seiðasala Irlandsmarioðurinn lokast írar óttast að sjúkdómar fylgi í kjölfar innflutnings á lifandi seiðum Stefnt að samstarfi Allt bendir til að stjórnarand- staðan leggi saman fram lista við kjör í þingnefndir í haust. Umræður um samstarf stjóm- arandstöðunnar við kjör í nefndir era ekki hafnar, en þau Hjör- leifur Guttormsson, Alþýðu- bandalagi, Albert Guðmunds- son, Borgaraflokki, og Kristín Halldórsdóttir, Kvennalista, segja að stefnt sé að sem bestu samstarfi milli stjómarandstöð- unnar og að líklega verði boðinn fram sameiginlegur listi við nefndakjör í haust. -K.ÓI. Við munum leitast við að verða sjálfum okkur nógir um fram- leiðslu á sjógönguseiðum og hætta innflutningi á seiðum til ír- lands. Frá og með sfðustu viku er raunar búið að setja bann á inn- flutning, sem ekki er þegar búið að fá leyfi fyrir. Það gildir líka um ísland. Þetta sagði Liam Hogan, starfsmaður sjávarafurðadeildar írska fiskimálaráðuneytisins í viðtali við Þjóðviljann fyrir skömmu. John Joyce, ritstjóri fiskeldisritsins Aquaculture Ire- land, sem gefið er út af sömu deild, taldi ólíklegt að vikið yrði frá þessu banni. Svo virðist sem innflutnings- bannið sé fyrst og fremst sett til að vemda írskt fiskeldi gegn sjúk- dómum sem kynnu að flytjast með seiðum til írlands. Fyrir tveimur vikum kom til að mynda fram, að seiði sem komu úr hrognum sem flutt vom til ír- lands frá Noregi, vom sýkt af nýmaveiki (BKD). Stöðin sem keypti seiðin dreifði svo seiðun- um til níu stöðva, og síðast þegar fréttist var búið að finna sjúk- dóminn í fimm stöðvum. Þess má hins vegar geta, að all- ir sjúkdómar, sem finnast í lax- eldisstöðvum hér á landi, finnast líka í írlandi. Því ætti lítil hætta að stafa af innflutningi á íslenskum seiðum þangað. írar hafa sérstaklega sóst eftir kaupum á svokölluðum stór- seiðum héðan, þeas. seiðum sem em amk. 150 gramma þung í stað hinna venjulegu 50 - 80 gramma sjógönguseiða. Þessi seiði hafa gengið afar vel í írskum eldis- stöðvum. írar framleiða á þessu ári um 2,700 tonn af sláturlaxi, en eftir 3 ár er áætlað að framleiðslan verði komin í 10 - 12,000 tonn. -ÖS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.