Þjóðviljinn - 21.07.1987, Page 15

Þjóðviljinn - 21.07.1987, Page 15
Alþjóðaefnahagsmál Minnkandi hagvöxtur Þjóðhagsstofnun: Olíulækkunin skilaði sér ekki íaukinni heildareftirspurn í iðnríkjunum. Viðskiptahalli Bandaríkjanna 150 miljarðar dala á þessu áriþráttfyrir stöðugt gengisfall bandaríkjadals Um þessar mundir eru blikur á lofti í alþjóðaefnahagsmálum, segir í skýrslu Þjóðhagsstofnunar sem kom út á föstudaginn var. Efnahags- og framfarastofnun- in (OECD) spáir því, að hagvöxt- ur í iðnríkjunum á þessu ári verði ekki nema 214% að meðaltali. Svo dæmi séu tekin, þá er gert ráð fyrir, að hagvöxtur á þessu ári verði 2>/2% í Bandaríkjunum, 2% í Japan og IV2 í Vestur- Þýskalandi. í Bretlandi gæti hag- vöxtur á þessu ári orðið 314, en ekki nema 1% í Frakklandi. Þetta er minnsti hagvöxtur í iðn- ríkjunum frá því árið 1982 og mun minna en OECD spáði fyrir einu ári. Þá gerir OECD einnig ráð fyrir því, að alþjóðaviðskipti aukist aðeins um 214 í ár, eða um helmingi rninna en á síðasta ári. Ástæðurnar fyrir þessari svartsýni eru margvíslegar. Fyrir rúmu ári virtist sem hagvöxtur í iðnríkjunum myndi glæðast í kjölfar stórfelldrar lækkunar olíuverðs og mikillar gengislækk- unar Bandaríkjadollars. Það hef- ur hins vegar ekki gerst, heldur hefur dregið úr hagvexti. Olíu- verðslækkunin virðist ekki hafa skilað sér í aukinni heildareftir- spurn í iðnríkjunum eins og gert var ráð fyrir vegna mikils sam- dráttar í innflutningi olíuútflutn- ingsríkja. Þá hefur gengisfall dollarans ekki enn megnað að draga svo teljandi sé úr því mikla misvægi, sem ríkir í alþjóðavið- skiptum. Árið 1986 var viðskipta- halli Bandaríkjanna um 140 milljarðar dollara, eða um 3% af þjóðarframleiðslu þar í landi, og á þessu ári er reiknað með að hann verði nálægt 150 milljörðum dollara. Saman- lagður viðskiptaafgangur Japana og Vestur-Þjóðverja var hins vegar um 120 milljarðar dollara árið 1986 og gæti orðið um 130 milljarðar dollara á þessu ári. Fyrr á þessu ári töldu margir sérfræðingar, að gengi dollarans hefði náð því stigi, sem þyrfti til að jöfnuður kæmist á í við- skiptum Bandaríkjanna við út- lönd. Dollargengið hefur hins vegar haldið áfram að falla á fyrri helmingi þessa árs þrátt fyrir um- fangsmiklar tilraunir seðlabanka í mörgum löndum til að stöðva þessa þróun. Bandarískar út- flutningsgreinar hafa átt í miklum erfiðleikum með að auka hlut sinn í milliríkjaverslun undanfar- in tvö ár, þótt gengisþróun hafi verið þeim hagstæð. Á þessu eru margar skýringar, en tvær vega þyngst. Offramleiðsla á landbúnaðarvörum í fyrsta lagi er offramleiðsla á landbúnaðarvörum í heiminum, en Bandaríkin hafa löngum verið stór útflytjandi á því sviði. í öðru lagi hafa efnahagserfiðleikar margra þróunarríkja haft í för með sér meiri samdrátt í útflutn- ingsverslun Bandaríkjamanna en flestra annarra iðnaðarþjóða. Á hinn bóginn hefur gengislækkun dollarans dregið úr hagkvæmni vöruútflutnings til Bandaríkj- Iðnríki Vesturlanda upplifðu áður fyrr hin sterku samtök olíuframleiðsluríkja notfært sór lækkað olíuverð í nægilega ríkum mæli til að efla efnahag sinn - sem ógnun við sig, vegna síhækkandi olíuverðs. í dag er OPEC sundrað, og samkvæmt því sem segir í skýrslu Þjóðhagsstofnunar. olía hefur hríðlækkað á síðustuárum. Eigi að síður hafa iðnríkin ekki getað anna, sem hefur verið einn helsti hvati hagvaxtar í iðnríkjunum á síðustu árum. Þá hefur margt lagst á eitt til að draga úr fjárfestingu. Gengis- lækkun dollarans og áframhald- andi óvissa um stöðu hans hefur víða um lönd dregið úr fjárfest- ingu í greinum sem framleiða fyrir Bandaríkjamarkað. Hækk- un vaxta í Bandaríkjunum, eink- um af skuldbindingum til langs tíma, hefur dregið úr fjárfestingu þar í landi. Loks hefur vaxandi óvissa um þróun heildareftir- spurnar í heiminum haft neikvæð áhrif á fjárfestingu í iðnríkjun- um, þótt víða sé hagnaður fyrir- tækja meiri en oft áður og fjár- festingageta því mikil. Ef litið er á aðra þætti efna- hagsmála á alþjóðavettvangi en hagvöxt á þessu ári, kemur eftir- farandi í ljós. Atvinnuleysi í að- ildarríkjum OECD er sem fyrr mikið og næsta víst, að ekki dreg- ur úr því á þessu ári nema kannski í Bandaríkjunum, þar sem það gæti farið niður fyrir 7% mann- afla. Atvinnuleysi í Evrópu verð- ur að öllum líkindum nálægt 11% af mannafla að jafnaði, eða óbreytt frá árinu 1986. í raun fel- ur þessi tala enn stærri vanda, því að atvinnuleysi er í mörgum löndum mun meira en þetta á sumum svæðum og meðal sumra aldurshópa, einkum ungs fólks. Margt bendir til, að þetta atvinnuleysi sé þrálátara en svo að aukinn hagvöxtur einn og sér geti unnið bug á því. Verðbólga á uppleið OECD spáir því, að verðbólga í iðnríkjunum verði á þessu ári að jafnaði heldur meiri en í fyrra, eða 3'/2 samanborið við tæplega 3% í fyrra. Munar mestu um, að reiknað er með því að árshraði verðbólgu í Bandaríkjunum tvö- faldist úr 2% árið 1986 í 4% í ár, sem stafar af hækkun á verði inn- fluttrar vöru vegna gengislækk- unar dollarans. Hins vegar er gert ráð fyrir því, að enn dragi úr verðbólgu í öðrum stærstu að- ildarríkjum OECD. Vextir virðast nú fylgja þróun verðlags og verðbólguvæntinga nokkuð náið. Þannig hafa vextir í Bandaríkjunum heldur hækkað að undanförnu, eins og áður sagði, en haldið áfram að lækka víðast annars staðar. Hér er þó ekki um stórvægilegar breytingar að ræða og raunar engar, ef litið er á raunvexti. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur farið hækkandi frá því um mitt síðastliðið ár. í nýjustu áætl- unum sínum miða alþjóðaefna- hagsstofnanir við, að hvert hrá- olíufat kosti 18 dollara á þessu og næsta ári. Samtök olíuútflutn- ingsríkja (OPEC) gerðu nýlega með sér samkomulag um að reyna að treysta þetta verð í sessi. Á hinn bóginn er óvíst, hvort það tekst, þar sem enn er mikil olíuframleiðslugeta ónýtt í heiminum og fjárhagur ýmissa olíuútflutningaríkja, þar á meðal Saudi-Arabíu, orðinn bágborinn. Þunglega horfir með efna- hagsframvindu í þróunarríkjun- um, þegar á heildina er litið, þótt undanskilja verði nokkur ríki, einkum í Suðaustur-Asíu. Þar leggst margt á sömu sveif: Tak- markaðir útflutningsmöguleikar til iðnríkjanna vegna verndar- tálma og lítillar eftirspurnar, lágt verð á ýmsum tegundum hrá- vöru, tregur aðgangur að erlendu lánsfé, hækkun vaxta af dollara- lánum, slæleg stjórn efnahags- mála heima fyrir o.s.frv. Þó er gert ráð fyrir, að hagvöxtur í þró- unarríkjunum verði að jafnaði heldur meiri á þessu ári en í iðn- ríkjunum, eða 3% samanborið við 214%. Horfur 1988 Ekki gætir meiri bjartsýni í spám OECD fyrir næsta ár. Hag- vöxtur í iðnríkjunum gæti orðið svipaður og á þessu ári, eða rúm- lega 2% að meðaltali. Alþjóða- viðskipti gætu hins vegar aukist um 4%. Atvinnuleysi ætti að mestu að haldast óbreytt, en þó gæti enn dregið í sundur með Bandarfkjunum og Vestur- Evrópu. Þá er reiknað með því að verðbólga aukist nokkuð, eink- um í stærstu iðnríkjunum, Bandaríkjunum, Japan og Vestur-Þýskalandi. Þó er talið að fyrir aðildarríki OECD í heild verði verðbólga á næsta ári innan við 4% að jafnaði. Alþjóðaefnahagsstofnanir eru á einu máli um að það þurfi að samræma stefnumörkun í efna- hagsmálum stærstu iðnríkjanna mun betur en hingað til, eigi að takst að koma í veg fyrir meiri háttar sviptingar í hagþróun í heiminum á næstunni. Þannig þurfi að minnka fjárlagahalla í Bandaríkjunum, en auka hann í Japan og Vestur-Þýskalandi til þess að koma á betra jafnvægi í heildareftirspurn, en nálægt tveir þriðju allrar efnahagsstarfsemi iðnríkjanna fer fram í þessum þremur ríkjum og framvinda þar ræður því miklu um þróun annars staðar. Ljóst er, að erfitt getur verið að ná þessu fram. í Banda- ríkjunum er lítil samstaða um hvernig minnka skuli fjárlaga- halla þar í landi. í Japan og Vestur-Þýskalandi hafa ráðstaf- anir til að auka innlenda eftir- spurn mætt andstöðu af ótta við að þær kynnu að auka verðbólgu. Þó hafa allvíðtækar ráðstafanir, sem mið að þessu, verið ákveðn- ar í báðum ríkjum. Fjármálaað- gerðirnar í Japan felast meðal annars í aukinni fjárfestingu af hálfu hins opinbera og skatta- lækkunum. í Vestur-Þýskalandi er umtalsverð skattalækkun einn- ig fyrirhuguð á næsta ári. (Úr skýrslu Þjóðhagsstofnunar) ALÞÝÐUBANDALAGtÐ Alþýðubandalagið Vesturlandi Sumarferð Alþýðubandalagsins á Vesturlandi verður farin um verslun- armannahelgina. Fyrirhuguð ferðaáætlun er þannig: Laugardagur 1. ágúst: Brottför frá Skaganesti á Akranesi kl. 9.00 og frá Borgarnesi kl. 10.00. Ekið norður í land og gist í Edduhótelinu á Hrafnagili í tvær nætur. Sunnudagur 2. ágúst: Ekið um Eyjafjörð og farið út í Hrísey. Mánudagur 3. ágúst: Heimferð. Svefnpokagisting og gisting í tveggja manna herbergjum. Skráningu annast: Garðar, Akranesi s. 12567, Halldór, Borgarnesi s. 71355, Skúli, Hellissandi s. 66619, Jóhannes, Ólafsvík s. 61438, Matthild- ur, Grundarfirði s. 86715, Þórunn, Stykkishólmi s. 81421 og Sigurjóna, Búðardal s. 41175. Stjórn kjördæmlsráðs Alþýðubandalagið Vestfjörðum Kosningahappdrættið Dregið hefur verið í kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins á Vestfjörð- um. Eftirtalin númer komu upp: 1) 1313 2) 2356 3) 1712 4) 482 5) 1191 6-15) 1612,23,20,1421,170,272, 883, 1877, 788, 934, Vinninga skal vitja í síma 94-7604 Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐA FERÐ! IUMFERÐAR Práð ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.