Þjóðviljinn - 23.07.1987, Side 3

Þjóðviljinn - 23.07.1987, Side 3
ÖRFRÉTTIRi Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður hefur skipt um ráðherra. Hann hefur undanfarin fjögur ár setið í sjávarútvegs- ráðuneytinu við hlið Halldórs As- grimssonar en ætlar nú að setj- ast hjá Guðmundi Bjarnasyni í heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytinu. Finnur er viðskiptafræð- ingur og hefur aðstoðað ráðherra síðan hann lauk námi. Hann var í öðru sæti á B-listanum í Reykja- vík í aprílkosningunum, og hefur undanfarið gegnt hlutverki unga mannsins innan Framsóknar- flokksins. Ekki er kunnugt hver tekur við af honum í sjávarút- vegsráðuneytinu. Morgan Kane er nú á ferð hérlendis í sextug- asta sinn í bókinni „Tígrisdýrið frá Montana" eftir Norðmanninn Lo- uis Masterson. Bókin gerist í villta vestrinu, starfsvettvangi Kane, einsog hinar 59, og dregur nafn sitt af viðurnefni morðingjans Kid Curry sem heitir réttu nafni Har- vey Logan og er einn sérdeilis útfarinn meðlimur bófaflokksins Villta gengisins, sem rænir, rupl- ar, meiðir og myrðir þangaðtil hin lífsþreytta hetja Kane skerst í leikinn. Prenthúsið gefur út hinar vinsælu sögur af norskættaða byssumanninum. Ólöf Magnúsdóttir er núna skrifstofustjóri Austur- bæjarútibúss Búnaðarbankans á Hlemmi, en þegar Kringlan opnar verður Ólöf útibússtjóri Búnaðar- bankaútibúsins þar. Ólöf er fer- tug og hefur starfað í Búnaðar- bankanum síðan ‘63. Þá hefur Pétur Magnússon útibússtjóri á Hellu verið ráðinn útibússtjóri Höfðabakkaútibús sem tekur til starfa í haust. Kosningasvik segir Landsráð Flokks mannsins um væntanlegan matarskatt ríkisstjórnarinnar í ályktun. Það sé undarlegt að stjórn með jafn- aðarmann sem fjármálaráðherra skuli standa að svonalöguðu, og hefði vel mátt fá þetta fé með því að skattleggja bankastofnanir, tryggingarfélög og verslunarhús- næði. Með þessu sýni stjórnin að hún sé óvinur fólksins í landinu. Kosningasvikin sanni best að „hinir svokölluðu „fulltrúar" þjóð- arinnareru það ekki í alvöru held- ur fulltrúar peningavaldsins og hugsa eingöngu um eigið skinn". Tómas Á. Tómasson afhenti Nicolae Ceausescu for- seta Rúmeníu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra í Rúmeníu á föstudaginn var. Tómas gegnir því hlutverki jafnframt öðrum sendiherrastörfum sínum í Mos- kvu. FRETHR Ljósleiðarastrengir Bændur óttast bótakröfur Ljósleiðaralagning í Skagafirði liggur niðri. Bœndur vilja að skipulags- og sveitarstjórnirsamþykki lagninguna. Beðið eftir úr- skurði félagsmálaráðuneytisins Lagningu ljósleiðarastrengs Pósts og síma milli Sauðár- króks og Blönduóss yfir Þverfjall í sumar liggur niðri á meðan beðið er úrskurðar félagsmálaráðu- neytisins hvort ekki þurfi sam- þykki skipuiagsnefnda sveitarfél- aganna og sveitarstjórna fyrir staðsetningu strengsins. Ástæðan er sú að á fundi í Mið- garði 16. júní síðastliðinn með fulltrúum skipulagsnefnda og sveitarstjórna nokkurra hreppa í Skagafjarðarsýslu, ásamt fulltrúa frá Pósti og síma, rafveitustjóra og bændum, kom fram að kostn- aður við viðgerð á strengnum, ef hann slitnaði eða skemmdist, næmi nokkur hundruð þúsund krónum og sá sem valdur væri að því óhappi væri bótaskyldur. Egilsstaðir Sundlaug fyrir fatlaða Enginn stuðningur frá „ hinu opinbera. Allt byggt fyrir frjáls framlög. Lyftibaðkar tekið í notk- un í fyrra Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi hefur staðið fyrir byggingu sundlaugar við Vonar- land á Egilsstöðum. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um úthlutun fjár úr framkvæmdasjóði fatl- aðra til byggingarinnar hefur ekki ennþá verið veitt fé í þessa framkvæmd, segir í frétt frá svæðisstjórn Austurlands um málefni fatlaðra. Á undanförnum árum hafa ýmsir aðilar gefið fé, gjafir eða vinnuframlag í þágu sundlaugar- innar, og hefur það verið ómetanlegur stuðningur. í fyrra var tekið í notkun lyfti- baðker á Vonarlandi og var það keypt fyrir söfnunarfé ýmissa fé- lagasamtaka víðsvegar af Austfjörðum. Er miklu vinnuá- lagi létt með því af starfsfólki stofnunarinnar. Á Vonarlandi búa nú 8 einstaklingar. grh Að sögn Ingvars G. Jónssonar, byggingarfulltrúa Skagafjarðar- sýslu skrifaði hann félagsmála- ráðuneytinu bréf strax eftir fund- inn þar sem ráðuneytið var beðið um úrskurð í máinu. Sagði Ingvar að menn þar nyrðra væru orðnir langeygir eftir úrskurði ráðuneyt- isins, en hann bjóst við honum á næstu dögum. Samkvæmt upplýsingum Ing- vars mun strengurinn liggja víða þvert á girðingar og vatnslagnir bænda og jafnvel um væntanleg tún og skógræktarlönd. Þess- vegna er sú hætta alltaf fyrir hendi að tjón geti orðið á strengnum þurfi að endumýja eða lagfæra vatnsleiðslur og girð- ingar eða brjóta land til ræktun- ar. Úlfar Sveirtsson, bóndi á S- Ingveldarstöðum í Skagafirði sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að bændur vildu hafa vaðið fyrir neðan sig áður en fram- kvæmdir yrðu hafnar. „Bændur eru alls ekki á móti ljósleiðaran- um, en þeir vilja ekki fá í hausinn bótakröfur uppá hundruð þús- undir króna, ef eitthvað kynnni að henda strenginn." sagði Úlfar að lokum. grh Mikið að gera í viðgerðum hjá skipasmíðastöðvunum. Ottó N. Þorláksson í Slippnum í Reykjavík. (Mynd: EÓI) Skipasmíðastöðvar Heilmikið að gera Mikið um viðgerðir og endurbætur skipa og báta. Nýsmíði lítil. Verk- kunnáttan í stálskipasmíði að glutrastniður. Varað við innflutningnum Það er búið að vera heilmikið að gera að undanförnu hjá þeim 22 aðilum sem eru innan Fé- lags dráttarbrauta og skipa- smiðja. Verkefnin eru aðallega fólgin í viðgerðar- og endurbó- tum ýmisskonar á skipum og bá- tum, en mun minna farið fyrir nýsmíði. Verkefni í henni eru svo til eingöngu í smíðum á bátum Askorun líffrœðinganna Virðum veiðibannið Tveir tugir líffræðinga í „áskorun til ríkisstjórnarinnar“: Rangtað kenna hvalveiðarnar við vísindi: Veiðarnar ekki réttlœtanlegar Starfandi líffræðingar við líf- fræðiskor Háskólans, á Líf- fræðistofnun og Náttúrufræðist- ofnun sendu í gær frá sér áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hætt verði hvalveiðum „í vísinda- skyni“. Ályktunin hljóðar svo: Við undirritaðir líffræðingar fögnum auknum rannsóknum á lifandi hvölum hér við land en skorum jafnframt á ríkisstjórn ís- lands að virða tímabundið veiði- bann Alþjóðahvalveiðiráðsins hætta hvalveiðum og kosta rann- sóknir á hvalastofnum með öðr- um hætti en með ágóða af hval- veiðum. Alþjóðahvalveiðiráðið sam- þykkti árið 1982 stöðvun veiða frá 1986 til 1990, meðan aflað væri víðtækra gagna um hvalast- ofnana. Þessi samþykkt var tíma- bær, enda sýnt að hvalir hafa hvergi staðið undir veiðum til langframa. Alþingi íslendinga ákvað í fe- brúar 1983 að mótmæla ekki sam- þykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um stöðvun hvalveiða árin 1986- 1990. Samkvæmt samningi sjávarút- vegsráðuneytisins fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar við Hval h/f er markmið núverandi hvalar- annsókna „að auka vísindalega þekkingu á ástandi hvalastofna hér við land og skapa nauðsyn- legan grundvöll til endurmats á áhrifum veiðistöðvunar á hval- astofnana fyrir árið 1990.“ Rannsóknir Hafrannsókna- stofnunar á lifandi hvölum eru líklegir til að bæta verulega þekk- ingu á fjölda, útbreiðslu og atferli hvala og gera kleift að meta veiði- þol hvalastofna við landið. Sama verður ekki sagt um „vísinda- veiðarnar“. Þrátt fyrir söfnun gagna með hvalveiðum í áratugi hefur ekki reynst unnt að ákvarða stærð og veiðiþol hval- astofna hér við land. Núverandi „veiðar í vísindaskyni“ breyta þar litlu um. Hvalveiðar okkar ís- lendinga eru því ekki réttlætan- legar eins og á stendur og við telj- um rangt að kenna þær við vís- indi. Agnar Ingólfsson Arnþór Garðarsson Arni Einarsson Ást- rós Arnardóttir Guðmundur A. Guðmundsson Guðmundur V. Helgason Guðrún Narfadóttir Hrefja Sigurjónsdóttir Jón Gunn- ar Óttósson Jón S. Ólafsson Karl Skírnisson Kristinn H. Skarphéð- insson Kristján Lilliendahl Ólafur Andrésson Sigrún Helga- dóttir Sigurður S. Snorrason Sig- urður A. Þráinsson Skúli Skúla- son Snorri Baldursson Stefán Bergmann Þóra E. Þóhallsdóttir. undir 10 tonnum, segir Þorleifur Jónsson, formaður Félags drátt- arbrauta og skipasmiðja. Að sögn Þorleifs háir það þess- um iðnaði mjög hversu lítið sé af nýsmíði hér heima. Á síðasta að- alfundi félagsins var varað við innflutningsbylgju skipa og virð- ist sem það ætli að ganga eftir. Um 20-30 skip eru í smíðum er- lendis. Þorleifur sagði að um- ræðan um þessi mál hér væri mjög flöktandi og menn ein- blíndu í allt of miklum mæli á. verðtilboð erlendra skipasmíða- stöðva. En eins og allir vissu þá eru erlendu stöðvarnar meira og minna styrktar af viðkomandi ríkissjóði og geta því boðið ódýr- ari nýsmíði en stöðvarnar hér heima, sem nytu engra styrkja. Þá hamlar það allri uppbyggingu og áætlanagerð stöðvanna hér að viðgerðar- og endurbótavinna ýmiskonar er stopul og verkefnin aðeins nokkra mánuði fram í tím- ann. „Versta við þetta allt saman er sú staðreynd að við, sem erum búnir að stunda stálskipasmíðar aðeins í rúm 20 ár, erum með sama áframhaldi að missa þessa verkkunnáttu úr höndunum á okkur. Þeir sem hafa einhverja kunnáttu í þessum iðnaði fara annað, þar sem vinnan er örugg- ari og jafnvel betur borguð, en eftir situr mannskapur sem reynir að gera sitt besta í óöruggri atvinnugrein. Þessari þróun verður að snúa við áður en í óefni er komið,“ sagði Þorleifur Jóns- son að lokum. gr), Fimmtudagur 23. júli 1987 >JÓÐViLJINN - SlÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.