Þjóðviljinn - 23.07.1987, Page 4

Þjóðviljinn - 23.07.1987, Page 4
LEIÐARI Ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar mun einna lengst verða minnst fyrir þá sök, að hún lagði í rúst líf þúsunda fjölskyldna sem reyndu að koma þaki yfir höfuð sér fyrstu árin eftir að stjórnin tók við völdum. Nú virðist ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar ætla að feta sömu slóð. Allt bendir til, að hún hyggist hefja stjórnartíð sína með því að leggja sömuleiðis þungar búsifjar á húsbyggjendur og íbúðakaupendur. Hækkun vaxta af almennum lánum Bygging- arsjóðs ríkisins er ekkert annað en aðför að ungu fólki. Óréttlætanlegt óþverrabragð af hálfu úrræðalausrar ríkisstjórnar. Því hefur verið lýst yfir að hækkun vaxta af húsnæðislánum sé nauðsynleg, þar sem Hús- næðisstofnun þurfi að greiða lífeyrissjóðum mun hærri vexti af sínu lánsfé. Þessi hækkun yrði því þeim mun brýnni sem vextir af ríkis- skuldabréfum hækkuðu meira, - einsog nú er fyrirhugað að gera. En hér er hins vegar rétt að staldra við og spyrja: Hvers vegna þurfa vextir af ríkisskulda- bréfum að vera svona háir? Fyrir því eru færðar tvær ástæður. [ fyrsta lagi hefur ákvörðun vaxta verið gefin frjáls, þannig að vöxtum er ráðið af framboði og eftirspurn eftir fjármagni. Það er ekki órökrétt, að þessi breyting á skipan peningamála hafi tímabundið í för með sér háa vexti. í öðru lagi bætir ríkisstjórnin gráu ofan á svart með því að reka ríkissjóð með miklum halla, Aðför að ungu folki sem hún hyggst óhikað fjármagna með sölu ríkisskuldabréfa innanlands. í því felst hins veg- ar ekkert annað en viðbótareftirspurn eftir tak- mörkuðu lánsfé, sem vitaskuld leiðir við núver- andi aðstæður óhjákvæmilega til enn frekari hækkunar vaxta. Það er því getuleysi fyrrverandi og núverandi ríkisstjórnar til að afla ríkissjóði tekna til að mæta útgjöldum, sem veldur því, að nú stefnir í mikinn mun á vöxtum af almennum húsnæðis- lánum og vöxtum af ríkisskuldabréfum. Þetta getuleysi er hins vegar með engu móti hægt að nota til að réttlæta hækkun vaxta af húsnæðislánum. Nú þegareru þessir vextir3,5 af hundraði. Engin skynsamleg rök mæla með því að vextir af jafnlöngum lánum og húsnæðis- lánin eru, séu hærri en þetta. Síst af öllu tíma- bundið ástand á fjármagnsmarkaðnum, sam- fara hallarekstri ríkissjóðs, - sem er núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn einni að kenna. Það eru aðrar leiðir færar til að bregðast við þessum vaxtamun. í fyrsta lagi verður þessi ríkisstjórn - eða önnur sem tekur við af henni - að koma á betra jafnvægi í ríkissbúskapnum, til að minnka þenn- an mun. í öðru lagi kemur ekki annað til greina en ríkissjóður beri vaxtamuninn, meðan hann var- ir. í þriðja lagi verður svo alfarið að breyta útlán- areglum Byggingarsjóðs ríkisins, þannig að þar fái einungis þeir lán, sem þurfa í raun og sann á þeim að halda. Þeirri ósvinnu verður einfaldlega að linna, að fólk, sem á stórar húseignir skuld- lausar og hyggst minnka við sig, geti fengið í húsnæðislán til að braska með á fjármagns- markaðnum. Það nær einfaldlega ekki nokkurri átt, að sumir geti fengið lán hjá ríkinu á lágum vöxtum, til að lána ríkinu á háum vöxtum. En þungamiðjan í þessari vitleysu liggur ekki í lágu vöxtunum, heldur þeim háu. Á þeim á ríkis- stjórnin sína sök. Vísindaveiðum mótmælt Nú hefur hópur náttúruvísindamanna sent frá sér mótmæli við hvalveiðum í vísindaskyni. í þessum hópi eru tveir virtir prófessorar við líf- fræðideild Háskólans og fjölmargir starfsmenn Náttúrufræðistofnunar og Líffræðistofnunar Háskóla íslands. í skjali líffræðinganna er skorað á ríkisstjórn íslands að hætta hvalveiðunum og kosta rann- sóknir á hvalastofnum með öðrum hætti en með ágóða af hvalveiðum. Þjóðviljinn telur sérstaka ástæðu til að vekja eftirtekt á lokaorðum líffræðinganna: „Hvalveiðar okkar íslendinga eru ... ekki rétt- lætanlegar einsog á stendur, og við teljum rangt að kenna þær við vísindi". -ÖS KLIPPT OG SKORHÐ Grímur og Staksteinar Grím Thomsen bar á góma í þessum hógværu dálkum Þjóð- viljans fyrir skömmu. Þar var meðal annars leitt getum að því að ef til vill hefði stórgrýtt skap- lyndi Bessastaðabóndans átt sinn þátt í tilurð hinna ágætu kvæða hans. Eða eins og þar stóð skrif- að: „Þegar svo geðofsinn greip hann með árunum, hafði hann tök á að beisla hann í einskonar skapandi kraft, sem hann veitti gegnum Ijóð sín. Þannig getum við síðari tíma kynslóðir á vissan hátt verið þakklátar fyrir ofsann í Grími, kanski gaf einmitt hið úfna geð okkur kvæðin.“ Einsog sæmir blaði, sem borg sína byggir á bjargi, var £ þessu sambandi vitnað til þess menn- ingarpáfa, sem mest hefur síðari tíma manna gert til að halda við nafni Grfms Thomsen. Raunar lifað sig svo vandlega inn í hugs- unarhátt Grírris og kvæði, að af skrifunum er næsta ljóst, að við- komandi stendur fótum fastar í samtíma Gríms Thomsen en nú- tímanum. Ilbleikir úlfar Hér er auðvitað átt við ára- langan málvin Þjóðviljans og um- sjónarmann Staksteina Morgun- blaðsins, Stefán Friðbjarnarson. En til þessa liðsstjóra Stak- steina var vitnað svofelldum orð- um, að honum liði „beinlínis illa Ijúki einhverri vikunni svo, að honum takist ekki að vitna í gamla Thomsen“. Að sönnu er rétt, að hjá höf- undum stjórnmálskrifa Morgun- blaðsins er gjarnan „lítt..af setn- ingi slegið“ einsog Grímur gamli kvað um trúða þá og leikara sem léku um völl í höllu Goðmundar á Glæsivöllum. Þessvegna mega þeir vafalaust oftar þola af hálfu bráðlátra flokksmanna Iast en lof fyrir sitt skoplitla framlag til bar- áttunnar. Sfðustu mánuði hefur það meira að segja orðið að tísku hjá flokksmönnum að kenna mál- gagninu um ósigurinn mikla í apr- íl, og ef til vill skýrir það hina áberandi tilvistarangist sem nú verður æ oftar vart í stjórnmálas- krifum Mogga. Víst er, að oft virðist einföldum lesara sem sál- arástand höfundanna sé ekki ósvipað og væru þeir í sporum hins hundelta, sem Grímur Thomsen lýsti þannig á einum stað: „Eftir honum úlfar þjóta ilbleikir með strengdan kvið.. “ Hjartakul Að minnsta kosti eru þeir á Mogga óvanir orðnir því að ein- hver víki til þeirra góðu. Það er ekki lengur hægt að skjóta að þeim mildilega hughreystandi orðum, klappa þeim á koll fyrir ágæta frammistöðu án þess að þeir sjái í hinni mildu hönd upp reiddan refsivönd. Þeir eru kalnir á hjarta, einsog segir í Ijóðinu Gríms, sem gæti eins átt við þá og vistina hjá Sjálf- stæðisflokknum: Náköld er Hemra, því Niflheimi frá nöpur sprettur á. En kaldara und rifjum er kon- ungsmönnum hjá. Kalinn á hjarta þaðan slapp eg. Hjartakulið kom vitaskuld best í ljós í viðbrögðum þeirra við því trausti sem klippari lét uppi á trúnaði Staksteina við minningu Gríms Thomsen. Þau gæskuríku orð sem féllu í þessum dálki, vita- skuld vel meint einsog annað sem hér er skrifað, voru þannig túlk- uð sem árás á alla þrjá í senn: höfund Staksteina, Grím Thoms- en og Eið Guðnason, glaðlynd- asta þingmann þjóðarinnar. En mildilegri umfjöllun okkar um þekkingu Stefáns Friðbjarn- arsonar á Grími Thomsen var svarað með eftirfarandi skoti úr einni af hinum skammdrægu fall- byssum Morgunblaðsins, sem í daglegu tali er kölluð Víkverji: „Þó er eitt blað,“ segir Víkverji eftir að hafa lesið einkar jákvæða lýsingu klippara á þeim þremenn- ingum, Staksteinari, Grími og Eiði, „Þjóðviljinn, stanzlaust við skammdegisskrifln, þrátt fyrir náttlausa voraldarveröld. Það hefur allt á hornum sér - ár og síð og alla tíð. Það agnúast jafnvel út í fjarskyldan frænda Víkverja, Staksteinar, fyrir að vitna í Grím gamla Thomsen. ..!“ Freudískar duldir Það er þó ekki eini glæpur Þjóðviljans. Málgagn sósíalis- mans leyfir sér annað og verra, að mati Víkverja, því „í leiðinni staðhæflr blaðið að Eiður nokkur Guðnason hljóti að vera skap- fúll...“!! Þá hafa menn það. Þessi setning er nefnilega ekki einungis barmafull með freudísk- ar duldir af svo miklu dýpi, að þær myndu í sjálfu sér verðskulda meira en einn miðilsfund til að fá sjúkdómsgreininguna frá Sig- mund sjálfum - því miður illa fjarri góðu gamni efnisheimsins. En hún er líka merkileg fyrir þá sök, að hún er einskonar spegil- mynd af sálarástandi Morgun- blaðsins um þessar mundir. Látum vera þó blaðið bíti höndina sem klappar því. Það eru einungis viðbrögð við þeim skömmum, sem sífellt dynja á Morgunblaðsmönnum innan úr Sjálfstæðisflokknum. Hitt er verra, ef lífssýn manna innahúss er svo svört orðin, að blaðið sér sérstaka ástæðu til að hafna því opinberlega að Eiður Guðnason „hljóti að vera skapfúll“. Fundin skýring Þjóðviljinn ætlar ekki að láta teyma sig út í opinbera ritdeilu við Morgunblaðið um meint dap- urlegt sálarástand tiltekinna þingmanna Alþýðuflokksins. Það á sínar skýringar - einsog all- ir þeir vita sem hafa lesið stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Hitt er sönnu næst að hér er komin skýring á allri þeirri svartsýni sem hellt er yfir þjóðina í ritstjómargreinum Morgun- blaðsins um þessar mundir. Við öðru er nefnilega ekki að búast af mönnum sem eru svo illa haldnir af langvarandi skorti á léttu geði að þeir sjá sérstaka ástæðu til að mótmæla því í nafnlausum rit- stjórnarpistlum að Eiður Guðna- son sé ekki glaðværasti þingmað- ur þjóðarinnar. þlOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fróttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁrnason, ÓlafurGíslason, RagnarKarisson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, StefánÁsgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, GaröarSigvaldason. Framkvæmda8tjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglý8inga8t]óri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarala: Hanna Ólafsdóttir, SigriðurKristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Ótbreiðslu-og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúlað, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar:Síðumúla 6,símar681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmlðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöö: 60 kr. Áskriftarverð á mánuði: 550 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. júlf 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.