Þjóðviljinn - 21.07.1987, Side 2
"SPURNINGIN-
Hvaö telurðu aö sængurkonur
eigi aö vera lengi inni á fæðingar-
deild eftir bamsburð?
Jóhanna Harðardóttir
verslunareigandi:
Ef þær eru með börn fyrir á heimilinu,
þá eru átta dagar hið minnsta á fæð-
ingardeildinni. Ég lenti í því að vera
send heim eftir þrjá daga eftir annað
bam og það var slæm reynsla.
Matthildur Guðbrandsdóttir
fóstra:
Ég tel að þær eigi að vera minnsf 5-7
daga inni, til þess að þær geti verið í
rólegheitum með barninu og kynnst
því. Að vísu er þetta dálítið einstakl-
ingsbundið, en að öllu jöfnu eru 5-7
dagar algjör lágmarkshvíld.
Hrafnhildur Rogers
húsmóðir:
I það minnsta í 4 daga. Ég held að
það eigi í flestum tilfellum að duga.
Fyrir mína parta, sem er 6 barna
móðir, er mig alltaf farið að langa
heim eftir þann tíma.
Elín Óskarsdóttir
póstkona:
Þangað til þær hafa heilsu til að fara
heim. Það er að vísu ákflega misjafnt
hvað það tekur langan tíma, fer ftir
hverri og einni, en eins og það hefur
verið á undanförnum árum, tel ég 5-7
daga hvíld eftir barnsburð mjög við-
unandi.
Svandís Bjarnadóttir
skrifstofumaður:
5 dagar er mjög gott, en mjög misjafnt
eftir einstaklingum og hvernig móður
og barni heilsast. 3 dagar eru of stutt-
ur tími til að jafna sig og ná áttum.
FRETTIR
Síldarútvegsnefnd
Of dýrt fyrir Rússann
Samningaviðrœðum við Sovétmenn lokið í bili.
33-36% munur á lokatilboðiþeirra ogSíldarútvegsnefndar
Samningaviðræðum Sfldarút-
vegsnefndar og Sovétmanna
um fyrirframsölu á saltsfld vegna
komandi vertíðar er lokið án þess
að samkomulag tækist um sölu-
verð. Ber þar mikið á milli, segir í
frétt frá Sfldarútvegsnefnd.
Lokatilboð Sovétmanna í við-
ræðunum jafngildir eftir stærðar-
flokkum 20-23% lækkun í
Bandaríkjadollurum frá fyrra árs
verði en 33-36% lækkun miðað
við verðtilboð íslendinga vegna
komandi vertíðar.
Sovétmenn voru ekki til við-
ræðu um saltsíldarmagnið í þess-
um viðræðum fyrr en niðurstaða
lægi fyrir um verðið. í sínu verð-
tilboði miða þeir við tilboð sem
þeim hefur verið að berast frá
Noregi, Hollandi og fleiri
löndum, sem er miklu lægra en
það markaðsverð sem íslending-
ar miða við sem er það verð sem
fæst fyrir saltsíldina á frjálsum
markaði í Svíþjóð og Finnlandi.
í viðskiptasamningi landanna
er gert ráð fyrir 200-250 þúsund
tunna saltsíldarkvóta. í fyrra tók-
ust samningar við Sovétríkin um
fyrirframsölu á 200 þúsund tunn-
um af heilsaltaðri sfld og voru þá
65% af heildarframleiðslunni
seld þangað og er þá miðað við
sfld upp úr sjó.
-grh
Forstjórarnir skruppu í lax. Miljónaverðmæti bíður, engum til gagns, meðan
farþegamir skreppa í lax og njóta lífsins lystisemda hér á landi.
„Þetta eru svona um tíu vélar á ári, sem lenda hér á Reykjavíkurflugvelli með
forstjóra erlendra stórfyrirtækja og bíða á flugvellinum nokkurn tíma meðan
stjórarnir skreppa í lax. Núna bíða tvær vélar vegna laxveiða farþeganna,
önnur í viku og hin í hálfa viku eða svo,“ sagði Sveinn Björnsson, hjá Flugþjón-
ustunni á Reykjavíkurflugvelli. Texti RK/mynd HTr.
Kœrumál Jóns
Réttarkerfið í dóm?
Gunnar G. Schram: Breytinga á réttarfarslöggjöfer ekki að vœntafyrr
en dómurfellur í Mannréttindadómstólnum en það er ólíklegtað
málið gangi svo langt
Munnlegur málflutningur mun
fara fram í haust samkvæmt
kröfu Mannréttindanefndarinn-
ar í Strassborg vegna kæru Jóns
Kristinssonar á meðferð á máii
hans, en hann var dæmdur fyrir
umferðarlagabrot á Akureyri.
Telur Jón og lögmaður hans
Eiríkur Tómasson ekki stætt á því
að bæði dómsvald og fram-
kvæmdavald sé í höndum sama
aðila eða eins og í þessu tilviki
sama manns. Lögreglustjóri á
Akureyri dæmdi í máli hans en
rannsókn málsins heyrir einnig
undir embætti hans eins og tíðk-
ast á landsbyggðinni. „Það er allt
of snemmt að fara að ímynda sér
einhverjar breytingar á þessu
stigi málsins, það yrði ekki fyrr en
dómur félli í Mannréttindadóm-
stólnum sjálfum sem úrskurður
verður bindandi fyrir aðildarríki
Dómstólsins. Málið fer fyrst fyrir
Mannréttindanefndina í haust og
hún getur fjallað um það bæði á
jákvæðan og neikvæðan máta,
þ.e. hún getur ljáð máls á kæru
hans og beint þá tilmælum til ráð-
herra viðkomandi ríkis, eða hún
getur Iagt til að málið fari fyrir
Dómstólinn. Ef svo færi og dóm-
ur félli Jóni í vil, gæti farið svo að
við þyrftum að breyta réttarfars-
löggjöfinni, en um það er allt of
snemmt að segja núna. Þetta á
allt eftir að koma í ljós en það má
geta þess að íslendingar hafa all-
oft skotið málum til nefndarinnar
þar sem réttarkerfið hefur verið
gagnrýnt en hún ætíð vísað þeim
málum frá,“ sagði Gunnar G.
Schram Iagaprófessor er Þjóð-
viljinn hafði samband við hann
og spurðist fyrir um hvað það
gæti þýtt fyrir íslenskt réttarkerfi
ef Jón ynni málið.
Pétur Kr. Hafstein sýslumaður
á ísafirði sagði þessa umræðu
ekki nýja af nálinni, umræða um
aðskilnað dómsvalds og fram-
kvæmdavalds hefði verið í gangi
nánast frá aldamótum. „Þetta er
ekki spurning um hvort, heldur
hvenær,“ sagði Pétur, „og slík
breyting er í rauninni mjög eðli-
leg og hlýtur að verða, hvort sem
þetta mál verður til að flýta henni
eða ekki. Breyting sem þessi
hefði þá væntanlega í för með sér
aðrar breytingar á sýslumanns-
embættum, ný verkefni sem nú
eru unnin af ráðuneytum."
-ing
lög i f
M \í c
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. júlí 1987