Þjóðviljinn - 23.07.1987, Page 11

Þjóðviljinn - 23.07.1987, Page 11
mmm ÖRFRÉTTIR mmmam Loksins! Loksins! héldu tvö olíuflutningaskip frá Kuwait inná átakaflóann í fylgd þriggja bandarískra herskipa. ( rauðabýtið í gærmorgun sigldi lestin út úr Ómanflóa sem leið lá um hið alræmda Hormuzsund og inná Persaflóa. Hvergi bólaði á írönskum árásarseggjum og eru skipin væntanleg til hafnar síðla aðfararnætur föstudags. Allsherjar- verkfall lamaði allar stærstu borgir Bang- ladesh í gær. Víða kom til áfloga stjómarandstæðinga annars vegar og fylgismanna Ershads forseta og lögreglu hins vegar. Að minnsta kosti 100 manns slösuðust í ósköpunum, þar af fjölmargir eftir að andófsmenn lögðu elda að herbækistöð í höf- uðborginni Dhaka. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar voru sem vænta mátti í sjöunda himni yfir góðri þátttöku í vinnustöðvuninni og kváðust ekki ætla að linna lát- unum fyrr en forsetinn hrökklað- ist frá völdum. Peter Handke er maður nefndur, heimsfrægur austurískur rithöfundur. Hann hefur látið fara frá sér harðorð mótmæli vegna þess að fyrirhug- að er að Kurt Waldheim forseti Austurríkis opni formlega hand- ritasýningu í Salzburg þann 27. þessa mánaðar. Handke segir athafnir eða athafnaleysi Wald- heims í síðari heimstyrjöld vera smánarblett í sögu þjóðar sinnar en þó ætli hann ekki að láta fjar- lægja sín eigin verk af sýningunni þar eð slíkt myndi aðeins bitna á gestum. ítalir fá að öllum líkindum nýja stjórn í byrjun næstu viku. Talið er að þá hafi kristilega demókratanum Gi- ovanni Goria tekist að endur- vekja fimm flokka stjórnina sál- ugu sem fyrrum var undir forsæti sósíalistans Bettinos Craxis. Hinsvegar efast margir um að hún eigi langt líf fyrir höndum. Hún muni setja fjárlög fyrir næsta ár og springa síðan þar sem á- greiningur sósíalista og kristi- legra demókrata sé enn óleystur. Sýrlendingi var skotið út í geiminn í gær. Mo- hammad Faris ofursti er fyrstur landa sinna til að skreppa út fyrir gufuhvolf jarðar og er hann í samfloti með tveim sovéskum geimförum um borð í fari af gerð- inni Soyuz TM-3. Síðast þegar fréttist af þeim félögum flugu þeir með ofsahraða í átt að geimstöð- inni MIR. Ferðalagi þeirra mun Ijúka eftir 10 daga. 91 árs gömul bandarísk amma hóf í gær að klífa fjallið Fuji í Japan sem er hið hæsta þarlendis. Hulda Crooks frá Kaliforníu ætlar sér þrjá daga til að ná tindi fjallsins sem er 3,776 metra hátt. Ef hún nær því marki verður hún elsta konan sem prílað hefur uppá hið helga fjall. Fyrra metið setti níræð jap- önsk kvinna í hittifyrra. Ríkisstjórnir aðildarlanda Evrópubandalags- ins verða með einhverjum hætti að skapa 80,000 ný störf handa verkafólki sem missir atvinnu sína í stáliðnaði á næstu þrem árum. í löndunum tólf er mikil of- framleiðsla á stáli og eru uppi áætlanir á vegum bandalagsins um lokun mjög margra stáliðju- vera á næstu árum. ERLENDAR FRÉTTIR Gorbatsjof Fellst á eyðingu Asíuflauga ígœr var tilkynnt í Moskvu að Sovétmenn hefðufallist á eyðingu allra meðaldrœgra kjarnflauga sinna, jafnt íAsíu sem Evrópu. Krefjast þess ekki að Bandaríkjamenn fjarlœgi kjarnvopn sín úr Asíu Mikjáll Gorbatsjof Sovétleið- togi gcrði Bandaríkjastjórn enn citt afvopnunartilboðið í gær. Hann kveðst fallast á að öllum meðal- og skammdrægum kjarn- flaugum risaveldanna verði eytt, jafnt í Evrópu sem utan. Fram að þessu hafa Sovétmenn ekki vilja ljá máls á því að afsala sér rétti til að halda eftir 100 með- alflaugum í Asíu ef semdist um eyðingu þeirra úr Evrópu. Þeir hafa viljað takmarka „tvöföldu núlllausnina" við Evrópu og sagt sem svo að kjarnavopn Banda- ríkjamanna í og við Japan, Suður-Kóreu og Filippseyjar geri það nauðsynlegt að þeir hafi þetta mótvægi í álfunni. En Gorbatsjof sagðist í gær ekki lengur gera það að skilyrði fyrir eyðingu Asíuflauganna að Bandaríkjamenn hrófluðu við vítisvélum sínum í og við löndin þrjú. Tilboðið kemur á sama tíma og afvopnunarviðræður stórveld- anna í Genf virtust vera að sigla í strand vegna kröfu Bandaríkja- manna um að Kremlverjar létu flaugarnar í austri fokka. Þær draga um 500-1000 kílómetra leið. Orðrétt sagði leiðtoginn: „Með tilliti til sjónarmiða Asíu- ríkja eru Sovétmenn reiðubúnir til að fallast á eyðingu^allra með- aldrægra kjarnflauga sinna, í Asíu sem annars staðar. Með öðrum orðum, við viljum að „tvöfalda núlllausnin“ nái til heimsins alls.“ Og þótt Sovétmenn geri ekki að skilyrði að Bandaríkjamenn geri slíkt hið sama við kjarnvopn sín í Asíulöndunum „þá gerum við okkur að minnsta kosti vonir um að þeir fjölgi þeim ekki.“ Sovétmenn eiga um 30-40 skammdrægar kjarnflaugar í As- íuhluta ríkisins og Gorbatsjof bauðst ennfremur til að eyða þeim. Einnig kvað hann stjórn sína ekki hafa í hyggju að fjölga flugvélum sem borið geta kjarn- írans/Kontrahneykslið Shultz krafim sagna í dag hefjastyfirheyrslur yfir utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. Bœði Poindexter og North hafa ýjað að því að Shultz hafi vitað meira en hann vill vera láta John Ppindexter aðmíráll hefur lokið vitnisburði sínurn fyrir þingnefndinni sem fer ofaní saumana á írans/ Kontrahneykslinu. í dag heljast yfirheyrslur yfir George Shultz, utanrfldsráðherra Bandaríkj- anna. Mál þetta er orðið hið óþægi- legasta fyrir æðsta ráðgjafa Reag- ans forseta í utanríkismálum því bæði Poindexter og Oliver North ofursti hafa gefið sterklega í skyn að hann hafi haft fyllri vitneskju um vopnasöluna til íran og fjár- streymið til Kontraliðanna en hann hefur sjálfur viljað vera láta. Aðmírállinn sagði um þátt Shultz og Weinbergers, varnar- málaráðherra, í hneykslinu: „Ég hélt engu leyndu fyrir þeim sem þeir vildu fá að vita.“ Ofurstinn fullyrti að Shultz hefði tekið sig á eintal í veislu á vegum utanríkisráðuneytisins „og hrósaði mér í hástert fyrir prýðis frammistöðu við að halda andspyrnuhreyfingunni í Nicar- agua gangandi... ég vissi hvað hann átti við.“ Shultz hefur ítrekað haldið því fram að hann hafi ekki haft græn- an grun um flest það sem máli skipti í þessu utanríkismáli. Pað hefur komið mönnum mjög undarlega fyrir sjónir að sjálfur ráðherrann hafi vitað svo lítið en þó vitað eitthvað og ekki notað þá vitneskju sína til að ráða for- setanum heilt. Þegar málið komst í hámæli brugðust margir bandarískir hægrimenn ókvæða við og kröfðust afsagnar utanríkis- ráðherrans og ekki bætti úr skák að Towernefndin svonefnda komst að þeirri niðurstöðu að bæði hann og Weinberger hafi haft einhvern ávæning af því sem fram fór en stungið höfðinu í sandinn og brugðist skyldum sín- um við forseta Bandaríkjanna. Báðir ráðherranna mótmæltu hástöfum niðurstöðu nefndarinn- ar og kváðu ekki flugufót vera fyrir aðdróttununum. Hvorugur var í rónni fyrr en Reagan sjálfur hafði gefið þeim syndakvittun opinberlega. -ks. George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Bæði aðmíráll og ofursti hafa grafið undan trausti manna á honum. sprengjur og sagðist reiðubúinn til að gánga til samningaviðræðna við Bandaríkjastjórn um að tak- marka athafnasvæði kjarnkaf- báta í úthöfum. Bandarískir embættismenn voru mjög varkárir þegar þeir voru inntir álits á tilboðinu í gær. „Þetta er allt á réttri leið,“ sagði einn. „Þetta lítur vel út,“ sagði annar. Sá þriðji, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kvað ekki svars að vænta frá stjórn sinni fyrr en samninganefnd Sovétmanna í Genf hefði lagt hugmyndirnar formlega fyrir viðsemjendur sína í dag. -ks. Þessar tvær eiga ekki framtíðina fyrir sér ef semst í Genf. Til vinstri er sovésk SS-20 meðaldræg kjarnflaug en til hægri er Pershing-2 meðalflaug „made in USA“. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júnímánuð 1987 hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. ágúst. Fjármálaráðuneytið, 20. júlí 1987 Grunnskólinn á Raufarhöfn Óskar eftir kennurum. Meðal kennslugreina eru íþróttirog kennslayngri barna. Ódýrt húsnæði og barnaheimili til staðar. Upplýsingar gefur Líney Helgadóttir skólastjóri í símum 96-51225 og 96- 51131. Alúðarþakkir fyrir vinsemd og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu Halldóru Þórðardóttur Höfðabraut 3 Hvammstanga Þórður Skúlason Elín Þormóðsdóttir Hólmfríður Skúladóttir Þorvaldur Böðvarsson og barnabörn Fimmtudagur 23. júlí 1987 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.