Þjóðviljinn - 23.07.1987, Page 8

Þjóðviljinn - 23.07.1987, Page 8
► Meirihluti þjóða í Alþjóða hvalveiðiráðinu hefur hag afþví að hvalaafurðir verði útilokaðar frá heimsmarkaðnum vegna samkeppni við kjöt og aðrar afurðir átt fullan rétt á sér. En þegar menn hafa farið að rökstyðja þá skoðun með þeim rökum að hval- ir séu greindari en önnur dýr, þá lenda menn óhjákvæmilega í sjálfheldu. í heiminum eru á milli 80 og 90 tegundir hvala, þar af 10 tegundir skíðishvala. Tannhvalir, þar á meðal höfrungar, eru taldir greindari en skíðishvalirnir; er þá meiri glæpur að veiða þá, eða hvar á að setja mörkin? Ýmsir hafa losað sig úr þessari sjálfheldfu með því að hætta að neyta fæðu úr dýraríkinu, en hin- ir enda í mótsögn. Eru hvaiastofnarnir ekki í út- rýmingarhættu vegna ofveiði? Mín skoðun er sú að engin þeirra tegunda sem veiddar eru séu í beinni útrýmingarhættu vegna veiðanna, hvort sem veiðarnar eru „til neyslu“ eða annars. Þær tegundir sem eru í veruiegri útrýmingarhættu og verður fyrirsjáanlega útrýmt á næstu áratugum eru 3 tegundir ferskvatnshöfrunga, ein sem lifir í Kína og tvær sem lifa á Indlandi. Þessum tegundum verður útrýmt af völdum mengunar og þéttbýlis manna. Veiðistöðvun hval veiðiráðsins Hvað þola hvalastofnarnir hér við land mikla veiði að þínu mati? Ég get ekki gefið upp tölur um hæfilega veiði, þar sem við vitum ekki nægilega mikið um stofn- stærðina. En mér þykir líklegt að langreyðarstofninn þoli vel þessi 80 dýr og sandreiðarstofninn þau 40 dýr, sem nú eru tekin. Taln- ingin sem nú stendur yfir á von- andi eftir að gefa okkur betri upplýsingar um stofnstærð en hingað til hafa legið fyrir, þannig að hægt verði með meiri vissu að ákveða í hvaða magni veiðarnar geta haldið áfram án þess að gengið sé á stofnstærðina, en það er einmitt kjarni málsins, að ekki sé gengið á höfuðstólinn. En ber okkur ekki skylda til að virða tímabundna veiðistöðvun Alþjóða hvalveiðiráðsins? Jú, en okkur ber líka að hafa í huga hvaða sjónarmið og hags- munir liggja þar að baki. Það er í raun hagur meirihluta þeirra ríkja sem aðild eiga að ráðinu, að hvalaafurðum verði útrýmt á heimsmarkaðnum. Sagan sýnir okkur að það er alltaf auðveldara að reka friðunar- og verndun- armál á útivelli en heimavelli. Höfrungadæmið í Bandaríkjun- Frá sýnatöku á húðflipum úr hnúfubak út af Snæfellsnesi síðastliðið sumar. Ljósm. Páll Steingrímsson. um er bara eitt dæmið. Óteljandi önnur dæmi mætti rekja. Þannig er til dæmis vitað að stórhveli hafa verið notuð sem skotmörk fyrir djúpsprengjur í tilraunum herveldanna með nýja hertækni. Og Bandaríkjamenn hafa eyði- lagt lífríki stóru vatnanna hjá sér og stórspillt lífríkinu undan Kali- forníuströndum án þess að það hafi vakið mikið umtal. Annað hliðstætt dæmi er frá Norður- löndunum: Nú er talið að til séu um 150 heilbrigðir útselir í Eystrasalti af 70-80 þúsund dýra stofni, sem var þar um síðustu aldamót. Og úlfarnir 10, sem eftir voru í Varmlandi, voru drepnir án þess að sænsk stjórnvöld hreyfðu við hendi. Hins vegar hefur sænski umhverfismála- ráðherrann sent mótmæli til franskra stjórnvalda vegna þess að fjörufálki, sem verpir í Skandinavíu, sé drepinn í Frakk- landi. Þannig er hægt að rekja endalaus dæmi: á meðan stórfelld eyðilegging á sér jafnt og þétt stað á öllu lífríki Evrópu eru stjórnvöld í hnútukasti sín á milli án þess að takast á við vandann á heimavelli. Vísindaveiðar Hvalveiðar okkar nú hafa ver- ið gagnrýndar af fræðimönnum fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á vísindalega nauðsyn þeirrar sýna- töku, sem þærbyggja á. Eru þess- ar hvalveiðar réttlætanlegar í vís- indaskyni? Það er rétt, sem komið hefur fram í þessari umræðu, að hér á landi bíður mikið magn sýna, sem væntanlega á eftir að vinna úr á mun fullkomnari hátt. Það er í rauninni alltaf erfitt að meta hve- nær lokið er úrvinnslu vísinda- legra gagna, og slíkt verður alltaf matsatriði. En þetta segir ekki alla söguna. Aðferðum við úr- vinnslu sýna hefur fleygt fram, og það er ekki víst að gömlu sýnin dugi fyrir þá nýju greiningar- tækni sem þróuð hefur verið. Þannig hafa menn til dæmis þró- að aðferð við greiningu á kjarna- sýrum, sem mynda erfðavísa dýr- anna, og þessar nýju aðferðir gera það að verkum að hægt er að fá fram kjarnasýrueinkenni hvers dýrs, en engir tveir einstaklingar hafa nákvæmlega eins kjarnasýr- ubyggingu. Hugmyndin er sú að hægt verði í framtíðinni að ná húðsýnum úr lifandi dýrum og finna kjarna- sýrueinkenni þeirra. Þegar búið er að fá ákveðinn fjölda slíkra sýna getur magn „merktra" dýra í veiðiúrtaki gefið nákvæmari hug- mynd um stofnstærð hvalanna en menn hafa haft áður. f fyrra fórum við í leiðangur út af Snæfellsnesi til þess að taka húðsýni af hnúfubökum og steypireyði, og sá leiðangur sýndi að við góð skilyrði var hægt að ná slíkum húðsýnum til ákvörðunar á kjarnasýrum. Það er hins vegar vandséð hvaða aðili hefði fjár- hagslegt bolmagn eða áhuga á að framkvæma rannsóknir af þessu tagi ef ekki væri hægt að láta hval- iðnaðinn standa undir kostnaðin- um að hluta til. Annars gefur það auga leið að stofn sem ekkert er tekið úr fjölg- ar örar en ella. En hitt ber líka að hafa í huga að það verður aldrei gert út á hvalveiðar fyrir sýna- töku eina saman, án þess að ein- hver iðnaður standi þar jafnframt að baki. Að öðrum kosti verða veiðarnar einfaldlega of kostnað- arsamar. Það er því ekki hægt að leggja neinn einhlítan og ótví- ræðan vísindalegan mælikvarða á fjölda þeirra dýra sem veiða þarf í vísindaskyni. Hvalarannsóknir í 20 ár Hversu lengi hefur þú Iagt stund á hvalarannsóknir? Ég byrjaði rannsóknir mínar á sjávarspendýrum 1967, og upp- runalega beindust þær að því að kanna þróunarsögu hvala og seldýra. Þessar rannsóknir mínar hafa leyst spurninguna um þró- unarsögu þessara dýra. Upphaf- lega var það almennt álitið af fræðimönnum, að tannhvalir og skíðishvalir væru óskyldar teg- undir samkvæmt þróunarsögu- nni. Ég sýndi hins vegar fram á það með litningarannsóknum að þeir hafa þróast frá sama stofnin- um sem greindist í sundur fyrir 40-50 miljónum ára. Það hefur sömuleiðis verið við- tekin skoðun um seli, að svokall- aðir eyrnalausir selir hefðu þró- ast út frá marðardýrum, á meðan sæljón og rostungar ættu sam- eiginlega forfeður með bjarndýr- um. Samkvæmt kjarnasýrurann- sóknum okkar virðist einsýnt að bæði eyrnaselir og eyrnalausir selir hafa þróast út frá marðar- dýrum. Niðurstöður þessara rannsókna voru birtar í fyrra, og það má segja að þær kollvarpi fyrri hugmyndum um þessi efni. Hver fjármagnar rannsóknir þínar á þessu sviði? Þær hafa verið og eru aðallega kostaðar af Rannsóknarráði sænska ríkisins og í minna mæli af öðrum sænskum og íslenskum aðilum. Að lokum, Úlfur, er spurning- in um hvalveiðamar pólitísks eðl- is fyrst og fremst að þínu mati? Fyrir íslendinga eru hval- veiðarnar efnahagslegt og tilfinn- ingalegt mál að því tilskildu að ekki sé gengið á hvalastofnana. Fyrir þær þjóðir sem ekki stunda hvalveiðar er þetta einnig efna- hagsleg og pólitísk spurning, þar sem þeim er í mun að vernda efnahagslega hagsmuni sína. Þetta kemur hvað skýrast fram í allri afstöðu bandarískra stjórnvalda til þessa máls. -ólg Einfali Guðbergur Bergs- son um þýðingar sínar á spœnskum bókmenntum, nýja bók eftir Márquez, kiljuút- gáfu og fleira Það þykir nokkrum tíðind- um sæta að út er komin frum- útgáfa í kiljuformi eftir ekki ómerkari rithöfund en Gabriel García Márquez í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Bókin heitir „SAGA AF SÆHÁKI sem rak í tíu daga á fleka, án matar og drykkjar, var lýstur þjóðarhetja, kysstur af feg- urðardísum, auglýsinga- mennskan auðgaði hann, en svo var hann fyrirlitinn af stjórnvöldum og gleymdist um aldur og eilífð." Á bókarkápu segir frá því er átta menn féllu útbyrðis af kól- umbískum tundurspilli á Karíba- hafi í febrúar árið 1955. Eftir fjögurra daga leit voru þeir allir taldir af en viku síðar fannst einn þeirra á norðurströnd Kólumbíu. Hann hafði rekið í tíu daga á sjónum og bragðaði hvorki vott né þurrt. Sæhákur þessi varð þjóðhetja þangað til blaðamaður við stjórnarandstöðublað skráði niður eftir honum frásögn hans. Þá misstu stjómvöld áhuga á honum og sneru við honum baki. Blaðamaðurinn var Gabriel García Márquez. „Fólk sem lendir í mikilli lífs- hættu segir frá henni og skynjar hana á afar einfaldan hátt. Það em hinir sem endursegja frásögn- ina sem ýkja.“ Þetta sagði Guðbergur Bergs- son í samtaii við Þjóðviljann um þessa sögu en hann hefur verið manna afkastamestur að kynna íslendingum spænskar og suður- amerískar bókmenntir og er skemmst að minnast bóka eins og Hundrað ára einsemd og Ástin á tímum kólerunnar eftir Márquez og Don Kíkóta eftir Cervantes. Guðbergur féllst á stutt viðtal og bað jaftiframt um að yfírlýs- ingu hans sem birtist hér annars staðar á síðunni yrði komið á framfæri. „Þýðingar eru eitthvað sem gerist af sjálfu sér, rétt eins og skáldverk," segir Guðbergur. „Það tók mig mörg ár að kom- ast inn í listina að þýða þegar ég var að byrja á þessu. Fyrsta bókin sem ég þýddi, Lazarus frá Torres, tók mig sex ár, en þegar það var búið fannst mér ég vera kominn inn í spænska tungu. Einfaldleikinn Bókin um sæhákinn er skrifuð á afar einföldu máli. Márquez skráði hana eftir kólumbískum sjómanni og skrifaði hana á miklu einfaldara máli en hann skrifar bækur sínar á enda er kól- umbískt talmái mun öðruvísi en spænska yfírleitt. Þetta olli því að mér þótti talsvert erfítt að þýða bókina, ná einfaldleika hennar. Það er yfirleitt erfiðara að ná því einfalda en hinu sem er meira blómlegt. Einfaldleikinn felur ekkert en málskrúð getur gert það. Tveir spænskir höfundar hafa haft einna mest áhrif á spænskar bókmenntir hvað varðar stíl og málsmeðferð, Cervantes og Que- vedo. Sá fyrrnefndi skrifaði afar einfaldan stíl en Quevedo hafði uppi mikið málskrúð. Ánnað sem var erfitt við þessa 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 23. júlf 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.