Þjóðviljinn - 21.07.1987, Síða 4

Þjóðviljinn - 21.07.1987, Síða 4
LEIÐARl Kolbmnarskáldið og kratar Alþýðuflokkurinn háði kosningabaráttu sem byggði á því, að framtíð þjóðarinnar ylti á því að ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks yrði velt úr sessi. Allt nema Framsókn, hrópaði hinn hugum- stóri Vestfirðingur sem að eigin sögn fæddist undir einskonar ísfirskri Betlehemsstjörnu, og taldi það sögulegt hlutverk að leiða afkomendur írskra þræla og norrænna víkinga undan þræls- oki Framsóknarflokksins. Framsóknaráratugurinn er áratugur hinna glötuðu tækifæra, hrópaði Jón Baldvin á 200 fundum útum allt ísland. Framsóknarflokkurinn er dragbítur á framfar- ir, - hann er tákn hins gamla og stirðnaða í íslensku samfélagi. Burt með hann, hrópaði hugumstór Hannibalsbur á hverjum kosninga- fundinum á fætur öðrum. Mörgum fannst að vísu ofstækið í garð Fram- sóknarflokksins minna fremur á þá prédikara, sem forðum lögðust út á eyðimerkur og átu flugur, en nýjan Messías. En hvað sem mönnum annars fannst um boðskap Jóns Hannibalssonar- eða Jón Baldvin sjálfan - þá voru þó íslenskir kjósendur vissir um eitt: Jón Baldvin hefði aldrei geð í sér til að éta stóru orðin og gerast hækja Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks til að framlengja líf gömlu stjórnarinnar. En formaður Alþýðuflokksins hefur sterk meltingarfæri. Hann át stóru orðin og varð ekki einu sinni bumbult. Löngun hans í ráðherrastól yfirgnæfði allt annað, öll köpuryrðin um Fram- sókn gleymdust í einni svipan þegar hún var orðin að ávísun upp á ráðherrastól fyrir jóna- bandalag Alþýðuflokksins. Á því tungumáli sem forysta krata talar sín í millum heita þetta víst pólitísk klókindi. Á máli almenningsins í gjánni er á hinn bóginn bara eitt orð yfir þetta: tækifærisstefna. Gegn gagnrýni af þessu tagi hefur forysta krata borið þann skjöld, að það hafi ekki verið persónuleg metorð þeirra semréðu.heldurmál- efni. Með stjórnarþáttöku muni Alþýðuflokknum takast að breyta ýmsu til hins betri vegar. Það kann svo sem vel að vera. En ekki lofar byrjunin góðu. Kratar hugðust bæta hlut landsbyggðarinnar. Efndin: Allir ráðherrar þeirra eru úr Reykjavík. Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru teknir innan Hringbrautar að frátöldum Mathiesen Hafnfirðingi. Vitaskuld er borin von að slík ríkis- stjórn sinni málefnum landsbyggðarinnar. Kratar hugðust bæta stöðu kvenna. Efndin: í ríkisstjórn, sem þeir komu nánast á laggir, er aðeins ein kona, í ríkisstjórnarsáttmálanum er staðhæft að það eigi að gera skattheimtuna í landinu „rétt- KUPPT OG SKORIÐ látari“. Efndin: Fyrsta verk stjórnarinnar er að setja á matarskatt, sem að jafnaði mun auka útqjöld heimilanna um tíu af hundraði. I stjórnarsáttmálanum er líka lögð þung áhersla á sérstakar ráðstafanir „til að draga úr þenslu ... og sporna við verðbólgu.“ Efndin: f skýrslu Þjóðhagsstofnunar er því lýst skorinort yfir, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar muni ekki duga til þess. Frá því segir í Gerplu, þegar Þormóður Kol- brúnarskáld hefur lengi elt konung sinn Ólaf helga að flytja honum kvæði. Skáldið, tannlaust orðið og sköllótt, hittir loksins meistara sinn kvöldið fyrir Stiklastaðaorrustu. Konungur býð- ur honum að flytja kvæðið. En þá er svo komið skáldi að gleymt er kvæði og þarmeð erindið á konungs fund. Eru þar sögulok Gerplu. Á svipaða lund er komið hinum íslenska Al- þýðuflokki. Ljónið gamla, sem forðum var ein af stoðum alþýðu þessa lands í baráttunni fyrir auknu réttlæti gegn handhöfum auðs og valda í flokkum burgeisanna, er tannlaust orðið og sköllótt. Og einsog Þormóður Kolbrúnarskáld hefur það nú einnig gleymt sínu upphaflega erindi, þegar í áfangastað er komið, kvöldinu fyrir orrustuna miklu. Á vissan hátt felast í þessum dapurlegu lykt- um einnig einskonar sögulok íslenskra jafnað- armanna. _nc Mikilvægar viðræður í dag hefjast í Washington við- ræður íslensku hvalasendinefnd- arinnar við embættismenn við- skiptaráðuneytisins í Washing- ton, og telja margir að þeir fundir kunni að marka tímamót í hvai- amálinu. Staðan er nú þessi: Alþingi samþykkti árið 1982 að virða hvalveiðibann Hvalveiðiráðsins 1986-90. Vísindaveiðar hófust strax og bannið tók gildi sam- kvæmt undanþáguklausu í sam- þykktum Hvalveiðiráðsins. Á síðasta fundi ráðsins nú í júní var samþykkt að þessar veiðar ís- lendinga samræmdust ekki und- anþágureglunum. Umhverfis- samtök ytra hafa hótað að hefja herferð gegn íslenskum hags- munum, og til eru bandarísk lög sein leyfa viðskiptaþvinganir gegn ríkjum sem talin eru níðast á dýrategundum í útrýmingar- hættu. Og Efnahagsbandalagið bannar um sitt svæði flutning á afurðum dýra sem það telur í út- rýmingarhættu einsog við kynntumst í Hamborgarævintýr- inu í vor. í þessari stöðu skrifaði Þjóð- viljinn um daginn nokkur að- vörunarorð og setti fram þá skoðun að íslendingum væri holl- ast að hætta vísindaveiðunum, bæði vegna mikilvægra hags- muna á mörkuðum, vegna hags okkar af friðlegu alþjóðasam- starfi, og ekki síst vegna ímyndar okkar um heiminn, sem meintur ofstopi við hvalveiðar kynni að skaða verulega, en slíkt mundi hafa bæði pólitísk og efnahagsleg áhrif til langs tíma. Sverðið og skjöldurinn Vegna þessara varnaðarorða hefur Þjóðvilinn að undanförnu mátt sæta ýmsu orðbragði, eink- um frá málgagni Regins hf., Framsóknarþriðjungsins í her- mangsfyrirtækinu íslenskum að- alverktökum. f nafnlausum Tímagreinum að undanförnu hafa höfundar hvalagreina á Þjóðviljanum bæði verið kallaðir „boðberar uppgjafar“ og „Bandaríkjasleikjur", og munar um minna. Enda hefur Tíminn talið að í deilunni um hvalina 120 sé ekki einungis endurvakið land- helgismálið í heild sinni, heldur líka gjörvöll sjálfstæðisbarátta ís- lendinga á 19. öld. í Halldóri Ás- grímssyni eru samkvæmt Tíman- um komnir saman í eitt þeir Lúð- vík Jósepsson, Hannes Hafstein, Jón Sigurðsson og Jónas Hall- grímsson, og gengur næst land- ráðum að víkja öðru en lofsorði á frammistöðu hans við að koma þjóðinni í núverandi hvalaklúð- ur. Undanlátssemi og aumingjaskapur í laugardagsblaði Tímans er svo farið að kveða við svolítið breyttan tón. Þar er að vísu hald- ið fast við þann keip að annað mat á þessum málum en mat Halldórs Ásgrímssonar og Hvals hf. jafngildi svikum við sjálfa Fjallkonuna, en nú virðast sjálf- stæðishetjur blaðsins hafa skipað sér undir annað flagg en það sem rís með þúsund radda brag. Nú er það merki hinna fullu hnefa. „Vera má að svo kunni að fara að íslendingar verði beittir slík- um kúgunum af erlendum stór- veldum að við verðum að gefast upp og hætta öllum hvalveiðum í framtíðinni, en það er langt fyrir neðan virðingu okkar og velsæmi að gera slíkt fyrr en í fulla hnef- ana.“ Tíminn er sumsé farinn að búast við að málið tapist en telur svo miklu varða að fyrir hvalina 120 eigi þjóðin að standa einsog Skarphéðinn í brennunni og glotta við tönn. Sem er glæsilegt fordæmi og hefur þann galla helstan að Skarphéðinn brann samt. En að minnsta kosti hefur Tím- inn fundið sér handhæga skýr- ingu að grípa til ef stöðva yrði vísindaveiðarnar eða hætta þeim. Það mundi auðvitað vera Þjóð- viljanum að kenna. „Undanláts- semi, aumingjaskapur og inn- byrðis átök er kærkomið vatn á myllu andstæðinganna og því hafa Þjóðviljamenn verið dug- legir að ausa.“ Við kvökum og þökkum. Þjdöremba og fyrsti fingurinn Það er alkunna að heilbrigð þjóðrækni getur við ákveðnar að- stæður orðið að geðrænni ásókn og kallast þá þjóðremba; sú sýki er yfirleitt hættulegust þeirri þjóð sem rembst er fyrir. Þjóðremba sprettur allajafna af minnimátt- artilfinningu eða sektarkennd, og er náskyld spéhræðslu. Til dæmis hefur það verið fundið til skýring- ar á háttalagi þjóðrembnasta þjóðarleiðtoga sögunnar, for- ingja þriðja ríkisins, að hann hafi veri gyðingur að einum fjórða, að auki misheppnaður listamaður, og í þokkabót smár vexti. Þjóðremban hefur þann slæm- an fylgifisk að blinda mönnum sýn á staðreyndir máls, og þeir sem henni eru haldnir hafa hvim- leiða áráttu til að heimta af öðr- um að þeir sláist í lið með sér í krossferðunum. Þannig hamast Tíminn á Iaugardaginn um það að Þjóðviljinn sem „eitt af áróðurs- tækjum íslendinga“ sé hlaupinn yfir til andstæðinganna, „fýrsti fingur sem kippt er úr gati varn- argarðs íslendinga í þessu máli“. Má ekki barasta stofna útrýming- arbúðir handa svona vondu fólki? Moggi, passa sig! Það er athyglisvert að Morgun- blaðið er mun hófstilltara í skrif- um sínum en hinir nýupprisnu ár- menn á alþingi Tímans. I Reykja- víkurbréfi um helgina er hvala- málið reifað og rakið, og undir lokin ítrekar Morgunblaðið af- stöðu sína frá sumri 1985: „Við megum alls ekki gefa höggstað á okkur með því að fara í kringum þær samþykktir, sem leyfa vísindalegar hvalveiðar. Það gæti stefnt miklum hagsmun- um svo sem á Bandaríkjamarkaði í hættu fyrir minni hagsmuni; engri þjóð, sízt af öllu smáþjóð, líðst það að byggja stefnu sína og ákvarðanir á tvöföldu siðgæði." Og að lokum bréfsins bætir Moggi svo við að „margir íslend- ingar eru mjög viðkvæmir fyrir því að vera orðaðir við hval- veiðar, ef þær koma óorði á heil- indi okkar hvað snertir umhverfi- svernd og skuldbindingar okkar á alþj óðavettvangi. “ Skamm Moggi, skamm! „Undanlátssemi, aumingjaskap- ur og innbyrðis átök er kærkomið vatn á myllu andstæðinganna." Ein þjóð, eitt ríki, eina skoðun! -m þlOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, Össur Skarphéðinsson. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, Ragnar Kartsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrffatofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifatofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjórl: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfriðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, HrefnaMaanúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÖlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 60 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlftjudagur 21. júlí 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.