Þjóðviljinn - 21.07.1987, Blaðsíða 10
ERLENPAR FRETTIR
Indland
Jafnvel hundar gelta nú að Gandhi
Forsœtisráðherra nœstfjölmennasta ríkis heims á undir högg að sœkja á öllum vígstöðvum.
Landið logar ítrúflokkaátökum, Kongressflokkurinn er í upplausn
ogþekktur lögfrœðingur Gandhis sakar hann og konu hans um fjármálaspillingu
Rajiv Gandhi fékk forsætisráð-
herraembætti og formennsku
í Kongressflokki að erfðum frá
Indiru móður sinni fyrir tveim og
háifu ári síðan. Rajiv naut sam-
úðar þjóðarinnar vegna sviplegs
fráfaiis móðurinnar er hann efndi
til kosninga skömmu síðar en
synd væri að segja að hann hefði
ávaxtað sitt pund.
Nú er svo komið að ríki og
flokkur eru í upplausn. Hryðju-
verk sikha gerast æ tíðari og hind-
úar svara í sömu mynt. Öðru
hvoru skerst í odda með múslim-
um og hindúum og gúrkar eru
farnir að láta á sér kræla. Rajiv
Gandhi hefur ítrekað sætt ámæli
fyrir að taka þessi mál ekki föst-
um tökum og á þriðjudaginn var
lét þekktasti múslimi ríkisstjórn-
arinnar, Mohammad Sayed, af
ráðherradómi og bar við ráðleysi
Gandhis gagnvart trúflokkaerj-
um.
Kongressflokkurinn
í upplausn
En þótt Gandhi eigi í stökustu
vandræðum með að varðveita
einingu ríkisins gengur þó sýnu
verr með Kongressflokkinn.
Hvert spillingarmálið hefur rekið
annað meðal háttsettra flokksfé-
laga og Gandhi hefur skort vilja
og kjark til að taka þau mál föst-
um tökum. Upplausn í ríki og
flokki hefur síðan leitt til þess að
kjósendur yfirgefa flokkinn í
stórum stíl og er skemmst að
minnast óskaplegs afhroðs
flokksins í fylkisþingskjörinu í
Haryanafylki fyrir skemmstu.
Haryana var löngum eitt helsta
vígi Kongressflokksins.
Jafnvel nánustu stuðnings-
menn forsætisráðherrans viður-
kenna að síðasta árið hafi ein-
kennst af klúðri á klúður ofan og
nú sé Gandhi ekki lengur nefndur
„herra Hreinn“ nema af fjendum
sínum í háðungarskyni.
Og síðustu dagar hafa verið
honum sérlega erfiðir. Nýverið sá
Gandhi sig knúinn til að fara þess
á leit við kvikmyndstjörnuna og
æskufélaga, Amitabh Bachan, að
hann segði af sér þingmennsku
fyrir Kongressflokkinn sökum
meints fjármálamisferlis bróður
hans. Hann mælti einnig fyrir um
opinbera rannsókn á innistæðum
bróðurins í svissneskum bönk-
um.
Samtímis gerði hann sér lítið
fyrir og rak fjóra atkvæðamestu
andstæðinga sína úr flokknum.
Arun Nehru, frænda sinn, Vidya
Charan Shukla og Arif Moham-
mad Khan voru strikaðir út af fé-
lagaskrám á miðvikudag og um
helgina fór fyrrum fjármála- og
varnarmálaráðherra Indlands,
Vishwanath Pratap Singh, sömu
leið. Hann hafði í ráðherratíð
sinni skorið upp herör gegn
spilltum embættis- og fjármála-
Ítalía
Goria í vanda
Sósíalistar og verkalýðsleiðtogar óánœgðir með
hugmyndir hans um „aðhald og sparnað“
inum „barnunga“ og fjail-
myndarlega fyrrum fjármála-
ráðherra Italíu, Giovanni Goria,
ætlar ekki að ganga jafn skínandi
vel að mynda ríkisstjórn og menn
höfðu gert sér vonir um.
Sem kunnugt er fól Cossiga
forseti honum umboð til stjórn-
armyndunar fyrir rúmri viku og
var það talið snilldarbragð þar eð
með því sneiddi hann hjá erki-
fjendunum de Mita og Craxi, for-
mönnum stóru flokkanna tveggja
úr fimm flokka stjórninni sálugu.
Þótt Goria sé kristilegur demó-
krati einsog de Mita þá er talið að
sósíalistinn Craxi eigi betra með
að fallast á hann sem forystusauð
ríkisstjórnar en formanninn.
Allir töldu Goria á góðri leið
með að endurvekja stjórn flokk-
anna fimm þar til um síðustu
helgi að babb kom í bátinn.
Goria lagði fram hugmyndir
um efnahagsaðgerðir nú um helg-
ina sem sósíalistar telja sig alls
ekki geta fallist á. Þær eru í gam-
alkunnum hægristíl, draga á stór-
lega úr útgjöldum hins opinbera
og leggja á óbeina skatta svo
dæmi séu tekin. Sósíalistar og
verkalýðsleiðtogar hafna tillög-
unum og kveða þær myndu stór-
auka atvinnuleysi og gera að
engu uppbyggingu í syðri héruð-
um Ítalíu fengju þær brautar-
gengi.
En þrátt fyrir þennan afturkipp
Giovanni Goria. Menn hafa enn trú á
honum þótt ekki séu allir hrifnir af til-
lögum hans í efnahagsmálum.
er talið að Goria klastri sama
stjórn, enginn annar vaikostur <
í sjónmáli og brátt gengur áj
ústmánuður í garð. Þá er svo hei
á Ítalíu að allir sem vettlingi gel
valdið flýja borgimar, einni
stjórnmálamenn.
-kí
Upplausn. Þetta orð lýsir öðru fremur ástandinu á Indlandi um þessar mundir,
jafnt í landsmálum, ríkisstjórn sem innan Kongressflokksins. Myndin er talandi
tákn um þetta, tveir strætisvagnar hafa orðið múg að bráð í Haryanafylki.
mönnum, þótti sauma um of að
einstaklingum í innsta valdkjarna
Kongressflokksins og varð því að
víkja.
En rotturnar halda áfram að
yfirgefa hið sökkvandi skip og á
laugardaginn sagði Arun Singh,
gamall vopnabróðir Gandhis, af
sérembætti varnarmálaráðherra.
Nánir aðstoðarmenn hans hafa
gert því skóna að ástæðan sé sú að
Singh hafi komist yfir plögg sem
sanni óvefengjanlega að háttsett-
ir embættismenn og jafnvel ein-
hverjir kollega í ríkisstjórninni
hafi þegið mútufé þegar vígtól
voru keypt fyrir 1,3 miljarða
bandaríkjadala frá sænska vopn-
aframleiðandanum Bofors. Sem
kunnugt er hefur Gandhi þrá-
sinnis þverneitað fullyrðingum
um misferli flokksfélaga í sam-
bandi við kaupin.
Heimildamenn innan Kong-
ressflokksins kveða marga and-
stæðinga forsætisráðherrans
munu segja sig úr flokknum á
næstunni. Þeir telja ennfremur
miklar líkur á því að V.P. Singh
muni beita sér fyrir falli Kong-
ressstjórnarinnar í heimafylki
sínu, Uttar Pradesh, þar sem
hann nýtur mikils álits. Fylkið er
hið fjölmennasta á Indlandi (um
111 miljónir íbúa) og það kæmi
sér vægast sagt illa fyrir forsætis-
ráðherrann ef efnt yrði til kosn-
inga þar á næstunni. Kongress-
flokkurinn hefur tapað hverju
einu og einasta fylkisþingskjöri
frá því Gandhi hófst til valda og
ekki eru miklar líkur á því að sú
óheillaþróun snerist við í Uttar
Pradesh, skömmu eftir að helstu
leiðtogar flokksins úr fylkinu
hafa verið reknir úr honum.
Niðurlægingin í Haryana hefur
neytt Gandhi til að brjóta odd af
oflæti sínu og hefja samningavið-
ræður við „gamla lífvörðinn“ í
Kongressflokknum um leiðir út
úr ógöngunum. Hér er átt við
menn sem móðir forsætisráðherr-
ans, Indira, hafði í hávegum en
hann hefur fram að þessu hunds-
að.
Ástandið innan flokks og ríkis-
stjórnar er ekki beysið og einn
þekktasti stjórnmálaskýrandi
Indverja, Nikhil Chakravarty,
skefur ekki af hlutunum í dag-
blaðinu Tímar Indlands: „Þegar
forysta flokksins er sökuð um
spillingu vita óbreyttir flokks-
menn ekki sitt rjúkandi ráð.
Flokkurinn sér enga færa leið út
úr vandanum aðra en að kveða
niður óánægjuraddir með valdi
þegar stjórnarandstaðan vekur
máls á einhverju gerræðinu á
þingi. Undir slíkum kringum-
stæðum kemur enginn auga á
lausn. Og tími sjónhverfinga er
liðinn.
Leiðtogar stjórnarandstöð-
unnar voru ekki lengi að taka við
sér og báru þessar ásakanir inná
þing. Gandhi missti gersamlega
stjórn á skapsmunum sínum og
æpti að hann léti sér ekki til hugar
koma að svara „geltandi hund-
um“.
Daginn eftir byrjaði Jethma-
lani að „gelta" svo um munaði. í
þrjátíu daga lét hann birta tíu
fýrirspurnir á dag um ýmis meint
misferli, þar á meðal bar hann
fram spurningar um fjármála-
brask eiginkonu forsætisráðherr-
ans, sem er af ítölsku bergi brotin
og heitir Sonja, og margra vina
hans.
Sameiginlegir vinir lögmanns-
ins og Gandhis reyndu að miðla
málum í upphafi en allt kom fyrir
ekki og er talið að „geltið“ hafi
skaðað ímynd Gandhis mjög í
augum landsmanna og endanlega
riðið goðsögunni um „herra
Hrein“ að fullu.
í skoðanakönnun sem gerð var
í tilefni fyrirspurna Jethmalanis
kom í ljós að 55 hundraðshlutar
töldu þær hafa skaðað trúverðug-
leika forsætisráðherrans mjög, 74
prósent telja Gandhi verða að
gera hreint fyrir sínum dyrum og
56 telja hann hafa óhreint mjöl í
pokahorninu.
-ks.
Rajiv Gandhi. Riðar hann til falls?
En þrátt fyrir öll ósköpin hefur
ein frétt þó glatt Rajiv Gandhi í
síðustu viku. Þekktasti sérfæð-
ingur Indverja í hegningarlögum,
lögfræðingurinn Ram Jethma-
lani, hætti að sauma að honum í
dagblöðum með tíu óþægilegum
fyrirspurnum á dag!
Þáði Gandhi
mútur?
Þannig er mál með vexti að í
síðasta mánuði snéri Jethmalani
heim úr Svíþjóðarför og fór strax
við heimkomuna að ýja að því að
Boforshneykslið væri mun um-
fangsmeira en í fyrstu var talið og
að hugsanlegt væri að Gandhi
sjálfur hefði þegið mútur!
Atvinna erlendis
Hér er upplýsingabókin fyrir þig sem ert að leita að vinnu erlendis til
lengri eða skemmri tíma.
Hún inniheldur upplýsingar um störf í málm- og olíuiðnaði, við
kennslu, garðvinnu, akstur, á hótelum og veitingastöðum, au-pair,
fararstjórn, ávaxtatínslu í Frakklandi og Bandaríkjunum,
tískusýninga- og Ijósmyndafyrirsætustörf og störf á búgörðum,
samyrkjubúum eða skemmtiferðaskipum.
Bókinni fylgja umsóknareyðublöð. Þetta er bókin fyrir þá sem hafa
hug á að fá sér starf erlendis. Þú færð upplýsingar um loftslag,
aðbúnað í húsnæði, vinnutíma o.fl. Þar að auki færðu heimilisföng
u.þ.b. 1000 staða og atvinnumiðlana. Bókin kostar aðeins 98.- s.kr.
(póstburðargjald innifalið). 10 daga skilafrestur. Skrifaðu til
CENTRALHUS
Box 48, 142 00 Stockholm
Odretelefon: 08 744 10 50
P.S. Við útvegum ekki vinnu!